Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1989 Öldrun - hvað? eftir Ingu Margréti Róbertsdóttur Almenningur hefur komist að raun um að heilbrigt lífemi, þ.á.m. hreyfing af ýmsu tagi er nauðsyn- leg, til að halda heilsu og kröftum sem lengst. Líkamsstarfsemi og al- menn fæmi einstaklingsins minnk- ar með aldrinum, og því mikilvægt fyrir þá sem eldri em að stunda líkamsþjálfun á einn eða annan veg. Hvernig getur sjúkraþjálfun dregið úr áhrifum líkamlegrar hrömunar? Hvað gerir sjúkraþjálf- ari á öldrunarlækningadeild? Líkamlegar breytingar Ýmsar breytingar éiga sér stað í stoðkerfi líkamans. Allir vöðvar rýma með aldrinum, vöðvafmmur rýma og sumar hverfa. í stað þeirra sem hverfa kemur trefja- og fituvef- ur. Virkni svokallaðra hvatbera skerðist svo_ orkunýtingin er ekki sem skyldi. Úrkölkun beina er mjög algeng og beinum hættir til að brotna við minnsta álag. Úrkölkun er talin 4 sinnum algengari hjá konum en karlmönnum og talið ér að 30% kvenna yfir 65 ára séu með úrkölkun. Slitbreytingar verða í liðamótum. Bijóskið á liðflötum beina eyðist. Þannig verður liðurinn verr til þess fallinn að taka þunga og mæta álagi, því bijósk endumýj- ast ekki. Allur bandvefur, eins og í liðböndum og sinnum, missir teygjanleika og mýkt. Minna bein- magn í líkamanum og minnkað vökvamagn í bijóskþófum hryggjar veldur því að fólk lækkar með aldr- inum. Rannsóknir í Skafitafellssýslum: mun eldri en lax og hrygnir mjög oft Rannsóknir á sjóbirtingi í ám í Skaftafellssýslum hafa leitt í Ijós að hann hrygnir oft, 5-6 sinnum, jafn vel oftar og elstu birtingar sem fundist hafa voru ellefu ára gamlir. Auk þess ganga þeir nokkrum sinn- um í ámar sem geldfiskar og hafa einstakir fiskar sem athugaðir hafa verið gengið allt að niu sinnum í ána. Þama skilur vemlega milli sjó- birtings annars vegar og frændans laxins hins vegar, sem nær mun lægri aldri og hrygnir yfirleitt aðeins einu sinni, en nokkrir tvisvar og sárafáir þrisvar. „Sjóbirtingurinn hefur lítið verið rannsakaður og því var Iítið vitað fyrir um svona lagað. Það var því engan veginn ljóst við hveiju var að búast, en þetta eru merkilegar niður- stöður, sjóbirtingurinn er merkilegur fiskur," sagði Magnús Jóhannsson fiskifræðingur Veiðirnálastofnunnar á Selfossií samtali við Morgunblaðið. Hann sagði enn fremur, að erfitt væri að svara spumingum eins og hvers vegna þetta og hvers vegna hitt, því málið virtist flókið. Geld- birtingar nærist mikið, en kynþroska sjóbirtingar taki lítið æti í ánum og hagi sér að því leyti líkt og laxinn. En hvers vegna sjóbirtingur hefði eiginleika til að lifa fremur af hiyng- ihgarferð gæti verið samspil ýmissra þátta sem þyrfti að athuga betur. „Þetta með aldurinn og hrygningar- getuna er alvanalegt á þeim slóðum sem um ræðir, þetta er alveg sérstak- ur sjóbirtingur sem þarna finnst, hann er nærri einráður og það er mikið af honum, kynþroska birting- amir eru þetta 3 til 18-20 pund,“ sagði Magnús enn fremur. Þau áhrif sem verða á taugavef er að taugafrumum fækkar í heila og þyngd heilans minnkar. Þetta hefur einkum áhrif á viðbragðs- flýti, viðkomandi er lengur að bregðast við áreiti. Ýmsar líffræði- legar breytingar verða á skynfær- um ökkar, þ.e. augum, eyrum, lykt- arlíffærum og bragðlaukum. Augun missa sína hárfínu aðlögunarhæfni og heyrnardeyfa er algeng. Lyktar- skyn þverr og bragðlaukum fækk- ar, hvort tveggja veldur gjaman lystarleysi. Öndunarvöðvamir slappast og bijóstkassinn verður stífari, einnig verða hrömunarbreytingar í lungnavefnum sjálfum. Þetta veldur því að úthald minnkar og lungun þola illa