Morgunblaðið - 22.11.1986, Síða 64

Morgunblaðið - 22.11.1986, Síða 64
Kröfugerð verkalýðshreyfmgarinnar í komandi kjarasamningnm mótuð um helgina: ASÍ vill róttækar breyt- ingar á skattakerfinu Launanefnd ræðir umframhækkun framfærsluvísitölu eftir helgi Jón Páll Sigmarsson sterkasti maðtir heims JÓN Páll Sigmarsson endur- heimti titilinn „sterkasti maður heims“ i samnefndri keppni, sem lauk í Frakldandi í gser. A mynd- inni lyftir Jón Páll Sigmarsson 140 kg steini í keppninni. Sjá bls. 62. LAUNANEFND ASÍ og VSÍ kemur saman til fundar klukkan 9 á mánudagsmorguninn til þess að ákveða hvort laun skuii hækka i samræmi við hækkun framfærsluvísitöhi 1. nóvember umfram þau mörk sem gert var ráð fyrir í kjarasamningunum í febrúar. Samn- ingsbundin launahækkun 1. desember er 2,5%, en verði hækkun framfærsluvísitölunnar að fullu bætt ættu laun að hækka um tæp 4,6% 1. desember. ■ ■*»». Launanefndin er skipuð fjórum mönnum, tveimur frá hvorum aðila. Verkefni hennar er meðal annars að meta launahækkanir í tilfellum sem þessum og ber henni að reyna að ná samkomulagi. Aðilar fara til skiptis með oddaatkvæði í nefndinni og hefur það verið í höndum ASÍ frá þvf samningamir voru gerðir, þar sem til þessa hefur ávalit orðið samkomulag í nefndinni. Ráðgerð eru mikil fundarhöld hjá Alþýðusambandi íslands og lands- samböndum innan þess um helgina, þar sem kröfugerð í komandi kjara- samningum verður mótuð og ákveðið hvemig að henni skuli stað- ið, en núgildandi kjarasamningar renna út um áramót. Landssam- böndin eru með formannafundi í dag og á morgun verður formanna- fundur ASÍ haldinn. Þá verður sambandsstjómarfundur Alþýðu- sambandsins á mánudag og þriðju- dag. Verkamannasambandið var með sambandsstjómarfund í gær og voru þar nokkuð skiptar skoðanir Ólympíuskákmótið: íslendingar deila efsta sætinu með Sovétmönnum „ÞAÐ LEGGST nokkuð vel í okk- ur að tefla við Rússa, þegar þeir eru nýbúnir að tapa tveimur . .skáknm í sömu umferð," sagði Margeir Pétursson f samtali við Morgunblaðið í gærkveldi. „Ég tel víst, að Rússar stilli upp sínu sterkasta liði, því þeir verða að vinna," bætti Margeir við en íslendingar komust upp að hlið Sovétmanna í efsta sæti með góðum sigri á Aigentínu á ólympíuskák- mótinu í gær. Helgi gerði jafntefli við Campora, Jóhann vann Panno, Jón L. gerði jafntefli við Garcia Palermo og Margeir vann Ricardi. Þriðji 3—1 sigurinn í röð og í dag tefla íslendingar við Sovétmenn. „Það er lítið að marka efsta sæti okkar núna, því við eigum eft- að tefla við allan topinn," sagði Margeir. Önnur úrslit í gær: Sov- Jusupov—Short 1—0, Vaganjan— Chandler 0—1); Staða efstu þjóða: 1.—2. Sov- étríkin og ísland, 17‘A v. 3.-5. England, Bandaríkin og Rúmenía, 17 v. 6. Júgóslavía, I6V2 v. og 2 biðskákir. Sjá skákgrein bls. 36. um hvemig standa skuli að samn- ingagerðinni. Meðal annars mættu andstöðu hugmyndir Dagsbrúnar um að gera bráðabirgðasamninga til 1. maí og að félögin sjái hvert fyrir sig um uppstokkun á launa- kerfum. Forsvarsmenn ASÍ hafa lýst því yfir að í samningunum verði settar á oddinn kröfur um sérstaka hækk- un lægstu launa, að færa kauptaxta að greiddu kaupi og að auka hlut fastra launa í heildartekjum, enda eru ákvæði þar að lútandi í samn- ingunum frá því í febrúar. Þá