Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1989 Kekki UJÍÓR! Panther íþróttaskórnir eru sko engir venjulegir skór. Þeir laga sig vel áö fætinum, eru léttir og þægilegir jafnt i íþróttirnar sem og til notkunar dagsdaglega. Sterkir og endingargóðir 0g fást á öllum útsölustöðum okkar. Kaupfélögin um land allt. Af „fíngraförum“ _★ ★ panTher* eftir Svein Aðalsteins- son og Ólaflngólfsson Það má að sönnu telja það óðs manns æði að ætla sér að fjalla um hvalamálið í stuttri blaðagrein. Hval- veiðar íslendinga eru líklega eitt umdeildasta mál síðari ára og hefur komið okkur rækilega inn á landa- kort heimsmálanna. Þegar þessar línur eru ritaðar stendur áróðurs- herferð Greenpeace eða grænfrið- unga gegn íslenskum fiskafurðum í Bandaríkjunum fyrir dyrum, en hing- að til hafa samtökin ekki beitt sér að ráði þar. Þekkt er að þýskir sölu- aðilar íslensks lagmetis hafa haldið að sér höndum með sölu afurða þar í landi og svona mætti lengi telja. Umræðan er hávær og hefur áhrif á efnahag landsmanna. Flestir íslend- ingar hafa því skoðun á hvort stunda beri hvalveiðar við ísland eður ei. „Vísindaveiðar" Flest stórhveli við ísland eru far- dýr sem koma í ætisleit á Islandsmið á sumrin en hverfa suður á bóginn á vetuma. Hvölum er skipt í tvo flokka, reyðarhvali (eða skíðishvali) og tannhvali. Til reyðarhvala teljast t.d. þeir hvalir sem veiddir eru við ísland, þ.e. langreyður og sandreyð- ur. Búrhvalur og háhymingur eru aftur dæmi um tannhvali. Með til- komu sprengiskutla hófst saga stór- tækra hvalveiða við ísland. Þrem tegundum hvala hefur verið útrýmt í Norður-Atlantshafi að ekki sé minnst á rányrkju Norðmanna, Jap- ana ofl. þjóða við Suðurskautslandið (Antarktis). Hvalir eru spendýr, eins og flestum er kunnugt, með tak- markaða viðkomu og langan með- göngutíma. Ofveiði getur því valdið langtíma lægð, fari stofnstærð undir visst lágmark. Hvalveiðar hafa verið undir eftir- liti Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem í eiga sæti mun fleiri þjóðir en þær sem stunda veiðamar. Samþykkt var í byijun þessa áratugar að skera kvóta hvalveiðiþjóðanna niður í núll á ámnum 1986 til 1990 en á þeim tíma skyldu rannsóknir á hvölum auknar og hvölunum gefið ráðrúm til að endurheimta sig frá meintri ofveiði undanfarinna áratuga. ís- lendingar samþykktu þetta bann á Alþingi. í samþykktum Alþjóðahval- veiðiráðsins fannst hins vegar ákvæði sem heimilaði aðildarþjóðun- um veiðar í vísindaskyni. íslendingar ákváðu að notfæra sér þetta ákvæði og fljótlega fýlgdu Japanir og Suð- ur-Kóreumenn dæmi þeirra. íslenska áætlunin hljóðaði upp á 200 veidd dýr árlega í 4 ár, sem var nokkur minnkun miðað við undanfarnar vertíðir. Afla átti gagna til að meta stofnstærð og veiðiþol auk annara upplýsinga. Arðurinn af hvalveiðun- um átti svo að renna til rannsókn- Sveinn Aðalsteinsson anna. Hvalurinn skyldi borga brú- sann. Þessu var ekki tekið með þegj- andi þögninni af hálfu aðildarríkja hvalveiðiráðsins. Flestum mun vera kunnugt um þróun mála síðan. Vísindaáætlun Islendinga hefur átt erfitt uppdráttar innan vísindanefnd- ar ráðsins. Bandaríkjamenn hafa hótað viðskiptaþvingunum við litlar vinsældir almennings á íslandi. Nú undanfarið hafa íslendingar samið beint við Bandaríkjamenn um fjölda veiddra dýra gegn niðurfellingu við- skiptaþvingana og þar með óbeint viðurkennt lögsögu Bandaríkja- manna í þessu efni. Hingað til hefur þó lögregluhlutverk Kana í hvalveiði- málum verið óspart gagnrýnt af íslenskum ráðamönnum og þótt jafn- gilda íhlutun