álag. Afkastageta hjarta og æðakerfis minnkar og algeng- asta afleiðingin ér bjúgmyndun. Því er hreyfing mjög mikilvæg til að örva blóðrásina. Áhrifa gætir einnig á meltingar- veginn og rýmar hann og minni vöðvastyrkur hægir á þarmahreyf- ingum og fæðan er því lengur að • meltast og færast niður meltingar- veginn. Öldmn hefur áhrif á rúm- mál þvagblöðrunnar og því finnur gamalt fólk gjaman fyrir tíðum þvaglátum og bráðri þvaglátarþörf jafnt á degi sem nóttu. Við þjálfun aldraðra verður sjúkraþjálfari að taka tillit til ofan- greindra þátfa. Sjúkraþjálfun Ljóst er að méð aldrinum minnk- ar mótstöðuafl líkamans gegn sjúk- dómum og að aldraðir eru lengur að ná sér en yngra fólk. Því verður að sýna þolinmæði og hafa góðan tíma til þjálfunar og framfara. Hægt er að hægja á áhrifum líkam- legrar hrömunar á ýmsan hátt með sjúkraþjálfun. Taka má dæmi um einstaklihg með slitgigt. Þá eyðist liðbijóskið og einkennin em verkir, vöðvar rýma í kringum liðinn og liðurinn stirðnar. Sjúkraþjálfarinn notar aðferðir sjúkraþjálfunar til að draga úr einkennum sjúkdóma eins og slitgigtar með því að hota ýmsar tegundir æfínga, nudd, notk- un ýmis konar rafmagnstækja sem Inga Margrét Róbertsdóttir „Líkamsstarfsemi og almenn færni einstakl- ingsins minnkar með aldrinum, og því mikil- vægt fyrir þá sem eldri eru að stunda líkams- þjálfun á einn eða ann- an veg. Hvernig getur sjúkraþjálfun dregið úr áhrifiim líkamlegrar hrömunar? Hvað gerir sjúkraþjálfari á öldr- unarlækningadeild?“ draga úr verkjum, bæta blóðrás og fleira. Æfingar styrkja vöðva og hægja á úrkölkun og vöðvarýmun. Því er æskilegt að einstaklingurinn þjálfi sig daglega á einn eða annan hátt s.s. hreyfi alla liði líkamans og ganga bæði stiga og á jafn- sléttu. Hjálpartæki eins og stafur getur minnkað verki í baki og auk- ið jafnvægi í göngu. Aldraðir koma inn á öldmnar- lækningadeildir ýmist af heimili sínu eða af sjúkahúsum. Á öld- runarlækningadeild fær viðkom- andi þá þjónustu sem er fyrir hendi ogýinna þar saman ýmsir faghópar s.s. félagsráðgjafar, hjúkmna- rfræðingar, iðjuþjálfar, læknar, sjúkraliðar og sjúkraþjálfarar. Sjúkraþjálfun á öldmnarlækninga- deild er einn þáttur í þeirri meðferð sem aldraðir einstaklingar fá sem veikjast á sjúkrahúsum. Starf sjúkraþjálfara er margbreytilegt, sem felst í einstaklingsmeðferð, hópæfíngum, vali á hjalpartækjum, fræðslu og ýmislegt fleira. Á sjúkrahúsinu sér sjúkraþjálfari um æfingar í samráði við lækni. Sjúkra- þjálfari skoðar sjúkling og ákveður síðan meðferð allt eftir eðli sjúk- dóms og ástandi sjúklings. Æfing- amar miða að ná auknum styrk og hreyfanleika. Þjálfun eykur fæmi hins aldraða til að takast á við dag- legt líf að nýju. Þegar líður að heim- ferð þarf að fara í heimilisathugun, lagfæra og útvega hjálpartæki ef þarf svo einstaklingurinn geti lifað sem auðveldustu lífi heima hjá sér. Með hugtakinu fæmi er m.a. átt við getu fólks til að framkvæma athafnir daglegs lífs, s.s. að komast á fætur, klæða sig, matast, ferðast um o.fl. Forsenda þessa er að hafa ákveðna líkamlega og andlega getu. Veikindi, sjúkdómar og slys hafa oft áhrif á fæmi aldraðra er þá markviss sjúkraþjálfun áhrifavald- ur þess hvort einstaklingur geti dvalist á heimili eða þurfi að vist- ast á stofnun. Hægt er að hjálpa einstaklingum með skerta fæmi með þjálfun og útvegun hjálpar- tækja sem auðveldar þeim að lifa daglegu lífi og léttir umönnun þeirra. Þetta geta verið stafir, göngugrindur, spelkur, handföng, salemisupphækkanir o.fl. Oftast virðast aldraðir ekki vilja fara inn á stofnanir fyrr en í fulla hnefana. Það