Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 26
26 Að gefnu tilefiii - önnur útgáfa deilurits Þorgeirs Þorgeirssonar DEILURIT Þorgeirs Þorgeirs- sonar, rithöfundar, Að gefnu til- efni, hefiir verið gefíð út í annað sinn. Ritið Qallar um íslenzkt réttarfar og er tilefni þess máls- höfðun ríkissaksóknara á hendur Þorgeiri fyrir skrif hans um lög- regluna. Um mál þetta segir svo í bókar- kynningu: „Það mál er smávægilegt í margra augum og mundi vart þykja umtalsvert ef Þorgeir hefði ekki kosið að láta reyna á vinnu- brögð réttvísinnar sem virðist hafa kolfallið á prófinu, því við blasir hrollvelq'a sem höfundinum þó auðnast að segja frá með undra- verðri gamansemi og skilningi sem hverjum manni er hollt að kynnast." Fyrri útgáfa deiluritsins kom út fyrir 8 mánuðum og er hún upp- seld. Hin nýja útgáfa er 233 blað- síður að stærð og fæst bæði í bóka- búðum og hjá forlaginu Leshúsi. --------------------------- Hátíðargestur virðir fyrir sér muni á listmunasýningunni. Morgunblaðið/Þorkell Sjálfsbjörg þrjátíu ára: Þrjátíu manns heiðraðir Sjálfsbjörg, Landssamband fatlaðra hélt hátíðlegt þrjátíu ára af- mæli sitt um helgina og var margt um dýrðir. Homaflokkur Kópa- vogs blés í upphafi, en síðan fluttu Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra og Davíð Oddsson borgarstjóri ávörp að loknu setning- arávarpi Jóhanns P. Sveinssonar. Eftir ávörpin sungu nemar úr Söngskóla Reykjavíkur nokkur lög við undirleik Hólmfríðar Sigurðar- dóttur, en síðan fluttu innlendir og erlendir gestir ávörp og kveðjur. Því næst voru heiðursmerki í tilefni dagsins afhent og voru um 30 manns heiðraðir með þeim hætti, m. a. Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra, Davíð Oddsson borgarstjóri, Svavar Gestsson menntamálaráðherra, Alexander Stefánsson alþingismaður,. Ólafur G. Einarsson alþingismaður, Þór- hildur Þorleifsdóttir alþingismaður svo og fleiri embættismenn og vel- unnarar félagsins. Að loknum dagskráratriðum var opnuð listmunasýning þar sem verk þriggja félaga í Sjálfsbjörg voru til sýnis á skrifstofugangi félagsins. Verkin eru málverk eftir Sigþrúði Pálsdóttur, Sissú, silfurmunir eftir Sigmar Ó Maríusson gullsmið og módel eftir Sigurð Þórólfsson. Eru þeir að fá 'ann ? Vaðandi á urriðasvæðunum „Það hefur verið vaðandi veiði um alla á og er hún þó skoluð og köld og'umhverfið grátt og fremur vetrarlegt," sagði Hólm- fríður Jónsdóttir á Arnarvatni í Mývatnssveit í samtali við Morg- unblaðið, en stangaveiði hófst á urriðasvæðunum í Mývatnssveit og Laxárdal þann 1. júní. Hólm- fríður vildi ekki nefna aflatölur vegna þess að ýmsir sem hefðu verið að veiðum síðustu daga slepptu öllum sínum fiski og væru það allt að 30 fiskar á dag. Hins vegar mætti fljóta með, að margir hafa veitt kvó- tann, sem eru tíu fiskar 35 senti- metrar eða stærri. Hólmfríður sagði sárafáa undir 40 senti- metrum hafa verið skráða og allur þorri veiðinna væri með ólíkindum vænn fiskur, 3-5 punda og feitari heldur en sést hefði í mörg ár. Veiðin misskipt Veiðin hefur verið nokkuð misskipt, einna lökust í Geld- ingaey og Geirastöðum þar sem vatnið er tærara, betri þar sem gruggugt vatn úr Kráká nær að lita Laxá hvemig sem á því stendur. Stærstu fiskamir em þó nokkrir 5 pundarar og hafa flugumar