Morgunblaðið - 22.11.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.11.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLABIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986 fjölskyldu, barni og eiginmannin- um Kristni Gestssyni. — Já, við búum í Haag og ég er hjá kennara sem heitir Tina de Roos og ég kann mjög vel við. Hún hefur komið til íslands og þekkir hér vel til þótt hún hafí ekki komið fram á tónleikum eða verið með námskeið. Ertu ánægð í náminu? — Já, ég hef haft mikla ánægju af því, mér fínnst ég hafa lært mikið og það er gott að hitta aðra söngvara og fá tilsögn. Þetta hefur verið mikið fyrirtæki fyrir okkur en ég sé ekki eftir því. Er gott að vera íslendingur i Hollandi? — Bæði gott og vont. Tungumál- ið er erfítt og mér fínnst Hollend- ingar að sumu leyti stífír og fastheldnir. En þeir vilja skipu- leggja hlutina vel fram í tímann og hafa þá í föstum skorðum og allt efnahagslíf þeirra er stöðugra en við eigum að venjast á Islandi. Verðurðu mörg ár enn í burtu? — Það er nú óráðið. Eg stefni að því að vera fram á næsta haust og kannski get ég bætt þriðja árinu við en það er allt óákveðið. Hvað svo? Það veit maður aldrei, ég læt mig dreyma um að fá að syngja einhvers staðar en þama er hart barist og það er mikið til af góðum söngvurum. Þess vegna verða margir undir. Fastar stöður vantar — Aðalatriðið fyrir mig er að öðlast reynslu sem ég gæti nýtt mér hér heima. I náinni framtíð er mikilvægt að skapa hér sem flest tækifæri fyrir íslenska söngvara. Fram að þessu hefur þetta verið nánast aukastarf að syngja opin- berlega hvort sem það er á tónleik- um sem þessum eða á sviði í óperu. Fastar stöður fyrir söngvara eru ekki til og því þyrfti að breyta. Það væri synd ef íslenskir söngvarar þyrftu að leita út fyrir landsteinana eftir verkefnum og sæju enga framtíð í sínu eigin landi. Það er dýrt að stunda nám erlendis og það þyrfti að vera hægt að hagnýta sér námið er heim kemur. Þú vilt því ekki spá hvort þú átt eftir að syngja meira fyrir íslendinga eða erlendis? — Nei, en það er hins vegar ekkert líf fyrir söngvara með §öl- skyldu að stefna út í hinn stóra heim. Þama yrði að velja á milli og í mínum huga er engin spuming um að velja ijölskylduna. Það er heldur ekki nema fyrir fáa að verða heimsfrægir! Ekkert vandamái að skreppa heim fyrir Requiem? — Nei, þar sem ég er í einkatím- um er það bara mjög jákvætt að fá hlutverk þar sem ég get nýtt mér það sem ég hefí lært. Þetta er það sem allir vildu helst gera og ég er mjög ánægð að fá núna tæki- færi til að syngja þetta verk. Færðu einhver tækifæri úti? — Það er nú lítið um það að námsmenn fái tækifæri. Þama er allt byggt upp á starfí umboðs- manna. Þeir hafa ákveðinn hóp tónlistarmanna á sínum snæmm sem þeir senda út og suður í pmfu- söng þegar ópemhús eða hljóm- sveitir kalla eftir fólki. En það er langur vegur að þessum umboðs- mönnum og yfirleitt mjög tilviljana- kennt hvemig menn ná fundi þeirra. Oftast er það spuming um að vera réttur maður á réttum stað á réttum tíma og með rétta hljóminn. Reyna flest svið Stefnirðu á eitthvert ákveðið söngsvið, Ijóðasöng, óratóríur eða óperu? — Eiginlega ekki. Ég vildi helst vera liðtæk á sem flestum sviðum en ég neita því ekki að mér fínnst söngur í ópem áhugaverðastur. Einnig óratóríur. En lífíð er nú sem betur fer þannig að það er aíltaf hægt að læra, við getum alltaf bætt okkur og þannig vil ég helst reyna fyrir mér á sem flestum svið- um söngsins. Og nú ertu tilbúin í Requiem? — Já, við einsöngvaramir höfum verið að syngja okkur saman en í þessu verki syngum við svo til ein- göngu kvartett. Það er aðeins í byijun verksins og í lok þess sem sópran hefur smá strófu. Svona kvartettsöngur krefst öðmvísi