Morgunblaðið - 22.11.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.11.1986, Blaðsíða 1
64 SIÐUR OG LESBOK STOFNAÐ 1913 264. tbl. 72. árg. LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Skýrsla SÞ um Afganistan; Mikilvægustu kaflarnir höfðu verið felldir burt - segir höfundur skýrslunnar Vín, Reuter, AP. AUSTURRÍSKUR lagaprófessor, sem vann skýrslu um mannréttinda- brot í Afganistan fyrir Sameinuðu þjóðirnar, sagði í gær að mikil- vægustu hlutar verksins hefðu ekki verið birtir. A blaðamannafundi í gær sagði Felix Ermacora, höfundur skýrsl- unnar, að kaflar þar sem fullyrt var að Sovétmenn hefðu beitt efnavopn- um í Afganistan hefðu verið felldir út úr skýrslunni. Ermacora kvað embættismenn Sameinuðu þjóð- anna hafa tjáð sér að þetta hefði verið gert í „spamaðarskyni". Felix Ermacora hefur áður ritað skýrslur um ástand mannréttindamála í Vestur-Þýskaland: Efnaslys við Rín Ludwigsh&fen, Vestur-Þýskaiandi, Reuter. RÚMLEGA 1000 kíló af iUgresis- eyði runnu út í Rinarfljót í gær þegar bilun varð í efnaverk- smiðju í eigu vestur-þýska fyrir- tækisins BASF í Ludwigshafen. Að sögn talsmanna fyrirtækisins er lífríki Rínarfljóts ekki hætta búin þar eð efnið var útþynnt. Óhappið varð vegna bilunar í kælibúnaði verksmiðjunnar. Um síðustu mánaðamót kom upp eldur í vöruskemmu Sandoz-efna- fyrirtækisins í Basel í Sviss og rumu þá banvæn eiturefni út í Rín. Þýska stjómin hefur meðal annarra gagnrýnt stjómvöld í Sviss fyrir ófulinægjandi reglugerðir um með- ferð og geymslu eiturefna. Afganistan og hefur hann jafnan gagnrýnt sovéska innrásarliðið fyrir gróf mannréttindabrot. A fréttamannafundinum í Vín sakaði hann sovéska herinn um að beita efnavopnum og kvaðst hafa séð fólk á sjúkrahúsum í Afganistan sem lent hefði í þess konar árásum. Ermacora sagði að þeir kaflar sem fjölluðu um efnavopn hefðu ekki verið í skýrslunni sem lögð var fyr- ir Allsheijarþing Sameinuðu þjóð- anna. Aðspurður kvað hann ólíklegt að Sovétstjómin kallaði innrásarliðið til baka á þessum áratug þar eð ljóst væri að kommúnistastjómin í Afganistan væri langt í frá traust í sessi. Margaret Thatcher í París AP/Símamynd MARGARET Thatcher, forsœt- isráðherra Bretlands, átti í gær fund með Mitterrand Frakk- landsforseta í París. Ræddu þau einkum livernig bregðast bæri við aukinni hryðjuverka- starfsemi í Evrópu auk þess sem stöðu afvopnunarmála eft- ir Reykjavíkurfund leiðtoga stórveldanna bar á góma. Myndin var tekin í forsetahöll- inni og situr túlkur leiðtoganna tveggja fyrir miðju. Vopnaflutningarnir til íran: Greiddu Bandaríkjamönn- um tólf milljónir dollara - segir forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings Slmamynd/AP Páfísýpurá Jóhannes Páll páfi II kom í gær til Fiji-eyja og tóku inn- fæddir honum með kostum og kynjum. Páfa var boðið að bragða þjóðardrykk eyja- skeggja sem nefnist kava og er safi úr rót pipatjurtarinn- ar. Drykkurinn var borinn fram i kókosskál eins og al- siða er á Fiji-eyjum. Washington, AP. JIM WRIGHT, leiðtogi demó- krataflokksins i fulltrúadeild Bandarikjaþings, sagði í gær að Iranir hefðu greitt 12 milljónir Bandaríkjadala fyrir vopn frá Bandarikjunum. Yfirlýsingu þessa gaf Wright eftir að hann hafði átt lokaðan fund með Will- iam Casey, yfirmanni Banda- risku leyniþjónustunnar, CIA. Wright sagði ennfremur að 2000 flugskeyti gegn skriðdrekum hefðu verið seld til íran en emb- ættismenn Bandarikjastjórnar hafa til þessa fullyrt að 1000 slik skeyti hafi verið flutt þangað. Jim Wright, forseti fulltrúadeild- ar Bandaríkjaþings, kvaðst ekki vera í nokkrum vafa um að vopna- sölubannið til íran hefði verið brotið. Sagði hann nokkur ríki, önn- ur en Bandaríkin og ísrael, hafa flutt bandarísk vopn til íran og að flutningar þessir hefðu ekki nauð- synlega verið tengdir þeirri viðleitni Bandaríkjastjómar að fá gísla í Líbanon leysta úr haldi. