Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1989 13 Verndun hafsins __________Bækur_______________ Sigurður Jóhannesson Nýlega kom út á vegum Bóka- útgáfu Orators ritið Vemdun hafs- ins eftir Gunnar G. Schram próf- essor. Á undanfömum árum hefur umræða um vemdun hafsins gegn mengun aukist mjög. Hafið gegnir mikilvægu hlutverki fyrir líf á jörð- inni, því auk þess að fóstra allt sjávarlíf ræður hafið miklu um loftslag og veðurfar á jörðinni. Vaxandi mengun sjávar ógnar því ekki aðeins nýtingu auðlinda hafs- ins heldur kann mengun sjávar að hafa áhrif á loftslag og veður- far, þegar til lengri tíma er litið. Þannig má t.d. ætla að vaxandi mengun sjávar muni auka svoköll- uð gróðurhúsaáhrif, sem nú er mikið rætt um að gætu jafnvel á næstu öld valdið einhverri mestu byggðaröskun, sem orðið hefur á jörðinni, ef ekkert verður að gert. Fyrir okkur Islendinga skipar vemdun hafsins sérstakan sess í ljósi þess að nýting auðlinda hafs- ins stendur að miklu leyti undir velferð þjóðarinnar. Það má því segja að bók Gunnars G. Schram, Vemdun hafsins, íjalli um málefni sem mönnum er nú mjög hugleik- ið, ekki aðeins hér á landi, heldur í vaxandi mæli meðal allra þjóða heims. í bókinni sem skiptist í þijá meginkafla §allar höfundur um réttarfarslega stöðu mála er varð- ar vemdun hafsins, og þann vanda sem við er að glíma, einkum er varðar mengun sjávar. í fyrsta kaflanum er fjallað ítar- lega um réttarreglur hér á landi, framkvæmd þeirra og tilgang í einstökum atriðum, ábyrgð og skyldur einstaklinga og fyrir- tækja. Fjallað er um athuganir á mengun sjávar sem gerðar hafa verið umhverfís landið og vikið að þeim hættum sem hafsvæðinu hér við land stafar vegna megnunar frá öðrum löndum og hafsvæðum og gerð er grein fyrir þætti hinna ýmsu opinberu aðila í framkvæmd mengunarvama. í öðrum kaflanum er fjallað um hina ýmsu alþjóðasamninga sem gerðir hafa verið til vamar gegn mengun sjávar og tilgangi þeirra og gildissviði gerð nánari skil. Hér er um að ræða átta alþjóðasamn- inga sem ísland hefur gerst aðili að og taka til hinna ýmsu þátta sjávarmengunar. Einnig er fjallað um verkefni og störf Alþjóðasigl- ingamálastofunarinnar (IMO) í vömum gegn mengun hafsins, en á þeim vettvangi hófust fyrst al- þjóðlegar aðgerðir til varnar gegn mengun sjávar, fyrir rúmlega þrjátíu árum. í þriðja kaflanum er að fínna ítarlega umfjöllun um þann hluta haréttarsáttmála Sameinuðu þjóð- anna sem ijallar um vemdun hafs- ins. Að margra áliti er þessi hluti sáttmálans einn sá mikilvægasti og víst er að gildistaka sáttmál- ans, sem hefur ekki enn orðið vegna þess að ekki hafa nægilega mörg ríki staðfest hann, mun breyta vemlega réttarfarslegri af- stöðu ríkja til mengunarvama sjávarins frá því sem verið hefur. Þess má geta að sérstök nefnd undir forystu forsætisráðherra Norðmanna, Gro Harlem Brund- tland (Brandtlandnefndin), sem skipuð var af Sameinuðu þjóðun- um til að gera tillögur um úrbætur í umhverfismálum taldi virka framkvæmd hafréttarsáttmálans mikilvægasta skrefið sem ríki heims gætu tekið í verndun hafs- ins. Það má því gera ráð fyrir að hafréttarsáttmálinn muni í framt- íðinni gegna lykilhlutverki við mótun stefnu hvers ríkis í verndun hafsins. í bókinni gerir höfundur ítarlega grein fyrir ákvæðum sátt- málans um verndun hafsins og skyldum einstakra ríkja til þess að framfylgja ákvæðunum, svo og rétti þeirra til íhlutunar gagnvart löglegri starfsemi á hafínu s.s. siglingum og skipaumferð. í bókarlok er að finna yfirlits- skrár og tilvísanir sem auðvelda mjög notkun bókarinnar. Þar er að fínna heimildaskrá og lagaskrá, þar sem talin era upp öll lög, regl- ur og alþjóðasáttmálar í tímaröð sem vitnað er til í bókinni. Þar er einnig að fínna atriðisorðaskrá yfir öll hugtök og sérheiti, sem fram koma í bókinni, og birtur er í heild 12. hluti afréttarsáttmálans um vemdun og varðveislu hafrým- isins. Bókin Vemdun hafsins, sem er 211 tölusettar blaðsíður að stærð, er sérstaklega vönduð að allri gerð og allt efni skýrt og skipulega fram sett. Þrátt fyrir að bókin fjalli fyrst og fremst um réttar- farslega stöðu mála varðandi Gunnar G. Schram verndun hafsins, er langt frá því að hún minni á nokkum hátt á þurrt hefðbundið lagasafn. Með því' áð tengja saman og útskýra annars vegar efni laga og reglna og hins vegar þann vanda sem þeim er ætlað að leysa, tekst höf- undi að gera bókina skemmtilega aflestrar og um leið fræðandi um stöðu ýmissa mála er snerta meng- un hafsins. Umfjöllun um ýmsa þætti sjávarmengunar undirstrik- ar vel að virkar vamir gegn meng- un hafsins era alþjóðlegar í eðli sínu og að ekki mun takast að uppræta mengun sjávar öðru vísi en með skilningi og sameiginlegu átaki allra þjóða heims. Ef eitt- hvað ætti að gagnrýna í efnistök- um höfundar má segja að með hliðsjón af því hvað umflöllun bók- arinnar er yfírgripsmikil, þá hefði mátt koma nokkuð inn á þá teg- und sjávarmengunar, sem var reyndar til skamms tíma ekki talin ógna lífríki sjávarins, en hefur nú sl. 2 ár átt stóran þátt í stað- bundinni röskun í lífkerfi hafsins með svonefndum þörungablóma, en það er vaxandi losun næringar- salta, köfnunarefnis og fosfórs í sjó við strendur ýmissa þéttbýlla nágrannalanda okkar. Stóraukið fískeldi hér við land kallar einnig á aukna varúð vegna hættu af þessum sökum á strandsvæðum. Tímæmlalaust verður að teija ritið Vemdun hafsins meðal merk- ustu rita sem gefin hafa verið út um umhverfisrétt hér á landi, þó þar sé ekki fjallað um nema lítið svið þess málaflokks sem um- hverfísmál eru í víðasta skilningi. Auk þess að vera fróðleg aflestrar hentar bókin afar vel til uppsláttar hveijum þeim sem þarf að kynna sér réttarfarslega stöðu einstakra mála hvort sem það era áhuga- menn um vemdun sjávarins, opin- berir aðilar, eigendur skipa og skipstjórar, eða einstaklingar og fyrirtæki sem reka starfsemi, sem háð er að einhveiju leyti takmörk- unum vegna réttarreglna um vemdun hafsins. Höfundur er siglingamálastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.