Morgunblaðið - 22.11.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.11.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARÐAGUR 22. NÓVEMBER 1986 Olögleg ávana- og fíkniefni staða, þróun og aðgerðir Mynd 1: " HLUTFALL (%) UNGLINGA í OSLÓ SEM NEYTT HAFA ÓLÖGLEGRA ÁVANA- OG FÍKNIEFNA 25 % 20 MARI HÚAN/ \l HA SS 15 10 A MF ETAM N o.fl. lík efr i 5 > % u / ;d 0 s 1 — \ 19 68 ' '7 0 ' '7 2 ' '7 — 4 '7 Inn 6 7 taka m 8 ' '8 eð sp 0 '8 rautu 2 ' '8 4 ' '8 6 Mynd 2: 1 “ HLUTFALL (%) UNGLINGA í OSLÓ SEM BOÐIÐ HEFUR VERIÐ ÓLÖGLEG ÁVANA- OG FÍKNIEFNI eftir Ómar Krist- mundsson GREINII. Hefur neysla ólöglegra fíkniefna í nágrann- aríkjunum aukist? Til að svara þessari spurningu er nærtækast að skoða fyrst niður- stöður spumingalistakannana. Fyrirmyndir slíkra ísl. kannana hafa verið sóttar að nokkru leyti til Noregs og Svíþjóðar. Kannanir SIFA (Statens Institut for Alkohol- forskning) hafa verið gerðar árlega frá 1968 á aldurshópnum 15-21 árs í Osló. Á mynd 1 (2) kemur fram þróun á útbreiðslu ólöglegra ávana- og fíkniefna skv. þessum könnun- um. Hér kemur fram að á tímabilinu um 1969-72 fjölgar þeim sem ein- hvem tímann hafa reynt kannabis úr um 5% upp í um 20%. Frá þess- um tíma allt til ársins 1985 virðist talan haldast á bilinu 17-23%. M.ö. o. þeim sem einhvem tímann hafa reynt kannabis hefur ekki flölgað frá 1972, fjöldinn hefur haldist svip- aður. Útbreiðsla annarra eftia, eins og LSD og amfetamíns, jókst á tfmabilinu 1971-74 en eftir það hefur heldur dregið úr henni. Skv. mynd 2 (2) hefur mjög dregið úr framboði þessara efha, miðað við fyrrgreindan aldurshóp, sérstak- lega hinna sterkari. í Svíþjóð eru árlega gerðar svo- kallaðar ANT-kannanir á vegum „Skolöverstyrelsen", SÖ, þar sem meginviðfangsefnið er ávana- og fíkniefnaneysla. Á mynd 3 (3) kem- ur í ljós að í níunda bekk (15 ára unglingar) hefur þeim fækkað sem reynt hafa einhver ólögleg ffkniefni úr 15% 1971 í 5% 1984 (mynd 4 (3)). I könnunum sem gerðar hafa verið á um 50.000 18 ára karlmönn- um, sem innritast í sænska herinn (svokallaðar FOA-rannsóknir), kemur svipuð niðurstaða fram að öðru leyti en því að nokkuð seinna dregur úr útbreiðslu, 1980-81 úr um 15% í um 7%. Einnig fækkar þeim sem neytt höfðu fíkniefna á síðasta mánuði frá því könnunin var . gerð. Skortur er á nothæfum upplýs- ingum um útbreiðslu ólöglegra fíkniefna í Finnlandi en talið er þó að ólögleg fíkniefni séu ekki út- breidd og vímuefnavandamál Finna felist að mestu í misnotkun áfeng- is. Því til áréttingar má benda á að það magn ólöglegra fíkniefna er hlutfallslega lítið sem toll- og löggæsla leggur hald á miðað við íbúafjölda. Eins og í Finnlandi eru litlar upplýsingar, í formi spum- ingaiistakannana, um útbreiðslu ólöglegra fíkniefna í Danmörku. Lögð hefur verið meiri áhersla á annars konar rannsóknaraðferðir til að meta neyslu ólöglegra fíkni- efna og vandamál þeim samfara. Samanborið við Noreg og Svíþjóð virðist