eitt að halda heimili heldur við fæminni og gefur lífinu tilgang. Fólk hefur þá hlutverki að gegna. Nauðsynlegt er að gera öldr- uðum kleift að njóta ævikvöldsins að lokinni langri starfsævi. Margir aðila vinna að því að létta líf aldr- aðra sem búa heima. Ýmsa þjón- ustu er hægt að fá heim s.s. heimil- ishjálp, heimahjúkmn o.fl. Einnig er hugsað um félagslega þáttinn. Nauðsynlegt er fyrir aldraða eins og aðra að fara út og-sjá aðra. Ýmis samtök sjá um skemmtanir, leikfimi, dans, hannyrðir, spila- mennsku o.fl. Þessum mikilvæga þætti sinna margir aðilar s.s. sam- tök aldraðra, kirkjusöfnuðir, dag- vistarstofnanir á vegum sveitarfé- laganna o.fl. Höfundur er löggiltur sjúkraþjálf- arí og starfar á Landspítalanum. Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída Raunir físksalans Ekki þarf að segja ykkur, sem lesið dagblöðin og gleypið í ykkur útvarpsfréttir eins og bara íslend- ingar gera, að markaður fyrir fískinn ykkar héma í henni Ámeríku hefir verið heldur bág- borinn undanfarin eitt eða tvö ár. Ameríka, sem alltaf var okkar bezti markaður. Af hveiju hefir þetta gerzt? Vinsældir fiskmetis jukust á ámnum 1983—1986, aðallega vegna þess, að læknar og aðrir vísindamenn gáfu út skýrslur um það, að gott væri fyrir kroppinn að fá í sig fisk. Sagt var einnig, að slæmt væri að borða feitt ket. Fisksalar gátu í hvomgan fótinn stigið út af ánægju, og hækkuðu strax allt verð. Þeir héldu, í ein- feldni sinni, að um aldur og ævi myndi hinn bandaríski neytandi halda tryggð sinni við sjávarmeti, og myndi neyzlan halda áfram að aukast um ókomna framtíð. Aukin sala í Ameríku og hækk- andi verð framkölluðu framboð á nýjum fisktegundum, sem aldrei áður hafði heyrzt um, sérstaklega frá Suður-Ameríku og Eyjaálfu. Sumar tegundimar vom mjög líkar þorski, og vom auk þess miklu ódýrar en sá guli. Þorsk- framleiðendur, með Islendinga í fararbroddi, ringlaðir af sölumet- um og hæsta verði, sem þekkzt hefði, urðu stórir upp á sig. Þeir töldu víst, að íbúar hins vestræna heims myndu bíða í biðröðum eft- ir því að geta keypt þorsk. Þeir sáu fram á glæsilega framtíð, og flýttu sér að eyða væntanlegum gróða. En Adam var ekki lengi I Paradís. Eftir því sem fískurinn varð dýrari, efuðust Ameríkanar meira og meira um það, að það væri þess virði að hressa upp á hjartað og skrokkinn almennt með því að éta fiskmeti. Almenningur hér sem annars staðar er einnig nýjungagjam og erfitt að halda fólki við sama hlutinn lengi. Sífellt er verið að auglýsa eitthvað nýtt í gogginn, því af nógu er að taka í þessu Gósenlandi. Fiskur féll í skuggann og vinsældir hans dvínuðu. í fyrra var sérstaklega erfitt ár fyrir físksölufyrirtæki hér vestra. Þau lágu flest með miklar birgðir, og vegna stórfelldra verð- lækkana töpuðu þau stórum fúlg- um. Mörg fyrirtæki hafa farið pent á hausinn. Svo bættist það við, að nú magnaðist alls kyns áróðurgegnfiskáti. Sumirfisksal- ar héldu því fram, að kjötframleið- endur stæðu á bak við eitthvað af andróðrinum. Herferðir þessar voru af ýmsu tagi, og fjölmiðlar voru í essinu sínu, því hér var hægt að rífa niður og ófrægja heilan iðnað, og hræða lýðinn umleið. Versta at- Iagan kom í norðausturhluta landsins, en þar hafði orðið mikil sjávar- og strandmengun í sumar er leið. Var því nú haldið fram, að mikill hluti þess fisks, sem á boðstólum væri í búðum og á veit- ingahúsum, væri hættulegá mengaður. Voru nefnd dæmi um veikindi og dauðsföll af fiskáti. Fisksalar voru máttlausir að benda á, að sáralítill hluti fisksins væri veiddur á mengunar-slóðun- um. Enginn hlustaði á þá en salan