Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1997, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997 11 Fréttir Þorsteinn Pálsson um hvalveiðamar: Málið er margslungið - segir engan ágreining innan ríkisstjórnarinnar DV, Akureyri: „Það hefur verið og er góður samhljómur um það hvemig taka beri á þessu máli. Umfjöllun um málið er að Ijúka og innan ríkis- stjómarinnar er enginn ágreining- ur,“ segir Þorsteinn Pálsson sjávar- útvegsráðherra um þau ummæli Halldórs Ásgrímssonar í DV í fyrra- dag að íslendingum beri að „taka slaginn“ við friðunarsamtök og þjóðir sem aðhyllist hvalafriðun og hefla hvalveiðar. Ríkisstjómin tók í morgun til af- greiðslu álit starfshóps sem Þor- steinn Pálsson skipaði en það var á Þorsteini að skilja í gær að fyrst og fremst ætti að ræða niðurstöður starfshópsins á ríkisstjómarfundin- um en ekki taka neinar stórar ákvarðanir eða gefa út yfirlýsingar að honum loknum. „Málið er margslungið og staða okkar gagnvart kröfúnni um rétt til veiða og markaðssetningu veikist eftir því sem lengra líður án þess við hefjum veiðar. Á hinn bóginn standa hagsmunir annarra útflutn- ingsgreina og líka þjóðréttarlegar flækjur sem greiða verður úr,“ sagði Þorsteinn. í hvalveiöiráðiö á ný? Þorsteinn sagðist ekki vilja vera með neinar yfirlýsingar um það á þessu stigi hvort við hæfum hval- veiðar sumarið 1998, né heldur það hvort ísland mundi leita eftir inn- göngu í Alþjóðahvalveiðiráðið að nýju. „Við sögðum það daginn sem við gengum úr hvalveiðiráðinu að það kæmi til álita að fara þar inn aftur ef það styrkti stöðu okkar í þeirri baráttu að hefja hvalveiðar og ef sá flötur kemur upp gerum við þaö. Það er ljóst að Japanir kaupa ekki hvalkjöt af þjóðum sem era utan hvalveiðiráðsins. En það er líka spuming hvort hægt er að ganga í hvalveiðiráðið með mót- mælum gegn samþykktum ráðsins, þar era uppi þjóðréttarleg álitaefni sem hefur ekki verið svarað," segir Þorsteinn Pádsson. -gk Vikurútflutningur án námaleyfis: Aðalverktakar sakaðir um undirboð Alls'nörp umræða varð í utan- dagskráramræðu á Alþingi í gær um vikurútflutning íslenskra aðal- verktaka og meint undirboð á Þýskalandsmarkaði. Ámi Johnsen hóf umræðuna og spurði iðnaðar- ráðherra hverju það sætti að aðal- verktakar stæðu í undirboðum við aðra útflutningsaðila og hefðu ekki einu sinni námaleyfi. Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra staðfesti að aðalverktakar hefðu ekki námaleyfi en hefðu á sínum tíma yfirtekið gjaldþrota fyrirtæki á Snæfellsnesi og flutt út vikur á námaleyfi þess af birgðum sem hefði verið búið að vinna og liti hann svo á að það stæðist lög. Hvað varðaði meint undirboð sagði ráðherra að um væri að ræða það að vikurinn af Snæfells- nesi væri þyngri en Hekluvikur og því af öðram og síðri gæðaflokki og það skýrði verðmuninn. -SÁ Þarftu að gera við leka? Ertu þreyttur á að endurtaka aðgerðina annað hvert ár eða svo, notaðu þá Roof Kote og Tuff Kote, amerísk efni sem þróuð voru 1954 og hafa staðist reynslu tímans. Heildsala: G K Vilhjálmsson Smyrlahraun 60 220 Hafnarfjörður Sími 565 1297 Gabriel höggdeyfar fyrir fólksbila, jeppa og vörubila QSvarahlutir HAMARSHÖFOA1,567 67 44 Folk a Norðuriandi hættir ser ekki út úr húsi þessa dagana nema kappklætt. Hún Sonja, sem sést hér á myndinni, var á feröinni meö ungan son sinn á Akureyri í gær og sá litli var vandlega faiinn fyrir kuldabola i kerrunni sinni. Áfram veður á DV, Akureyri: „Það er í sjálfú sér ekki mikill mimur á veðrinu fyrir norðan og hér fyrir sunnan, það var t.d. 3 stiga frost á Akureyri en 2 stiga frost í Reykjavík í morgun,“ sagði Hörður Þórðarson veðurfræðingur þegar DV ræddi við hann i gær um vetrar- hörkumar sem verið hafa á landinu undanfama daga. Mjög kalt hefur verið í veðri und- anfarna daga, kaldast á Norðaust- urlandi, og gránað hefur í fjöll að DV-mynd gk. vetrar- landinu nýju alveg niður að byggð. Ekki hef- ur komið til truflunar á samgöngum en Guðni Oddgeirsson, starfsmaður Vegagerðarinnar á Þórshöfn, sagði í gær að ekki hefði mátt miklu muna og gengið hefði á með dimmum élj- um í hvassri norðvestanátt. „Það er engin breyting sjáanleg á þessu veðurfari næstu dagana. Spá okkar nær fram á mánudag og í henni er norðanátt og frost, a.m.k. að næturlagi," segir Hörður Þórðar- son veðurfræðingur. REYKJAVlK/KÓPAVOGUR GRAFARVOGUR/MOSFELLSB. 55 44444 REYKJAVlK/VESTURBÆR SÍMI 562 9292 HAFNARFJ./GARÐABÆR SÍMI 565 2525 Framvlsiö seðlinum FIMM HUNDRUÐ kKRÓNUR Afsláttur þegar keypt er 16“ pizza með 3 áleggstegundum, 12“ hvítlauksbrauð og 2I. kók. gildirtil 1. september ‘97 Gildir ekki meö öðrum tilboðum Sumarfatnaður Peysa 4.550 kr. - St buxur 2.750 kr. ÚTILÍF Glæsibæ - sími 581 2922 Röndóttir bolir 2.790 kr. Köflótt peysa 3.980 kr. Buxur/leggings 3.290 kr. Stuttbuxur 2.790 kr. V-hálsmálsbolir 3.290 kr. YORK The Natural Way of Sports

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.