Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1997, Blaðsíða 32
48 MIÐVIKUDAGUR 7. MAI 1997 Afmæli Jón Sigurgrímsson Jón Sigurgrimsson, fyrrv. bóndi að Holti í Stokkseyrarhreppi, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Jón fæddist í Holti og ólst þar upp við öll almenn sveitastörf. Hann naut barnaskólakennslu í farskóla Stþkkseyrarhrepps í fjóra vetur, stundaði síðan nám við Hér- aðsskólann á Laugarvatni í tvo vet- ur og útskrifaðist þaðan 1943, lauk búfræðinámi frá Hvanneyri 1944 og stundaði landbúnaðarnám í Bandaríkjunum 1951. Jón vann á búi foreldra sinna og önnur störf sem til féllu, m.a. á vinnuvélum. Hann stofnaði félags- bú í Holti 1955 með foreldrum sín- um og bræðrum, þeim Herði og Vernharði. Þá hóf Jón vörubíla- akstur 1946 og stundaði síðan akst- ur með búskapnum til 1991. Hann bjó í Holti til 1995 er þau hjónin seldu bróðursyni Jóns, jörð og bú og fluttu á Selfoss. Jón sat árum saman í stjórn vörubílstjórafélagsins Mjölnis, var lengi varaformaður þess, sat mörg þing Landssambands vörubifreið- arstjóra og jafnan ritari þess. Hann var gerður að heiðursfé- laga Mjölnis 1991. Fjölskylda Jón kvæntist 27.2. 1960 Jónu Ásmundsdótt- ur, f. 14.11. 1936, hús- freyju. Hún er dóttir Ás- mundar Eiríkssonar frá Þórðarkoti, bónda og verkamanns á Háeyri á Eyrarbakka, og k.h., Guðlínar Guðjónsdóttur frá Gamla-Hrauni, hús- móður. Börn Jóns og Jónu eru Unnur, f. 3.10. 1960, húsmóðir og líkams- ræktarþjálfari í Reykjavík, gift Guðmundi Sveini Halldórssyni skipstjóra og eiga þau þrjú börn, Jóhönnu, f. 13.10. 1983, Jón Elí, f. 24.10. 1985, og Halldór, f. 16.1. 1992; Ásmundur, f. 22.8.1962, vélfræðing- ur í Kópavogi og á hann tvö börn, Thelmu Dröfn, f. 31.1. 1985, og El- var, f. 25.2. 1988; Guðlín Katrín, f. 14.6. 1968, háskólanemi, búsett í Glóru í Hraungerðishreppi með Hrafnkatli Guðjónssyni sölumanni og er sonur þeirra Hjalti Björn, f. 1995; Ingveldur Björg, f. 18.11. 1969, húsmóðir og starfsmað- ur við leikskóla, búsett í Þorlákshöfn, í sambýli með Ármanni Einars- syni og á hún soninn Jón Þór, f. 2.11. 1991; Ingi- björg, f. 19.3. 1973, há- skólanemi í Reykjavík, en sambýlismaður henn- ar er Ólafúr Unnarsson háskólanemi; Sigurgrím- ur, f. 30.5. 1974, verka- maður á Selfossi, en sambýliskona hans er Árdís Jónsdóttir, nemi og verslunarmaður. Systkini Jóns: Hörður, f. 29.6. 1924, bóndi i Holti, kvæntur Önnu Guðrúnu Bjamadóttur og eiga þau fímm börn; Ingibjörg Þóra, f. 17.7. 1925, verslunarmaður á Stokks- eyri, gift Sveinbimi Guðmunds- syni verslunarstjóra og eiga þau þrjá syni; Áslaug, f. 30.7. 1927, hús- mæðrakennari í Kópavogi, gift Guðjóni Ólafssyni skrifstofustjóra og á hún eina dóttur; Vernharður, f. 23.1. 1929, bóndi í Holti, kvæntur Gyðu Guðmundsdóttur húsfreyju og eiga þau fimm böm; Skúli Birg- ir, f. 11.4. 1931, bankafulltrúi í Kópavogi, kvæntur Elínu Tómas- dóttur skrifstofumanni og eiga þau fimm börn; Ragnheiður, f. 21.11. 1933, skrifstofumaður og bóndi í Keldnakoti í Stokkseyrarhreppi, var gift Pétri Berens málara og eiga þau tvö börn; Grímur, f. 16.8. 1935, húsasmiður og starfsmaður Fasteignamats rikisins, búsettur í Kópavogi, kvæntur Elínu Frí- mannsdóttur og eiga þau fjögur börn; Hákon Gamalíel, f. 15.8.1937, framkvæmdastjóri í Kópavogi, kvæntur Unni Stefánsdóttur fóstru og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Jóns voru Sigurgrím- ur Jónsson, f. 5.6.1896, d. 15.1.1981, bóndi í Holti, og k.h., Unnur Jóns- dóttir, f. 6.11. 