und- irbúnings en þegar um aríur er að ræða. Söngvarinn er ekki tilbúinn þótt hann kunni sitt hlutverk, þá er eftir að æfa samsönginn. Hvernig líst þér á Hallgríms- kirkju sem tónleikahús? — Það er mikill hljómur í kirkj- unni og það er spennandi að prófa húsið. Kirkjan er líka mjög falleg og það er stórkostlegt að sjá hana loksins tilbúna, segir Sigríður Gröndal að lokum. jt um til dánardægurs, réttum 44 ámm eftir að fyrstu bömin fluttu inn í Sólheimahúsið. Sesselja lagði frá fyrsta starfsári mikla áherslu á listrænt starf, sem hún taldi að hefði mikið þroskagildi fyrir vistmenn, t.d. að leika, mála og að ógleymdri hljómlistinni. Á dögum Sesselju vom ráðnir innlend- ir og erlendir hljómlistarmenn og þar var alltaf fyrir hendi æfður söngflokkur, hörpu- og flautuleik- arar, svo eitthvað sé nefnt. Einnig réði hún oft til heimilisins um lengri eða skemmri tíma innlenda og er- lenda málara. Þegar Sesselja var spurð að því, hver ætti Sólheima, var ætíð svar hennar: „Börnin" og meinti hún með því, að Sólheimar væm fyrst og fremst heimili barnanna og hlut- verk heimilisins væri að þroska þau. Ég ætla að ljúka þessu spjalli um sögu Sesselju með orðum sr. Ingólfs Ástmarssonar í Sólheima- blaðinu „Hreindís" á 50 ár afmæli Sólheima: „ ... Árangur uppeldis á þessu heimili hefur verið aðdáunar- verður. Bömin tóku undraverðum þroska, jafnvel þrátt fyrir mikla meðfædda annmarka, sem ekki var ráðin bót á. .. Frú Sesselja var mannsaldur á undan sinni samtíð hér á landi, er hún hóf lífsstarf sitt . . .“ Saga Sesselju er enn ekki skráð, þessarar mikilhæfu konu, sem ætíð mun skipa sess meðal mikilhæfustu bama Islands, sú saga má ekki gleymast. Saga seinni ára er það kunn að um hana er óþarfí að fjölyrða, allir þekkja íslandsreisu Reynis Péturs og hinar miklu byggingarfram- kvæmdir á Sólheimum. Þó verður ekki hjá því komist að nefna tvo merka atburði: Árið 1943 gaf „Byggingarfélagið Goði“ Sólheim- um sundlaug og 1957 hóf Lions- klúbburinn Ægir sitt merka starf á Sólheimum. Sumarið 1977, þrem árum eftir andlát Sesselju, í tíð Amþrúðar Sæmundsdóttur, var haldinn opinn foreldradagur á Sólheimum. Staðurinn var skoðaður og fram- leiðsla heimafólks. Fólk settist niður, spjallaði saman og í kaffí- samsætinu stóð Halldór Steingríms- son upp og varpaði fram hugmyndinni um stofnun foreldra- og vinafélags. Menn urðu hrifnir af hugmyndinni og kosin var á staðnum undirbúningsnefnd. Um haustið var svo „Foreldra- og vina- félag Sólheima" formlega stofnað. Með fyrstu verkum félagsins var að halda basar ásamt sölusýningu frá Sólheimum í góðri samvinnu við heimilið. Sölukynning og basar hef- ur verið árlegur viðburður og alltaf fengið góðar viðtökur. Heimilið sel- ur sína listrænu framleiðslu eins og t.d. Sólheimamottumar að ógleymdum hunangskertunum. Þar er einnig selt kaffí og kökur (köku- basar) ásamt vörum er fyrirtæki hafa gefíð. Hefur þessi starfsemi gefíð félaginu góðar tekjur, sem varið hefur verið í þágu heimafólks á Sólheimum. Sunnudaginn 23. nóvember verð- ur hinn árlegi Sólheimabasar haldinn á sínum gamla stað í Templ- arahöllinni við Eiríksgötu kl. 2 e.h. Verið öll velkomin á þessa glæsilegu sölusýningu og basar Sólheima og Foreldra- og vinafélagsins og styðj- ið með því góðan málstað. Höfundur er formaður Foreldra- opr vinafélags Sálheima. 