Morgunblaðið - 22.11.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.11.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986 Ljjósm. Morgunblaðið/Ámi Sœberg Renault Espace 2000-1. Útlitið gefur til kynna hverslags bíll er á ferð. Straumlínulögun og inn- rými sem mest má verða. Rúðurnar em litaðar og halda sólargeislunum í skefjum. Ævintýralegnr fjölhæfnibíll Hér er ein hugmyndin um nýtmgu Espace-vagnsins. Er þetta ekki ferðaskrifstofa?! __________Bílar Þórhallur Jósepsson Nokkur hópur fólks þarf á að halda bíl, sem gerir allt! Er hann til? Varla, en sumir bílar eru §61- hæfari en aðrir og fyrir skömmu reyndi ég einn slíkan: Renault Espace 2000-1. Sá er sannarlega ótrúlegur! Hann getur verið lúxus- vagn heldra sfandsins, vinnubíll verkfræðingsins, sportbfll útilífs- fólksins eða bara rúmgóður fjöl- skyldubfll. Og ekki er einungis notagildið óvenjulegt, útlitið er sérstætt og búnaðurinn líka. T.d. er ekki nauðsynlegt að taka hönd af stýri til þess að stilla útvarpið! Þægindin í fyrirrúmi Þessi sem hér um ræðir, er sérlega vel búinn og því dýrastur Espace-bflanna. Meðal búnaðar eru tvær sóllúgur, fullkomið út- varps- og kassettutæki með stilli- rofum á þremur stöðum, þ.á m. á stýrisstammanum. Þá eru snún- ingsstólar að framan og er hægt að snúa þeim aftur og mynda á þann hátt setustofu eða fundar- herbergi í bflnum. Klæðning er sérlega vönduð, læsingar mið- stýrðar, speglar og hliðarrúður að framan eru rafknúin og sæti eru fyrir sjö. Hér er aðeins fátt eitt talið, allur ber bíllinn það með sér, að vera gerður fyrir kröfu- harða kaupendur. Vélin er fjögurra strokka tæpra tveggja lítra og skilar af sér 110 hestöflum. Hámarkshraðinn er 170 km/klst. og hann snarar sér upp í hundraðið á tæpum tólf sek- úndum. Þrátt fyrir þetta vélarafl er eyðslan undralítil, 6,8 lítrar á hundraðið þegar ekið er á 90 km hraða, 8,8 lítrar á 120 og í blön- duðum akstri 10,8 lítrar. Eitt af því sem heldur eyðslunni niðri er lítil loftmótstaða, 0,32 er stuðull- inn og þykir gott, jafnvel fyrir venjulega fólksbfla. Ljúfur og lipur Þótt Espaca minni á sendibíl í útliti má segja að fleira eigi hann ekki sameiginlegt með þeim vinnuhestum. Hann er einkar þægilegur í akstri, vökvastýrið íétt og nákvæmt. Rými er gott eins og vænta má, það er reyndar aðalsmerki hans hve gjömýtt er allt rými sem hugsanlega er hægt að nýta á einhvem veg. Fjöðrun er mjúk í léttum akstri, tekur stífar á með auknu álagi, holumar renna bara framhjá óþæginda- gefíð þeim kaffisopa á meðan far- ið er yfir verkáætlanir, hann flytur vinnuhópa á milli staða, hann fer í langferðir og um helgar er farið í bfltúr með allan krakkaskarann og skíðadótið; allt í einum og sama bflnum. Æ fleiri bflaframleiðendur bjóða nú orðið slíka bfla sem þenn- an, nefna má Mitsubishi Space Wagon (aðeins minni), og Chrysl- er T115. Fróðlegt verður að fylgjast með því, hvortþessir fjöl- hæfnibflar vinna hug Islendinga, fram að þessu hefur verðið ann- ars vegar og lítið framboð hins vegar valdið mestu um að þeir hafa lítið sést hér, einnig það að þessi gerð bíla er tiltölulega ný af nálinni; Renault Espace kom t.d. fyrst á markað árið 1984. Hann kostar nú frá 820.000 kr. í einföldustu útgáfu og upp í hálft tólfta hundrað þúsunda með öllum