Morgunblaðið - 22.11.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.11.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986 Útgefandi nÚitMfe Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Kirkjan snýr sér að pólitík Kirlcjan er sú stofnun í þjóð- félaginu, sem hefur notið meira trausts en flestar aðrar. Þurfti sú niðurstaða ekki að koma neinum á óvart. Kirkjan hefur staðið utan og ofan við þau málefni, sem valda deilum og ágreiningi. Hún hefur verið þjóðkirkja í þess orðs bestu merkingu, sameinað þorra þjóð- arinnar um það, hvemig staðið skuli að því að boða og útbreiða boðskap Krists. Þannig vilja ís- lendingar, að kirkjan starfí. Fyrir því er löng hefð, að í predikunum taki prestar afstöðu til þeirra mála, sem efst era á baugi hveiju sinni, skýri þau og ræði í ljósi hins kristna boðskap- ar og brýni fyrir mönnum að hafa hann að leiðarljósi í dag- Iegri önn. Sú skipan ríkir hér enn, þrátt fyrir andmæli presta og annarra, að söfnuðir kjósa sér sjálfír presta. Við það val kemur margt til álita en allir forðast þó í orði að minnsta kosti að hafa flokkspólitískan blæ á þeim kosningum. Þjóðmál- in hafa ekki ráðið ferðinni í prestskosningum hingað til. Allt kann þetta að vera að breytast. Ef marka má umræður og niðurstöður Kirkjuþings, sem lauk á fímmtudag, nýtur sú skoðun vaxandi fylgis á þeim vettvangi, að kirkjan eigi að láta að sér kveða í þjóðmálaumræð- um, það er að segja í pólitískum umræðum. Þetta er hluti af al- þjóðlegri þróun. Eins og við höfum getað fylgst með snúast alþjóðafundir kirkjunnar og ein- stakra kirkjudeilda æ meira um stjómmál. Forseti Lútherska heimssambandsins er nú ung- verskur biskup, sem hefur tekið þátt í störfúm kommúnista- flokksins þar og kom í stað manns, sem þýddi Passíusálm- ana á ungversku og kommún- istastjómin í Ungveijalandi setti í stofíifangelsi. Fari fram sem horfír kann sú stund að renna hér upp, að íslenskir prestar verði ekki fijálsir af því að lýsa skoðunum sínum á þjóðmálum í predikun- um heldur verði þeim gefín fyrirmæli um það af Kirkjuþingi eða svokölluðu Þjóðmálaráði kirkjunnar, sem sumir vilja stofna, hvað þeir skuli segja um stjómmálin. Meðal þeirra mála, sem nýafstaðið Kirkjuþing tók afstöðu til, voru friðarmálin, sem svo era nefnd. Þar er til dæmis varað við „auknum hem- aðaramsvifum hér á landi“. Ekki er skýrt til hvers þetta orðalag vísar. Hitt er ljóst að orðið „hemaðaramsvif" gefur til kynna, að hér sé um einhvers konar stríðsundirbúning að ræða. Þetta er alröng skilgrein- ing á þeim vamarviðbúnaði, sem er í landinu. Það hefur verið yfírlýst stefna íslenskra stjóm- valda allt frá því að vamarsamn- ingurinn við Bandaríkjamenn var gerður 1951, að hér yrði þannig um hnúta búið, að herlið í landinu ógnaði ekki neinu ríki. Þá ákvað nýafstaðið Kirkjuþing að vísa til Kirkjuráðs tillögu „um áskoran á stjómmálaflokkana að vinna að auknum jöfnuði í launum og öðram lífskjöram og aðvöran vegna hávaxtastefnu". Var Kirkjuráði falið að kynna þetta mál „réttum aðilum" eins og það er orðað. Á að skilja „aðvöranina vegna