1895, d. 3.4. 1973, hús- freyja og kennari í Holti. Ætt Sigurgrimur var sonur Jóns Jónssonar, bónda í Holti og Odda- görðum, og k.h., Ingibjargar Grímsdóttur frá Gljákoti. Unnur var dóttir Jcns Þorkels- sonar frá Víðikeri í Bárðardal og k.h., Jóhönnu Katrínar Sigurst- urludóttur. Jón verður að heiman á afmælis- daginn. Jón Sigurgrímsson. Grímur Benediktsson Grímur Benediktsson, bóndi og sparisjóðsstjóri að Kirkjubóli í Kirkjubólshreppi, er sjötugur í dag. Starfsferill Grímur fæddist að Kirkjubóli og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Bændaskólann að Hvanneyri og lauk þaðan búfræðiprófi 1949. Grímur hóf búskap á Kirkjubóli 1951 og hefur stundað þar búskap síðan. Þá varð hann sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Strandamanna 1976 og hefur gegnt því starfi síðan. Fjölskylda Grímur kvæntist 26.7. 1952 Krist- jönu Höllu Ingólfsdóttur, f. 18.7. 1930, húsfreyju. Hún er dóttir Ing- ólfs K. Jónssonar og Önnu Sigur- jónsdóttur, búenda að Gilhaga í Hrútafirði. Börn Gríms og Kristjönu Höllu eru Benedikt Guðmundur Gríms- son, f. 8.7. 1953, húsasmiður á Hólmavík, kvæntur Þórdísi Gunn- arsdóttur, starfsstúlku við leik- skóla, og er dóttir þeirrar Sara, f. 21.10. 1985; Anna Inga Grímsdóttir, f. 6.12. 1955, viðskiptafræðingur í Reykjavík; Gunnar Rúnar Gríms- son, f. 22.7. 1959, málarameistari á Hólmavík, kvæntur Rögnu Þóru Karlsdóttur þroskaþjálfa og eru böm þeirra Smári, f. 1.8. 1985, og Grímur, f. 22.6. 1990. Systkini Gríms eru Sigurður Benediktsson, f. 29.12. 1928, smiður á Hólmavík og fyrrv. bóndi á Kirkjubóli; Lýður Benediktsson, f. 2.9. 1931, skrifstofumaður í Reykja- vík; Rósa Jónína Benediktsdóttir, f. 16.6. 1936, búsett í Reykjavík. Foreldrar Gríms voru Benedikt Guðmundur Grímsson, f. 17.4.1898, d. 21.7. 1980, bóndi og sparisjóðs- stjóri á Kirkjubóli, og k.h., Ragn- heiður Lýðsdóttir, f. 22.6. 1895, d. 1.9. 1983, húsfreyja. Ætt Benedikt var sonur Gríms, b. á Kirkjubóli, Benediktssonar, hrepp- stjóra á Kirkjubóli, Jónssonar, b. í Króksfjarðarnesi, Ormssonar, af Ormsættinni. Móðir Benedikts var Kristín Eggertsdóttir. Móðir Gríms var Valgerður Grimsdótt- ir, b. á Húsavík og á Kirkjubóli, Jónssonar, b. í Reykjanesi, Grímsson- ar. Móðir Valgerðar var Guðrún Björnsdóttir, prests í Tröllatungu, Hjálmarssonar, ættföður Tröllatunguættarinnar, Þorsteinssonar. Móðir Benedikts spari- sjóðsstjóra var Sigríður Guðmundsdóttir, b. á Víg- hólsstöðum á Fellsströnd, Þórðarsonar, vinnumanns í Svinaskógi, Bjarnason- ar. Móðir Guðmundar var Guðrún Jónsdóttir frá Hvammsdalskoti. Móðir Sigríðar var Þorbjörg Björnsdóttir í Búðardal, Guð- mundssonar. Ragnheiður var dóttir Lýðs, odd- vita í Skriðnisenni, Jónssonar, b. í Enni, Jónssonar. Móðir Lýðs var Hallfríður Brynjólfsdóttir. Móðir Ragnheiðar var Anna, systir Ólafar, ömmu Brands, fyrrv. skólastjóra Heyrnleysingjaskólans, og langömmu Þorgeirs Ástvalds- sonar. Anna var dóttir Magnúsar, b. á Óspakseyri, Jóns- sonar, alþm. í Ólafsdal, Bjarnasonar á Hraunum í Skagafirði, Þorleifs- sonar. Móðir Magnúsar var Anna, systir Einars, foður Indriða rithöfund- ar. Anna