Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1997, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1997, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997 Fréttir Haförn NS: Tveir skipstjórar og einn háseti DVt Bakkafirði: „Það er kommúnistafyrirkomu- lag á þessu hjá okkur. Við stjóm- um þessu báðir og það gengur ágætlega," segja bræðumir Daníel og Sævar Gunnarssynir sem gera út Hafom NS til grásleppuveiða frá Bakkaflrði. Bræðumir stjóma bátnum sameiginlega til veiðanna en að auki er um borð Gústaf Andr- ésson háseti. Þeir segja aflann vera fremur tregan en þó sé veiðin mjög misjöfn milli báta. Alls eru 23 bát- ar á grásleppuveiðum frá Bakka- firði. „Þetta er sæmileg lífsafkoma hjá mönnum þegar vel veiðist. Við erum að vona að grásleppan gefi sig til í næsta straumi," segja þeir. Bræðumir voru áður sinn með hvom bátinn sem þeir áttu sjálfir. Þeir segjast leigja Hafóm á meðan þeir hugsi málið varöandi frekari útgerð. „Við tókum gulrót sjávarútvegs- ráðherra og úreltum bátana. Tím- inn veröur að leiða í ljós hvort við förum aftur í útgerð,“ segja bræð- umir. -rt Áhöfnin á Haferni var aö gera klárt eftir grásieppuróöur þegar DV átti leiö um Bakkafjörö í síöustu viku. Þeir segja afla bátanna vera mjög misjafnan. DV-mynd GVA Kópasker: Einstaklingar ekki einangraðir *lll ; ; mí Ingibjörg Jóhannesdóttir og Erla Kristinsdóttir sjá um börnin í leikskólanum á Kópaskeri. Hér eru þær ásamt nokkrum barnanna. DV-mynd GVA DV, Kópaskeri: „Þetta er yndislegt umhverfi og hefur góð og þroskandi áhrif á böm- in. Það má segja að þetta sé hrein paradís," segir Ingibjörg Jóhannes- dóttir, leikskólastjóri á Kópaskeri. Leikskólinn, þar sem 19 böm eru í gæslu, er starfræktur í sama húsi og grunnskólinn og segir Erla að það hafi í for með sér ótvíræða kosti fyrir börnin. „Þetta fyrirkomulag hefur bæði góð og þroskandi áhrif á bömin,“ segir hún. Ingibjörg og Erla Kristinsdóttir, samstarfsmaður hennar, era báðar Reykvíkingar. Þær hafa báðar búið á Kópaskeri um árabil og segjast einskis sakna úr höfuðborginni. „Það er allt annað líf að búa hér. Einstaklingar eru minna einangrað- ir en vill verða í borginni. Hér njóta allir þess betur ef eitthvað er um að vera. Það eru flestallir þátttakendur í félagslífmu og þannig njóta allir sín,“ segja þær. -rt Þaö er á stundum fjörugt skemmtanalifiö á Raufarhöfn. Mikil hátíö var haldin á Hótel Noröurljósum aö kvöldi síöasta vetrardags þar sem meöal annars var karaokekeppni. Margir skráöu sig til þátttöku og þar létu húsmæöurnar ekki sitt eftir liggja. Þegar DV átti leiö um á dögunum voru þær ísabella Bjarkadóttir, íris Erlendsdóttir og Þorbjörg Stef- ánsdóttir aö æfa sig. Þær stöllur eru allar húsmæöur á staönum og börn þeirra fylgdust grannt meö æfingunni. DV-mynd GVA Verkalýðsleiðtogi þjálfar körfuboltalið: Mikill metnaður að koma upp góðu liði - segir Sæmundur Jóhannesson á Þórshöfn DV, Þórshöfn: „Við ætlum okkur að þjálfa okkar börn þannig að þegar þau koma í framhaldsskóla geti þau gengið til liös við hvaða körfuboltalið sem er,“ segir Sæmundur Jóhannesson, verkalýösformaður á Þórshöfn, sem þjálfar þrjá flokka í körfubolta, 12 ára, 14 ára og 16 ára krakka, innan Ungmennasambands Norður-Þingey- inga. Krakkamir eru frá Keldu- hverfi, Kópaskeri, Raufarhöfn til Þórshafhar. Miklar fjarlægðir eru milli staða eða rúmir 200 kílómetrar. „Við verðum alltaf að æfa hveijir í sínu lagi vegna fjarlægðarinnar. Það er mjög mikill áhugi hjá krökk- unum sem hafa sama metnað og ég til að koma upp góðu liöi,“ segir Sæ- mundur. -rt Héöinn Helgason undir stýri í bjöllunni alþjóðlegu sem hefur 25 gíra áfram og átta aftur á bak. DV-mynd GVA Alþjóðleg bjalla á Húsavík: 25 gírar áfram og 8 aftur á bak DV, Húsavík: „Það er þúsund tíma vinna að baki þessari breytingu en hún heppnaðist vel eins og sjá má af því að billinn hefur þjónað mér í 5 ár án þess að bila neitt að ráði,“ segir Héðinn Helgason á Húsavik sem ekur um á vígalegri Volfswagen bjöllu. Bíllinn er á Scout grind og upphækkaður. Auk þess eru í hon- um hlutar úr Volvo, Toyota og Rússajeppa. Héðinn segir að það séu fáar vegleysur sem stöðvi hina al- þjóðlegu bjöllu. „Ég kemst allt sem ég þarf að komast. Hún fer aö vísu ekki hratt með aukagírkassann sem býöur upp á 25 gíra áfram og átta gíra aftur á bak, en hún þjónar mér vel,“ segir Héðinn. -rt Nýtt fjölmiðlunar- fyrirtæki á Húsavík DV Húsavík: „Ég er að byrja þennan rekstur og Pésinn er fyrsta skrefið. Hann er í dag eingöngu auglýsingablað en meiningin er að þróa hann í það að verða fréttablablað,“ segir Ari Al- bertsson sem stofnsett hefur eigið fjölmiölunarfyrirtæki á Húsavík. Auk þess að gefa út sitt eigið blað starfar Ari sem fréttaritari DV á staðnum og er með umboð fyrir bíla. Hann er enn sem komið er eini starfsmaðurinn og segist vera allt frá sendli og upp í framkvæmdastjóra. „Það er grandvöllur fyrir þiessari útgáfu og ég ákvað að slá til og Ari Albertsson gefur út sitt eigiö blaö á Húsavík. DV-mynd GVA reyna eitthvað sjálfstætt. Mig hefur lengi langað til þess að gera eitt- hvað í þessa vera og nú var tæki- færið," segir Ari. -rt Sæmundur Jóhannesson, verkalýösleiötogi og þjálfari körfuboltaliös UMSÞ. DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.