Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR G. JÚNÍ 1989 t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SVAVA ARNÓRSDÓTTIR, Kleppsvegi 134, lést í Landspítalanum laugardaginn 3. júní. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Ástkær eiginkona mín JÓNA KRISTJÁNSDÓTTIR, lóst á heimili sínu Ásum í Stafholtstungum, Mýrasýslu, laugardag- inn 3. júní. Jóhannes Ólafsson. t Faðir minn, ÞORLÁKURR.HALDORSEN llstmólarl, lést þann 4. þ.m. í Borgarspítalanum. Jarðarförin verður auglýst síðar. Haldor G. Haldorsen. t Elskulegur eiginmaður minn, ÞORMÓÐUR JÓNASSON húsgagnasmiður, Grettisgötu 43, lést í Landakotsspftala laugardaginn 3. júní. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Steinunn Bergþóra Pótursdóttir. t Móðir okkar og tengdamóðir, JÓNÍNA GUÐFINNA KRISTJÁNSDÓTTIR frá Seyðisfirði, Hlfðarvegi 11, Kópavogi, lóst í Landspítalanum fimmtudaginn 1. júní. x Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Marfa Þorleifsdóttir, Hreiðar Anton Aðalsteinsson. t Hjartkær móðir okkar og tengdamóðir, INGIBJÖRG SUMARLIÐADÓTTIR frá Valshamri, Svalbarðl 12, Hafnarflrði, andaðist í St. Jósefsspítala að morgni 3. júní. Guðmundur Karlsson, Erla Sörladóttir, Jóhanna Karlsdóttir, Guðbjörg Karlsdóttir, Emil Hallfreðsson, Sigrfður Karlsdóttir, Rútur Óskarsson. t Jarðarför SIGURÐAR KRISTJÁNSSONAR loftskeytamanns fer fram í kapellunni í Fossvogi miövikudaginn 7. júní kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda. Þrálnn Slgurðsson, Björg Krlstjánsdóttir. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför bróður okkar og mágs, GUNNARS NIELSEN fyrrverandl skrifstofustjóra, Tjarnargötu 10 C. Guðrún Halldórsson, Ólafur Halldórsson, Snorra May Cheek. t Faðir okkar, ÞORSTEINN GUNNARSSON kennari, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 7. júní kl. 13.30. Ingunn Sigrfður Þorsteinsdóttir, Tryggvi Þorsteinsson. Guðríður Jóhannesson Norðfjörð - Kveðjuorð Fædd 5. desember 1897 Dáin 15. maí 1989 Guðríður Jóhannesson er látin á nítugasta og öðru aldursári. Þó kynni okkar væru lítil langar mig að minnast hennar vegna brautryðj- andastarfs hennar sem stofnanda Kvenskátafélagsins Valkyijunnar á Akureyri. Guðríður var Vestfirðingur að ætt, dóttir Jóns Þórðarsonar bónda og dýralæknis í Mosdal í Arnarfirði ogVigdísar Jónsdóttur konu hans. Á Akureyri bjó Guðríður með fyrri manni sínum Snæbimi Norð- fjörð og rak hér hárgreiðslustofu. Ekki er mér kunnugt um kveikjuna að áhuga hennar á skátamálum. Hér var starfandi drengjaskátafé- lag, Skátafélag Akureyrar, eflaust hefur Guðríði fundist ástæða til að stúlkur fengju sama tækifæri og drengir til félagsstarfa, enda konur að verða sér meðvitaðri um getu sína til jafns við karia. I gjörðabók Valkyijunnar segir svo um stofnfundinn: „Mánudaginn 2. apríl 1923 var fundur settur kl. 6 e.h. í Bíóhúsinu á Oddeyri til að ræða um stofnun kvenskátafélags á Akureyri. Foringi drengjaskátafé- lags Akureyrar, hr. Gunnar Guð- laugsson setti fundinn og skýrði í stuttu máli frá sambandi kven- skátafélags og drengjaskátafélags og skýrði frá uppruna þess. Frú Guðríður Norðíjörð las upp lög fyrir félag þetta, sömuleiðis próf þau er áskilin eru að meðlimir þess ynnu af hendi og skýrði hún ennfremur frá tilgangi þess. Lög þessi kvað hún aðallega sniðin eftir lögum danskra kvenskáta, er hún hafði fengið hjá fröken cand. phil. Gertrud Nielsen í Kaupmannahöfn, foringja kvenskáta þar og sumpart eftir lögum drengjaskáta hér á Akureyri, er foringi þeirra hr. Gunnar Guðlaugsson hefði látið sér í té. Ennfremur skýrði hún frá því að Gertrud Nielsen hefði stofnað kvenskátafélag í Reykjavík síðast- liðið sumar með samskonar fyrir- komulagi og hér væri áformað. Var kvenskátafélag Akureyrar síðan stofnað og hlaut nafnið „Val- kyijan“. Foringi þess og stofnandi er frú Guðríður Norðfjörð." Stofnfélagar auk hennar voru 19 stúlkur á aldrinum 11-16 ára. Af þessari fundargerð má sjá að