var dóttir Magnúsar, prests í Glaumbæ, Magnússonar og Sigríðar, systur Benedikts, langafa Ein- ars Benediktssonar skálds. Sigríður var dóttir Halldórs Vídalíns, klausturhaldara á Reynistað. Móðir Halldórs var Hólmfríður Pálsdóttir Vídalíns, lögmanns í Víðidalstungu. Móðir Páls var Hildur Arngrímsdóttir lærða, vígslubiskups á Melstað, Jónssonar. Móðir ðnnu var Guð- rún Jónsdóttir, alþm. í Keldudal í Skagafirði, Samsonarsonar og Guð- rúnar Sigurðardóttur. Grímur og Kristjana Halla munu taka á móti gestum á afmælisdag- inn á Café Riis á Hólmavík, kl. 20.00- 22.00. Grímur Benedikts- son. Messur Árbæjarkirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Páll Gíslason læknir flytur stól- ræðu en prestar safnaðarins þjóna fyrir altari. Samvera eldra fólks í safnaðarheimilinu eftir guðsþjón- ustuna. Dagskrá og kaffiveitingar. Áskirkja: Dagur aldraðra. Guðs- þjónusta kl. 14. Að guðsþjónustu lokinni er eldri borgurum boðið til samsætis í safnaðarheimili Ás- kirkju. Kirkjubíllinn ekur. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Bústaðakirkja: Dagur aldraðra. Guðsþjónusta kl. 14. Ræðumaður frú Áslaug Friðriksdóttir. Sýning á munum úr safni aldraðra. Kirkju- kaffi. Pálmi Matthíasson. Digraneskirkja: Sameiginleg guðsþjónusta Digranes- og Hjalla- safnaða kl. 14. Sr. Gunnar Sigur- jónsson, sr. Kristján Einar Þorvarð- arson, sr. íris Kristjánsdóttir og sr. Magnús Guðjónsson þjóna. Kaffi eft- ir guðsþjónustuna. Dómkirkjan: Dagur aldraðra. Messa kl. 14. Sr. Tómas Guðmunds- son, fyrrverandi sóknarprestur, pré- dikar. Sr. Hjalti Guðmundsson þjón- ar fyrir altari. Eftir messu er kirkjugestum boðið til kaffidrykkju á Hótel Borg. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjón- usta kl. 14. Sr. Lárus Halldórsson prédikar. Sr. Hreinn Hjartarson og sr. Guömundur Karl Ágústsson þjóna fyrir altari. Kaffiveitingar í lok guðsþjónustunnar. Fríkirkjusöfnuðurinn 1 Reykja- vík: Messa kl. 14. Fermd verða Borgný Haraldsdóttir, Smárarima 14, og Helga Dagbjört Kristjánsdótt- ir, Kleppsvegi 66. Sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar. Grafarvogskirkja: Hátiðarguðs- þjónusta kl. 14. Ræðumaður dr. Sig- urbjöm Einarsson biskup. Kaffi- samsæti eftir guðsþjónustuna. Grensáskirkja: Messa kl. 14. Dagur aldraðra. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Veitingar í safnaðar- heimili eftir messu. Hafnarfjarðarkirkja: Guðsþjón- usta kl. 14. Öldruðum sérstaklega boðið í kirkju og til kaffisamsætis í Gaflinum. Prestur sr. Þórhildur Ólafs. Hallgrímskirkja: Messa kl. 11 á degi aldraðra. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Ferð með öldruðum eftir messu. Háteigskirkja: Dagur aldraðra. Messa kl. 14. Veitingar í safnaðar- heimili eftir messu. Sr. Helga Soffia Konráðsdóttir. Hjallakirkja: Sameiginleg guðs- þjónusta Hjalla- og Digranessafnaða í Digraneskirkju kl. 14. Prestar safnað- anna þjóna ásamt sr. Magnúsi Guð- jónssyni. Kaffi í safnaðarheimili Digraneskirkju eftir guðsþjónustuna. Hveragerðiskirkja: 25 ára vigsluafmæli. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, prédikar. Afmælissam- koma kl. 20.30. Sr. Jón Ragnarsson. Innri-Njarðvíkurkirkja: Guðs- þjónusta kl. 11. Kirkjudagur aldr- aðra. Kleinur og kaffisopi í safnað- arheimilinu að athöfn lokinni. Aldr- aðir sérstaklega boðnir velkomnir. Baldur Rafn Sigurðsson. Kópavogskirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi í safnaðarheimilinu Borgum eftir guðsþjónustuna. Langholtskirkja: Kirkja Guð- brands biskups. