Morgunblaðið - 22.11.1986, Síða 3

Morgunblaðið - 22.11.1986, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1986 3 h: Kópavogur: Fyrsta skóflustungan að lista- safni Grerðar Helgadóttur Teikningar af fyrirhuguðu listasafni Kópavogs. Benj- amín Magnússon arkitekt teiknaði húsið. SNORRI Helgason, bróðir Gerðar Helgadóttur myndlist- arkonu tók í gær fyrstu skóflu- stunguna fyrir Listasafni Kópavogs, sem bera mun nafn Gerðar. Tíu ár eru frá því erf- ingjar listakonunar gáfu Kópavogskaupstað öll listaverk sem í dánarbúinu voru með þvi skilyrði að byggt yrði listasafn er geymdi verk hennar og sýndi. „Sú ákvörðun erfíngjanna að gefa Kópavogskaupstað öll lista- verkin sýndi mikla viðsýni og ást til látinnar systur," sagði Jón Guð- laugur Magnússon í gær, en hann gegndi lengst af formannsembætti í lista- og menningamefnd og á sæti í stjóm listasafnsins. Hann gerði grein fyrir undirbúningi framkvæmda og gat þess að bygg- ingamefnd hefði fyrst komið saman árið 1978. Náin samvinna hefði verið höfð við ættingjana frá upphafí og víða leitað ráða. Væntanlegt listasafn mun rísa á hæðinni gengt Félagsheimilinu, skammt frá kirkjunni. Safnið verð- ur á tveimur hæðum með tveimur sýningarsölum á efri jarðhæð og er áhersl lögð á jafna dreifíngu ofanljóss yfír allt sýningarsvæðið. A neðri jarðhæð verða málverka og höggmyndageymslur, skrifstof- ur og fleira. í fyrsta áfanga sem boðinn hefur verið út er gert ráð fyrir að ljúka jarðvinnu og steypa sökkla. Byggingaráfangamir em átta og er áætlað að safnið verði fullbúið árið 1997. Kostnaðaráætl- un listasafnsins samkvæmt verð- lagi í nóvember 1986 er 77 milljónir króna. Áætlunin gerir ráð fyrir að húsið verði fokhelt árið 1988 og verða listaverk Gerðar Helgadóttur þá afhent Kópavogs- bæ. „Ég er mjög ánægður með að það skuli vera byrjað á fram- kvæmdum eftir öll þessi ár,“ sagði Snorri Helgason, einn eftirlifandi erfíngja Gerðar. „Þama em dug- legir menn að verki en það gerist ekki allt á einum degi og vil ég færa Kristjáni Guðmundssyni bæj- arstjóra serstakar þakkir fyrir þann áhuga sem hann hefur ævin- íega sýnt þessari byggingu." Mn skrauti og blómavörum. Aðve%ytiiyamar Aðventan hefst 30. nóvember. Gero aðvenluskreytingaergoöur siöur á mörgum heimilum við upphat jólaundirbúningsins. |memKr"aðvenUiSkrey<Wa. f^Ssunnudag kl. 14-18. X8QT 280T180.- jt8u145.- Jólastjaman Hún er ómissandi á þessum árstrma. Ótrúlega mikið úrval. A tilboðsvetðimna Blómstrandi Ástareldur Nóvemberkaktus Nóvemberkaktus Jólaarænt-Cypris Kertamarkaöur \ KertH þúsundatali, - hvergi meira urval. : aólin byrja i Blómavali. Pasr leiðbeina við gerð aðventuskreytinga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.