Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1989 19 Að loknu þingi eftir Birgi ísleif Gunnarsson Alþingi hefur nú lokið störfum að sinni. Þingslit voru með hef- bundnum hætti og þingmenn héldu heim í sín kjördæmi til þeirra pólitisku starfa sem þar bíða. Fyrir þá sem utan við standa er }rfirbragð hver þing vafalaust svipað frá ári til árs. Auðvitað afgreiða hin ein- stöku þing mismunandi löggjöf, en starfið allt hvílir á hefðbundnum reglum og venjum sem mótast hafa í tímans rás. Sérkenni þessa þings Ef betur er að gáð hefur þó hvert þing sín sérkenni. Við skulum huga að því hvað helst einkenndi þetta þing. Alþingi kom saman á venju- legum tíma sl. haust, en það var stuttu eftir að ný ríkisstjóm hafði verið mynduð. Sú stjómarmyndun var óvenjuleg. Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar hafði aðeins setið í 14 mánuði þegar Steingrímur Her- mannsson og Jón Baldvin Hannib- alsson mfu stjórnarsamstarfið og mynduðu ríkisstjóm með Alþýðu- bandalaginu. Það er mjög fátítt að skipt sé um ríkisstjórn á kjörtíma- bili án kosninga hér á íslandi. Það uppgjör sem óneitanlega sigldi í kjölfarið setti því mjög mark sitt á fýrri hluta þingsins. Naumur meiri hluti Ríkisstjómin hafði það nauman meiri hluta á Alþingi að hana vant- aði eitt atkvæði í neðri deild til að vera ömgg um að koma málum sínum frá. Það ríkti því í upphafí þingsins allmikil óvissa um hvemig ríkisstjórninni myndi reiða af í at- kvæðagreiðslum. Fljótlega kom þó í ljós að ríkisstjórnin myndi geta reitt sig á stuðning hluta Borgara- flokksins. Nokkrir þingmenn hans vildu allt til vinna að forða kosning- um og gættu þess því að ljá stjórn- inni atkvæði þegar á þurfti að halda. Það er svo aftur kaldhæðni örlaganna að þessi augljósi vilji Borgaraflokksins til að þóknast stjórninni varð til þess að Borgara- flokkurinn komst ekki í ríkisstjóm- ina. Borgaraflokksmenn vom svo fljótir að sýna öll spilin í ákefð sinni að ríkisstjórnarflokkarnir töldu sig ekkert þurfa á þeim að halda, þeg- ar á átti að herða. Allt þetta varð svo til þess að Borgaraflokkurinn klofnaði og út úr honum var stofn- aður nýr þingflokkur. Eftir það eiga því nú átta flokkar eða flokksbrot fulltrúa á Alþingi. Aldrei hafa jafn- margir flokkar átt fulltrúa á Al- þingi og hefur það einnig óneitan- lega sett svip sinn á þetta þing. Sáu aldrei dagsins ljós Þegar ríkisstjómin var mynduð fylgdu miklar yfirlýsingar um það að grípa yrði þegar í stað til efna- hagsaðgerða til að treysta atvinnu- lífið í landinu. Engan tíma mátti missa. Tillögur um slíkar aðgerðir létu þó mjög á sér standa og nú að þingi loknu standa menn nokk- urn veginn í sömu spomm og áður. Ástandið er jafnvel verra. Þetta setti óneitanlega svip sinn á þingið. í stað þess að miklar umræður yrðu um tillögur ríkisstjómarinnar, eins og reikna hefði mátt með, þá urðu oft miklar umræður þar sem lýst var eftir tillögum ríkisstjórnarinnar og þar sem stjómarandstaðan gerði grein fyrir versnandi ástandi í efna- hags- og atvinnumálum. Allt kom Varasjóður: Hvað skiptir mestu máli? Ávöxtun