25 Neyðarþjónusta lækna með þyrlu Gæslunnar: Beiðni um greiðslu hefur ekki borist Tryggingastofnun Þarf líklega lagabreytingu eigi stofnunin að greiða þennan kostnað, segir Eggert G. Þorsteinsson, forstíóri „TRYGGINGASTOFNUN ríkis- ins hefur engu erindi um greiðsl- ur til lækna á neyðarvakt í tengslum við þyrlu Landhelgis- gæslunnar synjað. Það er ein- faldlega vegna þess, að slík erindi hafa ekki borist okkur. Greiðslur til læknanna hafa til þessa farið i gegn um Borg- arspítalann, enda þarf liklega breytingu á lögum um almanna- tryggingar og slysabætur, eigi Tryggingastofnunin að greiða þennan kostnað,“ sagði Eggert G. Þorsteinsson, forstjóri Trygg- ingastofnunar í samtali við Morgunblaðið. Tilefni þess, að Morgunblaðið ræddi við Éggert voru orð Guðjóns A. Kristjánssonar, forseta Far- manna- og fiskimannasambands íslands á Fiskiþingi, en þar sagði hann, að neyðarþjónusta lækna í tengslum við þyrlu Landhelgis- gæslunnar myndi að öllum líkindum leggjast niður í desember vegna tregðu Tryggingarstofnunar við að greiða læknum laun vegna þessa. Eggert sagði ennfremur, að sér fyndist hart að sitja undir ásökun- um sem þessum, sérstaklega þegar þær væru byggðar á röngum for- sendum. Tryggingastofnunin legði áherslu á þjónustu við sjómenn eins og aðra viðskiptavini sína. Til þess að koma þessum málum á hreint væri líklega réttasta leiðin, að Tryggingastofnunin og aðrir hags- munaaðilar semdu við ákveðið sjúkrahús um að veita þessa þjón- ustu gegn ákveðinni greiðslu. Þessi neyðarþjónusta yrði þá byggð á víðtækum grunni, þannig að hún þjónaði hagsmunum allra lands- manna, sem á þyrftu að halda, hvort sem þeir væru staddir á sjó eða landi. Guðjón A. Kristjánsson sagði í samtali við Morgunblaðið, að sér fyndist leitt að hafa vegið að röng- um aðila í þessu mikilvæga máli og hann bæðist afsökunar á því. Hann hefði viljað vekja athygli á því, að framtíð neyðarþjónustunnar væri óviss og vonaðist hann nú til að yfírvöld tækju af skarið og kæmu málinu á farsælan og skjótan hátt í höfn, jafnvel þó lagabreytingu um Tryggingastofnun þyrfti til. Stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda: Stjórnvöld ákveði hvar stunda eigi sauðfjárrækt og hvar ekki - Samdrátturinn leiðir til gjaldþrots margra bænda og byggðaröskunar - Söluaðilar hafa ekki talið það sitt verkefni að koma kindakjöti á markað á viðunandi verði STJÓRN Landssamtaka sauðfjár- bænda telur að með skipulags- lausu undanhaldi og samdrætti í sauðfjárframleiðslu sé hætta á stórfelldri byggðaröskun. Það verði þvf að gera þá kröfu tíl stjómvalda að þau geri upp við sig hvar á að stunda sauðfjárrækt og hvar eigi að leggja hana af. Þetta kemur fram í samantekt stjómarinnar um málefni sauð- fjárræktar sem stjómin gerði á fundi sinum í vikunni. Samantekt- in fer hér á eftir: „Árið 1979, þegar ákveðið var að setja hömlur á framleiðslu mjólkur og dilkakjöts var varið verulegum fjármunum til að fínna út fram- leiðslurétt einstakra bænda, svokall- að búmark sem lítið hefur verið gert með síðan. Næsta skref var að semja reglur um frekari skerðingu, með æmum tilkostnaði, fundarhöldum og fleiru. Þegar þær reglur voru að mestu full- mótaðar var þeim kastað fyrir róða, en þess í stað samin enn ein reglu- gerðin sem vinna á eftir við uppgjör á framleiðslu nú í haust og ekki er fyrir séð hver útkoman verður, en þó talið af flestum sem til þekkja að verði slæm. Og að síðustu er sam- in enn ein reglugerðin sem ákveður uppgjörsreglur fyrir framleiðslu næsta verðlagsárs, sem augljóslega teflir fjárhagsafkomu flestra bænda í tvísýnu og leiðir til gjaldþrots margra, einkum yngri bænda á næstu árum og verði ekkert að gert. Á sama tima og æmu fé er varið í að fínna út skerðingu á búskap einstakra bænda, hefur ekki tekist að fá neitt umtalsvert fé til markaðs- leitar né auglýsinga og áróðurs. Þó er á það að líta að kindakjöt er eina kjöttegundin i landinu sem háð er framleiðslustjómun, sem þó jafnframt er sú kjötframleiðsla sem framleidd er að mestu á innlendum aðföngum og eina búvömframleiðsl- an auk hrossaafurða sem möguleiki er á að selja úr landi. Á sama tima er óheft framleiðsla á öðram kjöttegundum