ísland ekki skera sig úr m.t. t. útbreiðslu. Hafa verður þó í huga að erfitt er að bera saman erlendar j kannanir og innlendar þar sem oft eru um að ræða ólíkar aðferðir, ólíka aldurshópa og búsetu. Þessar niðurstöður segja auðvit- að ekki nema hálfa söguna. Eins og komið hefur fram ná spuminga- listakannanir nær eingöngu til tilrauna- og félagslegra neytenda. Raunveruleg skaðsemi fíkniefna- neyslu mælist að litlu eða engu með þessum aðferðum. Áður hafa verið ræddar þær leiðir sem famar em til að nálgast hana. Mjög erfítt er að bera saman fjölda ávana- og fíkniefnasjúklinga innbyrðis á Norðurlöndum þar sem skráning hjá stofnunum er ólík. Auðveldara er að bera saman dauðsföll af völd- um fíkniefnaneyslu. Árið 1983 urðu dauðsföll af völdum neyslu ólög- legra fíkniefnaneyslu í Danmörku um 130 sem er um 0,2% allra dauðs- falla það árið (4). Til samanburðar má nefna að alls létust þetta ár tæplega 700 manns í umferðarslys- um og um 550 úr skorpulifur (5). Eins og sést á næstu mynd fjölgaði skráðum dauðsföllum fíkniefna- neytenda frá 1969 (um 15) í 160 1979 en hefur síðustu ár heldur fækkað (mynd 5). Út frá svokölluðum „case-fínd- ing“ aðferðum er áætiað að um 6.000—10.000 neytendur sterkra fíkniefna séu í Danmörku (6) og með hliðsjón af þeirri tölu er tíðni dauðsfalla í þessum hóp um 1,4% eða 10-15 sinnum hærra en eðlilegt er miðað við aldur. í Svíþjóð kemur í Ijós nokkuð svipuð þróun. Árið 1984 létust 67 af völdum ólöglegra fíkniefna og er það um 0,07% af öllum dauðsföllum það árið (7). Til samanburðar má nefna að í um- ferðarslysum 1982 létust um 800 manns og af skorpulifur rúmlega 700 manns. Áætlað er að §öldi neytenda sterkra fíkniefna sé á bil- inu 10—14.000 (8). Af þessum fjölda eru um 7.500—10.000 sprautunotendur og 1.500—2.000 daglegir sprautunotendur. Vegna tilkomu eyðni og alnæmis má gera ráð fyrir að mjög dragi úr sprautu- notkun á næstu árum. í Noregi er ijöldi neytenda sterkra fíkniefna taiinn vera á bilinu 3.000—4.500. Skaðsemi ólöglegra fíkniefna og áfengis (9) Sú hugmynd, er mjög áberandi í umræðu um ávana- og fíkniefna- mál, að til séu „góð“ og „slæm“ vímuefni. Áfengi sé dæmi um „gott“ vímuefni en kannabis t.d. sé „slæmt" vímuefni út frá einhveijum ímynduðum skaðsemisskala. Þess vegna sé áfengisneysla leyfíleg en kannabisneysia ekki. Þetta felst m.a. í hugtökum sem notuð eru í daglegri umræðu. Talað er um „áfengi og fíkniefni", ekki „áfengi og önnur fíkniefni". Því miður, fyr- ir suma, er málið ekki svona einfalt. Að sjálfsögðu fellur áfengi í flokk hinna svokölluðu ávana- og fíkni- efna, sem skilgreind eru læknis- og lyfjafræðilega og er síst hættu- minna en sum þeirra ólöglegu eins og tafla 1 (10) og yfírlit bera með KANNABLSREYKINGAR - SKAÐ- SEMI FYRIR LÍKAMANN *) 1. Getur skaðað öndunarfæri og valdið lungnakrabbameini, þar sem meiri tjara er i kannabisreyk en venjulegum tóbaksreyk. 2. Eykur álag á hjarta og æðar. 3. Getur valdið framtaksleysi, deyfð og sljóleika. 