Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1997, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1997, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997 41 <* DV Úrslitaleikur íslandsmótsins í handbolta - 2. flokkur kvenna: Valsstelpurnar léku sterkt til sigurs - og unnu Stjörnuna í úrslitaleik, 26-22 Valsstelpumar voru hinir öruggu sigurvegarar í úrslitaleik íslands- mótsins í 2. flokki kvenna gegn Stjörnunni, 26-22. Leikurinn fór fram íþróttahúsinu við Strandgötu sunnudaginn 20. apríl. Sigur Vals var aldrei í hættu og staðan 17-9 fyrir Hlíðarendastelp- umar í leikhléi. Það var eins og sigurviljann skorti í Stjömuliðið að þessu sinni - en hann skiptir Umsjón Halldór Halldórsson sköpum í þessari íþróttagrein sem öðrum. Stjörnurnar bitu þó frá sér í síðari hálfleik en það dugði ekki til gegn hinu sterka Valsliði. Þóra og Nína meö átta mörk Markahæst í Valsliðinu var Þóra B. Helgadóttir, sem skoraði 8 mörk, Eva Þórðardóttir gerði 6, Eygló Jónsdóttir 3, Hafrún Kristjánsdóttir 3, Sigurlaug Rúnarsdóttir 3 og Júlí- ana Þórðardóttir 2 mörk. - Tvær brottvísanir vom hjá Val og tvær áminningar. Mörk Stjömunnar gerðu eftirtald- ar stúlkur: Nína R. Björnsdóttir 8, Rut Steinsen 7, Inga S. Björgvins- dóttir 3, Guðrún Nielsen 2, Ásbjörg Gunnarsdóttir 1 og Unnur M. Guð- mundsdóttir 1 mark. - Þjálfari Stjömuliðsins er Ólafur B. Lámsson. Æðisleg liösheild Júliana Þórðardóttir, fyrirliði 2. (slandsmeistarar Vals í 2. flokki kvenna 1997. Liðið er þannig skipað: Arna Grímsdóttir (5), Eva Dögg Benediktsdóttir (18), Eva Þórðardóttir (9), Eygló Jónsdóttir (6), Hafrún Kristjánsdóttir (13), Heiður Baldursdóttir (8), Hera Grímsdóttir (15), Lilja Hauksdóttir (7), Sigrún Ásgeirsdóttir (4), Sigurlaug Rúnarsdóttir (14), Þóra B. Helgadóttir (8), Júlíana Þórðardóttir, fyrirliði (19), Aðalheiður D. Þórólfsdóttir (1) og Sigurdís Óiafsdóttir (12). - Þjálfari liðsins er Karl G. Erlingsson. DV-myndir Hson flokks Vals, var að vonum ánægð með frammistöðuna: „Þetta er alveg æðisleg liðsheild enda höfum við höfum æft upp á hvem einasta dag undanfarið - og verður einnig æft stift í sumar, ann- að dugar ekki. Æfingar em svo til allt árið, sem er nauðsynlegt til að ná árangri, því handboltinn er erfið íþrótt, en alveg þrælskemmtileg, - en bara ef maður er í góðri æfingu. Jú, - við höfum frábæran þjálfara og áhugasaman, hann Karl Erlings- son, sem mun þjálfa okkur áfram,“ sagði Júlíana, fyrirliði Valsliðsins. Úrslitaleikur íslandsmótsins í handbolta - 4. flokkur kvenna: Fylkir,eigna5ist sína fyrstu Islandsmeistara - sigraði FH nokkuð örugglega í úrslitaleik, 18-14 íþróttafélagið Fylkir í Árbænum eignaðist sína fyrstu íslandsmeistara í handbolta þegar stelpumar í 4. flokki félagsins sigruðu FH í úrslitaleik, 18-14. Var Fylkisliðið mun ákveðnara í síðari hluta leiksins sem nægöi til sigurs í þessum mikilvæga leik Árbæjarstúlknanna. Það var töluverð spenna í fyrri hálfleik og nokkurt jafnræði með liðunum - og staðan 8-7 fyrir Fylki í leikhlé. Vigdís og Emelía meö 6 mörk fyrir Fylki Tvær stúlkur skoruðu 12 af mörkum Árbæjar- liðsins i úrslitaleiknum. Liðið lék mjög agað og sýndu stelpumar mikla samstöðu og góða baráttu, sem færöi þeim