Nobbler, Hólmfríður, Black Ghost og Þingeyingur verið drýgstar. Að sögn Sigurbjargar Hauks- dóttur ráðskonu í veiðihúsinu í Laxárdal, byijaði veiðin einnig afar vel á neðra svæði urriða- svæðisins. „Það veiddust 35 fiskar fýrsta daginn og síðan verið nokkur veiði dag hvem, minnst þó þegar kólnað hefur eins og í gær,“ sagði Sigurbjörg. Að sögn hennar er þorri aflans 2-4 punda silungur og þeir stærstu nokkrir 5 punda fiskar. Hún nefndi sömu flugurnar, en bætti við flugunum Rektor og Dóná svo blá. Laxinn enn tregur Laxveiðin er enn treg, enda ekkert lát á vatnavöxtum og vatnskulda. Norðurá var t.d. aðeins þriggja gráðu heit í gær og Þverá valt áfram kolmórauð og jökulköld. í henni hefur enn ekkert veiðst, en tveir komið á land úr Norðurá, síðast 14 punda hængur á flugu úr Kaupa- mannapolli. Þar hafa menn séð reyting af laxi, en vitað er að nokkur lax er genginn úr sjó, hann fer hins vegar lúshægt í svo miklum vatnskulda og tekur varla agn. Reytingsveiði er í netin, vænn lax. Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Þyrla Landhelgisgæshinnar kemur með stúlkuna sem slasaðist í Borgarfirði á Borgarspítalann. Borgarfjörður: Stúlka slasað- ist í bílveltu UNG kona hlaut alvarlega áverka, meðal annars höfuðkupubrot, er fólksbíll sem hún var farþegi í valt í skammt norðan við Munaðarnes í Stafholtstungum um klukkan sjö á laugardagskvöld. Hún var flutt til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Fimm voru í bílnum. Aðrir sluppu lítið meiddir. Fólkið var á leið frá Reykjavíkur til Akureyrar. Ökumaðurinn missti stjórn á bflnum, Audi, við bæinn Grafarkot. Bíllinn fór tvær veltur . Stúlkan, sem slasasðist, sat í aftur- sæti og kastaðist út úr bflnum. Ferðafélagar hennar hlutu minni- háttar áverka en voru fluttir til aðhlynningar á sjúkrahúsið á Akra- nesi. Annar bíll valt í Borgarfirði á laugardagskvöld. Það átti sér stað við bæinn Refsstað í Hálsasvseit. Tveir menn sem i bílnum voru sluppu ómeiddir en bfllinn er talinn ónýtur. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun. Mjög bjartsýn á framtíð Kennarasambandsins - segir Svanhildur Kaaber, sem var endurkjörin formaður „Ég er mjög bjartsýn á framtíð Kennarasambandsins og ég vona sannarlega að nýkjörin stjóm eigi eftir að reynast samhent og dugleg og að það sem við höfurn samþykkt á þessu þingi, meðal annars hvað snertir virkt starf aðildarfélaga okkar um allt land, eigi eftir að ganga eftir,“ sagði Svanhildur Kaaber í samtali við Morgunblaðið, en hún var endurkjörin formaður KÍ til næstu tveggja ára á fimmta þingi sam- bandsins sem lauk á laugardag. Lögum sambandsins um stjómar- kjör var breytt á þessu þingi og í stað ellefu manna stjómar og sjö manna varastjómar, var nú kjörin ein fimmtán manna aðalstjóm. Auk Svanhildar vom kjörin í stjóm Eirík- ur Jónsson, varaformaður, en Loftur Magnússon, sem gengdi embætti varaformanns áður gaf ekki kost á endurkjöri, Rut Guðmundsdóttir af Suðurlandi, Rúnar Sigþórsson af Austurlandi, Bima Siguqónsdóttir úrKópavogi, Sigríður Jóhannesdóttir af Reykjanesi, Ragnhildur Skjaldar- dóttir af Norðurlandi eystra, Sigurð- ur Ingi Andrésson frá Sambandi sér- skóla, Ingibergur Elíasson frá Sam- bandi sérskóla, Sigrún Ágústsdóttir úr Reykjavík, Arthúr Morthens úr