4. Nýminni bilar stórlega í kanna- bisvímu. 5. Langavarandi kannabisneysla getur flett ofan af dulinni geðveiki. 6. Getur valdið rangskynjunum, hræðslu og óttakennd í vímu. *) Flest þau atriði sem hér eru nefnd miðast við miklar reykingar kannabisefna. Þessi listi (11) er að sjálfsögðu ekki tæmandi en á hon- um eru þó flest þau atriði sem nefnd eru þegar rætt er um skaðsemi kannabis. Hafa ber í huga að sum- ar þessar staðhæfingar byggja á umdeilanlegum rannsóknum. Stað- reyndin er sú að fáar langtímarann- sóknir sem standast vísindalegar kröfur eru til um áhrif kannabis (12). AFENGISNEYSLA - SKAÐSEMI FYRIR LÍKAMANN *) 1. Neysla áfengis getur valdið heila- rýmun. 2. Langvarandi neysla getur valdið truflun í starfsemi tauga í úttauga- kerfí, einkum í útlimum. 3. Langvarandi neysla getur valdið vöðvarýmun. 4. Áfengi dregur úr starfsemi hjart- ans og eykur líkur á hjartsláttar- tmflunum. 5. Krabbamein í munni, tungu, munnholi og vélinda er langtum algengara hjá þeim, sem bæði reykja tóbak og drekka áfengi á ávanastigi. 6. Getur valdið magabólgum. 7. Virðist auka líkur á krabbameini í ristli. 8. Getur vaidið lifrarskemmdum. 9. Getur valdið auknu næmi fyrir sýkingum. 10. Dregur úr kyngetu. 11. Alkóhól er í fyrstu röð fóstur- skemmandi efna. *) Hér er stuðst við kafla um áfengi í „Lyfjafræði miðtaugakerfísins" (sjá tilvísanaskrá aftast). Yfírlitið hér að ofan er í engu tæmandi, auðveldlega væri hægt að bæta við öðmm 11. Eins og varðandi Taf|a 1; SAMANBURÐUR Á ÁHRIFUM HINNAÝMSU FLOKKA ÁVANA- OG FÍKNIEFNA Bráð eitrun Þol- myndun Líkamleg fíkn Fráhvarfseinkenni Langvarandi geöveiki v/eitrunar líkamleg andleg Ópiöt ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ O O Örvandi lyf ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ (★) O ★ ★ ★ ★ Kannabis O ★ ★ ★ ★ O ★ ★ Ofskynjunarefni O ★ ★ ★ ★ O O ★ Róandi lyf ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ (★) Alkohól ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ Sígarettur 0 ★ ★ ★ ★ ★ ★ 0 O Metin áhrif eru flokkuð og hór táknuð með einni til fjórum stjörnum. Mestu áhrifin eru fjórar stjórnur. kannabisreykingar em þessir skað- semisþættir í réttu hlutfalli við neyslu. Ólíkt kannabis er til mikið af haldgóðum rannsóknum um skaðsemi áfengis. Með hliðsjón af þessu er áfengi með skaðlegustu ávana- og fíkni- efnunum. Þetta virðist æði oft „gleymast" í umræðu um vímuefna- mál enda óþægilegar staðreyndir fyrir allan þann þorra fólks sem er háður áfengi og þó ekki á þann hátt að um fíkn sé að ræða, heldur þannig að vegna hefða og siða er áfengi talið ómissandi. í stað þess hefur verið gert of mikið úr skað- semi kannabis, sérstaklega þeim þætti hennar að koma mönnum „upp á bragð“ sterkari efna, eins og heróíns. í nýlegri skýrálu nor- ræns sérfræðingahóps (sjá heimild ll.B - bls. 138 - lauslega þýtt) segir; Ekki em þekktar neinar lyija- fræðilegar sannanir