Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNt 1989 60 + My ISLANDSHEIMSOKN JOHANNESAR PALS PAFA II ImMm Hefur í för með sér vakn- ingu innan safnaðarins - segir Gunnar J. Friðriksson, for- maður undirbún- ingsnefiidar „EG tel að heimsókn páfa muni hafa i for með sér ákveðna vakn- ingn innan katólska safnaðarins hér á landi“, segir Gunnar J. Friðriksson, formaður undirbún- ingsne&idar heimsóknarinnar. Hann telur að heimsóknin muni hafa þau áhrif út á við fyrir söfii- uðinn, að ekki verði lengur litið á hann sem sértrúarsöfiiuð. Gunnar er enn fremur þeirrar skoðunar, að heimsóknin muni hafa áhrif á alla kristna menn hér á landi og boðskapur páfa hafí náð til þeirra allra. í samtali við Morgunblaðið .kvaðst Gunnar ánægður með fram- kvæmd heimsóknarinnar. Allt skipulag og tímaáætlanir hefðu staðist. Honum þótti opna kirkjan á Þingvöllum vel heppnuð; tjaldið einfalt og fallegt og ræðustólinn og altarið smekklegt. „Ég heyrði það á mönnum úr fylgdarliði páfa, að þeir voru afskaplega ánægðir með komuna hingað. Þeim þóttu móttökur íslendinga mjög góðar og fannst þeir hafa mætt mikilli hlýju hér.“ Gunnar sagði að páfi hefði haft mjög sterk áhrif á sig. „Mér fannst hann vera afar hlýr og sterkur per- sónuleiki og getur greinilega ein- beitt sér mjög vel eins og sást til dæmis þegar hann var á bæn. Handtak hans var afskaplega hlýtt." K) \ ___________________ MorgunbJaðið/RAX Horft yfir niannfjöldann af efstu hæð Landakotsspítala. Heimsókn páfa: Eykur áhuga á kirkju okkar og eyðir fordómum * - segir Torfi Olafsson „HEIMSÓKN páfa vekur áreið- anlega marga til umhugsunar um kaþólska trú og trúmál al- mennt. Eg myndi ætla að áhugi á kaþólsku kirkjunni aukist ARCTICCAT KATTARKLÚBBURINN (Cat’s Pride Club) var stofnaður á Mývatni í vetur og er áhugafélag um vélsleða og allt sem þeim viðkemur. Allir áhugamenn um vélsleða geta orðið félagar og fá þá sendar fréttir frá klúbbnum, bæklinga o.fl. Ath! ekkert árgjald vegna heimsóknarinnar og for- dómar sem einhverjir kunna að hafa haft munu __ eflaust minnka,“ segir Torfi Ólafsson, formaður Félags kaþólskra leikmanna aðspurður um áhrif páfaheimsóknarinnar. Torfi kveðst ekki búast við nein- um snöggum áhrifum af heimsókn hans heilagleika, en kveðst telja að þau komi í Ijós þegar frá líður. „Þótt áhuginn aukist á kaþólsku kirkjunni er ekki þar með sagt að margir gangi í hana,“ segir Torfi. „En ekki er að efa að viðhorfin verða jákvæðari eftir þessa heim- sókn og margir munu hugleiða trúmál frekar en ella. Heimsóknin gæti ekki síður haft þau áhrif að fólk stundaði betur sína eigin kirkju, eins og páfinn benti sjálfur á.“ Torfí kveðst mjög ánægður með hvernig til tókst um heimsókn páfa. „Það var engin brotalöm í framkvæmdinni um helgina og mér finnst þetta hafa tekist vonum betur. Þeir sem ég hef talað við eru líka ánægðir, mér þykir afar jákvæð stemmning ríkja um heim- sóknina." lf§ * Karmel-nunna veifar rós til heiðurs páfa. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þakklátur öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn - segir séra Georg, prestur í Landakoti „Heimsókn páfans fór afskaplega vel, hlutirnir gengu eftir áætlun og mér er efst I huga þakklæti til allra þeirra sem gerðu þetta mögulegt, sagði séra Georg, prestur í Landakoti og skóla- stjóri Landakotsskóla, við Morg- unblaðið í gærdag. Séra Georg sagði að lögreglan og Reykjavíkurborg hefðu skilað hlutverkum sínum með prýði og hann væri stjómendum hjá báðum aðilum afar þakklátur. Margir aðrir hefðu lagt hönd á plóginn vegna heimsóknar páfa og erfitt væri að nefnaeinhvern sérstaklega. „Nú er maðúr að jafna sig eftir þetta allt saman,“ sagði séra Ge- org. „Einu vonbrigði mín varðandi páfaheimsóknina vom þegar ég vaknaði í morgun og sá sólina úti. Óneitanlega hefði verið skemmti- legra ef páfinn hefði fengið gott veður. En mér virðast allir mjög ánægðir eftir heimsókn hans og fullir gleði." Séra Georg kvaðst ekki telja að heimsókn páfa muni hafa þau áhrif að fólk flykkist í kaþólska söfnuð- inn. „En ég held að heimsóknin veki fólk til aukinnar umhugsunar um Guð. Koma páfa mun eflaust hafa jákvæð áhrif og margir munu líklega rækja sína kirkju betur eftir hana.“ Nafn. Heimili, Ég undirritaður óska eftir því að gerast féiagi í Kattarklúbbnum • Er eigandi vélsleða teg-.............................. □ Er ekki eigandi vélsleða. Sondist til: KATTARKLÚBBSINS, Suóurlandsbraut 14, Reykjavík Morgunblaðið/Árni Sæberg Jóhannes Páll II páfi kveður fólk við Landakotsspítala áður en hann stígur upp í bifreiðina sem flutti hann til Keflavíkur. * i % « í í 4 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.