Morgunblaðið - 22.11.1986, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 22.11.1986, Blaðsíða 61
fóoF’GÍJÍ'fójLAÍirÐ; LÁú&&fc&Gtjtí 22.’ÍJóVúkúfeíf Vék Verða störf þessara manna nokkurntima séð í réttu ljósi nema gerður sé samanburður á þeim og verk- um starfsbræðra þeirra i útlöndum? Af hverju er Hjálparstofnun- in ekki borin saman við syst- urstofnanir í útlöndum? Nýlega var birt skýrsla nefndar sem hafði með höndum það verkefni að kanna fjárreiður Hjálparstofnunar kirkjunnar. Niðurstöður nefndar- manna vekja athygli fyrir að vera byggðar á rökum sem hægt er að kalla allt að því gamaldags. Vekur þar mest undrun gagnrýni á ferðalög og laun starfsmanna, sem virðist bera vott um vanskilning á starfsemi sjálfseignarfyrirtækja. Það sem þó er undarlegast er hlutdræg umfjöllun ríkisútvarpsins. Sú uppsetning frétta sem Ríkisútvarpið gerðist sekt um mánudagskvöldið 3.11. er óútskýran- leg af „apparati" sem þykist hlut- laust. Öll uppsetning fréttarinnar var einhliða gegn Hjálparstofnun kirkj- unnar og viðtöl klippt „heppilega". Engin tilraun var gerð til að útskýra þær spumingar sem nefndarmenn vörpuðu fram, heldur blésu frétta- menn þær upp einsog þeir væru að handfjatla blöðru. Dæmi um vandað- an og hlutlausan fréttaflutning er uppsetning DV á þessari frétt þriðju- daginn 4.11. Svo ekki sé talað um Morgunblaðið sama dag sem birti skýrsluna í heild sinni svo að hver og einn gæti dæmt fyrir sig. Helgarpósturinn birtir aftur grein sem einsog oftast virðist birt til að búa til skoðun, ekki til að vera frétt sem fólk getur metið hlutlaust útfrá eigin forsendum. f raun er þetta ein- hver dularfull grein þar sem blaða- maður fer lofsorðum um eigin blaðamennsku og hól til nefndar sem gefur skýrslu sem timræddur blaða- maður á auðvelt með að rangtúlka sem sjálfshól. Það er óþarft að eyða fleiri orðum á þess háttar blaða- mennsku. Hins vegar eru á sömu blaðsíðu kökurit með þeim vísvitandi blekkingum að hjálparfólk geti kom- ist ókeypis til Eþíópíu, að starfsmenn eigi að lifa á loftinu, að frseðslustarf og safnanir eigi að vinnast af sama launalausa fólkinu án þess að það kosti peninga, að hjálparfólk geti sofið undir beru lofti og borðað það sama. En þetta er auðvitað allt í smáu letri til að enginn reyni að átta sig á þessu, letrið er svo smátt að það fer kannski best að það gleym- ist, en’ ljótt er að sjá að blað geti birt einhver kökurit útí loftið, þar sem jafnfáránlegar röksemdir eru prent- aðar sem skýringar í allt að því ósjáanlegu smáu letri. Augljóslega eiga hér kökuritin að villa um fyrir grandalausum lesendum ellegar er um áberandi vanhæfni blaðamanns að ræða og þá er það vissulega prívat leyndarmál HP og má kannski tala um einhvers konar gagnrýnisvert hjálparstarf í því tilfelli. Til að kóróna allt saman dettur blaðið ofaná rétta fyrirsögn „Vísvitandi blekkingar“. Það má telja blaðinu til hróss. Helgar- pósturinn felur sinn sora undir formerkjum rannsóknarblaða- mennsku (sbr. hlægilegan leiðara um sannleiksást HP í HP fyrir nokkru), sem útaf fyrir sig er stórvarasöm í jafnlitlu landi og okkar, fyrir nú utan hvað þetta blað hefur