Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 22
22 MÖRGUNBLAÐÍÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1989 Gildi Fossvogsbrautar Mynd 1: Niðurröðun gatna á íbúðarsvæðum. C — Skólar ? cn c •o C3 c Húsagata O Verslanir Strætisvagna- biðstöð . §> >£ <o V) TENGIBRAUT Heimild: RB, Skipulag, umferð og umhverfi, 1979 eftir Gunnar Þór Guð- mundsson ogHarald Sigþórsson Á Fossvogsbraut heima í stofiibrautakerfi höfuðborg’arsvæðisins? Ef slíkt mat á að fara fram þarf fyrst að gera sér grein fyrir hvað stofnbraut er. Stofiibraut tengir saman þéttbýliskjarna og ber meg- instrauma bflaumferðarinnar. Um stofnbrautir á að vera hægt að aka á meiri hraða en annars staðar. Því skal hafa á þeim fáar tengingar og forðast ber beina aðkomu frá lóð- um. Tengibrautir taka við umferð að eða frá bæjarhlutum og tengjast við stofnbrautimar. Með tengi- brautum er þéttbýlinu oft skipt í einingar eða bæjarhverfi. Að auki eru til svokallaðar safnbrautir og húsagötur. En hvers vegna er gatnakerfinu skipt svo niður? Markmiðin eru þrjú. Fyrsta markmiðið er að fækka umferðarslysum. Auðvelt er að aka ákveðna gerð vegar, minni umferð í gegnum íbúðahverfi, bágapunkt- um fækkar, þ.e. fremur T-gatnamót en X-gatnamót og að síðustu er aðskilnaður akandi og gangandi umferðar mjög mikilvægur liður í fækkun umferðarslysa. Annað markmiðið er að gera umhverfisspjöll sem minnst með því að láta stórar brautir, stofnbrautir, taka við mesta umferðarmagninu og takmarka gegnakstur um íbúða- hverfi. Með of fáum stofnbrautum leitar umferðin annað og gegnakst- ur um íbúðahverfi kemur til. Þriðja markmiðið er gott aðgengi í kerfinu. Beina verður fólki á rétt- ar brautir, án þess að því finnist að um hreina kvöð sé að ræða. Eðli málsins samkvæmt verður Fossvogsbraut aldrei annað en stofnbraut. Fossvogsbraut yrði ekki tengibraut, safnbraut eða húsa- gata. í raun er Fossvogsdalssvæðið, út frá skipulagssjónarmiðum, besti hugsanlegi staður á höfuðborgar- svæðinu fyrir stofnbraut. Fossvogs- dalur skilur ekki eingöngu að tvö íbúðarhverfí heldurtvö sveitarfélög. Engin umferð gangandi skóla- krakka verður yfir brautina, eins og á sér stað í dag á Nýbýlavegi og Bústaðavegi. Fólk þyrfti auk þess ekki að sækja þjónustu yfir brautina. Með stofhbraut á þessum stað yrði fólki hlíft við hættu, háv- aða og annarri mengun, sem sífellt er vaxandi á Bústaðavegi og Ný- býlavegi. Brautin er ekki eingöngu fyrir Reykvíkinga, heldur ekki síður fyrir Kópavogsbúa og aðra ná- granna höfuðborgarinnar. Andstæðingar bflaumferðar virð- ast oft á tíðum gleyma því hvað gott stofnbrautakerfi þýðir fyrir hinn almenna borgara. Vel skipu- lagt stofnbrautakerfí greiðir götu sjúkrabifreiða, slökkviliðs og lög- reglu, auk þess sem öll þjónustu- umferð gengur hraðar og öruggar fyrir sig. Fossvogsbraut er ómiss- andi hlekkur í slíku kerfi enda vant- ar stofnbraut til að loka reitnum Kringlumýrarbraut-Miklabraut- Reykjanesbraut. Komi Fossvogsbraut ekki til væri næsti möguleiki að gera Nýbýlaveg að stofnbraut. En er það raunhæfur möguleiki? Nýbýlavegur liggur í gegnum íbúðahverfi með mikilli umferð gangandi fólks yfir veginn og slysahætta er mikil. Auk þess væri ekki hægt að mynda bein og góð tengsl við miðbæ Reykjavíkur með Hlíðarfæti, eins og unnt er að gera með Fossvogsbraut. Nýbýla- vegur er og verður tengibraut og getur aldrei þjónað hlutverki stofn- brautar. Það sama má segja um Bústaðaveg. Umhverfismál Umhverfismál hafa nokkuð verið rædd í sambandi við lagningu Foss- vogsbrautar. Það helsta sem menn nefna í því sambandi er hávaði, loftmengun, titringur, snjór, frost og áhrif vatns, gróður og dýralíf og fegurð umhverfis. Síðan koma óbeinu áhrifm einnig til álita, en þau eru t.d. aðskilnaður gangandi og akandi fólks og slysahætta. Það er rétt að drepa aðeins á helstu atriðin. Hávaði frá umferð verður óneitanlega, eins og