Morgunblaðið - 22.11.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.11.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986 Fimm börn dóu úr matareitrun Moskvu, AP. FIMM börn létust og 60 voru flutt í sjúkrahús vegna þess, að fóstra á dagheimili við verksmiðju í Úkrainu hélt, að natriumnítrat væri salt og setti það út í súp- una, sem hún gaf bömunum. Trud, málgagn sovésku verka- lýðsfélaganna, sagði frá þessum atburði í gær en tók ekki fram hvenær hann gerðist. Var í blaðinu farið mjög hörðum orðum um verkamennina í verksmiðjunni, kúluleguverkgmiðju í borginni Kharkov, og sagt, að þeir hefðu skilið eitrið eftir í anddyri bama- heimilisins. Hafa nokkrir menn verið handteknir. Trud kenndi einnig um almennu hirðuleysi og agaleysi í sovéskum verksmiðjum og því, að allt of fátt fólk hefði verið við störf á bama- heimilinu. Fóstran sá t.d. um matinn þennan dag vegna þess, að hvorki forstöðumaður bamaheimil- isins né kokkurinn höfðu látið sjá ERLENT Japan: Eldgos ógnar allri byggð á eynni Oshima Allir íbúar eyjarinnar fluttir burt Tókýó, AP. OLLUM íbúum eyjarinnar Os- hima í Japan, en þeir eru um 11000, var í gær fyrirskipað að yfirgefa heimkynni sín, eftir að mikil eldsprunga opnaðist í eldfjalli á eynni. Rann mikill hraunstraumur niður fjallið og stefndi hann í átt að bæjarfé- lagi, sem stendur skammt frá eldsprungunni. Síðdegis í gær höfðu 3000 manns verið fluttir burt með skipum, sem send voru til eyjarinnar og gert var ráð fyrir því, að allir íbúamir yrðu famir þaðan um kvöldið. Aður en gosið hófst, gekk mik- il jarðskjálftahrina yfir eyna. Síðan opnaðist skyndilega 600 metra löng eldsprunga í eldfjallinu Mihara og tók að gjósa af miklum krafti. Gos hófst raunar í eldfjallinu á laugardaginn var, en það var ann- ars staðar og talið hættulítið allri byggð. Eyjan Oshima er hluti af eyjaklasa, sem liggur í um 110 km fjarlægð fyrir sunnan Tókýó. Deilur magnast í Washington: Krafíst afseignar öryggis- málaráðgjafa Reagans Washington, Reuter. WILLIAM CASEY, yfirmaður dalltbandarísku leyniþjónustunn- ar, CIA, sagði í gær að nokkrar þjóðir hefðu aðstoðað Banda- ríkjamenn við vopnaflutninga til Iran nú fyrir skömmu, að því er Jim Wright fulltrúadeildarþing- maður frá Texas, tjáði frétta- mönnum eftir fund leyniþjón- ustunefndar deildarinnar með Casey. Wright, sem er demókrati og væntanlega næsti forseti fulltrúa- deildarinnar, sagði að Casey hefði veitt nýjar upplýsingar og sagt hvaða þjóðir hefðu verið þama að verki. Hann nefndi þar til ísraela, en neitaði að segja meira. Er hann var spurður hvort flutningamir hefðu farið fram að beiðni Banda- ríkjastjómar, sagðist hann álíta að svo væri. Upplýsingar þessar hafa valdið aukinni gagnrýni á stjómvöld í Washington fyrir samskiptin við íran og hvöttu leiðandi þingmenn í öldungardeildinni Reagan forseta til þess að viðurkenna að vopna- sendingamar hefðu verið mistök og sögðu að rannsaka þyrfti málsatvik öll. Gangrýnin hefur m.a. beinst að öryggismálaráðgjafa forsetans, John Poindexter og ýmsir orðið til þess að krefjast afsagnar hans. Undir þessa kröfu tók dálkahöfund- urinn George Will, sem talinn er þekkja vel til mála í Hvítahúsinu, í grein er hann skrifaði í dagblaðið The Washington Post, í gær. Sagði Fídel Ramos krefst breyt- inga á ríkisstjórn Aquino Mantla, AP. FIDEL V. Ramos, yfirmaður alls herafla Filipseyja, lýsti þvi yfir í gær að herinn vildi að gerðar yrðu breytingar á ríkisstjóm Corazon Aquino. Hann sagði að ósk þar að lútandi hefði ekki verið lögð fram. Ramos sagði að yfirmenn hersins vildu að ráðherrar, sem að þeirra mati væru of vinstrisinnaðir, yrðu látnir víkja. Hann nafngreindi þá hins vegar ekki. Heimildir herma að Ramos hafí á fundi með Aquino 21. október sl. krafizt brottvikningar nokkurra ráðherra en hún hafí synjað erind- inu á þeirri forsendu að hún væri ekki tilbúin til aðvíkja mönnum, sem staðið hefðu með henni í gegnum sætt og súrt á undanfömum árum. Hermt er að meðal ráðherranna, sem herinn vilji burt, séu Joker Arroyo, forsetaritari, Aquilino Pi- mentel, sem fer með málefni bæjar- og sveitarstjóma og Augusto Sanc- hez, verkalýðsmálaráðherra. Að