Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.07.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1982 „Hjartau verslunarinnar byrjað að slá í Kringlumýrinni Þad hefur vakiA athygli margra hve Hús verslunarinnar hefur verið skamm- an tíma í uppbyggingu. Framkvæmdir hófust er fyrsta skóflustungan var tekin vorió 1976, en þær eru nú á lokastigi. Það voru arkitektarnir Ingimund- ur Sveinsson og Einar Þ. Asgeirsson sem teiknuðu húsið. issjóður verslunarmanna, en þeir eru þegar byrjaðir að innrétta og ætla að flytja inn á árinu. A fimmtu hæð verður Félag ís- lenskra stórkaupmanna með að- stöðu, en þeir hafa leigt út frá sér hluta hæðarinnar endurskoðun- arfyrirtæki sem þegar er flutt inn. Á sjöttu hæð verða Kaupmanna- samtök íslands, en þeir hafa þegar auglýst sitt gamla húsnæði á Mar- argötunni til sölu. Verslunarráð íslands flutti inn á sjöundu hæð þann tólfta júlí síðastliðinn. Verslunarmannafélag Reykjavík- ur ætlar að flytja inn á áttundu hæð í september komandi. VR verður einnig með aðstöðu á ní- undu hæð. Á tíundu hæð verður Bílgreinasamband íslands en ell- efta og tólfta hæð eru hugsaðar sem mynja og handbókasafn og er innangengt á milli hæðanna. Þetta húsnæði verður þó fyrst um Ohætt er að segja að verslunar- reksturinn í landinu hafi eignast hjartastað í Kringlumýrinni í Keykjavík. Þar hefur á skömmum tíma risið eitt stærsta hús landsins, Hús verslunarinnar, fjórtán hæða bygging, sem kemur til með að hýsa ýmis samtök og fyrirtæki í verslana- stétt. Þegar þetta er skrifað eru tveir aðilar þegar fluttir inn í húsið með starfsemi sína, Verslunarráð ís- lands, sem hélt sinn fyrsta fram- kvæmdastjórnarfund í húsinu þann 22. júlí síðasliðinn, og Endurskoðun- arskrifstofa Árna Bjöms Birgissonar og Reynis Árnasonar, en þeir hafa fengið leigt húsnæði hjá Félagi ís- lenskra stórkaupmanna. Aðrir aðilar vinna að því að innrétta fyrir starf- semi sína og má búast við að þeir flytji rekstur sinn í húsið á næstu mánuðum. Það var árið 1972 að eignaraðil- ar hússins sem eru Verslunar- banki íslands, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Verslunar- mannafélag Reykjavíkur, Kaupmannasamtök íslands, Félag íslenskra stórkaupmanna, Bíl- greinasambandið og Verslunarráð Islands ákváðu að ráðast sameig- inlega í húsbyggingu yfir starfemi sína. Arkitektarnir Ingimundur Sveinsson og Einar Þ. Ásgeirsson voru fengnir til að teikna húsið en framkvæmdir hófust vorið 1976 þegar Hjörtur Hjartarson, for- maður byggingarstjórnar tók fyrstu skóflustunguna fyrir bygg- ingunni. Húsið er rúmlega tíuþús- und fermetrar að stærð en þeir hlutar þess sem ekki eru í sameign eignaraðila og er ekki notaður undir starfsemi þeirra, eru þessa dagana auglýst til leigu fyrir sam- tök og einkaaðila. Hússtjórnin hefur ákveðið að leigja út hluU af fyrstu hæðinni undir veit- ingarekstur, mat- og kaffisölu. Ekki hefur verið ákveðið hvers kyns starfsemi eigi að fara fram i öðru leigurými, heldur verður það vegið og metið er leigutilboð berast. Að sögn Þorvarðs Elíassonr, rit- ara hússtjórnar, hefur hússtjórnin ekki ákveðið hvers kyns starfsemi verði rekin í leiguhúsnæðunum heldur munu þeir vega og meta hvert leigutilboð, utan þess að þeir hafa gert ráð fyrir, að á fyrstu hæð hússins verði rekinn matsöl- ustaður eða kaffitería. Undir húsinu er kjallari sem ekki var gert ráð fyrir í upphafi. Vegna jarðvegs og umhverfis varð húsgrunnurinn dýpri en ella og ákváðu húseigendurnir því að nýta sér þetta annars ónýtta rými. Að sögn Þorvarðs Elíassonar er kjall- arinn eitt traustasta neðanjarð- arbyrgi í landinu og gætu þeir vel hugsað sér að leigja hann Al- mannavörnum til afnota. Á jarð- hæðinni verður stór bílageymsla en það húsnæði er nú leigt Eim- skipafélagi Islands undir vöru- geymslur og verður þar til starf- emi í húsinu