margsannað lesendum sínum vanhæfni sína á þessu sviði. Það er aftur alvarlegra mál að nefndin fyrmefnda skuli gagnrýna ferðalög starfsmanna stofnunarinnar á jafn óskilgreindan hátt og raun ber vitni. Það vita allir sem til þekkja hvað hjálparstarf í viðkomandi lönd- um er viðkvæmt mál og nauðsynlegt að aðgerðir séu samræmdar frá hin- um ýmsu löndum. Nóg er óreiðan fyrir í þessum löndum að ekki bætist ofaná að hjálparstofnanir héðan og hvaðan þvælist hver fyrir annarri og auki á óreiðuna, að ekki sé talað um hvað er í húfi og hvað nauðsynlegt er að störf þessi séu samræmd og skipulögð. Þó að þarft sé að viðhalda gagnrýni á óþarft tal og nefndastúss útum allan heim er ekki hægt að sjá að það sé forsenda gagnrýni nefndar- innar á ferðalög stofnunarinnar. Furðulegt er að ekki skuli reynt að bera Hjálparstofnun kirkjunnar sam- an við systurstofnanir annars staðar í heiminum til að fá fram raunhæfan samanburð. Ég hef kynnt mér starf- semi hjálparstofnana bæði hérlendis og erlendis og veit að Hjálparstofnun kirkjunnar myndi koma mjög vel útúr þeim samanburði. Ber álit nefndar- innar vott um vanþekkingu á þessu sviði? Annað sem vekur furðu og þá sér- staklega í umfjöllun blaða er umfjöll- un um laun. I umfjöllun fyrmefndra Qölmiðla, reyndar einnig DV, er því haldið fram að ferðalög sem eru nauðsynleg fyrir starfsemi stofnunar- innar og kostnaður við þau séu laun til starfsmanna. Það eru margir í stofnunum hér og hvar útum allan bæ, sem væru fljótir að rísa upp á afturfætuma ef þeir væm skikkaðir til að vera tiibúnir að fara til útlanda hvenær sem er vegna starfsins, vita- skuld án fjölskyldu, og líta á það sem launagreiðslu. Það er liðin tfð að þetta þyki lúxus, hvaðþá launauppbót. Of- aná þessa furðulegu túlkun em laun Ómissandi Velvakandi. Aðeins nokkur orð í þetta sinn: Svo er málum komið að ég get ekki þagað yfir því hve þakklát ég er Guðmundi Guðmundarsyni fram- kvæmdastjóra fyrir grein sem hann skrifaði í Morgunblaðið 4. nóvember síðastliðinn. Þar ræðir hann mjög opinskátt og réttilega um hortitta- samsetninginn, sem tröllríður fslensk- um bókmennta-vettvangi. Það er rétt eins og sumum finni^t nóg að raða orðum lóðrétt á blað, þá sé það skáld- skapur, þótt ekki finnist í þeim verkum nokkur vitglóra. Svo er þetta verðlaunað, þegar búið er að semja við það lag, sem á víst að breiða yfir hortittina. Óbundin ljóð geta verið hreinar perlur, það viðurkenni ég, starfsmanna birt án þess að gefið sé upp hvort að um mikla eftirvinnu sé að ræða, hvað þá að reynt sé að graf- ast fyrir um hvort sú eftirvinna sé réttlætanleg, heldur eru heildarlaunin birt og gagnrýnd. Niðurstaða fyrr- nefndra fjölmiðla verður því dökk mynd af starfsemi Hjálparstofnunar kirkjunnar án þess að forsendur þess séu líkt því sannfærandi og raun ber vitni. Það vita allir að það er ómögu- legt að verða eitt né neitt án þess að það kosti fómir, þetta hefur gleymst í umflöllun fyrmefndra flöl- miðla um Hjálparstofinun kirkjunnar, vegna þeirrar staðreyndar að vondar fréttir vekja meiri athygli en góðar fréttir. Gagnrýni er jákvæð svo fremi að hún sé í höndum fólks sem hefur