er Morgunblaðinu kunnugt um að inn- an ASÍ em í undirbúningi tillögur um róttækar breytingar á skatta- kerfinu, þar sem það yrði mjög mikið einfaldað. Meginbreytingam- ar felast í því að sameina tekjuskatt og útsvar í einn skatt, sem verði ákveðin prósenta af launum, jafn- framt því sem tekið verði upp staðgreiðslukerfi skatta. Þá verði tekinn upp sérstakur afsláttur til launamanna, sem verði föst krónu- tala og frádráttarliðum verði fækkað. Einnig verði skattleysis- mörk hækkuð. Ef af verður er gert ráð fyrir að hægt sé að taka þetta nýja skattakerfi upp á næsta ári. Með þessu móti yrði skattbyrðinni jafnað án þess þó að tekjur hins opinbera minnkuðu. Einn viðmæl- enda Morgunblaðsins lét svo um mælt að það kæmi sér ekki á óvart að skattkerfisbreyting yrði stóra málið í þessum samningum á svip- aðan hátt og húsnæðismál vom stóra málið í síðustu samningum. Þessar hugmyndir verða kynntar á formannaráðstefnu ASÍ á sunnu- dag. Stofnun nýs hlutafélagsbanka: Samvinnu- og Alþýðubanka boðin þátttaka í viðræðum étríkin—England 2-2 (Kasparov- i MATTHÍAS Bjarnason viðskipta- Miles 1-0, Sokolov—Nunn 0-1, f ráðherra hefur boðið stjórnend- um Samvinnubankans og ~“ Alþýðubankans að taka þátt f samningaviðræðum um stofnun nýs banka með sameiningu allra einkabankanna og Útvegsbank- ans. Matthías sagði í gær að það væri ákveðinn vilji stjómvalda að öllum einkabönkunum gæfist tækifæri til að taka þátt í viðræð- um um stofnun nýja bankans og stæði þeim það nú til boða. Það væri síðan stjómenda þeirra að taka ákvörðanir um hvort þeir vildu taka þátt. Viðskiptaráðherra boðaði í gær til fyrsta fundar þeiira aðila sem þegar hafa lýst áhuga á stofnun hins nýja hlutafélagsbanka, það er Frá fyrsta samningafundinum um stofnun nýs einkabanka. Matthias Bjamason viðskiptaráðherra situr við borðsendann og stjórnar fund- inum. Honum til vinstri handar við borðið sitja: Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri, Ami Gestsson formaður bankaráðs Verslunarbank- ans, Baldvin Tryggvason formaður Sambands íslenskra sparisjóða og Sigurður Hafstein framkvæmdastjóri sama sambands. Við borðs- endann á móti ráðherranum situr Davíð Scbeving Thorsteinsson formaður bankaráðs Iðnaðarbankans og næstur honurn Ragnar Önundarson bankastjóri Iðnaðarbankans, þá Höskuldur Ólafsson bankastjóri Verslunarbankans, Geir Hallgrimsson seðlabankastjóri, Jóhannes Nordal seðlabankastjóri og Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra. Bragi Hannesson bankastjóri Iðnaðarbankans sat einnig þennan fund. Seðlabankans, Iðnaðarbankans, Verslunarbankans og Sambands íslenskra sparisjóða. Matthías sagði í gær að fundurinn hefði verið gagn- legur, menn komið fram með skoðanir sínar og upplýsingar og farið yfir það helsta sem um væri að ræða. Ákveðið hefði verið að halda viðræðunum áfram. Bjóst hann við að næsti fundur yrði hald- inn í næstu viku. Á fundinum tilkynnti viðskiptaráðherra um vilja stjómvalda til þátttöku hinna einka- bankanna og að fundinum loknum kom hann boðum um þetta til Al- þýðubankans og Samvinnubank- ans. Matthías sagði að reynt yrði að vinna að þessu máli eins hratt og mögulegt væri, en ómögulegt væri að segja til um hvenær niðurstaða fengist.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.