í íslensk innanríkismál. A síðasta sumri voru veidd um 80 dýr, um 60 langreyðar og um 20 sandreyðar. Um hvað er deilt? í því kraðaki sem tenging hvala- málsins við aðra málaflokka, er t.d. efnahagsmál, sjálfstæðismál, þjóð- ernistilfinningu o.fl., er erfitt að gera sér grein fyrir um hvað styrinn stend- ur. Skipta má deilumálum í 2 megin- flokka, líffræðilegar spumingar ann- ars vegar og hins vegar spumingar sem snerta pólitík og/eða viðhorf. Loks er einnig deilt um hvom flokk- inn eigi að deila um. Til hins líffræðilega flokks teljast eftirfarandi spumingar: — Eru hvalastofnar við ísland í útrýmingarhættu? — Er nauðsynlegt að veiða hval til að afla gagna um stofnstærð? — Eru aðrar aðferðir mögulegar? — Hver á að borga brúsann? Hval- imir eða íslendingar? í hinum seinni má heyra spuming- ar sem: — Hafa íslendingar rétt til að veiða hval við íslandsstrendur án Ólafur Ingólfsson „Hvaða tón gefa íslend- ingar í náttúruverndar- málum og auðlindanýt- ingu? Nú þegar hafa Japanir og Suður- Kóreumenn tekið sér Islendingatil fyrir- myndar; hætt hvalveið- um en hafið „vísinda- veiðar“. Hvalveiðar eru í augum umheimsins orðnar táknrænar fyrir rányrkju mannsins í náttúrunni, hvort sem íslendingum líkar betur eða verr.“ erlendra afskipta? Þ.e. spuming um þjóðemistilfinningu. — Em vísindaveiðar nauðsynleg- ar eða feluleikur með hvalveiðar í ábataskyni? Þ.e. hvalveiðar í vísinda- skyni eða vísindi í hvalveiðaskyni? — Hafa íslendingar efni á hval- veiðum? — Em hvalir nýtanleg auðlind sið- ferðislega séð? — Er hvalamálið alþjóðlegt nátt- úmvemdarmál með táknrænt gildi? — Hver em viðhorf íslendinga almennt til náttúmvemdar? Ekki er hægt að gera neinni spum- ingu hér tæmandi skil. Ef litið er á hinn líffræðilega flokk deiluefna er rétt að minna á að afar erfitt er að ákvarða stofnstærð hvala með ör- yggi. Mest vinna hefur verið lögð á ákvörðun stofnstærðar langreyðar hér við land, enda hefur sú tegund verið uppistaðan í veiðum íslendinga. Orð um bílbelti Opið bréf til þeirra sem málið varðar eftirÞórJ. Gunnarsson Árið 1969 var það leitt í lög á íslandi að bílbelti skyldu vera í „öll- um“ bílum sem til landsins flyttustu eftir gildistöku laganna. Góð lög það. Bílbelti — í notkun — tel ég vera einhveija þá bestu „slysavöm" sem upp hefur verið fundin. Frá og með árinu 1969 hefur mér því þótt það vera hluti af sjálfsögðum mannréttindum mínum að geta spennt á mig bílbelti hvert sinn er ég sest upp í framsæti bíls, sem ég og geri að jafnaði, og hef að auki reynt að innræta bömum mínum, að það að spenna beltið sé svona álíka hlutur og að loka bílhurðinni — mað- ur gerir það alltaf. Eg ætla ekki að fara um það mörgum orðum að þetta er í mínum huga spuming um mannréttindi. Mér fínnst endilega að ég eigi rétt á að nota þetta öryggistæki að vild án þess að eiga það undir öðrum. Nú skyldi maður ætla að þar sem þetta hefur staðið í lögunum i 20 ár, þá sé málið í höfn, og ekki þurfi að kvarta. Það er nú það, því er nú ver og miður, þannig er það bara ekki. Til eru bílar, sem af einhverjum undarlegum ástæðum þurfa ekki að hafa jafn sjálfsagðan hlut og bílbelti eru. Og það sem verra er ég er stund- um farþegi í slíkum bílum, og enn vítaverðara athæfi er að ég sendi börnin mín aftur og aftur einhverra erinda í slíkum bílum. Gegn betri vitund að vísu, en betri vitund bjarg- ar ekki mannslífi eins og bílbelti gera stundum. Því er það að ég kasta fram þeirri spumingu til ykkar allra, alþingismanna, Umferðarráðs, tryggingafélaga, landlæknis og trú- lega einhverra annarra, hvort það „Og það sem verra er ég er stundum farþegi í slíkum bílum, og enn vítaverðara athæfi er að ég sendi börnin mín aftur og aftur ein- hverra erinda í slíkum bílum.