Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997 Fréttir Blaðamenn DV fóru í einstaka „hallaferð“ um borð í risaskipið í HáfsQöru: Víkartindinum náð Blaðamenn DV áttu sérstakan og eftirminnilegan dag þegar þeir skoð- uöu ýmis ótrúleg sjónarhom og um- merki um borð í Víkartindi i Háfs- fjöru á mánudag - þar sem hátt í 2ja milljarða tjón hefur orðið. Nær stöðug barátta við þyngdarlög- máliö um borð kom mest á óvart enda er halli skipsins meiri en maður ger- ir sér í hugarlund við að skoöa mynd- ir. Til að byrja með fundu menn fyrir flökurleika er þeir vom að klifra og fóta sig enda hallast skipið um 40 gráður - mest var „mgltilfmningin“ þegar ekki var hægt að horfa í land til að fá viðmiðun. Hallinn er nánast hliðstæður því þegar rétthymingi er hallað og hann gerður tíguúaga. En þegar fór að líða á leiðangurinn, menn famir að venjast „ruglingnum" og búnir að príla og skakklappast eft- ir þilforum, lestarlúgum og handrið- um og síðan allar sjö hæðimar upp í brú og út á efri brúarvænginn (bak- borðsmegin) var ekki laust við að sjálfstraustið og jaflivægisskynið væri komið í gott lag. Vikartmdimun var náð! Meiri halli en... Þegar komið er að þessu risavaxna skipi er m.a. hægt að horfa upp undir flatan botn þess í fjörunni. Til að kom- ast upp á síðu skipsins er byrjaö á að klifra upp tvöfaldan álstiga. Hann brúar bilið frá fjörusandinum upp að stálstiga sem hefur verið soðinn utan á sjálfa síðuna. Þegar maður klifrar síðan upp stálkengina eftir hallandi Mæðinni kastað f fbúð skipstjórans sem er ó sjöttu hæð Víkartinds. Samúel Þórisson tollvöröur leikur sér að þyngd- arlögmálinu f 40 gráða hallanum og blaöamaöur DV fylgist með. Þótt ótrúlegt megi virðast standa mennirnir á mynd- Á fjörunni er hægt að ganga með út- sfðu Víkartinds og virða fyrir sér hve djúpt það hefur grafist niöur f fjöruna. síöunni er betra að vera ekkert að horfa niöur. Samúel Þórisson tollvörður, leið- sögumaður okkar, fór flmlega upp á undan blaðamanni og ljósmyndara. Þegar þremenningamir höfðu náð að klöngrast alla leið upp og síðan niður i ganginn á milli lunningar og lestar- karmsins vora þeir komnir að aftari kranafætinum. Hann hefúr verið rétt- ur við eins og fremri kraninn. Það rann nú upp fyrir leikmönnunum að hallinn um borð er meiri en maður hafði ímyndaö sér. Við gægðumst upp fyrir lúgukarminn og litum niður. Það var eins og hálf fjaran væri kom- in niður í lestina stjómborðsmegin - þama lengst niðri. Vart var hægt að inni réttir. Langflestar íbúöir skipverja, svo og brúin, eru óskemmdar. hafið ólgaði þar nokkra metra frá. Glottandi, fúlskeggjaður og vígaleg- ur Bandarikjamaður í þykkum tausamfestingi, stálskóm, með þykk og dökk gleraugu, benti okkur á að þeir færa brátt að hífa stórt stykki úr skipinu í land. „Ókey, þeink jú,“ sögð- um við. Ógnvekjandi rennibraut Við héldum áleiðis að afturskipinu og urðum að príla út á síðuna aftur til að komast fram hjá kranafætinum. Að þvi loknu var gengið aftur með þil- farsganginum á ný - ekki mátti í milli sjá hvort var betra að skakklappast á sjálfú þilfarinu, á lúgukarminum eða bara í kverkinni á milli. Þegar komið var að u.þ.b. 4ra metra löngu opnu svæði á milli afturskips- ins og afturkarmsins á lestunum fóra tvær grímur að renna á menn. Nú var ekki lengur hægt að ganga utan í lúg- unni. Við voram komnir að 22ja metra langri berstrípaðri „stálrenni- braut“ sem nær yfir þvert skipið. Eina leiðin til aö komast upp aö aftur- skipinu og fram hjá þessari hindrun var að halda sér utan í síðurekkverk- ið. Það var eins gott að missa ekki takið því annars hefði maður endað í hafmu fyrir neðan. Það var ekki laust viö aö einhver ónotaleg ragltilfinning, með votti af flökurleika, væri farin að ná tökum á blaöamönnunum þó að þeir séu ýmsu Eldhús á bak og burt. Þessi mynd er tekin á neðstu hæðinni sjávarmegin á afturskipinu. Þar stóð eitt sinn blómlegur matsveinn og reiddi fram rjúkandi réttl fyrir áhöfn Vfkartinds. Nú hefur Æglr konungur svipt þilinu og öllum tækjum og tólum kokksins t burtu. koma auga á þá sextán gáma sem enn era sagðir vera þama niðri I afturlest- unum. Nokkur gámahom stóðu þó upp úr svörtum sandinum og Atlants- DV-myndir GVA vanir til sjós og lands í gegnum árin. „Þetta er bara eins og í geimmynd," sagöi Gunnar ljósmyndari þegar