Morgunblaðið - 22.11.1986, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.11.1986, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986 I Ljóð án orða Listdans Kristín Bjarnadóttir Listdanssýning íslenska dans- flokksins: Ognrstund eftir Nönnu Ólafsdóttur og Amalgam og Duende eftir Hlíf Svavars- dóttur. Tónlist: Olivier Messiaen, Lárus Halldór Grímsson og Ge- orge Crumb. Leikmýnd og búningar: Siguijón Jóhannsson (Ögurstund og Amalgam) og Jo- op Stokvis og Huub van Gestel (Duende). Lýsing: Páll Ragnars- son. Það verður að teljast til merkisvið- burða í sögu íslenska dansflokksins þegar þijú íslensk verk eru sýnd í fyrsta sinn í Þjóðleikhúsinu. Eitt verkanna á sýningu Dansflokksins á fímmtudagskvöldið var frumflutt, hin tvö hafa áður verið sýnd erlend- is. Verkin eiga það sameiginlegt að vera innhverf, þau eru eins og abstrakt ljóð án orða. Dansaramir Úr Ögurstund. Dadey og Katrín Hall. beina dansi sínum ekki að áhorfend- um. Efnistök og ekki síst efnisval eru líka með þeim hætti að kröfum- ar sem gerðar eru til áhorfenda era talsverðar. Það er ekki auðvelt að skilja þessi verk, og reyndar hlýtur hver áhorfandi að skilja þau á sinn hátt, rétt eins og ljóð. Ögurstund Fyrst á efnisskránni er fallegt og lýriskt verk eftir Nönnu Ólafsdóttur sem nefnist Ögurstund. Tónlistin er eftir Messiaen. Uppbygging þessa verks er óvenjuleg. í byijun er einn dansari á sviðinu, Katrín Hall. Síðan ber fyrir brot af ýmsu tagi, persónur era engar, aðeins fólk sem stundum skolast eins og öldur yfir sviðið, flýgur stundum eins og fuglar og blakar vængjum. Þetta era brot úr tilveranni, angur- værð, glettni, kraftur og dramatík til skiptis. Kaflamir tengjast aðeins lauslega og hver kafli er örstuttur. Verkinu lýkur á mjög löngum ein- dansi sem Katrín Hall dansar fádæma vel. Hún er ein eftir í svörtu tóminu á sviðinu, rétt eins og höfundur vilji minna á að maður- inn er alltaf einn. Verkið stendur eiginlega og fellur með þessum ein- dansi og Katrín Hall dansar hann svo glæsilega að ekki verður á betra kosið. Af öðrum dönsuram í verkinu má nefna Guðmundu Jóhannes- dóttur og Öm Guðmundsson, sem dansa angurværan tvídans. Amalgam Næsta verk er Amalgam eftir Hlíf Svavarsdóttur við tónlist Lárusar H. Grímssonar. Þetta er framflutn- ingur tónlistarinnar og hún er taktföst og hressileg og einkar vel til þess fallin að dansa eftir henni. ÆVINTÝRAHEIMUR THAILANDS: ALLT sem þér hefur dottið í hug fyrir verð sem þér hefur aldrei dottið í hug. ^/égna sérstakra samninga SAS og Flugleiða er þér nú gert kleift að kynnast ótrúlegum ævintýraheimi Thailands í heila 17 daga fyrir enn ótrúlegra verð; 51.669.- krónur á mann í tveggja manna herbergi. Aukavika fyrir kr. 3.899.- Gist er í 4 nætur í Bangkok og 10 nætur á óviðjafnanlegri Pattaya ströndinni. Þar er dvalið á fyrsta flokks hóteli og aukavika kostar aðeins 3.899.- krónur. Það er frábært verð fyrir allar þær vellystingar sem í boði eru. Einnig er hægt að gista á lúxushóteli og verðið hækkar þá aðeins um litlar 4.171.- krónu. íburð- urinn á þessum hótelum erengu líkur. Aukavika í Singapore fyrir kr. 8.986.- Til að kóróna ferðina getur þú farið í vikuferð til Singapore og gist þar á enn einu lúxushótelinu. Við ferðalok eða í upphafi ferðar er hægt að koma við í Kaupmannahöfn og staldra við í gömlu höfuðborginni. Allar nánari upplýsingar um þetta einstaka ævintýri eru veittar á næstu ferðaskrifstofu, söluskrifstofum Flugleiða og SAS. Fieiri ótrúleg ferðatilboð Við getum einnig boðið upp á ferðir til eftirtaldra staða á ótrúlegu verði; Bangkok kr. 40.120" Singapore kr. 41630* Tokyo kr. 47630* og Rio de Janeiro kr. 6ft500T. (verð fram og til baka). * Verð miðast við gengi 22.10. FLUGLEIDIR S4S Giinter Wallraff kynnir bók sína \ „Niðurlægingin VESTUR-ÞÝSKI blaðamaður- inn GUnter Wallraff kom hingað til lands i þessari viku af tilefni útkomu bókar sinnar „Niðurlægingin" (Ganz unten). A miðviku- dagskvöld kom blaðamaðurinn fram á fundi í Norræna húsinu og svaraði fyrirspurnum gesta um bók- ina. „Niðurlægingin" f|'allar um hlut- skipti farandverkamanna í Vest- ur-Þýskalandi og koma Tyrkjar þar helst við sögu. Wallraff hefur getið sér frægð fyrir rannsóknar- blaðamennsku og era starfshættir hans í því fólgnir að hann siglir undir fölsku flaggi til að afla sér gagna. Að þessu sinni brá Waliraff sér í gervi Tyrkjans Ali Sinirlioglu. Hann var Ali í tvö ár og komst að því að farandverkamönnum er víða misboðið í Vestur-Þýskalandi. Sagði Wallraff á fundinum á fímmtudag að réttur þeirra væri fótum troðinn. Wallraff hefur fímm sinnum verið sóttur til saka fyrir skrif sín í bókinni og hefur hann enn ekki þurfta að hnika staf. Nú á hann yfír höfði sér mál- sókn frá þýska stáliðnaðarfyrir- tækinu „Thyssen". Réttarhöldin verða haldin í Bæjaralandi og býst hann við því að verða dæmdur sekur fyrir ólögmætar starfsað- ferðir. Hann er ákveðinn í að áfrýja og er þess fullviss að hann verði sýknaður í hæstarétti. „Niðurlægingin" rokseldist þeg- ar hún kom út í Þýskalandi og hafa nú um tvær og hálf milljón eintaka verið seld. Metsölublad á hverjwn degi! •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.