Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1997, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1997, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997 37 íþróttir íþróttir Handknattleikur: Skúli þjálfar Aftureldingu - Bjarki er ennþá óákveðinn Skúli Gunnsteins- son verður næsti þjálf- ari hjá handknatt- leiksliði Afturelding- ar. Frá þessu var geng- ið í gær er Skúli tók tilboði Mosfellinga. Skúli tekur við af Einari Þorvarðarsyni, sem náði frábærum árangri með liðið. Ekki var hins vegar áhugi fyrir endurráðn- ingu hans og var Ein- ari aldrei boðið að halda áfram með liðið. Skúli var á síðustu leiktíð aðstoðarþjálfari Jóns Krisljánssonar hjá Val og lék jafn- framt á línunni hjá Val. Enn óákveöið meö Bjarka Enn er nokkuð óljóst hvaða mann- skap Skúli mun hafa til umráða næsta vet- ur. Forráðamenn Aft- ureldingar hafa lýst því yfir að línumann vanti í liðið og jafnvel vinstrihandarskyttu. „Það er enn óákveð- ið hvað ég geri. Ég er að skoða þessi mál og það liggja ekki enn fyrir nægilega skýrar línur til að ég geti tek- ið lokaákvörðun," sagði Bjarki Sigurðs- son í samtali við DV í gærkvöldi. -SK Islandsmeistarinn í keilu skiptir um lið Þau tíðindi hafa gerst í keiluheiminum að íslandsmeistari karla, Jón Helgi Bragason, er hættur í meistaraliði Lærlinga og genginn til liðs við einn af skæðustu keppinautunum, lið PLS, sem varð í þriðja sæti 1. deild- ar í vetur. Jón Helgi hefur unnið alla mögulega titla með Lærlingum en með hann innanborðs er lið PLS ekki árennilegt. Þar eru nú fjórir lands- liðsmenn af þeim sex sem taka þátt í Evrópumótinu í Nottingham í júní. Auk Jóns Helga eru þaö Halldór Ragnar Halldórsson, Ingi Geir Sveins- son og Hörður Ingi Jóhannsson. Hinir í landsliðinu eru Freyr Bragason úr Lærlingum og Ásgeir Þórðarson úr Keilulandssveitinni. -VS Heimsmeistarinn hringdi til íslands - og lét fréttamennina bíða á meðan Ken Doherty varð heimsmeistari í snóker á mánudag þegar hann vann Stephen Hendry i úrslitaleik, 18-12. Þegar leiknum lauk lét Doherty breska fréttamenn bíða, fór beint í símann og hringdi á Billiardstofuna Klöpp á íslandi til að láta íslenska vini sína vita hvemig fór. Doherty á góða félaga í röðum ís- lenskra snókerspilara og frá íslandi á hann góðar minningar. Hann sigr- aði á heimsmeistaramótinu undir 21 árs sem haldið var hér á landi árið 1989. Doherty er fyrsti heims- meistarinn undir 21 árs sem kemst áfram alla leið og verður heims- meistari atvinnumanna. -VS Þátttökutilkynningar í draumaliðsleiknum héldu áfram að streyma til blaðsins í gær. Þá vom þessi lið skráö: 00247 Vagn nr. 54 00277 Ungu ljónin 00307 GME-ham 00248 Algarve 00278 Taatoo You 00308 EG-Utd 00249 Sigur FC 00279 Tenglar 00309 Fannar Eðvaldss. 00250 Fallbyssan 00280 KRÍA 00320 Magnús Böðvarss. 00252 CM2 RRB 00282 Þeir vonlausu 00322 Dazed and Confus- 00253 Birkiland 00283 Fylkismenn ed LZ 00254 Hágengið 00284 QPR-13 00323 Hafgolan 00255 Sisarskr 00285 Höddi bakari 00324 X-Files 00256 Örn á baki 00286 Doddi sænski 00325 Ranúr FC 00257 PALLI PÚKÓ 00287 Tamlasveitin 00326 Sela Team 00258 The Homets 00288 Batistini 00327 Frasamir 00259 Tyson 00289 Franz feiti 00328 Stóri Willy 00260 Ófreskjumar 00290 Ostur 00329 Hrefna F. Matth. 