Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 38
íö 33 9áðí ÍVlOt .& JIUOAU JlGUW (lltlAjUviuOáÖM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1989 Hús Bemörðu Alba á flalir LA í haust Titilhlutverkið leikur Sigríður Hagalín ÆFINGAR á Húsi Bernörðu Alba eftir Garcia Lorca, fyrsta verkefiii Leikfélags Akureyrar á næsta leikári, heflast 1. september næstkom- andi, en frumsýning er áætluð um miðjan október. Titilhlutverkið í sýningunni, Bernörðu Alba leikur Sigríður Hagalín, leikari hjá Leik- félagi Reykjavíkur, en hún verður gestaleikari hjá LA. Hús Bemörðu Alba er tvímæla- leikmynd og búninga í rómaðri sýn- laust eitt magnaðsta leikverk sem samið hefur verið á þessari öld og Garcia Lorca eitt af öndvegisskáld- um heimsbókmenntanna, segir í frétt frá LA. Allar persónur verks- ins eru konur og fjallar leikurinn um hömlulausar tilfinningar, ástir, afbrýði, ástríður og vald. „Þótt nátt- úran sé lamin með Iurk leitar hún út um síðir,“ segir í verkinu. Einar Bragi Sigurðsson skáld þýddi verkið á íslensku og var það fýrst sýnt hérlendis af Leikfélagi Reykjavíkur árið 1966. Leiksjóri sýningarinnar hjá LA verður Þór- unn Sigurðardóttir leikstjóri og leik- skáld, en hún hefur áður leikstýrt flórum verkefnum hjá Leikfélagi Akureyrar. Leikmynd og búninga gerir dönsk kona, Charlotte Klason, en hún er reyndur og mikils metinn listamaður f Danmörku, hefur m.a. unnið mikið hjá Konunglega danska þjóðleikhúsinu og þar gerði hún t.d. Morgunblaðið/Margrét Þóra Stúdentar dimmitera „Aukakílóin, aukakílóin út um allt á mér,“ sungu verðandi stúdent- ar við Menntaskólann á Akureyri fyrir Bryndísi Þorvaldsdóttur leikfimikennara er þeir kvöddu hana með virktum síðasta föstu- dag, en þá dimmiteruðu stúdentar. Fóru þeir að venju um bæinn þveran og endilangan á þar til gerðum kerrum dregnum af trakt- orum og kvöddu kennara sína með söng og blómum. ingu á Húsi Bemörðu Alba síðasta vetur. Tónlistin í sýningunni verður flutt af Pétri Jónassyni gítarleikara og mun hann leika á gítarinn á sýningum. Pétur mun m.a. leika tónlist eftir spánska leikskáldið De Falla, sem er guðfaðir Garcia Lorca. Lýsingu annast Ingvar Bjömsson ljósameistari LA. Titilhlutverkið, Bernörðu Alba leikur Sigríður Hagalín og er hún gestaleikari í sýningunni, en hún er fastráðinn leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Griðkonuna Ponziu leikur Sunna Borg og Mariu Josefu móður Bemörðu leikur Sigurveig Jónsdóttir. Dætur Bemörðu em fimm og eru það allt viðamikil hlut- verk, en þær leika Ingunn Jens- dóttir, Guðbjörg Thoroddssen, Guð- laug María Bjamadóttir, María Sig- urðardóttir og Elva Ósk Ólafsdótt- ir, nýútskrifaður leikari frá Leiklist- arskóla íslands. Morgunblaðið/Rúnar Þór Bjórir sjómenn voru heiðraðir á sjómannadaginn, f.v.: Guðjón Jónsson, Baldvin Þorsteinsson, Vilhelm Þorsteinsson og Benedikt Sæmundsson. Sjómannadagurinn á Akureyri 50 ára: Mikið um dýrðir á afmælisdaginn S J ÓMANN AD AGURINN á Akur- eyri var haldinn í fimmtugasta sinn nú á sunnudaginn og var mikið um dýrðir alla helgina vegna afinælisins. Ahafiiir skipa reyndu með sér í knattspyrnu og í kappróðri á laugardag. Á sunnudag var afhjúpaður minnis- varði við Glerárkirkju um týnda og drukknaða sjómenn, Óskar Vigfússon formaður Sjómanna- sambands íslands flutti ávarp og lagði blómsveig að minnisvarð- anuin. Sjómenn aðstoðuðu við sjómannamessur og eftir hádegið var dagskrá við Sundlaug Akur- eyrar þar sem flutt voru ávörp, sjómenn heiðraðir og sjómenn kepptu um Atlastöngina. Þá var bæjarbúum boðið í siglingu í til- efiii dagsins. Alls kepptu 22 sveitir í kappróðr- inum, en það var C-sveit Akureyrar- innar sem hregpti verðlaunin f flokki sjómanna. í flokki landmanna Oddí hf. kaupir rekstur Kæli- og firystivéla hf. Erum að útvíkka þjónustunet okkar, segir forstjóri Odda VÉLSMIÐJAN Oddi hf. á Akureyri yfirtók um síðustu mánaðamót rekstur Kæli og frystivéla hf. í Kópavogi. Torfi Guðlaugsson for- stjóri Odda segir að með samruna fyrirtælqanna náist meiri hag- kvæmni í rekstri og betri þjónusta fyrir viðskiptavini fyrirtækjanna. Eftir sameininguna mun fyrirtækið sjá um þjónustu fyrir marga þekkta