verður komin í fullan gang. Á fyrstu hæðinni er gert ráð fyrir kaffiteríu sem að sögn Þor- varðs verður hugsanlega rekið með svipuðu sniði og matsölustað- urinn á Hótel Esju. Verslunar- banki íslands fær aðstöðu á fyrstu þremur hæðunum. I upphafi hafði bankinn áformað að flytja með aðalbanka sinn í húsið, en vegna þess hve byggingar í Kringlumýr- inni eru skammt á veg komnar, mun aðalbankinn, a.m.k. fyrst um sinn, verða áfram í Bankastræt- inu. Á fjórðu hæð verður Lífeyr- Spjall við Þorvarð Elíasson um Hús verslunarinnar Flugleiðir: Á tólfta hundrað farþega fara nú um Reykjavíkurflugvöll daglega „Mikill munur á allri flugafgreiðslu síðan tölvukerfið Alex var tekið í notkun,“ sagði ______________ Andri Hrólfsson, stöðvarstjóri á Reykjavíkurflugvelli.__________________ * Drífa Hilmarsdóttir sagðist vera bú- in að vinna hjá fyrirtækinu í fjögur og hálft ár. „Það er mikill munur að vinna við bókanir nú frá því sem áður var. Það verður þó stórt skref fram á við þegar allir stærstu stað- irnir úti á landi verða tengdir við tölvukerfíð,“ sagði Drífa. Er blaðamaður og Ijósmyndari Morgunblaösins litu inn á afgreiðslu innanlandsflugs Flugleiða á Reykja- víkurflugvelli skömmu fyrir verslun- armannahelgina var starfsfólk önnum kafið við bókanir og aðra flugafgreiðslu, í þeirri viðleitni að koma farþegum áleiðis víðs vegar um land. Nú stendur yfir mesti annatími innanlandsflugsins, mikið um innlent sem erlent ferðafólk, enda hásumar og landiö í sínum feg- ursta skrúða. Um þessar mundir fara á tólfta hundrað manns um Reykjavíkurflugvöll daglega, en það er nokkuð meira en um jólahátíðina og páska. Við hittum fyrir þá Andra Hrólfsson, sem tók við starfi stöðvarstjóra á Reykjavíkurflug- velli þann 15. júní síðastliðinn og Þórarin Stefánsson, aðstoðar- stöðvarstjóra. Þeir Andri og Þór- arinn byrjuðu hjá Flugfélagi ís- lands árið 1966 og hafa starfað við flugið bæði fyrir og eftir samein- ingu Loftleiða og Flugfélagsins síðan, utan tveggja ára tímabils sem Þórarinn starfaði hjá SAS. Andri sagði, að það væri mikill munur að starfa við flugafgreiðsl- una síðan farið var að vinna allar bókanir inn á tölvuskerma. „Tölv- an býður upp á arðbærara flug og gerir okkur kleift að fylgjast betur með allri flugumferð. Afgreiðsla á hverja símapöntun tekur kannski eitthvað lengri tíma en áður, en þar kemur á móti að hver farþegi fær mun betri og fjölbreyttari þjónustu," sagði Andri. Árið 1976 tóku Flugleiðir í notk- un tölvukerfi fyrir innanlands- flugið sem Flugleiðamenn gáfu nafnið Alex. Nafngiftin var gefin eftir Alexander Jóhannessyni frá Gili í Borgarsveit, Skagafirði, en hann var einn af stofnendum Flugfélags íslands árið 1928 og fyrsti framkvæmdastjóri þess, frá 1928 til 1931. Að sögn þeirra Andra og Þórarins hefur tölvu- kerfið reynst þeim mjög vel. „Það er þó nauðsynlegt að koma upp útstöðvum fyrir kerfið á stærstu áætlunarstöðunum úti á landi, en þegar eru komnir upp skermar á Akureyri, Egilsstöðum, Húsavík og í Vestmannaeyjum," sagði Þór- arinn. „Tökum sem dæmi aðila sem hyggur á ferð frá Reykjavík til Akureyrar. Hann hringir í af- greiðslu okkar á Reykjavíkur- flugvelli, þar sem honum eru gefn- ar upplýsingar sem birtast á tölvuskermi. Við gefum honum upp allt fyrirhugað flug til Akur- eyrar þann daginn og fyrstu áætl- anir næsta dag. A skerminum birtast upplýsingar um lausan sætafjölda í hverju flugi og getur aðilinn þá pantað það far sem honum hentar. Nú óskar hann eft- ir bílaleigubíl og hótelherbergi með baði á Akureyri. Við skráum þessar óskir hans á skerminn hjá okkur, en afgreiðslan á Akureyri kallar síðan fram hjá sér og upp- fyllir þær með innanbæjarsímtöl- um. Þá hefur tölvan affeveldað mikið afgreiðslu á hópfarþegum og gert okkur kleift að fylgjast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.