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Jón Helgi Þórarins- son. Eldri borgarar flytja hugvekju. Kaffi eftir messu fyrir aldraða í sókninni og Bæjarleiðabílstjóra. Laugameskirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Eldri borguram sérstaklega boðið. Kirkjukaffi að lokinni guðs- þjónustu. Ólafur Jóhannsson. Lágafellskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Dagur aldraðra. Sigurður Ragnarsson guðfræðinemi prédikar. Jón Þorsteinsson. Neskirkja: Dagur aldraðra. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. Oddakirkja: Guðsþjónusta kl. 14 á vegum ellimálanefndar Rangár- vallaprófastsdæmis. Séra Sváfnir Sveinbjarnarson prófastur prédik- ar. Eldri borgarar í prófastsdæminu sérstaklega boðnir velkomnir. Að guðsþjónustu lokinni er kirkjugest- um boðið til kaffidrykkju í Hellu- bíói. Sóknarprestur. Seljakirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ámi Pálsson, fyrrverandi sókn- arprestur, prédikar. Kirkjukaffi eft- ir guðsþjónustuna. Seltjarnarneskirkja: Dagur aldraðra. Messa kl. 14. Klemenz Jónsson leikari prédikar. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Eftir messu verður veislukaffi í safnaðarheimilinu. Til hamingju með afmælið 7. maí 85 ára Jón Sigurðsson, Sigtúni 32, Selfossi. Hrólfur Einarsson, fyrrv. sjómaður, Aðalstræti 22, Bolungarvík. Hann tekur á móti gestum í safnaðarheimilinu á afmælis- daginn, milli kl. 16 og 19. Olga Gísladóttir, Skjólbraut 1 A, Kópavogi. 80 ára María Njálsdóttir, Dvalarheimilinu Höfða, Akra- nesi. Arnfinn Hansen, Fálkagötu 28, Reykjavík. 75 ára Guðmundur Björnsson, írabakka 24, Reykjavík. 70 ára Ragnar Sigurðsson, Krókahrauni 8, Hafnarfirði. Hermann Aðalsteinsson, Klængshóli, Svarfaðardals- hreppi. Erla Kr. Gissurardóttir, Hjallabraut 7, Hafnarfirði. 60 ára Sveininna Jónsdóttir, Ásbyrgi, Kelduneshreppi. Rafn Ólafsson, Gröf III, Eyrarsveit. 50 ára Helgi Hauksson, Kjarrhólma 10, Kópavogi. Sigfús Eiríksson, Austurbergi 10, Reykjavík. Ingibjörg Einarsdóttir, Grenihlíð 19, Sauðárkróki. Steingrímur Snorrason, Álftamýri 2, Reykjavík. Hrefna Víglundsdóttir, Álfatúni 18, Kópavogi. Guðrún Þorgeirsdóttir, Bræðraborgarstig 43, Reykja- vík. Brynjólfur Jónsson, Engimýri 8, Akureyri. 40 ára Olga Dagmai- Erlendsdóttir, Bragagötu 21, Reykjavík. Þuríður Halla Árnadóttir, Hvassaleiti 30, Reykjavík. Sigurður Konráðsson, Grundarhúsum 26, Reykjavík. Hermann Ámason, Tjamarlundi 13 F, Akureyri. Ástráður Eysteinsson, Blönduhlíð 5, Reykjavík. Aðalheiður Bjömsdóttir, Kelduhvammi 3, Hafnarfirði. Amheiður Bjömsdóttir, Stigahlíð 44, Reykjavík. Ragnheiður S. Hjartardótt- ir, Fífúhjalla 5, Kópavogi. Magnús Guðjón Teitsson, Bæjargili 126, Garðabæ. Björk Sigurðardóttir, Kirkjuvegi 8, Hafnarfirði. Bjöm Þórisson, Suðurvangi 19 B, Hafnarfirði. Símon Hrafn Vilbergsson, Tröllagili 15, Akureyri. Mark Ólafsson, Blönduhlíð 35, Reykjavík. Einar Halldórsson, Kolfinnustöðum, ísafirði. Steinar Þór Snorrason, Sæunnargötu 11, Borgamesi. Öm Ingi Ingvarsson, Hegranesi 27, Garðabæ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.