hávaxta- stefnu“ þannig að Kirkjuþing sé á móti því, að sparifjáreigendur fái að njóta arðs af eignum sínum eins og aðrir? Eða er Kirkjuþing andvígt því, að ríkis- valdið er hætt að taka ákvarðan- ir um vexti? Raunar má segja, að það hafí ekki farið sérlega vel á því fyrir kirkjunnar menn að taka sér fyrir hendur að ráð- leggja öðram í fjármálum á þessari stundu. Það er afdrifaríkari ákvörðun en svo, að unnt sé að ákveða það á einu Kirkjuþingi, að íslenska þjóðkirkjan skuli láta að sér kveða sem þjóðmála- eða stjómmálaafl. Þeir, sem era þeirrar skoðunar, að kristin við- horf setji ekki nægilegan svip á þjóðmálaumræður, ættu að beita sér á stjómmálavettvangi og ekki nota kirkjuna sem skjól. Víða um lönd starfa kristilegir stjómmálaflokkar og um það hefur verið rætt, hvort stofna beri slíkan flokk hér. Til þess hefur ekki komið. Miklu nær er að gera það heldur en að breyta þingi þjóðkirkjunnar í pólitískan vettvang. Lengi hefur verið rætt um það af prestum og á Kirkjuþingi, að fella eigi niður prestskosningar, það sé óeðlilegt, að einir opin- berra embættismanna þurfí prestar að sækja stuðning til almennings til að fá skipun í starf. Það er fráleitt að ræða afnám prestskosninga í sömu andrá og ætlunin er að gera þjóðkirkjuna að þjóðmálaafli. Að því kann að koma, að þær kosningar verði ekki síður póli- tískar en kjör á sveitarstjómar- mönnum og þingmönnum. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 364 Ég hef þennan þátt á að skvetta hinu og öðru úr nöldur- skjóðunni. Ég hef fyrr minnst á sjónvarpsauglýsingu, þar sem leikföng, ætluð bömum, eru kynnt á þvílíku hrognamáli, að mér þykir með öllu óþolandi. Þetta er auglýsing um einhveija „meistara alheimsins" og rekur hvert erlent orð annað. Virðist þó auðvelt að nefna á íslensku allt það illþýði sem þama kemur við sögu. Nærri má geta hvaða áhrif það hefur á tungutak bama, þegar leikföng handa þeim eru auglýst með þvílíkum afkáraskap. Mér er jafnvel nær að halda að auglýsing þessi bijóti gegn lögum, að minnsta kosti anda útvarpslaganna, en í þeim er stofnuninni ætlað að standa vörð um íslenska tungu. Ég skora á forráðamenn sjón- varpsins að banna þessa auglýs- ingu, nema hún verði íslenskuð með skaplegum hætti. Ég veit að hún vekur fleirum en mér megnt ógeð. Þá heyrði ég í fréttum sjón- varpsins 12. þessa mánaðar svo til orða tekið að eitthvað hefði mjög „staðið uppi" í fréttum að undanfömu. Átti þetta víst að merkja, að það, sem um var rætt, hefði oft borið á góma í fréttunum. En fyrir mér merkir þetta þveröfugt. Lík standa uppi, meðan þau bíða greftrun- ar. Vfkjum svo frá sjónvarpinu yfír í lesmálið. Fyrr hef ég talað um þann ofvöxt sem hlaupinn er í „ ... lega séð“. Ég tók þá dæmi af manninum sem sagði að þetta eða hitt væri svo eða svo „pípulagningalega séð“. Og þessum ófögnuði linnir ekki, fremur hið gagnstæða. Á íþróttasíðu Þjóðviljans 12. þ.m. er þetta haft eftir viðmælanda um mun á því að leika knatt- spymu í Noregi eða á íslandi: „Spilalega séð (auðkennt hér) held ég að munurinn sé lítill, styrkleikinn svipaður í báðum