“ sé til of mikils mælst að hér verði ráðin bót á? Ég ætla ekki að rökstyðja þetta mál mitt frekar, mér finnst það óþarft. Um hitt vil ég spyija að auki ef einhver fer í huga sér að reyna að réttlæta að þetta skuli vera svona, hvort ekki sé þá eðlilegt að gefa þeim sömu útvöldu bílum leyfi til að aka um án stefnuljósa, eða annarra þeirra öryggistækja sem við emm vön að treysta á að í bílum séu. Og eitt enn að lokum. Af hveiju fær bíll skoðun með ónothæf bílbelti bara ef í honum era einhveijar drasl- ur sem heita því nafni? En sem sagt aðalatriðið var þetta. Er einhver von til að ég geti í fyrirséðri framtíð hvala Reiknilíkön sem notuð era til að meta stofnstærð hvala era háð ákveðnum, missterkum forsendum, sem gefa mjög víð öryggismörk. Það skiptir að sjálfsögðu máli hvort veidd era 200 dýr af 5000 eða 15000 dýr- um. Veiðar gefa að sjálfsögðu upp- lýsingar um aldur, kyn, stærð og önnur gildi sem gagnlegt er að hafa. Söfnun sýna hófst löngu áður en sk. vísindaveiðar hófust 1986. Gildi þeirra gagna er þó takmarkað á ýmsan hátt. Vissar upplýsingar era þó fáanlegar. Til dæmis hafa sveiflur í kynþroskaaldri langreyðar á áran- um 1967—1987 verið túlkaðar í ljósi fæðuskilyrða og ástands sjávar. Einnig má benda á að ýmsar tegund- ir hvala, t.d. búrhvalir, hafa mjög flókið atferlismynstur sem gæti bren- glað túlkun niðurstaðna frá reiknilík- önunum. Aðferðir við stofnstærðarmat Á síðari áram hafa aðrir kostir en veiðar skotið upp kollinum. Leidd hafa verið að því rök að með því að taka húðsýni úr hvölum og ákvarða samsetningu erfðaefnisins (þ.e. DNA) í framunum mætti fá einskon- ar DNA—fíngraför hvers einstakl- ings sem nota mætti til að rekja skyldleika dýranna innbyrðis eða jafnvel stofnstærð. Ef taka mætti sýni úr stórum hóp einstaklinga ár eftir ár mætti nota hugsanlegar end- urheimtur DNA-fingrafara úr húð- sýnum til að áætla stofnstærð. Hóp- ur vísindamanna við háskólann í Cambridge í Englandi hefur haslað sér völl á þessu sviði en ýmsir hafa dregið í efa gagnsemi niðurstaðna hópsins. Hópurinn hefur einkum fengist við rannsóknir á hnúfubak. Dr. Úlfur Ámason, dósent í sam- eindaerfðafræði við háskólann í Lundi, Svíþjóð, hefur stundað nokkuð rannsóknir á þessu sviði en hefur þó lagt megináherslu á fylkingarfræði- legar eða fylogenetískar rannsóknir allt frá árinu 1967. Að sögn Úlfs er ekki fullreynt hversu hagkvæmar þessar aðferðir era við mat stofn- stærðar á hvölum, sérstaklega við ísland, þar sem erfitt er að nálgast reyðarhvali í ætisleit. Nauðsynlegt er að ná sýnunum af stuttu færi. Húðsýni hafa einkum verið tekin af hnúfubak á suðlægum slóðum en sú tegund er mjög aðgengileg hvað þetta snertir. Ymis skilyrði þyrfti einnig að uppfylla, aðferðafræðilegs eðlis. Til dæmis þarf að greina viss DNA-mynstur bæði í kú og kálfi. Langar raðir endurtekins DNA (rep- etitive DNA), sem eru algengar í hvölum, torvelda einnig greiningar. Til að fá upplýsingar um stofn hvala má e.t.v. binda meiri vonir við grein- ingar erfðaefnis úr hvatberum (mito- kondrium) dýranna. Rannsóknir af þessu tagi eru í raun ekki búnar að slíta barnsskónum. Þær era mjög Þór J. Gunnarsson gengið út frá því gefnu að ég geti spennt mig fastan þegar ég sest upp í framsæti bíls — ha? Höfundur crfulltrúi & Löggilding- arstofunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.