fyrir því að kannabis leiði til notkunar sterkari efna. Kannabisneysla getur hins vegar verið mikilvægt skref í þróun neyslu, úr löglegum í ólögleg efni. Kannabisnotkun er nær eingöngu bundin við þá sem áður hafa neytt áfengis eða tóbaks. Þeir kannabis- neytendur sem neyta áfengis og tóbaks í miklum mæli fara frekar yfír í neyslu annarra ólöglegra fíkniefna. Það hefur komið í ljós að áhrif vina og kunningja vega þungt á metunum varðandi það hvort viðkomandi muni neyta kannabisefna eða ekki. Uppeldis- fræðilegir þættir, hins vegar, virðast skipta sérstaklega miklu máli við breytingar á neyslu kannabis í sterkari efni. Mikilvægt er að hafa í huga ofan- greinda niðurstöðu sérfræðinga- hópsins. Mikil neysla ýmissa vímuefna, áfengis og lyfja, er ein- kennandi fyrir þá sem neytt hafa reglulega ólöglegra fíkniefna. Þess vegna verður vandamál þessa hóps ekki eingöngu leyst með því að draga úr framboði ólöglegra fíkni- efna. Niðurstaðan af framan- greindu er ekki sú að hin ólöglegu ávana- og fíkniefni séu skaðlítil, fyrst skaðsemi sumra þeirra er sam- bærileg áfengi, heldur að sá grein- armunur sem gerður er á „góðurn" og „slæmum" vímuefnum er rang- ur. Þegar á heildina er litið, er tjón af völdum áfengis gífurlegt, bæði fyrir heilsu einstaklingsins og af- komu þjóðfélagsins. Segja má með sanni að önnur vímugjafavandamál falli algjörlega í skugga áfengis- vandamála (13). Neysla vímuefna hefst með neyslu áfengis. Þeir sem ekki hafa neytt áfengis munu í nærri 100% tilfella ekki neyta ólög- legra fíkniefna. Þeir sem vilja draga úr eftirspum eftir ólöglegum fíkni- efnum ættu því að leggja meginá- herslu á áfengi. Neysla ólöglegra fíkniefna er hins vegar viðbót við þennan mikla skaða sem áfengi veldur og auk þess hafa þessi efni ekki þá neysluhefð sem áfengi hef- ur, og á þeirri forsendu ber að draga úr framboði og eftirspum ólöglegra ávana- og fíkniefna. Niðurlag Hér hefur verið bent á að rann- sóknir á neyslu ólöglegra fíkniefna séu af skomum skammti, þótt gerð hafí verið bragarbót á því síðustu tvö árin. Þau gögn sem nothæf em til mats á stöðunni benda til að neysluhópur þessara efna skiptist í megindráttum í tvennt; Annars veg- ar er um að ræða stóran hóp sem örfáum sinnum hefur reynt þessi efni, og þá fyrst og fremst kanna- bis. Þessi hópur sker sig í engu frá umhverfí sínu og er ekki mæli- kvarði á „stærð vandans". Þessar tölur segja fyrst og fremst til um hve auðvelt er að nálgast efnin. Flestir verða þeim strax fráhverfir, reyna þau eingöngu örfáum sinn- um. Hins vegar er um að ræða hóp sem neytir í miklum mæli ýmiss konar ávana- og fíknieftia þ.e. kannabisefna, amfetamíns, áfengis og ávana- og fíknilyfja. Ýmis gögn frá heilbrigðiskerfínu gefa vísbend- ingu um stærð þessa hóps. Aðrar niðurstöður sem fram hafa komið eru þessar: - Kannabisneysla og líklega neysla annarra ólöglegra ávana- og fíkni-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.