framleiðendur frystivéla, m.a. Sabroe, Bock og Henry Soby. Fyrirtækið Kæli og frystivélar þjónustunet sitt og koma sér upp hf. hefur undanfarin 30 ár haft aðsetur í Kópavogi og þjónað fyrir- tækjum með stór og smá kæli- og frystikerfi. Starfsvettvangur fyrir- tækisins hefur aðallega verið Suð- vestur-, Vestur- og Norðvestur- landið. Kælideild Vélsmiðjunnar Odda hf. var stofnuð fyrir um 20 árum og hefur að mestu starfað á Norðurlandi, Vestljörðum og á Austfjörðum. Torfi segir að með kaupunum sé Oddi hf. að útvíkka aðstöðu til að þjóna Suður- og Vest- urlandi. Hann segir bæði fyrirtækin hafa sérstöðu hvað varðar reynslu í smíði stærri frystiklefa. Starfsemi Kæli og fiystivéla verður áfram í Kópavogi og undir sama nafni. Torfi segir að Oddi hf. hafí lengi ætlað sér að hafa mann á sínum snærum á suðvesturhorn- inu, en umræður um kaup á Kæli og frystivélum hafi komið upp fyrir um tveimur vikum og það hafi ver- ið ágætis leið til að byggja upp markað á því svæði. Kælideild Odda hafi verið vaxtarbroddurinn í starf- seminni undanfarið og því hafí ver- ið leitað stærri markaða. Þrír menn munu starfa við fyrir- tækið í Kópavogi og að jafnaði vinna fimm til sex við Kælideild Odda. Um 50 manns vinna hjá fyrir- tækinu. Torfi segir að með samein- ingunni verði fyrirtækið með þeim stærri á þessum markaði á lands- vísu. Hann segir fyrirtækið munu kappkosta að tileinka sér nýjustu tækni, eiga góðan varahlutalager og hafa á að skipa sérhæfðum starfsmönnum sem reiðubúnir væru að fara hvert á land sem er þegar þörf krefur.___________ Tekið á í kappróðri. vann sveit Fiskhúss ÚA og í kvennaflokki voru það konur úr sal ÚA sem fóru með sigur af hólmi. Sveit Hrímbaks sigraði er sjómenn reyndu með sér í knattspymu. Fróði Oddsson skipveiji á Harð- bak sigraði í björgunarsundi, en Almar Bjömsson skipveiji á Snæ- felli sigraði í stakkasundi. Almar hlaut einnig Atlastöngina að þessu sinni, en hann fékk flest stig er lögð em til grundvallar við veitingu hennar, þ.e. björgunarsund, stakka- sund, róður, reiptog og knatt- spyma. Fjórir sjómenn voru heiðraðir, bræðurnir Vilhelm og Baldvin Þor- steinssynir, Guðjón Jónsson og Benidikt Sæmundsson. Benidikt er fæddur á Stokkseyri árið 1907 og fór fyrst á sjó um fermingu. Hann flutti til Akureyrar 1947 og var einn af þeim sem sótti Svalbak nýsmíðaðan árið 1949 og var á honum næstu þijú árin. Þá var hann á flóabátnum Drangi um sex ára skeið, en frá 1958 hefur hann unnið hjá ÚA. Guðjón Jónsson er fæddur í Reykjavík árið 1929, en hann byijaði á sjó árið 1946. Hann flutti til Akureyrar tíu ámm síðar og réð sig á Kaldbak og var þar um nokkurt árabil en fór síðan á Súluna. Um áramót 1966-67 vann Guðjón á skrifstofu ÚA, en hafði nokkru áður verið kjörinn í trúnað- armannaráð Sjómannafélags Eyja- fjarðar. Hann varð varaformaður félagsins 1974 og tveimur áram síðar formaður, en því starfi gegndi hann þar til í apríl síðastliðnum. Tvíburabræðumir Baldvin og Vilhelm Þorsteinssynir em fæddir að Hléskógum í Höfðahverfi árið 1928, en fluttust ungir í Hrísey þar sem þeir ólust upp. Vilhelm var tólf ára gamaller hann réð sig fyrst til sjós. Hann varð háseti á Kaldbak árið 1947 til 1951 er hann fór yfír á Harðbak þar sem hann síðar varð skipstjóri. Því starfi gegndi hann þar til hann var ráðinn forstjóri ÚA um áramót 1964-65, en þeirri stöðu gegnir hann enn í dag. Bald- vin Þorsteinsson hóf sína sjósókn árið 1947 er hann réð sig á bát sem gerður var út frá Hrísey. Hann var um 12 ára skeið á Snæfellinu og var skipstjóri þar, ýmist á sfld- eða togveiðum. Þá var Baldvin einnig á Kaldbak og Harðbak og í 12 ár var hann skipstjóri Súlunnar, en þar hætti hann árið 1978 og gerðist hafnarvörður Akureyrarhafnar. Við Sundlaugina flutti Gunnar Ragnars ávarp fyrir hönd útgerðar- manna og fyrir hönd sjómanna flutti Rúnar Jóhannsson ávarp. Að lokinni dagskrá við Sundlaugina buðu útgerðarmenn bæjarbúum í skemmtisiglingu og létu tíu skip úr höfn með fjöldann allan af fólki innanborðs. Siglt var út á Fjörðinn og síðan í röð einn hring um Pollinn þar sem flautur vom þeyttar af kappi miklu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.