Reykjavík, Sigríður Sveinsdóttir frá Félagi tónlistarskólakennara, Þor- valdur Pálmason af Vesturlandi, Þóra Elfa Bjömsson, frá Sambandi sérskóla og Ragna Ólafsdóttir úr Reykjavík, en fjögur þau síðast- nefndu koma ný inn í stjómina. Svanhildur sagði að þingið hefði samþykkt viðamiklar breytingar á lögum sambandsins, auk þess sem gengið hefði verið frá framtíðar- stefnu KÍ í launa- og kjaramálum og skólastefnan einnig endurskoðuð. „Um bæði þessi mál fóru fram mikl- ar umræður, en það vom litlar breyt- ingar gerðar á þeim drögum sem lágu fyrir þinginu, til dæmis hvað launastefnuna varðar. Mér fínnst það sýna vel að undirbúningurinn var góður. Þetta mál er unnið með mark- vissri umræðu í skólum um allt land. Þama er því launastefna kennaranna sjálfra á ferðinni, en ekki hugmyndir lítils hóps sem mótaði stefnuna," sagði Svanhildur. Hún sagði að kjaramálastefnan lyti annars vegar að kjaramálum al- mennt í þjóðfélaginu og hins vegar að kjaramálum kennara sérstaklega. í almenna hlutanum væri meðal ann- ars fjallað um launajafnrétti milli karla og kvenna, að hagsmuna þeirra sem minna mættu sín væri gætt sér- • • Olvaður ók a staur TVEIR ungir menn hlutu minni- hattar meiðsli er bfll sem þeir voru farþegar í hafhaði á þ'ósa- staur við Amarbakka aðfaranótt sunnudags. Fjórir menn voru í bílnum og er ökumaðurinn grunaður um ölvun. Þá ók maður sem talinn er hafa verið ölvaður á þijá bíla í Mavahlíð aðfaranótt sunnudagsins. Hann bakkaði út úr stæði og ók þá á tvo bíla, síðan hugðist hann halda áfram en hafnaði á hinum þriðja. Þá nam hann staðar og beið á staðnum þegar lögreglan kom að. staklega, að öll böm ættu jafnan rétt á dagvistun, kaupmáttur launa yrði tryggður, dagvinnulaun nægðu til framfærslu og að launagreiðslur undir framfærslukostnaði einstakl- ings verði óheimilar. Þá er fjallað um vinnutíma, skattamál, trygginga- mál, veikindarétt, fæðingarorlof og fleira. Gerð er krafa um að ríkissjóð- ur standi undir öllum kostnaði við grunnskóla og framhaldsskóla og að framlag ríkisins til skólamála verði aukið. „Þetta teljum við alveg tvímæ- alalaust eitt af verlferðarmálunum í þjóðfélaginu," sagði Svanhildur. í sambandi við kjör kennara sér- staklega er lögð mikil áhersla á mat kennarastarfsins og laun í samræmi við það. Kennari þurfi ekki bara að sinna kennslu, heldur sé hann að auki bæði uppalandi og verkstjóri. Þá eru einnig nefnd atriði í sam- bandi við starfsskilyrði í skólunum og stjómun þeirra. „Við viljum vinna að launajöfnuði innan kennarastéttarinnar og við teljum að grundvallarforsenda launa- jöfnunar sé hækkun dagvinhulauna og fækkun launaflokka. Með slíku yrði dregið mjög mikið úr yfirvinnu og þar með auknir möguleikamir á að ná fram jöfnuði. Hins vegar leggj- um við líka áherslu á að framhalds- og endurmenntun sé metin til launa, sem og reynsla í starfi. Þá er mikil þörf á að minnka kennsluskylduna og við leggjum mikla áherslu á að nauðsynlegt sé að koma til móts við gífurlega þörf á viðhaldi kennara- menntunar, sem sé endurmenntun, framhaldsmenntun og símenntun. Einmitt í starfi eins og kennslu er óhemju mikilvægt að kennarar hafi tækifæri til þess að auka við og þróa sína starfsmenntun," sagði Svan- hildur Kaaber að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.