gullverðlaunin. - Eftirtaldar stelpur skomðu mörk Fylkis: Vigdís Brandsdóttir 6 mörk, Emilía Tómasdóttir fyrirliði 6, Sigurbirna Guðjónsdóttir 3, Unnur B. Guðmundsdóttir 2 og íris Marteinsdóttir 1 mark. - Þjálfari íslandsmeistara Fylkis er Finnbogi G. Sigurbjömsson. FH-liöiö komst aldrei á skriö Hinn sterki leikur Fylkis kom FH-stelpunum eins og í opna skjöldu - virtist slá þær út af laginu og þær misstu taktinn. FH er með gott lið sem náði bara ekki sýna sitt besta að þessu sinni. - Mörk FH skorðuð eftirtaldar stelpur: Hafdís Hinriksdóttir 3 mörk, Harpa Dögg Vífilsdóttir 3, Silja Úlfarsdóttir 3, Margrét Jónsdóttir 2, Dröfn Sæmundsdóttir 2 og Sig- rún Gísladóttir 1 mark. - Þjálfari FH-liðsins er Katr- ín Danivalsdóttir. Fylkisstelpurnar, Islandsmeistarar í 4. flokki 1997: Liöib er þannig skipaö: Edda Smáradóttir (8), Emi- lía Tómasdóttir, fyrirliöi (9), Erna Haröardóttir (1), Erla Sigurþórsdóttir (4), Hanna Baldvinsdóttir (6), Hulda Pétursdóttir (10), fris Marteinsdóttir (2), Katrín Óskarsdóttir (16), Sigurbirna Guöjónsdóttir (5), Sigurbjörg Marteinsdóttir (3), Vigdís Brandsdóttir (7), Tinna Jökulsdóttir (41), Unnur Guömundsdótt- ir (13), Hulda Guömundsdóttir (11) og Þorbjörg Ögmundsd. (12). Þjálf. Finnbogi Sigurbjörnss. íþróttir unglinga Júlíana Þóröardóttir, fyrirliöi ís- landsmeistara 2. flokks Vals, hampar hér hinum eftirsótta Handbolti, 2. fl. kvenna: FH með bronsið í keppni um 3. sæti íslands- mótsins í 2. flokki kvenna sigraði FH Víking, 25-22, I nokkuö spennandi leik. Staðan í hálfleik var 12-10 fyrir FH. Mörk FH: Þórdís Brynjólfsdóttir 7 mörk, Hrafnhildur Skúladóttir 6, Dagný Skúladóttir 6, Gunnur Sveinsdóttir 2, Hafdís 2 og Erla 2 mörk. - Mörk Víkings: Kristin Guðmundsdóttir 9 mörk, Margrét Egilsdóttir 4, Ásdís Kristjánsdóttir 3, Steinunn Bjamason 3, Magnea H. Ingólfsdóttir 2 og Eva Halldórsdóttir 1 mark. Fyrir hina yngstu: íþróttasumarbúðir á Laugarvatni Litli íþróttaskólinn verður starfræktur á Laugarvatni í sumar á vegum íþróttamiðstöðv- ar íslands líkt og undanfarin sumur. í skólanum fá krakkar á aldrinum 9-13 ára tækifæri til að njóta alls þess sem íþróttamið- stöðin hefur upp á að bjóða undir stjórn lærðra íþróttakenn- ara. Á námskeiðinu fá krakk- amir að spreyta sig í hinum ýmsu íþróttagreinum, svo sem frjálsíþróttum, knattspymu, handbolta, körfubolta, sundi og fleiru. Auk þess er farið í göngu- ferðir og hellaskoðun, ratleiki, siglt á vatninu á árabátum og kajökum, bakað hverabrauð, far- ið á hestbak og jafnvel veiddur fiskur í net. - Á kvöldin verða svo haldnar kvöldvökur þar sem margt er gert til gamans, eins og í öhum góðum sumarbúðum. Á námskeiðinu hafa undanfar- in ár komið krakkar hvaðanæva af landinu og er enn þá hægt fyrir hressa krakka að skrá sig á námskeiðin í sumar en þau verða sem hér segir: 1. námskeið 1.-7. júní. 2. námskeiö 8.-14. júni. 3. námskeið 10.-16. ágúst. Allar nánari upplýsingar um þessi vinsælu námskeiö fást hjá Frey Ólafssyni í símum 468-1151 Emilfa Tómasdóttir, fyrirliði íslands- meistara Fylkis í 4. flokki, fagnar sigri. Hún skoraöi 9 mörk gegn FH og er marksækin eins og bróöir hennar Kristinn í fótboltanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.