víða í Reykjaík og Kópavogi, ef um venju- legan akveg er að ræða, en þegar er búið að falla frá þeirri hugmynd. Niðurgrafin braut myndi minnka hávaðann verulega. Ef göng koma til verður hávaðinn, skv. útreikning- um í fyrrnefndu lokaverkefni okk- ar, eins og hvísl í nokkurra metra fjarlægð, ef miðað er við það hús, sem næst stendur brautinni. Á næstverstu stöðunum er hljóðið úti eins og þytur í laufskógi. Þetta hljóðstig hefur engin áhrif á sam- talsgetu manna úti fyrir og heyrist alls ekki innan dyra. Loftmengun hefur okkur vitanlega ekki verið skoðuð sérstaklega þó að fyllilega sé ástæða tii. Þegar nánari upplýs- ingar liggja fyrir um veður og vinda er hins vegar afltaf hægt að taka tillit til þess í endanlegu útliti braut- arinnar. Þá má benda á að framtíð- in ber örugglega í skauti sér betri búnað bifreiða til mengunarvama. Dæmi um það er „katalysator". Titringur er ekki vandamál vegna dempandi áhrifa jarðvegs. Snjór, frost og áhrif vatns eru ekki vanda- mál eftir að brautin hefur verið fullgerð, en vanda verður þó fram- kvæmdina sjálfa til að hreyfa ekki um of við grunnvatnshæðinni. Að- ferðir til þess eru alþekktar. Að- skilnaður gangandi og akandi fólks er einmitt einstaklega auðveldur í dalnum. Slysahætta minnkar nokk- uð við komu brautarinnar vegna minni umferðar annars staðar. Feg- urð umhverfis er álitamál, sem ekki verður farið nánar út í hér. Gróður og dýralíf mun óhjákvæmilega bíða nokkum hnekki, en með göngum Undirritaðir skrifiiðu á sínum tíma, á vordög- um 1985, lokaverkefni í byggingarverkfræði við Háskóla íslands sem nefnist: „Mat á mikil- vægi Fossvogsbrautar í aðalgatnakerfi höfuð- borgarsvæðisins.“ í hita umræðna um Foss- vogsbraut síðustu daga og vikur fannst okkur því ekki úr vegi að rita nokkrar línur. mætti þó halda þeim áhrifum í lág- marki. Það er ekki markmið að hafa sem stærst útivistarsvæði heldur að hafa þau sem best nýtt. Mynd tvö lýsir þessu sjónarmiði. Þar er reynt að meta saman neikvæð áhrif vegna fólksmergðar annars vegar og kostnaðar vegna stærðar hins veg- ar. _ Á mynd þijú má sjá hvernig meta mætti mismunandi gerð brautarinnar út frá hlutlægum þátt- um. Það skal skýrt tekið fram að þessar niðurstöður eru aðeins birtar hér til fróðleiks, ekki liggja nægjan- legar rannsóknir til grundvallar, til að hægt sé að tala um marktækt línurit. Að baki línuritinu liggur þó víðtækt mat á umhverfisáhrifum (huglægir þættir) og grófar kostn- aðartölur (hlutlægir þættir). Lárétti ásinn með breytunni x gefur vægi á milli þáttanna tveggja. Segja má að val hennar sé „pólitísk" ákvörðun. Þó er talið eðlilegt að láta huglægu þættina gilda 20-50% á við hina hlutlægu. Ef valin eru efri mörkin í þessu tilviki fæst að besti kosturinn er braut í göngum að hluta. Hin nýja hugmynd, að leggja brautina alveg í jarðgöngum og breyta staðsetningunni nokkuð, er góðra gjalda verð í fljótu bragði. Hins vegar liggja enn ekki fyrir nægar upplýsingar til þess að leggja raunhæft mat á þann kost. Hlutlaust mat Það verður ekki hjá því komist að minnast á undarlegar hugmynd- ir sumra manna um hlutlaust mat. Þá er ætlunin að ná í hóp íslenskra umhverfisvemdarmanna, en sælqa á rándýran umferðarsérfræðing til útlanda. Þetta mál er sérkennilegt þar sem hinir svokölluðu umhverfis- vemdarmenn hafa yfirleitt enga menntun í samgöngumálum, en flestir umferðarsérfræðingar hafa víðtæka menntun í umhverfismál- um. Má þar nefna mál eins og háv- aða- og loftmengun, jarðrask og ýmsa aðra fylgifiska umferðar. Það er þvi algerlega röng skoðun að umferðarsérfræðingar vilji götur alls staðar. Umferðarsérfræðingar hljóta að vera best til þess fallnir að skoða mál eins og Fossvogsbraut og taka tillit til ólíkra sjónarmiða. Greinilega hefur verið reynt að hafa áhrif á skoðanir manna á höf- uðborgarsvæðinu með vísvitandi brellum og rangfærslum. Má þar fyrst nefna notkun orðsins