Morgunblaðið - 22.11.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.11.1986, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986 stofna ekki lífí fólks í hættu með verkföllum," sagði Helgi ennfrem- ur. Helgi sagði að á undanfömum árum hefði BSRB ekki náð fram nægilega miklu af kröfum sínum þegar samið var um aðalkjarasamn- ing, en ýmsir hópar hefðu náð fram kröfum í sérkjarasamningum. Þetta hefði skapað óánægju vegna sam- anburðar milli starfshópa, en þetta vandamál ætti að vera úr sögunni þegar samningsrétturinn væri al- farið í höndum einstakra félaga. Samningamálunum miðstýrt af höfuðborg'- arsvæðinu Hann sagði að bæjarstarfsmenn hefðu haft þá sérstöðu umfram starfsmenn ríkisins að samnings- rétturinn væri formlega í höndum einstakra bæjarstarfsmannafélaga. Launanefnd sveitarfélaga hefði hins vegar haft með höndum gerð að- alkjarasamnings fyrir öll sveitarfé- lögin nema Reykjavík, Akureyri og nú síðast Siglufjörð, sem hefði dreg- ið sig út úr nefndinni, og raunin hefði orðið sú að samningamálunum hefði verið miðstýrt af höfuðborgar- svæðinu. Hann sagði að það væri megn óánægja með þetta hjá bæjar- starfsmannafélögum og það væri krafa þeirra að semja beint við sína atvinnuveitendur. Það væri hins vegar spuming hver framkvæmdin yrði þegar samningsrétturinn væri alfarið hjá hveiju aðildarfélagi fyrir sig. Helgi sagðist telja að hlutverk BSRB myndi breytast mjög mikið ef samningsréttarmálið næði fram að ganga, sem og þær breytingar sem samþykktar hefðu verið á skipulagi Bandalagsins. „Ég held að hlutverki BSRB sem sameigin- legum baráttuvettvangi se steftit í voða, því ég er ekki viss um að það geti myndast svo sterk samstaða að það styrki félögin við samninga- gerð. Hins vegar er auðvitað hugsanlegt að hlutverk BSRB verði hliðstætt hlutverki ASÍ á hinum almenna vinnumarkaði," sagði Helgi. Bætir samning'saðstöð- una „Við erum fylgjandi því að láta rejma á þessar hugmyndir um breytingu á samningsréttinum. í reynd hefur Hjúkrunarfélag íslands haft mjög takmarkaðan rétt. Sam- kvæmt því sem við vitum í dag lítur út fyrir að hluti hjúkrunarfólks fái rétt til þess að fara í verkfall og það myndi bæta samningsstöðu Breytingar á samn- ingsréttinum til góðs Rætt við nokkra fulltrúa á þingi BSRB rétturinn verður þá alfarið í höndum aðildarfélagana og ég tel að jafn- framt eigi að láta félögin úrskurða um það sjálf hveijir eigi og hveijir eigi ekki að vinna í verkfalli. Þeim er fyllilega treystandi til þess að Einar Már Sigurðarson. „Ég er þeirrar skoðunar að það hafi í nokkum tima verið ástæða til þess að endurskoða samnings- réttinn. Hann hefur verið óbreyttur nokkuð lengi og þær reglur sem hafa gilt eru í ósam- ræmi við það sem gildir á almennum vinnumarkaði. Þetta ósamræmi hefur gert það að verkum, að mjög erfitt hefur verið fyrir opinbera starfsmenn að ná fram sambærilegum laun- um og gilda á vinnumarkaðinum almennt. Að þessu leyti er þetta mjög jákvæð breyting,“ sagði Helgi Andrésson, formaður Starfsmannafélags Akraness. Betri aðstaða til að jafna launamun „Ég bind vonir við að eftir að samningsréttarmálið næst í gegn þá verði betri aðstaða til þess að jafna þann gífurlega launamun sem ríkir í landinu á milli kynja annars Helgi Andrésson. vegar og á milli hins opinbera og einkageirans hins vegar. Samnings- Pálína Sigurjónsdóttir. „Það er mjög erfitt starf framundan“ - segir Kristján Thorlacius, formaður BSRB „Það er mjög erfitt starf framundan. Það verður að sjálfsögðu unnið að fullum krafti af okkar hálfu að því að fullgera frumvarpsdrögin. Það var allgóð samstaða á þinginu um sjálf frumvarpsdrögin og það er mitt mat að allur þorri þingfulltrúa hafi geta fallist á þau,“ sagði Kristján Thorlac- ius, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja i samtali við Morgunblaðið eftir að þingi BSRB lauk á miðviku- dagskvöldið, er hann var inntur eftir skoðun sinni á niðurstöðu þingsins. Þingið samþykkti að visa til stjómar BSRB og form- anna aðildarfélagana að full- gera frumvarp um samnings- réttarmál Bandalagsins, en viðræður þar að lútandi hafa staðið yfir við rikisvaldið að undanförnu. „Hins vegar hefur staðið á list- um, sérstaklega frá heilbrigðis- málaráðuneytinu og Reykjavíkur- borg, yfír þær stofnanir og starfsheiti sem eiga að starfa í verkfalli og menn vildu ekki á þinginu una því að sjá ekki þessa lista og vita hvað þeir þýddu, áður en málið yrði endanlega af- greitt. Það hefur staðið mjög á þessum listum. Því var lofað að listi yrði komin frá Heilbrigðis- ráðuneytinu fyrir hádegi á síðari degi þingsins til þess að það gæti vegið og metið hann og ég veit að það hefur verið rekið mjög á eftir því að samskonar listar yrðu samdir hjá Reykjavíkurborg. Því miður lágu þessir listar ekki fyrir og málið er þess vegna í þeirri stöðu sem það er,“ sagði Kristján. Kristján sagði að tíminn til þess að fjalla um þetta mál væri orðin mjög naumur. Því hefði hann flutt um það tillögu á þinginu að for- menn félagana yrðu eftir til þess að fara jrfír listana og vinna að málinu með þeim sem stæðu f þessum viðræðum. Þá hefði verið samþykkt að fundur formanna jrrði haldinn á sunnudaginn kem- ur. Kristján sagðist enga skýringu hafa á þeim drætti sem orðið hefði á framlagningu listanna. Hann sagði að hann vonaði að sú stað- reynd að listana vantaði stefndi ekki árangri í samningsréttarmál- inu í hættu því hann liti svo á, að það væri ekki bara aðildarfé- lögum BSRB í hag að fá þetta frumvarp í gegn, heldur einnig ríkinu og sveitarfélögunum. „Það er mitt mat að það styrki mjög stöðu BSRB að þetta frum- varp verði að lögum og raunar Kristján Thorlacius í rœðustól á þingi BSRB. Morgunblaðið/Einar Falur marki það tímamót í starfí BSRB, ef við fáum þennan rétt með því móti sem um hefur verið talað af hálfu ríkisins. Hvað það snertir er þetta tímamótaþing og einnig hvað skipulagsmálin varða. Það er búið að samþykkja gjörbreytt skipulag, sem felur það í sér að félög hafí miklu frjálsari aðgang að BSRB en áður var. Sú breytta uppbygging sem þessi skipulags- brejrting felur í sér og það að félögin fái verkfallsrétt tel ég að styrki mjög BSRB. Ég vona að ef allir leggist á eitt beggja vegna samningnaborðsins, þannig að þessi brejrting fáist í gegn sem fyrst,“ sagði Kristján Thorlacius.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.