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti sagði í síðustu viku að vopnaflutningamir til Iran hefðu ekki verið hafnir í þessu skyni. Wright kvað William Casey, yfirmann CLA, hafa staðfest að Reagan hefði fyrirskipað leyni- þjónustumönnum að _ þegja um vopnaflutningana til Iran. Casey svaraði í gær fyrirspumum nefnd- ar, sem skipuð er fulltrúum beggja deilda Bandaríkjaþings og hefur með höndum að fylgjast með starf- semi leyniþjónustunnar. Robert McFarlane, fyrmm ör- yggismálaráðgjafí Bandaríkjafor- seta, lýsti því yfír í fyrradag að sér hefðu „orðið á mistök" þegar hann lagði til að hafnar yrðu vopnasend- ingar til íran fyrir 18 mánuðum. Sjá ennfremur frétt á bls. 28. Sovétmenn treysta á sigur með hefðbundnum vopnum - segir formaður hermálanefndar Atlantshaf sbandalagsins BrOssel, AP. FORMAÐUR hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins sagði í gær að „hugarfarsbreyting" hefði átt sér stað meðal ráða- manna í Sovétríkjunum. Þeir teldu sig nú geta borið sigur úr býtum í átökum með hefðbundn- um vopnabúnaði í Evrópu. Kvaðst hann, í Ijósi þessa, teíja nauðsynlegt fyrir Evrópuríkin að geta áfram treyst á fælingar- mátt bandariskra kjamorku- vopna. Wolfgang Altenburg hershöfð- ingi lét þessi orð falla á ráðstefnu í Briissel. Hann vitnaði til ummæla Nikolai V. Ogarkov, fyrrum aðstoð- arvamarmálaráðherra Sovétríkj- anna, þess efnis að ekki væri nauðsynlegt að beita kjamorku- vopnum í átökum á meginlandi Evrópu. Altenburg sagði ráðamenn í Sovétríkjunum almennt halla und- ir þetta sjónarmið og bætti við að yfirburðir Sovétmanna á sviði árás- ar- og vamarvopna gerðu átök í Evrópu „hugsanleg". Með tilliti til þessa kvað Wolfgang Altenburg nauðsynlegt fyrir öryggi Evrópu að fælingarmáttur kjamorkuherafla Bandaríkjanna yrði ekki skertur. Á Reykjavíkurfundinum lagði Ronald Reagan Bandaríkjaforseti til að öllum langdrægum kjamorku- flaugum yrði eytt á næstu tíu árum. Reagan ítrekaði þá skoðun sína á fréttamannafundi í vikunni að leggja bæri höfuðáherslu á fækkun þess konar flauga. Fjölmargir hemaðarsérfræðing- ar Atlantshafsbandalagsins hafa á undanfomum vikum lýst því yfir að fækkun meðaldrægra kjamorku- flauga í Evrópu og langdrægra flauga myndi skaða öryggishags- muni ríkja Vestur-Evrópu. Þeir hinir sömu hafa, líkt og Altenburg, vitnað til yfírburða Sovétmanna á sviði hefðbundins herafla, efna- vopna og skammdrægra flauga, máli sínu til stuðnings. Noregur: Helmingur þjóðarinnar jafnan veikur HELMINGUR norsku þjóðar- innar er jafnan veikur, ef marka má niðurstöður könn- unar „Norsku tölfræðistofn- unarinnar". Sérfræðingar hafa nýverið lokið við að vinna úr niðurstöð- um könnunar á heilsufari almennings sem náði til 10.500 manna og tók yfír hálfs mánað- ar tímabil. 49% aðspurðra kváðust þjást af einhvers konar krankleika. 46% þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögðust alltaf vera veik og vom bein- og vöðvaverk- ir algengustu kvillamir. Rúmur helmingur þeirra kvenna sem svöruðu spumingum stofnunar- innar kvaðst vera veikur en karlamir voru eilítið betri til heilsunnar. Næst eftir bein- og vöðva- verkjum var algengast að hjarta- og lungnasjúkdómar þjökuðu norsku þjóðina og rúm 7% kvörtuðu yfir þungiyndi og öðmm sjúkdómum af geðrænum toga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.