00262 Skákklíkan 00292 Liverpool KF 00330 ICC 00263 Blandarar 00293 Clean 00332 Fenrisúlfur 00264 Kókain-bræður 00294 Lena soft 00333 GTS 00265 HM Spurs 00295 B2 00334 Gallafrakkinn 00266 SIB svarti 00296 B3 00335 FC Moppa 00267 Hirðimir 00297 Hégómastrumpur 00336 Laser Jet 00268 Round One 00298 David Beckham FC 00269 Jónki Komelius 00299 Baggies Ólögleg og ólæsileg lið: 00270 Marinó Fowler 00300 B-Ball Zebrahestamir FC 00272 Verja 00302 Trékyllisvík FC Nafnlausa liðið! 00273 Dauður fill 00303 The Bubblekickers FOG 00274 Knattspymufélag- 00304 You’ll Never Walk B1 ið við Austurvöll Alone MAM B4 00275 Guðmundsson 00305 You’ll Never Walk 12. apríl United Alone BDS Ragnar Steinn Sigþórss. 00276 WC-kallar 00306 Tokyo Harðir jaxlai’ Allar upplýsingar um draumaliðsleikinn era í þriðjudagsblaðinu og síðasta föstudagsblaði. Juninho til United? Alex Ferguson er mjög spennt- ur fyrir þvi að fá Brasilíumann- inn Juninho í raöir Manchester United fari svo Middlesbrough falli úr úrvalsdeildinni. Fergu- son var yfir sig hrifinn af frammistöðu Brasilíumannsins í 3-3 jafntefli United og Middles- brough í fyrradag. „Ég hefði gef- ið honum atkvæði mitt í kjöri knattspymumanns ársins,“ sagði Ferguson um Juninho. Staunton fær bann Steve Staunton, bakvörður Aston Villa, á yfir höfði sér þunga sekt frá félaginu eftir að hann lét reka sig af leikvelli fyr- ir kjaftbrúk við dómara I leik Villa og Middlesbrough um síð- ustu helgi. Staunton byrjar næsta keppnistímabil í þriggja leikja banui en aganefnd enska knattspyrnusambandsins úr- skurðaði hann í fjögurra leikja bann. Brann kærir Chelsea Norska félagið Brann, sem þeir Birkir Kristinsson og Ágúst Gylfason leika meö, íhugar nú að kæra Chelsea til Alþjóða knattspyrnusambandsins. For- ráðamenn Brann era óhressir með hvernig Chelsea hefur stað- ið að málum varðandi félaga- skipti Tore Andra Flo frá Brann til Chelsea. Chelsea þarf ekki að greiða Brann neina upphæð þar sem hann gengur í raðir félagsins í október, eða eftir aö samningi hans við Brann lýkur. Fjórir til Arsenal Arsene Wenger, stjóri Arse- nal, ætlar að styrkja lið sitt með fjórum nýjum leikmönnum fyrir næsta tímabil. Wenger hefur augastað á tveimur leikmönnum georgíska landsliðsins sem tap- aði fyrir Englendingum á Wemb- ley í síðustu viku og þá gerir hann sér vonir um að hreppa Paul Ince frá Inter. Menotti til Sampdoria Argentínumaðurinn Cesar Luis Menotti verður að öllum líkindum næsti þjálfari ítalska liðsins Sampdoria en sem kunn- ugt er þá mun Sven Göran Erikson taka við liði Lazio á næstu leiktíð. Menotti hefur viða komið við á sínum þjálfaraferli. Hann þjálf- aði landslið Argentínu með góð- um árangri og gerði liðið að heimsmeisturum árið 1978. Þá hefur hann stýrt spænsku félags- liðunum Barcelona og Atletico Madird og liði Pearol í Úrúgvæ. Þá mun Tékkinn Zdenek Zeman, sem rekinn var sem þjálfari Lazio fyrr á tímabilinu, þjálfa lið Roma á næsta tímabili. Scholten frá Ajax Arnold Scholten, hvíthærði miðvallarleikmaðurinn í liði Ajax, er á leið frá félaginu. Hann hefur gert 18 mánaða samning viö lið JEF í japönsku atvinnu- mannadeildinni. Þar með er Scholten þriðji leikmaðurinn sem yfirgefur her- búðir Ajax eftir tímabilið en þeir Patrick Kluivert og Winston Bogarde ganga í raöir AC Milan á Ítalíu. Körfuboltaskóli Dooleys Hinn vinsæli körfúboltaskóli Dooleys verður dagana 14.