Guðríður hefur vandað vel til undir- búnings félagsstofnunarinnar og haft samband við þá sem hún taldi best til þekkja. Að fara nýjar leiðir krefst áræðis, þó nokkur reynsla væri komin á starf drengjaskáta var ekki sjálfgefið að slíkt þætti að öllu leyti við hæfi stúlkna, enda lét Guðríður sér það ekki nægja heldur leitaði til Danmerkur til að afla sér meiri þekkingar og reynslu. Meðal annars heimsótti hún Kvenskátaskólann I Korinth á Fjóni sem þá var nýstofnaður. Til gamans má geta þess að svo mikið þótti henni til um komuna þangað að heimkomin sendi hún skólanum áritaða ljósmynd af stofnendum Valkyijunnar. Guðríður var óþreytandi að standa fyrir allskyns uppákomum til fjáröflunar fyrir skátastarfið og minnist ég þess að heyra hana löngu síðar segja frá því með stolti hversu t Móðir okkar, tengdainóðir, amma og langamina, ÁSTRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR, Dvalarhelmilinu Hlíf, ísaflrði, verður jarðsungin frá (safjarðarkapellu miövikudaginn 7. júní kl. 14.00. Sólveig K. Davfðsson, Þórdfs Þorleifsdóttir, Anna Þorleifsdóttir, Örnólfur Þorlelfsson, Kjartan Brynjólfsson, barnabörn Olav Davfðsson, Héðlnn Kristlnsson, Alfons Guðmundsson, Brynja Einarsdóttir, barnabarnabörn. og t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýju vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR JÖRUNDSDÓTTUR. Heba H. Júlfusdóttir, Gfsli Theodórsson, Sigrún Júlfusdóttir, Þorsteinn Vilhjálmsson, Júlfus og Alma Ólafsbörn, önnur barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför manns- ins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUNNLAUGS S. JÓNSSONAR, Miðleiti 5. Hulda Guðmundsdóttir, Guðmundur Gunnlaugsson, Ásdfs Þorsteinsdóttir, Sigurður Gunnlaugsson, Arnþrúður M. Jóhannesdóttir, Sigurlfna Gunnlaugsdóttir, Axel V. Magnússon, Björn Gunnlaugsson, Ragnhildur Magnúsdóttlr, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegt þakklæti sendum við öllum, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, sonar, bróður og afa, EIRÍKS E. EINARSSONAR, Grýtubakka 30, Reykjavfk. Þórey Eirfksdóttir, Anna Þóra Eirfksdóttir, Jón S. Ingason, Ragnar örn Eirfksson, Edda Hrönn Elrfksdóttir, Vlðar Helgason, Elnar Vfdalfn Elnarsson, Agnar Einarsson, Marfa Einarsdóttir og barnabörn. duglegar stúlkumar hennar voru. Dvöl hennar á Akureyri og af- skipti af skátamálum varð þó aðeins til ársins 1925 er þau hjónin fluttu burt úr bænum. Hlýhugur hennar til félagsins var þó ætíð samur er hún fylgdist úr fjarlægð með fram- gangi þess í tímans rás. Á 50 ára afmæli Valkyijunnar í apríl 1973 kom Guðríður hingað til Akureyrar og tók þátt I afmælis- fagnaði félagsins og færði því höfð- inglegar gjafir. Það var gaman að hlusta á hana rifja upp minningar frá þessum fyrstu árum, finna hversu sterk ítök þetta starf átti í huga hennar eftir hartnær hálfrar aldar fjarveru og hversu vænt henni þótti um að vera heiðruð af sínu gamla félagi. Á áttræðisafmæli hennar var hún sæmd heiðursmerki Bandalags íslenskra skáta og veit ég að það gladdi hana mjög. Guðríður Norðfjörð er „farin heim“. Að leiðarlokum vil ég þakka henni fyrir að hafa tendrað þann neista sem síðar varð leiðarljós Kvenskátafélagsins Valkyijunnar á Akureyri meðan það starfaði. Þar fengum við Valkyijumar að skynja og reyna það ævintýri sem skáta- starfíð er hveijum þeim sem mætir því heilshugar. Ég kveð hana með lokalínum úr kvöldsöng kvenskáta. Allt er hljótt hvildu rótt guð er nær. Hulda Þórarinsdóttir Bjom Bjarnason' ^igurður Magnússon Minmns Jón Jónsson, tré- smiður — Minning Birting afmælis- ogminning- argreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofú blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. í minningargreinum skai hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tekin til birtingar frumort ijóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar em birtar afrnælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.