búnaði: Espace 2000-1. Þægileg sæti og mikið rými, smámunageymslur eru hvar sem við verður komið. Aftur í er gott pláss líka, þ.e. í miðsætunum, þrengra er í aftasta bekk. laust. Það ætti ekki að vera vandamál að halda veislu, akandi á milli byggðarlaga, og hjálpar þar til, að hljóðeinangrun er góð. Viðbragðið er mjúkt og fullnægj- andi, ekkert spark, samt finnst vel fyrir átökum. Helsti mínusinn er hemlamir, þeir eru ónákvæmir og þarf að stíga nokkuð fast á þá. Útsýni er framúrskarandi gott fram og til hliðanna, en sætarað- imar skyggja nær alveg á aftur- giuggann. Stjómtækin eru aðgengileg og skipti lipur. Séu fætur ökumanns langir þá er stý- rið fullframarlega þegar mikið er að gera við snúningana, en það kemur ekki að sök á beinum vegi. Einn með öllu Ég sé hann fyrir mér, manninn sem fær sér svona bfl. Hann þarf oft að fara út um allar jarðir með teikningar að sýna verkamönnum á vinnustöðum, hann þarf að geta Helstu tölur Vél: 4 strokkar, 110 hö. Slagrúmmál: 1195 sm8. Hám.hraði: 170 km/klst. Viðbr. 0-100:11,9 sek. Gírkassi: 5 gíra. Dyra^öldi: 5 Sætaljöldi: 5-7 Lengd: 4250 mm. Breidd: 1777 mm. Hæð: 1660 mm. Þyngd: 1200 kg. Farmþyngd: 600 kg. Dekk: 185/65 R14 Helsti búnaður Diskahemlar að framan, skálar að aftan, hjálparafl. Sjálfstæð gormafjöðrun á hveiju hjóli. Aflstýri. Afturrúðuþurrka m. sprautu. Miðstýrðar læsingar. Rafknúnar rúður framhurða. Rafstýrðir útispeglar. Útvarp og segulb. Fiat framhalds Uno = Duna Fiat Uno + skott = Fiat Duna! Hér er hún, mynduð í hinu gamla höfuðvígi Fiat, Lingotto-byggingunni f Tórínó. Þar var aðalsam- setningarverksmiðja Fiat í áratugi, en nú er húsið notað til kynninga og sýninga. Fiat Uno þarf varla að kynna fslendingum. Sá bíll er hér þegar í ýmsum mismunandi útfærslum, sem þó byggja allar á sama grunni. Hann er bamslega sak- laus fjölskyldubíll, sést á ferð um götumar með innkaupapoka og krakkaorma innanborðs, til engra tryllitakta líklegur. Hann sést einnig með örlítið breyttu útliti og hefur þá fengið auknefnið „ei turbo" og er þá allt eins líklegt að hann hverfi sjónum manns í reykskýi spólandi dekkja, músin sem stekkur! Nú hefur hlaupið vöxtur í Uno- inn, hann er kominn með skott! Að vísu verður Uno áfram eins og hann hefur verið, en með því að bæta skottinu á hann er verið að svara eftirspum þeirra sem vilja bfl í þessum stærðar- og verð- flokki og þurfa jafnframt að flytja með sér farangur. Þessi íturvaxni Uno heitir svo alls ekki Uno eftir allt saman, nei, hann skal heita Duna! Við verðum líklega að skipta um kyn á kerrunni og tala um stóru systur! Ekki er látið sitja við það eitt að bæta kistunni aftan á Úno-inn til að hann verði Duna, klæðning- in breytist einnig, sérstaklega mælaborðið og hvalbakurinn. Það er alveg nýtt. Þá er einnig skutbíll í boði og í báðum útgáfum verður hægt að Ieggja aftursætin niður til að auka enn á farangursrýmið. Duna verður væntanlega fáan- leg hér á fslandi upp úr áramótum og ef að líkum lætur verður hún u.þ.b. 5—10% dýrari en litli bróð- ir, eigum við að giska á hálft fjórða hundrað þúsunda? Ef geng- ið verður ekki fallið að mun, þá ætti það að vera nærri lagi. Hér er gengið enn lengra, skutbíll og hlerinn opnast alveg niður í gólf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.