hann náöi heilu og höldnu í einu stökki að Samúel tollverði sem stóð ramm- skakkur utan í hvítu þili í afturskip- inu - hann vó salt og var að reyna að halda sér lóðréttum. Eftir þetta brölt fannst manni held- ur langsótt að ímynda sér að eiga eft- ir að komast upp stigana í sjö hæða byggingu upp í brú. Eldhúsiö horfiö! Eftir aö hafa virt Bandaríkjamenn- ina fyrir okkur logskera afturspil skipsins í sundur var haldið inn í aft- urskipið. Á fyrstu hæöinni var eitt sinn eldhús. Nú er það horfið. Sjórinn er búinn að skola því í burtu nánast í heilu lagi. Borðsalir og skrifstofúr standa enn þá á hæðinni en þar var allt á rúi og stúi. Við héldum upp á aðra hæð eða öllu heldur toguöum okkur þangað upp eftir handriðum. Þar leit allt held- ur skár út en fyrir neðan. Á þriðju hæð virtist allt heillegt í íbúðum skip- veija, fyrir utan það að allar hurðir, skápar og skúfiúr virtust standa opn- ar en á skakk og skjön. Við litum út um glugga „til að rétta okkur af‘ - famir að venjast hallan- um og flökurtilfmningin var horfín. Áfram var haldið - upp, upp - eftir dimmum hallandi stigaganginum. Á Þú getur svaraö þessari spurningu meö þvt aö hringja i sima 9041600. 39,90 kr. mínútan Ji 1 Nel 2 j rödd FOLKSINS 904 1600 Er sameining jafnaðarmanna tímabær? sjöttu héeð köstuðu menn mæðinni og fengu sér kóksopa. Við litum inn í skipstjóraíbúðina. Þar var allt heillegt nema hvað mold hafði kastast út á gólfteppin úr stórum blómapotti og ýmislegt smálegt hafði fariö úr hirsl- inn. Tölvan lá úti í glugga. Tveggja manna tak aö opna dyr Brúin er á sjöundu hæð. Tvo okkar þurfti til að opna brúardymar vegna hallans. Þegar litið var inn var ekki hægt að sjá annað en að öll stjómtæki væra í lagi. Þama inn hefur enginn sjór komist. Til að komast út á efri brúarvæng- inn varð að sæta lagi til að renna ekki eftir gólfdúknum alla leið niöur í neðri hluta brúarinnar. Samúel toll- verði tókst af miklu harðfylgi að lyfta hurðinni upp og út á bakborðsbrúar- væng - þaðan sem 19 manna áhöfn Víkartinds var hífð um borð í TF-LÍF hinn örlagaríka dag, 5. mars. Þegar við þremenningamir höfðum allir „togað okkur“ út á væng vora Bandaríkjamennimir að hífa stórt stykki úr afturskipinu niður í fjöru. Okkur varð á orði að nú væra menn famir fyrir alvöra að hefjast handa við að hluta skipið í sundur. Við virt- um fyrir okkur akkerisspilið, akker- iskeðjumar og -króka, frammastrið, björgunarbát, flestar lestarlúgumar og fleira þar sem það lá i fjörunni - allt búið að losa og hífa í land. Þó svo að jökla- og fjallasýnin yfir léttskýjað Suðurlandið hafi verið fóg- ur úr brúnni má rétt ímynda sér að Mikael Barz, skipstjóri Víkartinds, hefúr ekkert á móti því að virða það fyrir sér með skipið í heilu lagi og fljótandi nokkrum milum sunnar. En það verður aldrei - skipið fer ekki á flot aftur. DV-menn héldu nú sem leið lá alla leið niður í fjöra - galvaskir, að því er þeim fannst, og þökkuðu Samúel Þór- issyni fyrir góða fylgd og aðstoð. -Ótt Stuttar fréttir Stykki úr afturskipinu híft í land. Eins og sjá má á myndinni hafa frammastr- ið, akkerisvindurnar og flestar lestarlúgurnar einnig veriö fjarlægöar. Kók vill Víking hf. Viðskiptablaðið segir að við- ræður standi yfir um kaup Vífil- fells á 30% eignarhlut í Víking- ölgerðinni á Akureyri. íslensk- ameríska vill einnig eignast helmingshlut í Víkingi og brugga þar Pripps-öl, að sögn blaðsins. Útvörp sameinast Viöræður um sameiningu Aö- alstöövarinnar og FM 957 standa einnig yfir en SAM-bíóin eiga síðamefhdu stöðina. Frá þessu segir Viðskiptablaðið. Framtíö Kvennalistans Steinunn Óskarsdóttir borg- arfúlltrúi gagnrýnir að ekki skuli unnið úr skoðanakönnun sem gerð var um framtíö Kvennalistans og niðurstöðum- ar birtar. 700 konur tóku þátt í könnuninni en 190 svör bárust. Sjónvarpið sagði frá. Fjórir fréttamenn hætta Fjórir fréttamenn Ríkisút- varpsins, Gissur Sigurðsson, Guðrún Eyjólfsdóttir, Kristinn Hrafnsson og Sigrún Bjömsdótt- ir, hafa sagt upp störfum vegna óánægju með launakjör. Schengen í uppnámi Hollendingar vilja fella Schengen-samkomulagið inn í stofnsáttmála EES. Þar með ork- ar aðild íslands og Noregs að Schengen tvímælis vegna þess að löndin verða áhrifalaus um öll mál sem varða Schengen. Sjónvarpið sagöi frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.