sem að mestu eru framleiddar á innfluttu komi og þar með erlendum gjaldeyri. Söluaðilar hafa ekki talið það sitt verkefni að koma kindakjöti á mark- að á viðunandi verði, enda haft allt sitt á hreinu og talið stefnu stjóm- valda þess eðlis að ekki væri vert að eyða vinnu og peningum til þess. Ennfremur má benda á að nær hvarvetna þar sem íslendingar bjóða vöru sína til sölu erlendis er það á veralega hærra verði en gerist á þeim mörkuðum. Yfirleitt hefur tekist að selja þrátt fyrir verðmun, enda hefur ævinlega verið skírskotað til þess að um sér- staka hágæðavöra sé að ræða. Sé hinsvegar um lambakjöt að ræða hafa sölumenn okkar látið sér nægja að bjóða afurðimar á sama eða sambærilegu verði og aðrir bjóða á þeim mörkuðum. Þrátt fyrir að margítrekað hafi verið spurst fyrir um möguleika á að fá keypt lambakjöt frá íslandi hefur þeim fyrirspumum ekki verið svarað og ekki kannað hvaða verð væri í boði. Nægir þar að benda á að eftir lqamorkuslysið I Sovétríkjunum í vor, kom beiðni frá Vínarborg um að sendir yrðu sölumenn til að sinna þeim markaði sem þá opnaðist í Evrópu, en því var ekki sinnt. Um leið og erfiðleikar koma fram í sölu á sfld eða hvalafurðum er rok- ið upp til handa og fóta og allt gert til að tryggja áframhaldandi sölu, en með slíku átaki tókst að tryggja samning á sfldarsölu á verði sem er langt umfram það sem keppinautar okkar á sömu mörkuðum buðu. Ekkert raunhæft hefur komið fram frá hendi ráðherra eða þing- manna til að bregðast við þeim erfiðleikum sem samdráttur á okkar bestu mörkuðum hefur skapað, ann- að en það að draga saman framleiðsl- una án þess að huga nokkuð að þvi hvaða afleiðingar það hefði fyrir bændur og byggðir landsins, né huga að því hversu miklum verðmætum er kastað á glæ í uppbyggingu sem þegar hefur átt sér stað í sveitum. Talað hefur verið um að í stað sauðfjárbúskapar gæti komið loð- dýrarækt og fiskeldi. En nú eins og sakir standa er loðdýrarækt ekki sá vænlegi kostur sem um er talað. Má þar m.a. benda á að þeir sem best þekkja til, telja að eigi loðdýra- rækt að geta tryggt bærilega afkomu má fóðurkostnaður ekki vera nema sem svarar 30% af skinnaverði en er nú nálægt 70%. Varðandi fiskeldi er vert að benda á að nánast ekkert hefur verið gert þar í markaðsmálum, auk þess sem margvíslegar ytri aðstæður setja slíkum rekstri ýmsar skorður. Með skipulagslausu undanhaldi og samdrætti í sauðfl árframleiðslu er hætta á stórfelldri byggðaröskun. Það verður því að gera þá kröfu til stjómvalda að þau geri upp við sig hvar á að stunda sauðfjáirækt og hvar eigi að leggja hana af. Sé það pólitískur vilji að svo mik- ill samdráttur verði í sauðQárrækt- inni sem boðaður er, verður einnig að kreíjast þess að fram komi pólitískur vilji sömu aðila fyrir því í hvaða byggðum skuli leggja sauð- flárbúskap niður." Hér á eftir fer önnur yfirlýsing stjómarinnar: „Á áranum 1984 og 1985 fór fram á vegum búnaðarsambandanna flár- hagsleg könnun á stöðu bænda sem áttu í greiðsluerfíðleikum. Meðal skil- yrða sem þeim bændum vora sett, sem fengu lánafyrirgreiðslu, var að þeir hefðu óskerta framleiðslu næstu 10 árin. Síðan gerist það að með einu bréfí frá Framleiðsluráði er grandvelli kippt undan áframhaldandi búskap margra viðkomandi bænda. í flestum tilfellum er um að ræða frumbýlinga með góðar byggingar og mikla flárfestingu. Benda má á að einstök byggðalög standa nú verulega höllum fæti með tilliti til búsetu. Við núverandi fullvirðisrétt á þeim svæðum má gera ráð fyrir að byggð fari í eyði. Ef gert er ráð fyrir sömu stefnu varðandi sauðfjárframleiðslu í landinu verður að gera þær kröfur til stjómmálamanna að þeir geri upp við sig hvar byggð verði lögð niður."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.