þroska til að vera gagnrýnið á eigin gagnrýni. Það er komin tími til að fólk átti sig á að annars dæmir hún sig sjálf og ætti ekki að seljast nema úr hillum klámblaða. Hvemig er það annars, er ekki fráleitt að gagnrýna eina fyrirtæki kirkjunnar sem skilar • hagnaði og eykur veltu sína, þó það hafí gerst sekt um mistök sem allir sjá að eru smávægileg, meðan að önnur fyrir- tæki sem rekin em með gríðarlegu tapi og em sek um stórvægileg mis- tök em gagnrýnislaus. Er þetta ekki bara enn eitt dæmið um fréttaþurrð HP og markmiðslausa stefnu í rann- sóknarblaðamennsku þess? Emm við kannski rétt einu sinni að hengja bakara fyrir smið vegna þess að til er blað einsog HP? Em ekki ein- hvetjir fleiri að velta þessu fyrir sér og er þá ekki tími til kominn að taka upp pennann? Eða er enn til fólk sem vill lenda í því að vera gagnrýnt af HP? Þú þarft ekki að hafa gert neitt af þér, það þarf bara einhveijum að vera nógu illa við þig og þú ert orð- inn lifibrauð Helgarpóstsins. Er ekki komið nóg? 6071-5157 þótt ég sjálf noti ekki þá aðferð, eða formleysi. Ég er sammála Guðmundi að ljóð borgarafmælisins var ekki samboðið svo virðulegri hátíð. Langtí frá. Þá veit maður hvað úthlutunar- neftidir verðlaunaflár kunna að meta, enda hefur það oft sannast gegnum árin. Þetta sýnir best að seta f slíkum nefndum er vandasöm og á færra færi að rækja þau embætti af rétt- sýni og sanngimi. Þetta átti nú ekki að verða neinn ámynningar fyrirlestur, aðeins mikið þakklæti til Guðmundar fyrir skrif hans. Það ætti að verðlauna hann fyrir greinina. Filippía Kristjánsdóttir Ekki nóg að raða orð- unum lóðrétt á blað Ertu að byggja — Viltu breyta — Þarftu að bæta JQ •O (0 3 £ (0 a (0 £ ja 3 cs ‘55 s «0 <0 3 t: Ui LÆKKAÐ VERÐ Afsl. Málning ............ 15% Penslar, bakkar, rúllusett ......... 20% Veggfóður og veggdúkur. 40% Veggkorkur ......... 40% Veggdúkur somvyl ...“50% LÆKKAÐ VERÐ til hagræðis fyrir þá sem eru að BYGGJA - BREYTA EÐA BÆTA Líttu við í LITAVERI því það hefur ávallt borgað sig. m 3 c o> o> O" vc (O (Q . 1 fi> I J J c fi> o» O’ Ertu að byggja — Viltu breyta — Þarftu að bæta /rm autBslar AKLÆÐIOG GOLFMOTTURIFLESTAR GERÐIR 8IFREIDA Áklæðin eru hlý og teygjanleg Fjölbreytt litaúrval MOTTURNAR FÁST í RAUÐUM, BLÁ- UM, BRÚNUM OG GRÁUM LITUM KYNNIÐ YKKUR VERÐ 0G GÆÐl FÁST Á NÆSTU BENSÍNSTÖÐ AÐALFUNDUR LANDVERNDAR í Risinu, Hverfisgötu 101, Rvk. UMHVERFISMÁLIIU OG STJÓRNMÁLA- FLOKKARNIR Laugardagur 22. nóv. 1986 Kl. 10.00 Hvererstefnastjómmálafiokkannaíumhverfismálum? Framsögumenn frá: Alþýðubandalagi Hjörleifur Guttormsson, Alþýðuflokki Árni Gunnarsson, Fram- sóknarflokki Davíð Aðalsteinsson, Kvennalista Kristín Halldórsdóttir, Sjálfstæðisflokki Vigfús Jóns- son. Kl. 14.00 Umhverfismálin og stjórnarflokkarnir. Framsögumenn: 1. Hörður Bergmann fulltrúi. 2. Friðjón Guðröðarson sýslumaður. Umræöur. Sunnudagur 23. nóv. 1986 Kl. 10.00 Venjuleg aðalfundarstörf. Kl. 14.00 Fiskeldi og umhverfi. Framsögumenn: 1. Gunnar Steinn Jónsson líffr. 2. Sigurður Pálsson málari. Umræður um framsöguerindi. Ráðstefnan er öllum opin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.