snarminnkaði. Hér í suðrinu ásökuðu fíöl- miðlar fisksala um að svindla á neytendum með því að rang- merkja fisktegundir, þ.e. að selja ódýrar tegundir sem dýrari og eðlari fiska, og plata þannig kaup- endur. Meðal annars var dylgjað með það, að ódýr fiskur eins og karfí væri seldur sem „red snap- per“, sem hér þykir herramanns- matur. Grálúða var sögð hækkuð í tign og seld sem koli eða flúra. Víst er um það, að svona hlutir viðgangast hér, en málið var blás- ið upp og gert úr því miklu meira en efni stóðu til. Almúginn, sífellt á verði og óöruggur með sig, hélt sig frá físki. Salan minnkaði. Á síðustu mánuðum hefir verið mikið rætt um það í blöðum og sjónvarpi, að ekki sé veijandi að selja mikið af fískmeti því, sem neytt er í landinu án þess, að opinbert fiskeftirlit fylgist með vinnslu þess og flutningi. Allur innfluttur fiskur er háður eftirliti af einhveiju tagi, en það, sem veitt er í landinu, er oft hægt að verka og selja án þess að neitt eftirlit sé með því haft. Á hveiju ári, í marga áratugi, hafa verið borin fram frumvörp á þingi í Washington um skyldumat á öllum fiski, eins og í gildi hefir verið í mörg ár í lq'öt- og alifugla- iðnaðinum. Einhverra hluta vegna hefir ekkert frumvarp náð fram að ganga. Sumir halda því fram, að félag fiskframleiðenda (Natio- nal Fisheries Institute) hafí staðið þar á móti og talið, að kjör-fisk- mat og almennur agi innan iðnað- arins séu nægilegt aðhald í gæða- málum. Þess skal getið, að íslenzku fyrirtækin hér, Cold- water og Iceland Seafood, hafa haft kjör-fiskmat (Voluntary Fed- eral Inspection) í áratugi. Ekki er hægt að skilja við þessi mál án þess að minnast á sér- vandamál íslenzku físksalanna í Ameríku. Hér er auðvitað átt við kvalræðið mikla, hvalamálið. Það er næstum grátbroslegt, hvernig við íslendingar höfum getað klúðrað þessu máli. Síðan sam- þykkt var á Alþingi íslendinga 1983, með eins atkvæðis meiri- hluta, að hætta skyldi hvalveiðum, höfum við sokkið dýpra í þetta fen, sem við sjálfir sköpuðum. Það er eins og fullan mann hafi dreymt þann draum. Þetta mál hefir skaðað mark- aðsaðstöðu íslands mikið, og er enn ekki séð fyrir endann á því. Það sem verra er, þá hefir hvala- málið sundrað íslenzku þjóðinni. Það hefir og gleypt í sig dýrmæt- an tíma forráðamanna og jeiðtoga landsins, sem hefðu getað notað hann betur við að bjarga efna- hagnum eða ferðast. Við getum aðeins vonað, að einhver lausn fáist, og að okkur takist að snúa vöm í sókn. Það leynist engum, sem með markaðsmálum íslendinga fylgj- ast, að hlutur Ameríkumarkaðs hefir minnkað mikið á undanföm- um ámm. Veikur dollari hefir gert það að verkum, að fiskurinn hefir leitað á markaði í Evrópu og Japan. Einnig veldur hér miklu um, að bylting hefir orðið á flutn- ingi á ófrystUm fiski í stómm stíl. í auknum mæli beina íslenzkir físksalar athyglinni til lands hinn- ar rísandi sólar. Ekkert er við það að athuga og sjálfsagt að reyna að hjálpa Japönum að seðja hrognahungur sitt. En það má ekki gleyma því uppbyggingarstarfi og þeirri fíár- festingu, sem átt hefir sér stað í Bandaríkjunum. Markaðurinn þar hefir verið uppistaðan i freðfiskút- flutningi íslendinga í rúm 30 ár. Andvirði þess fisks, sem þar hefir verið seldur, hefir staðið undir hinum öfundsverðu lífskjömm íslenzku þjóðarinnar í áratugi. Það væm mikil mistök að van- rækja þennan mikilvæga markað vegna tímabundinna erfiðleika og óhagkvæmrar gengisskráningar. Höfundur er ræðismaður íslands í Suður-FIórída ogiram- kvæmdastjórí lijá Bsksölufyrír- tækiáMiami.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.