löndunum." Fyrst þegar mér var bent á þetta, hélt ég helst að verið væri að fjalla um brids, og hefði það að vísu verið nógu vont. Mér er jafnvel tjáð að í einhveiju skólamálaplaggi, þar sem rætt var um reglu í skólum, hafí svo verið til orða tekið að ákveðið atriði væri svo eða svo „agalega séð“. Hvemig skyldi sú orðmynd vera í nefnifalli sem er fjóru í þágufalli? Lesa mátti þann fróð- leik ekki fyrir löngu, að leikur hefði unnist með „fjóru marki" gegn engu. Ætli þetta heiti í nefnifalli „fjórt mark“? Spyr sá sem ekki veit. Þá auglýstu „Stefánungar" svo í Degi 12. þessa mánaðar: „Þá sem vantar lista eða vilja skrifa sig hafí samband við“, o.s.frv. Þetta á að sjálfsögðu að vera: þeir o.s.frv. Þolfallið með sögninni að vanta kemur á „sem“, en þeir hafi samband sem það vilja. ★ Fyrir nokkru birti ég upp úr gamalli Lesbók fáein orð úr löngum lista frá 1927, þar sem Orðanefnd Verkfræðingafélags íslands hafði gert tillögur um nýyrði í viðskiptamáli. Af því tilefni hefur mér borist bréf frá konu í Garðabæ. Hún biður mig að geta ekki nafns síns, en seg- ir að öðru leyti: „Gísli Jónsson! I 357. þætti þínum var getið um nokkur algeng orð, sem ver- ið er að íslenska. Fyrir utan að sum era alveg fáránleg, era sum byggð á misskilningi, t.d. alle- hánde (allrahanda). Alleh&nde er ekki kryddblanda, heldur einn ávöxtur, Fructus amomi, öðru nafni „Jamaica pipar“. Mér er alltaf minnisstætt, þegar móðir mín ætlaði að senda mig eftir allrahanda. Ég vildi ekki fara að biðja um það, hélt að fólkið héldi að ég vildi sitt lítið af hveiju ... Natron (NaHCoa) hefur nú . þáttur lengi verið kallaður matarsódi til aðgreiningar frá þvottasóda (Na2co3). Straubolta er hægt að kalla strokjárn. í gamla daga var „tunga" hituð upp og látin innan í sjálft strokjámið. Ég held að nú séu slík jám ekki notuð leng- ur, svo þessari „tungu“ [sbr. tillögu um tungustrokjám] er alveg ofaukið. Dörslag heyrir maður nú ekki lengur, köllum við húsmæður það sigti. Seint held ég að það gangi að fá okkur til að tala um mil (kakaó) og milsku (súkkulaði). Ég þakka fyrir þætti þína sem ég les alltaf, mér til ánægju og fróðleiks. P.s. Hvað finnst þér um að segja að „bregða manni“, í stað- inn fyrir að láta manni bregða. Eða að skauta um að renna sér á skautum. Skauta var haft um að búast skautbúningi?" ★ Umsjónarmaður þakkar upp- lýsingamar í þessu bréfi og sér ekki ástæðu til að fjalla öllu frek- ar um þær (sjá enn 357. þátt) utan hvað hann efast um að allrahanda sé pipar. En hér er komið út í þá sálma sem umsjón- armaður kann ekki að syngja, svo að hann þagnar. En lítið finnst honum koma til þess málfars sem bréfritari spyr um í eftirskriftinni (post scriptum). ★ Það er rétt eins og allir vilji leyna nafni sínu um þessar mundir. Ónefndur maður hefur miklar áhyggjur af limruleysi þáttarins upp á síðkastið. I von þess að aðrir limrusmiðir upp- hefjist biður hann fyrir eftirfar- andi ljóðsmíð sem birtast skal undir höfundamafninu Am- mundur austan: Víkur kveðskapnum austur í Kandahar, þegar kaffibrúnn þjónn var að blanda þar ginlögg af vana með gosi frá Sana og horfði á ástfangið andapar. Skýrsla Húsnæðisstofnunar um þörf fyrir leiguhúsnæði: Leigiiíbúðaskort- ur stendur atvinnu- lífi fyrir þrifum SKORTUR á leigTuíbúðum stend- ur öllu atvinnulífi á ísafirði fyrir þrifum, að mati félagsmálstjóra Isafjarðar, og sömu sögu má segja viða úti á landsbyggðinni. