Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1989 31 Reuter Sovéskur hermaður stekkur frá öðru lestarflakinu en um miðjan dag í gær var talið, að 650 manns hefðu farist. beinlínis bráðnuðu í eldunum. Að sögn Tass-fréttastofunnar tóku 50 herflugvélar og herþyrlur þátt í björgunaraðgerðum og aðrar 40 flugvélar voru í viðbragðsstöðu. 60 hinna slösuðu komu til Moskvu síðla í gær og aðrir 90 voru fluttir til Tsjeljabínsk á sunnudag. Gorbatsjov sagði í ávarpi sínu á fulltrúaþinginu, sem var sjónvarpað og útvarpað um Sovétríkin, að hann gæti ekki dæmt um orsakir harm- leiksins en bætti því við að þær mætti rekja til „ábyrgðarleysis, vanhæfni og stjórnunarleysis". Gorbatsjov sagði að gasleiðslum- ar hefðu verið í um eins kílómetra fjarlægð frá jámbrautarsporinu. Þremur klukkustundum áður en harmleikurinn átti sér stað varð einhver starfsmannanna var við að þrýstingur hafði fallið og í stað þess að grafast fyrir um ástæður þess dældi sá hinn sami meira gasi í leiðslumar, sagði Sovétleiðtoginn. George Bush Bandaríkjaforseti vottaði Gorbatsjov Sovétleiðtoga samúð sína í gær og vestur-þýsk stjómvöld buðu fram aðstoð við björgunaraðgerðir. Þetta er annað mesta lestarslys í sögunni en í júní 1981 fór lest fram af brú í Indlandi með þeim afleiðingum að 800 manns fórast. Milljón manns fagnaði Khomeini þegar hann kom heim úr útlegð- inni en sumir telja, að næstum sami fjöldi hafi borið beinin í Persaf- lóastyijöldinni. Khomeini vakti fýrst athygli á sér sem andstæðingur keisarans þegar hann snerist gegn umbótum hans í landbúnaði 1962 en þær beindust meðal annars að því að skerða nokkuð eignir og völd klerkastéttarinnar og bæta stöðu konunnar. Vora umbæturnar sam- þykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu en ollu þó miklum uppþotum og 1964 var Khomeini sendur í útlegð til Tyrklands. Þaðan fór hann til íraks og loksins til Parísar 1978. í nóvember 1978 setti íranskeis- ari herlög í landinu vegna mikilla mótmæla en í janúar sá hann sér þann kost vænstan að flýja land ásamt fjölskyldu sinni. Khomeini kom til Teheran þann 1. febrúar og var fagnað af einni milljón manna á götum úti en gleðivíman rann þó af mörgum þegar frá leið. Við tók einræði og ógnarstjóm og hinar óhjákvæmilegu hreinsanir, sem ávallt fylgja slíku stjórnarfari. Efnahagnum hrakaði, verðbólgan jókst og brátt vora þijár milljónir manna búnar að missa atvinnuna. Khomeini vantaði eitthvað til að draga athyglina frá ástandinu og hann ákvað að taka 50 starfsmenn bandaríska sendiráðsins í gíslingu. Vora þeir fangar hans í rúmt ár, frá því í nóvember 1979 fram í janúar 1981. í september 1980 sögðu írakar upp samningum við Irana um Shatt-al-Arab-sundið og lýstu yfir styijöld og þá fengu áhangendur Khomeinis loksins tækifæri til að sýna trúna í verki. Þúsundum sam- an stormuðu þeirgegn írökum, sem voru miklu betur vopnum búnir, og tugþúsundum saman féllu þeir í valinn í þessari slátran, sem minnti mest á hrannvíg fyrri heims- styijaldar. Khomeini og klerkarnir sendu börn og unglinga út í opinn dauðann og hétu því að beijast til síðasta blóðdropa en svo fór að lokum þegar efnahagslíf þjóðarinn- ar var komið í rúst, að þeir sáu sig tilneydda til þessa á síðasta ári að fallast á vopnahlésályktun Samein- uðu þjóðanna. 