sögn Teodoro Benigno, tals- manns stjómarinnar, átti Ramos hálfrar annarrar klukkustundar fund með Aquino í gær. Hann neit- aði að skýra frá hvað þeim fór á milli, en talið er að óskir hersins um breytingar á stjóminni hafi ver- ið aðalefni fundarins. Sá orðrómur gekk fjöllunum hærra í byrjun mánaðarins að yfir- menn i hemum, sem hliðhollir væru Juan Ponce Enrile, vamarmálaráð- herra, hefðu lagt á ráðin um að velta úr stóli ýmsum ráðherrum og gera frú Aquino að valdalausum þjóðhöfðingja. Ramos beitti sér gegn því og sögðu fjölmiðlar hann hafa afstýrt stjómarbyltingu. Yfírlýsing Ramosar í gær kemur hins vegar í kjölfar fjölmennustu útifunda og mótmælaaðgerða til styrktar vinstrimönnum. Rúmlega eitthundrað þúsund manns flykkt- ust út á götur Maníla og tóku þátt í útför verkalýðsleiðtogans Rolando Olalia. Mótmælagöngur og sam- komur stóðu daglangt og var helzta krafa dagsins að Enrile „og öðrum fasistum" yrði vikið úr starfi. Agapito „Butz“ Aquino, mágur frú Aquino og einn helzti ráðgjafí hennar, sagði í gær að hann hefði komizt á snoðir um ráðabrugg sem fól í sér að gerð yrði árás á eynni Mindanao, syðst á Filipseyjum. Ár- ásinni áttu að stjóma yfirmenn í hemum, sem hliðhollir eru Marcosi, fyrrum forseta. Ætlunin var að skella skuldinni á Nur Misuari, leið- toga uppreisnarmanna múhameðs- trúarmanna. Aðgerðimar hefðu átt að grafa undan stjóm Aquino. Hann sagði að bandaríska leyniþjónustan, CLA, hefði að öllum líkindum átt aðild að því að skipuleggja árásina á Mindanao. Hann sagðist einnig halda að CLA hefði verið viðriðin önnur áform um að grafa undan stjóm frú Aquino. hann að Reagan forseti liði nú fyr- ir það, að hafa sem ráðgjafa menn, er sístir væru til þeirra starfa af öllum er gengt hefðu ráðgjafastörf- um frá lokum síðari heimsstyijald- ar. Taldi hann þurfa „nýtt blóð“ í Hvítahúsið og færi vel á því, að byija á að skipta um öryggismála- ráðgjafa. Annað stórblað The Los Angeles Times, hafði eftir ónafn- greindum embættismönnum, að George Shultz, utanríkisráðherra og William Crowe, yfírmaður bandaríska herráðsins hefðu hvatt forsetann til að láta Poindexter víkja úr starfi. í sömu frétt sagði að ýmsir aðilar í starfsliði Hvíta- hússins reyndu að koma Shultz, utanríkisráðherra frá, þar sem hann hefði opinberlega lýst sig andvígan hinum leynilegu samskiptum við íran. Er Larry Speakes, talsmaður Bandaríkjaforseta var spurður hvort Poindexter myndi láta af störfum, svaraði hann „ Ég hef ekki heyrt hann segja það“. Ummæli Robert McFarlane, fyrr- um öryggismálaráðgjafa forsetans, er fór til íran til að ná sambandi viðírani, þess efnis að Shultz, ut- anríkisráðherra hafí allan tímann vitað hvað var að gerast, hafa vak- ið feikilega athygli. Sagði hann á fundi í fyrrakvöld að hann hefði látið Shultz vita jafnóðum hvemig málum miðaði. Utanríkisráðherr- ann hélt í gær til Kanada til fundar við starfsbróður sinn þar og vildu starfsmenn á skrifstofu hans í Washington ekkert um málið segja. McFarlane sagði einnig, að rangt hefði verið að senda vopnin til íran, en hingað til hefur hann varið þá ákvörðun. Stokkhólmi, frá Erik Liden, fréttaritaca Morgunblaðsins. HÁLFU ári eftir kjamorkuslysið í Chernobyl hafa 70% Svía enn miklar áhyggjur af afleiðingum geislunarinnar. Kemur þetta fram i skoðanakönnun, sem geislavarnir sænska ríkisins gen- gpist fyrir. Fram kemur, að miðaldra konur, sem búa í miðaustur-Svíþjóð, hafa mestar áhyggjur enda féll mest af geislavirku úrfelli á þeim slóðum. Tveir af hveijum þremur Svíum, sem þar eru búsettir, hafa reynt að forðast mengunina með ein- hveijum hætti, fyrst og fremst með því að sneiða hjá nýmeti alls kon- ar, grænmeti, kjöti og fiski. Það sama á við um 50% þeirra, sem búa í öðrum landshlutum. Chemobylslysið fékk meira á Svía en morðið á Olof Palme. Þegar spurt var um mesta áhyggjuefnið nefndu það 60% en 25% Palme. 15% höfðu mestar áhyggjur af hryðju- verkum. Svíþjóð: Óttast enn geislunina Byggð á eynni Oshima var talin í yfirvofandi hættu í gær vegna eldgossins og var áformað að flytja alla íbúana burt þá strax um kvöldið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.