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu Húsnæðisstofnunar um könnun sem stofnunin lét gera á þörf fyrir leiguhúsnæði 1986. Húsnæðisstofnun var falið að gera þessa könnun samkvæmt sam- komulagi aðila vinnumarkaðarins í febrúar s.l. og hafði stofnunin sam- band við allar sveitarstjómir á landinu. Fullnægjandi upplýsingar bárust frá 36 sveitarfélögum en í þeim búa um 85% allra íbúa í þétt- býli á Islandi. í skýrslunni er þörf 'fyrir leigu- húsnæði skipt í tvo meginhluta. Annars vegar þörf sveitarfélag- anna, og hins vegar þörf ýmissa almanna- og félagasamtaka. Sveit- arfélögin hafa um árabil haft með höndum byggingar leiguíbúða í landinu að verulegu leyti en sam- tökin hafa einnig mikla reynslu af byggingu leiguhúsnæðis fyrir fé- laga sína. Samkvæmt könnuninni er gert ráð fyrir að um 2500 til 3000 leigu- íbúðir vanti um allt land fram til ársins 1990 og ef leiguíbúðaþörf er miðuð við íbúðir á 1000 íbúa er þörfin mest á Vestfjörðum, eða 24 íbúðir á 1000 íbúa, og þar af mest á ísafirði en þar vantar 110 íbúðir í 3448 manna bæ eða 31,9 íbúðir á 1000 íbúa. Minnst er þörfín á Reykjanesi, 3 íbúðir á 1000 íbúa. Næst minnst var þörf sveitarfélag- anna á Vesturlandi, tæpar 6 íbúðir á 1000 íbúa, en á Norðurlandi, Austurlandi og Suðurlandi var þörf- in svipuð, 10-13 íbúðir á 1000 íbúa. í Skýrslunni segir að þessar tölur fylgi dreifingu félagslegs húsnæðis á landinu öllu. Á höfuborgarsvæðinu gaf könn- unin til kynna að þörf á leiguíbúðum sé um 8 íbúðir á 1000 íbúa, en sú tala verði hins vegar tvöfalt hærri ef tekið er tillit til íbúðaþarfar al- mannasamtaka, sem að mestu eru bundin við það svæði. Þörf þeirra samtaka sem svöruðu fyrirspum Húsnæðisstofnunar reyndist vera um 900 íbúðir en þar sem svör bárust ekki frá stórum samtökum eins og samtökum aldraðra og Fé- lagi einstæðra foreldra er reiknað með að leiguíbúðaþörf hinna ýmsu félagasamtaka sé talsvert hærri. Víða úti á landsbyggðinni er skortur á leiguíbúðum talinn standa atvinnulífínu fyrir þrifum. Fram kemur að víða úti á landi vilji fólk koma á staði með það í huga að setjast þar að, en vilji ekki binda sig strax með kaupum á fasteign. En þegar leiguhúsnæði fæst ekki flytur þetta fólk aftur í burtu. í svörum frá nokkrum sveitarfé- lögum er tekið fast til orða hvað þetta varðar. Félagsmálastjóri ísa- fjarðar sagði að skortur á leiguíbúð- um standi að hans mati öllu atvinnulífí kaupstaðarins fyrir þrif- um, hvort sem um er að ræða útgerð og fiskvinnslu eða störf á vegum bæjarfélagsins. Sveitarstjóri Hvammstanga telur skort á leiguí- búðum vera „hemil á eðlilega atvinnustarfsemi þar sem þarf til að fá aðkomufólk til starfa", og fleiri slík dæmi mætti nefna úr skýrslunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.