200 erlend skip fá að veiða á Kanadamiðum Washington. Frá ívari Guðraundssyni fréttaritara Morgunbiaðsins. ÞRÁTT fyrir að hert hefir verið á veitingu veiðileyfa til innlendra fiskiskipa hefir sjávarútvegsráðuneytið kanadadiska veitt allt að 200 erlendum fiskiskipum veiðileyfi í kanadískri landhelgi. Á meðal þeirra sem fengið hafa veiðUeyfi eru tveir franskir togarar, sem eru rétt nýkomnir til St. John’s i Nýfúndnalandi. fram, að erlendu veiðiskipin togi innan 200 mflna landhelginnar og að þeim sé leyft að veiða físk, sem Kanadamönnum sjálfum sé neitað að taka. George Baker þingmaður hefir mótmælt harðlega veiðileyfum til erlendra skipa meðan fískiðjuver í Kanada hafa sagt upp fólki í þús- undatali vegna þess, að veiðileyfi til kanadískra skipa era takmörkuð. Það hefír vakið reiði sjómanna, að erlend skip, einkum frönsk skip, fá aðgang að þorskstofninum við Kanada. Sjávarútvegsráðuneytið svarar þessum aðfínnslum með því að benda á að um borð í öllum erlend- um skipum, sem fá veiðileyfí á Kanadamiðum, séu eftirlitsmenn Kanadastjómar, sem tryggi að er- lendu skipin haldi sig innan settra marka. Auk þess sé það staðreynd að ofveiði eigi sér stað utan 200 mflna markanna. Ráðuneytið bætir því við, að erlendu skipin veiði aðal- lega fisktegundir, sem kanadiskir sjómenn myndu ekki líta við. En Baker þingmaður heldur því fram, að erlendu fískiskipunum sé leyft að veiða vissan hluta af góðfíski, sem kemur í troll þeirra við svokall- aða „framhjáveiði". Þingmaðurinn bendir m.a. á, að t.d. sé 45 Sovét- toguram leyft að veiða 5% prósent af þorski úr 57 þúsund tonna leyfð- um afla, 3.000 tonn af ufsa og 1.000 tonn af ýsu, en þessar fisk- tegundir era eftirsóttasti afli Kanadamanna. Þingmaðurinn kvartar undan því að sjávarútvegs- ráðuneytið hafí neitað sér um upp- lýsingar um kvóta erlendra skipa svo hann hafí neyðst til að fá vitn- eskjuna frá sendiráðum viðkomandi þjóða. Baker þingmaður heldur því Það era rúmlega 200 fljótandi erlend fiskiðjuver á miðunum við Nýfundnaland og Nova Scotia, þar sem útlendingar veiða físk, sem Kanadamönnum er bannað að veiða, sagði Baker í viðtali við kanadísku fréttastofuna. Frakkland: Flestir ánægðir með hernaðarútgj öldin Trier. Frá Steingrími Sigurgeirssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMKVÆMT skoðanakönnun á vegum SOFRES-stofiiunarinnar telur fimmti hver Frakki að Frakkland sé í forystu hvað varðar rannsóknir á sviði hertækni. Eru það aðallega bændur, ellilífeyrisþegar og stuðn- ingsmenn ný-gaullista sem eru hallir undir þá skoðun. Mun stærri hópur, eða þriðji hver Frakki, telur Frakkland hins vegar vera meðal- talsþjóð á þessu sviði. Einnig voru menn spurðir álits á því hvort þeir teldu það jákvætt eða neikvætt að um þriðjungur af út- gjöldum ríkisins væri varið til hem- aðarmála. Skiptust menn þá í hópa hvað varðar aldur, stjómmálaskoð- anir og störf. 59% þeirra eldri en 65 ára töldu þetta vera jákvætt en 40% þeirra á aldrinum 25-34 ára. Áhuginn á herþjónustu virðist vera takmarkaður meðal ungra Frakka samkvæmt nýlegri skoðanakönnun, sem náði til um 1.000 mennta- og háskólanema. Er 51% á móti því að gegna herþjónustu og 71% telur hana tilgangslausa. 60% þeirra stúlkna er tóku þátt í könnuninni töldu best að hafa hlutina í núverandi horfí, þ.e. að einungis karlmenn þurfí að gegna herskyldu. IH Óvirkur dempari getur aukið stöðvunarvega- lengd um 2,6 m. VELDU ¥MDHROEW fáausf BORGARTUNI.26. SÍMI 62 22 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.