Morgunblaðið - 22.11.1986, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 22.11.1986, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986 mumnn / ... að vera dular- full og lokkandi TM Reg. U.S. Pat. Off.—all rights reserved ©1986 Los Angeies Times Syndicate Með morgunkaffinu Það er veríð að hreinsa hattinn minn! “É& HFLD EG- SF MFB DÓNDRHlMDI HU6MYN0/RRÐHEKRH. HF HVERJU LfiTlÐ blÐ EKKI MRTöMENNINH UTfl EFTII? 6ÖIMKUNUM'?" „Mitt ríki er ekki af þessiim heimi“ Kæri Velvakandi. Eitt sinn var prestaskóli hér á landi. En í dag sér Háskóli íslands um það hlutverk að mennta presta. Háskóli Islands er ekkert öðru- vísi en hver önnur veraldleg menntastofnun og getur því ekki með guðlegu valdi útskrifað presta. Á guðfræðideildinni eru af þessum sökum miklir og alvarlegir ágallar sem kristnir menn verða að samein- ast um að bæta. Með því fyrsta sem nemendum er sagt þegar þeir byija nám í guð- fræði í Háskólanum er það að séu þeir að leita að Guði þá sé hann ekki í guðfræðideildinni. Þetta er skammarleg fullyrðing kennara, en sönn er hún engu að síður. Svo hvemig á guð að blessa þetta starf? Annar fullyrti að allt sem bömum væri kennt við fermingarundirbún- ing væri lygi, og Jesús Kristur væri ekki sá Messías sem Gamla testamentið talar um. (Hér er ekki um persónuárásir á kennara að ræða.) Þetta em orð kennifeðra verð- andi presta og guðfræðinga. Finnst sannkristnum mönnum slíkur hroki eðlilegur talsmáti? Fyrstaársnemar fá ekkert aðhald í trúnni, kirkja og prestar skipta sér ekki af þeim frekar en þeir séu ekki til. Því er umgengni í kapellu litt guðræknisleg þegar verið er í grindahlaupi yfir altarisgrindverkið eða talsmáti á kaffistofu guðfræði- nema sem í einstaka tilfellum er ekki sæmandi að nefna. Slík er einlægni manna í trúnni að þegar einn ágætur bróðir hélt á heimili sinu bænastund var guð- rækni hans aðhlátursefni manna þegar hann tók að biðja fyrir sjúk- um. Meira mál virðist vera að prédika rétt eftir messuskránni og tala málfræðilega rétt, heldur en að prédika eftir því sem andinn blæs mönnum í bijóst hveiju sinni. En það er skiljanlegt, þvi hinn starf- andi andi guðs er ekki viðurkenndur innan þessarar stofnunar. Því er guðfræðideild ekkert öðruvísi en hver önnur gijóthörð fræðideild inn- an Háskólans. Því er það undarlegt að kristnir menn skuli lýða þetta ástand. Sumir hafa fyrir löngu gef- ist upp á umburðarlyndi kirkjunnar og gengið í sértrúarflokka, þvi svo er að sjá sem kirkjan sé andlega steindauð. „Mitt ríki er ekki af þessum heimi,“ sagði Jesús en samt hefur verið gerð tilraun til þess að sam- ræma guðsríki, hið himneska og hið jarðneska, veraldlega. Úr þeirri blöndu verður ekkert annað en út- þynntur kristindómur. Kirkjur og helgisiðir eru svo sem nógu glitr- andi og litríkir, en sneyddir gjör- samlega anda og lífí. Prestar eru settir inn í embætti eins og hveijir aðrir ríkisstarfsmenn og starf þeirra fremur keisarans en guðs. (1 Jóh. 5:19) Hið veraldlega ríki er ánægt með þessa stöðu og vill engu breyta. Sértrúarsöfnuðimir segja okkur þó skoðun sannkristinna manna sem hafa tekið af skarið. Fleiri sjá þó skemmdina, sitja þögulir því við mikið bákn er að etja. En í sértrúar- söfnuðunum hefur andinn fengið að starfa og blessun Guðs sýnt sig með áþreifanlegum dæmum. Meðal þeirra á prestaskólinn að vera. Einar Ingvi Magnússon HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji Avegum fjárlaga- og hagsýslu- stofnunar er kominn út bæklingur um endurbætur í opin- berum rekstri. I þessum bæklingi eru ýmsar ábendingar um eitt og annað varðandi rekstur þess opin- bera. í kafla, sem fjallar um þjónustuna við almenning segir m.a., að almenningur hafi misjafna og oft slæma reynslu af kerfinu. Eyðublöð séu flókin, afgreiðsla hæg og vegna einokunaraðstöðu sé hætta á að stofnanir hins opinbera virði óánægju viðskiptavina að vett- ugi. Þá segir orðrétt, að margir starfsmenn þess opinbera virðist ekki vita eða hafi gleymt að opin- berum stofnunum sé ætlað að þjóna almenningi. Síðan eru talin upp ýmis atriði til úrbóta. Þar á meðal segir að vinna þurfi að því að gera alla starfsmenn hins opinbera sér meðvitaða um rétt almennings til góðrar þjónustu og leggja þurfí áherzlu á fljóta afgreiðslu mála. Meðal annarra atriða eru þau, að reyna verði sem bezt að hafa stofn- animar opna á þeim tíma, sem hentar almenningi. skrifar Sú áherzla, sem í þessari um- fjöilun er lögð á mannlegu hliðina, er ánægjuefni. Ekki skal dregið úr þýðingu eyðublaða, en oft getur gott viðmótt eitt og sér bætt fyrir angur, sem flóknar reglur eða óskiljanleg eyðublöð valda. Og eins geta sofandaháttur eða hryssings- legt viðmót hreinlega fælt fólk frá. XXX ví er Víkveiji með þessar hug- renningar, að hann hefur fengið tækifæri til að aðstoða full- orðinn vin sinn. Og það verður að segjast eins og er, að Víkveiji hefur oftar en hitt furðað sig á því við- móti, sem ellin hefur víða mætt. Engu er Iíkara, en sumir telji aldrað fólk varla til manna. Og í eitt skipti var gengið svo langt að tala hrein- lega ekki við viðskiptavininn. Heldur var orðunum beint að Víkveija og rætt um vin hans í þriðju persónu, enda þótt hann væri nærstaddur og geti heyrt, skil- ið og sagt sína meiningu. Þarf ekki að orðlengja það, hversu slæm áhrif þessi framkoma hafði og ekki hefur vinur Víkveija viljað sækja þjónustu á þennan stað aftur. Hitt er svo aftur verra, að viðkomandi skildi hreinlega ekki aðfinnslur Víkveija né sá ástæðu til að biðjast afsökun- ar á þessari framkomu. Þessi maður verður vonandi leiddur í þann sann- leika, að „starfsmenn hins opinbera þurfi að temja sér gott viðmót og reyna eftir fremsta megni að greiða úr erfiðleikum þeirra, sem leita eft- ir þjónustu hins opinbera,“ eins og segir í bæklingi fjárlaga- og hag- sýslustofnunarinnar. XXX Skylt er að geta þess, að þessi vinur Víkverja hefur líka mætt slíku vinarþeli afgreiðslufólks, að jafnvel lítil viðvik hafa orðið sólar- geisli í lífi aldraðs manns. Þegar það er orðin reglan, þá verður gam- an að sækja þjónustu til kerfisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.