hrað- braut í stað orðsins stofnbraut. Fyrra orðið var eitthvað notað fyrr á tímum, en það síðara er viður- kennt orð yfir mikilvægustu götur gatnakerfisins. Fossvogsbraut er stofnbraut. Annað dæmi um ívilnun er orða- ÚRKOMA í Reybjavík í maí síðast- liðnum var 126 millimetrar. Það er mesta úrkoma sem mælst hefur í Reykjavík í maímánuði frá því samfelldar mælingar hófust þar árið 1920 en meðalúrkoma í mán- uðinum er 40 millimetrar, að sðgn Trausta Jónssonar veðurfræðings. Meðalhiti í Reylqavík í maí var 4,8 stig, sem er 1,7 stigum kaldara en í meðalári. Hæsti hiti, sem mældist í Reykjavík í mánuðinum, var 10,5 stig en það er lægsti hámarkshiti sem þar hefur mælst í mai. „Þetta er kaldasti maí í Reykjavík frá árinu 1979 en þá var miklu kald- ara,“ sagði Trausti Jónsson í samtali við Morgunblaðið. í apríl og maí var samtals um 230 millimetra úrkoma í Reykjavík, sem er mesta úrkoma, sem þar hefur mælst i þessum mán- uðum samanlögðum, síðan samfelldar mælingar hófust. f Reykjavík mæld- ist 191 sólskinsstund í maí en það lag spurninga. Líkur eru til að fólk svari spumingunni: Á að eyðileggja Fossvogsdalinn? neitandi, en spum- ingunni: Á að bæta ástandið í um- ferðinni? játandi. Svona má með orðalagi neyða fram ákveðin svör. Liggur við að enn sé beitt gömlu aðferðinni og spurt: Ertu á móti atvinnuleysi? Enn öðm hefur verið beitt í áróð- ursherferðinni gegn brautinni. það er alþekkt að langflestum þykir fallegri grasþaka heldur en malbik- aður kubbur og ósköp leiðinlegt er að sjá rask við framkvæmdir. Hins vegar vill fólk komast hratt og ör- ugglega leiðar sinnar, einkum til og frá vinnu. Þama er verið að beita tilfinningalegum rökum gegn hinum skynsömu og hagkvæmu. Þetta veldur því að þeir sem ekki hafa kynnt sér málið velja tilfinn- ingalegu rökin og hafna brautinni. Enn eitt sjónarmið styður lagn- ingu Fossvogsbrautar. Því hefur verið lýst yfir að ekki sé hægt að taka meðaltal af tölustaf og bók- staf, en til em aðferðir til að meta saman hlutlæga og huglæga þætti. Ef brautin verður ekki lögð er hlut- ur hins huglæga 100%, en hin hlut- lægu sjónarmið komast ekki á blað. Ef brautin kemur, er hins vegar alltaf hægt að taka tillit til hug- lægra þátta. Þetta stýrir því síðan hvaða aðferð er notuð við fram- kvæmdina og hvert endanlegt útlit brautarinnar verður. Það er háð því, að hve miklum hluta er tekið tillit til hinna huglægu þátta. Þessi aðferð er þekkt í flestum siðmennt- uðum ríkjum og er oft notuð í mál- um sem þessum. Að horfa eingöngu á Fossvogsdal og hrylla við þeirri hugsun að þarna komi akbraut til með að liggja er skammsýnn hugsanagangur. Líta verður á málið í heild sinni, þau áhrif sem Fossvogsbraut hefur t.d. á umferðarkerfí höfuðborgarsvæð- isins. Er ekki hugsanleg óbein um- hverfisáhrif Fossvogsbrautar þegar bílaumferð minnkar í öðrum hverf- um og fer um Fossvogsbraut í stað- inn. Ilöfundnr eru verkfræðingar. er sami sólskinsstundafjöldi og í með- alári. „Þetta er kaldasta vor í Reykjavík frá árinu 1983 en þá var hér mjög svipaður meðalhiti í apríl og maí samanlögðum og í sömu mán- uðum í ár,“ sagði Trausti Jónsson. Á Hveravöllum var meðalhitinn mínus 0,7 stig í maí en það er 1,5 stigum undir meðallagi. Þar var 39 millimetra úrkoma í maí, sem er ör- litlu meira en í meðalári. Á Akureyri var 4,7 stiga meðalhiti í maí en það er einu stigi undir meðal- lagi. Samanlagðir voru apríl og maí álíka kaldir og í fyrra. Úrkoman var 15 millimetrar í maí, sem er f rétt tægu meðallagi. Á Hjarðarnesi í Hornafirði var 5,6 stiga meðalhiti í maí, sem er 0,6 stig- um kaldara en í meðalári. í Homa- firði voru apríl og maí álíka kaldir og árið 1983. Á Hjarðarnesi var 149 millimetra úrkoma í maí, sem er 60% meira en í meðalári. Urkoma í maímánuði sú mesta sem mælst hefur Mánuðurinn sá kaldasti frá 1979
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.