Morgunblaðið - 22.11.1986, Side 24

Morgunblaðið - 22.11.1986, Side 24
24 MORGWtílAÐIÖ, LAÚGARDiVGUR 22?. ííðVÉMÖfeít 'AW Requiem Mozarts í Hallgrímskirkju: Spennandi að vera með í þessum flutningi - segir Sigríður Gröndal ein einsöngvar- anna með Mótettukór Hallgrímskirkju Hallgrímskirkja var uppljóm- uð og björt og tónlistin fyllti hvern krók og kima. Hún lék um allar gotnesku hvelfingarnar hvort sem var veik eða sterk. Mozart, Mótettukór Hallgríms- kirkju, einsöngvarar og kapimer- sveit ætla að sameinast í fyrstu tónleikum í hinni nýju og stóru kirkju. Aheyrendur munu skipa sér þétt í hin mörgu sæti og allir leggja sitt að mörkum í stemmn- ingunni. Þetta verður á sunnu- daginn kemur klukkan 17 og mörgum mun leika forvitni á að vita hvernig kirkjan svarar vold- ugum flutningi kirkjutónlistar. Síðasta verkið... Þeir sem sáu kvikmyndina um Amadeus minnast atriða úr henni þegar þeir heyra Requiem Mozarts í dag. Burtséð frá söguskýringum kvikmyndarinnar er vitað að þama samdi hann síðasta verk sitt. Langt leiddur af sjúkdómi skrifaði hann kaflana Introitus og Kyrie til fulls. Söngraddir og fylgirödd bassans voru tilbúnar í fímm fyrstu köflum Sekvensíunnar en aðeins átta fyrstu taktar þess næsta, Laerimosa. Þótt Mozart hafí lokið frágangi söng- radda og bassa beggja kaflanna í Offertóríum sem kemur á eftir Se- kvensíunni er talið að taktamir átta í Lacrimosa séu síðustu nótur sem hann festi á blað. Ungur nemandi hans Franz Xa- ver Sussmayr lauk verki Mozarts og kaupandinn óþekkti fékk sitt. Sá hafði ráðið Mozart til að semja sálumessu til minningar um konu sína sem eigin tónsmíð. Sussmayr hafði fylgst með samningu Sálu- messunnar og þrátt fyrir að framlag hans sé umdeilt eru menn sammála um að viða hafi honum tekist frá- bærlega og að án hans hefði verkið trauðla varðveist. Hörður Askelsson organisti Hallgnmskirkju stjómar flutningi verksins hér. Mótettukórinn hefur Sigríður Gröndal sópransöngkona. Morgunblaðið/Þorkell Hörður Áskelsson stjórnandi tónleikanna ræðir hér við flytjendur. æft verkið síðan í haust ásamt önn- um tengdum vígslunni á dögunum. Szymon Kuran er konsertmeistari þrjátíu manna kammersveitar og bættist sveitin í æfingarhópinn um síðustu helgi. í vikunni hafa síðan einsöngvarar verið kallaðir til: Sigríður Gröndal kom frá Hollandi, Sigríður Ella Magnúsdóttir frá Lundúnum og nærtækari vom síðan Garðar Cortes og Kristinn Sig- mundsson. ... fyrsta verkið — Sálumessan er fyrsta kórverk- ið sem ég kynntist og þá strax sem unglingur, segir Sigríður Gröndal þegar við spjöllum stuttlega við hana á einni æfíngunni. — Þegar ég var þrettán eða íjórtán ára og stundaði nám í söng og píanóleik í Tónlistarskóla Kópavogs fékk pabbi mig til að hlusta á verkið og læra það. Ég þekki það því vel og fínnst spennandi að fá að vera með í þess- um flutningi. Sigríður stundar nú nám í Hollandi og er að hefja þar sitt annað námsár. Þar býr hún með Sólheimar í Grímsnesi Sólheimar í Grímsnesi eftirJan Ingimundarson Þjóðhátíðarárið 1974, fjórða dag nóvembermánaðar, andaðist hin merka afrekskona og brautryðj- andi, Sesselja Hreindís Sigmunds- dóttir, forstöðukona Bamaheimilis- ins Sólheima í Grímsnesi. Sesselja fæddist í Hafíiarfírði 5. júlí 1902, foreldrar vom hin mætu hjón: Kristín Símonardóttir og Sig- mundur Sveinsson, síðar umsjónar- maður Miðbæjarbamaskólans. Rúmlega tvítug sigldi Sesselja til framandi landa til að kynna sér rekstur bamaheimila, hjúkmn og uppeldi þroskaheftra bama. Hún