og öryggi skipta mestu máli þegar lagt er í varasjóö. Sjóðsbréf.VIB og önnur verðbréf sem VIB hefur valið til sölu sam- eina þetta tvennt. Sjóðsbréf 1,2,3 og 4 má kaupa fyrir allt frá 5.000 krónum. Að baki þeim standa skuldabréf ríkis, sveitarfélaga, banka og fyrirtækja. Sjóður 4 fjárfestir einnig í hlutabréfum. Avöxtun Sjóðsbréfa 1 er um 10- 10,5% yfir verðbólgu og ávöxtun Sjóðsbréfa 3 um 8-8,5%. I rólegheitunum heima. Við hjá VIB höfum gefið ut 5 upplýsingabæklinga þar sem helstu spumingum nýrra viðskiptavina er svarað. Þú getur komið við í Armúla 7 eða hringt og fengið bæklingana senda heim. Þannig geturðu kynnt þér þjónustu okkar í rólegheit- unum heima. ' ' Góð þjónusta er aðalsmerki okkar. Hjá VIB starfa nú 9 ráðgjafar. Hver og einn þeirra getur gefið þér nánari upplýsingar unt alla þjón- ustu VIB og hjálpað þér að skipu- leggja spantaðinn. Innan tíðar géiíirðu sVo notið þess að eiga öruggan og vaxandi varasjóð. Verið velkontin í VIB. VERÐBREFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármúla 7, 108 Reykjavik. Simi 68 15 30 Birgir ísleifur Gunnarsson „Hefiir oft verið bros- legt að fylgjast með ýmsum þingmönnum Alþýðuflokksins, þegar þeir hafa verið að gera grein fyrir sinnaskipt- um sínum í atkvæða- greiðslum.“ fyrir ekki. Alvörutillögur sáu aldrei dagsins ljós. Það kemur nú æ betur í ljós, að menn hefðu betur fylgt þeim tillögum sem Þorsteinn Páls- son setti fram sl. haust áður en ríkisstjórn hans fór frá. Skattheimtuþing Það hefur verið mjög áberandi á þessu þingi að gremja einstakra þingmanna í stjómarliðinu fer vax- andi. Það á ekki síst við Framsókn- arflokk og Alþýðuflokk. Mest hefur þó verið niðurlæging Alþýðuflokks- ins fyrir síðustu kosningar. Hefur oft verið broslegt að fylgjast með ýmsum þingmönnum Alþýðuflokks- ins, þegar þeir hafa verið að gera grein fyrir sinnaskiptum sínum í atkvæðagreiðslum. Hefur þá ekki "alltaf verið hátt á þeim risið. Þetta þing hefur verið mikið skattheimtuþing. Fyrri hluti þings- ins einkenndist mjög af frumvörp- um um nýja og hækkaða skatta. Sjónarmið Sjálfstæðisflokksins náðu þó að hluta fram undir þing- lok, þegar ríkisstjómin ákvað að draga til baka hluta af skattahækk- unum í kjölfar kjarasamninganna. Það var þó ekki nema að óverulegu leyti. Fleira mætti nefna um einkenni þessa þings. Verkstjóm á þinginu var óvenju slæm og einkenndist af alls kyns uppákomum. Mörg þing- mál rikisstjómarinnar komu seint fram og vom illa undirbúnir. Þó tókst að afgreiða tvö stór mál sem hafa verið í undirbúningi hjá mörg- um ríkisstjómum ámm saman. Annað var aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds, sem var að vísu umdeilt á þinginu, en samþykkt með miklum meiri hluta. Hitt var verkaskipting ríkis og sveitarfélaga og breytt tekjuöflun sveitarfélaga í því sambandi. Um það mál náðist góð sátt í þinginu og milli þingsins og sveitarfélaganna. Höfvndur er einn afalþingismönn- um Sjáltstæðisflokksins í Reykjavík. Höfðar til .fólks í öllum starfsgreinum! s Jltaguuftliifrife
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.