stundaði nám við skóla og bama- heimili f Danmörku, Þýskalandi og Sviss. Markmið Sesselju með námi sínu var að stofna hér heimili fyrir þroskaheft og umkomulaus böm. Það var hvorki frama- eða Qár- von sem knúði Sesselju til þessa náms, enda átti jafn glæsileg hæfí- leikakona og hún margra betri kosta völ. Ástæðan var sú að hún kenndi í bijósti um þessi umkomu- lausu böm og skildi þörfma að stofna heimili fyrir þau. Á þeim dögum þótti sumum mönnum skömm að eiga þroskaheft böm og slíkt var jafnvel talinn blettur á heimili. í byijun mars 1930 kom Sesselja heim frá námi og hóf þá strax að undirbúa stofnun heimilisins. Málin þróuðust þannig að Bamaheimilis- nefnd Þjóðkirkjunnar keypti jörðina Hverakot í Grímsnesi af Guðjóni Jónssyni, 31. mars var kaupsamn- ingurinn undirritaður af Guðjóni og sr. Guðmundi Einarssyni á Mosfelli fyrir hönd Bamaheimilisnefndar. Sama dag gaf sr. Guðmundur út byggingarbréf til handa Sesselju fyrir jörðinni. Bréfið byijar þannig: „Sem for- maður Bamaheimilisnefndar evang. Iút. kirkju á íslandi, byggi ég Guðm. Einarsson pr. á Mosfelli, ungfrú Sesselju Sigmundsdóttur, jörðina Hverakot í Grímsnesi ásamt tveimur kýrkúgildum til ábúðar frá fardögum 1930 með þessum skil- yrðum: Landskuld og leigur borgast í fardögum ár hvert með 400 — íjögur hundruð — krónur. Ennfrem- ur fær nefíid Sesselja jafnframt og hérmeð kauprétt á jörðinni fyrir 8000 — átta þúsund — krónur er hún vill og getur keypt; en er skyld til með hálfs árs fyrirvara, annað hvort að kaupa fyrir það verð eða standa upp af jörðinni í fardögum hálfu ári eftir að henni hefur verið tilkynnt það ...“ Af þessu sést að Sesselja var eigandi bamaheimilis- ins, enda stendur í uppkasti að skipulagsskrá Sólheima: „ ... og ég Sesælja H. Sigmundsdóttir, sem nú rek eigið bamaheimili...“ 10. maí 1930 kom Sesselja til Hverakots. Strax næsta dag byijaði hin lífræna garðrækt, sem síðan hefur verið stunduð á Sólheimum. Sesselja hóf þegar smíði „Gamla Sólheimahússins, en allan efíiivið þurfti að flytja á vögnum fimm kfló- metra leið yfír fúamýrar. Ekki var meiningin að taka böm fyrr en húsið var fullgjört, en vegna óskar Reykjavíkurbæjar voru 5 böm tekin i tjald. Fyrstu bömin komu 5. júlí 1930. Lúðvík bróðir Sesselju útbjó tjald með trégólfí og hita frá hvemum, skúr með trégólfí var reistur, þar var borðað og bömin böðuð. 4. nóv. 1930 fluttu bömin í kjallara húss- ins. Haustið 1931 kom fyrsta þroskahefta fólkið til Sólheima og var kjallari hússins innréttaður fyr- ir það. Fyrsti þroskahefti einstakl- ingurinn kom 1. nóv. 1931. Brátt kom að því að ekki var hægt að hafa í sama húsi heilbrigð böm og þroskaheft og var ákveðið veturinn 1932—33 að byggja sérhús fyrir vangefna. Byggingin hófst strax sumarið 1933 og veitti ríkis- stjómin styrk til ffamkvæmdanna. Var nú horfíð að því ráði að breyta bamaheimilinu í sjálfseigna- stofnun. Þau Sesselja Sigmunds- dóttir og sr. Guðmundur Einarsson gerðu skipulagsskrá fyrir stofnun- ina, sem staðfest var 12. janúar 1934. Bamaheimilisnefnd lagði fram jörðina og það sem henni fylgdi, en Sesselja bamaheimili sitt, sem nú fékk nafnið Sólheimar. Eins og fyrr er getið komu fyrstu bömin til Sólheima 5. júlí á 28. afmælisdegi Sesselju. Fyrstu starfsstúlkumar voru: Hanna Sigurbjömsdóttir, Ást Jóns- dóttir og Guðrún Ingólfsdóttir. Fjölskylda Sesselju tók mikinn þátt í uppbyggingu heimilisins og störf- um þess. Sesselja stjómaði síðan Sólheim-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.