-21. júní í Gettysburg í Bandai'íkjunum. Skólinn hefúr getiö sér gott orð og fóru um 40 íslenskir unglingar í skólann árið 1996 en skólinn er bæði fyrii' stráka og stelpur. Fararsfjóri í ferðinni verður Bjöm Leósson. Nánari upplýsingar em hjá Úrvah-Útsýn í s. 569-9300. -GH Albert prins i Mónakó kemur - einnig Henrie prins af Lúxemborg Albert prins í Mónakó hefur tikynnt komu sína á Smáþjóðaleik- ana sem verða settir í Reykjavík 3. júní. Albert er mikill áhugamaður um íþróttir og er meðlimur í alþjóða Ólympíunefndinni. Prinsinn er ávallt mættur þegar stórir íþrótta- viðburðir eru i gangi og ekki síst þegar landar hans era að keppa en þeir verða fjölmargir á Smáþjóða- leikunum. Álbert prins er einnig dyggur stuðningsmaður Mónakó sem tryggði sér um síðustu helgi franska meistaratitilinn i knatt- spymu. Þá hefur Henrie prins í Lúxem- borg einnig tilkynnt að hann mæti á leikana. -JKS Okeypis aðgangur - hefur mælst vel fyrir meðal almennings Framkvæmdanefnd Smáþjóða- leikanna hefur ákveðið að frítt verði inn á alla viðburði og íþrótta- kappleiki á leikunum. „Við lítum á þetta sem fjölskyldu- hátlð og vonumst til að þetta verði til þess að almenningur fjölmenni á þá viðburði sem Smáþjóðaleikarnir bjóða upp á. Þetta hefur aldrei verið gert áður Bikarkeppni KSÍ í knattspymu, sem borið hefúr nafnið Mjólkurbikar- keppnin undanfarin fjögur ár, mun næstu fjögur árin bera nafiiið Coca- Cola bikarkeppnin. KSÍ og Vífilfell ehf. undirrituðu í gær samstarfssamning þess efhis. Samstarfíð nær bæði til meistara- flokks kai'la og kvenna og eiga öll felög möguleika á verðlaunafé. Lið í karla- flokki sem verður bikarmeistari fáer 500.000, hðið í 2. sæti fáer 250.000, hðin í 3. og 4. sæti fa 150.000 og hðin í 5.-8. sæti fa 100.000. Bikarmeistarar í kvenna- flokki fa 300.000, hðið í 2. sæti 150.000 og hðin í 3. og 4. sæti fa 50.000. Samningur KSÍ og Vífilfehs nær th fleiri þátta. Vifilfeh fær einka- sölu á Laugardalsvehinum næstu 15 árin og fyrirtækið mun styðja vel við bakið á KSÍ með drykkjarföng- um fyrir liðin sem taka þátt í úr- slitakeppni Evrópumóts landsliða hér á landi í smnar. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, segir að samningurinn sé sá stærsti sem KSÍ hefur gert við fyrir- tæki th þessa og hann segir að með honum verði hægt að auka enn frekari athygli á bikarkeppninni. Á myndinni skála Eggert Magn- ússon og Geir Þorsteinsson frá KSÍ við Þorstein M. Jónsson og Söru Lind Þorsteinsdóttur í Coca-Cola eftir undirskrift samningsins í gær. -GH/DV-mynd E.ÓL Landsliðið i handknattleik er sem kunnugt að undirbúa sig fyrir HM í Japan sem hefst eftir aðeins 10 daga. I gærkvöldi mætti landsliðið á veitingastaðinn Sjanghæ og lék listir sínar við matarborðið. Maturinn reyndist afar gómsætur en verra var með áhöldin því hnífapör voru ekki leyfileg. Landsliðsmennimir reyndu eftir bestu getu að matast með prjónum að sið austurlenskra og gekk það misjafn- lega. Á myndinni tU vinstri er Júlíus Jónasson með væna „tuggu“ á prjónunum og landsliðsþjálfarinn er tU hægri. -SK/DV-mynd Brynjar Gauti svo ég viti tU. Við höfum þegar fengið góð viðbrögð. Með þessu er íþróttahreyfingin í landinu að leggja sitt að mörkum að sem flestir komi og sjái skemmtUega og um leið stærstu keppni sem haldin hef- ur verið á Islandi," sagði Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Smáþjóðaleikanna við DV. -JKS Talant Duhjsabaev ætti ekki aö vera á flæöiskeri staddur peningalega eftir aö hann geröi samning viö Nettelstedt í Þýskalandi. Duhjsabaev fær 100 milljónir fyrir fimm ára samning Eins og komið hefur fram í fréttum er besti handknattleiksmaður heims, Talant Duhjsabaev, leikstjórnandi spænska landsliðsins, búinn að semja við þýska 1. deUdarliðið Nettelstedt fyrir næsta keppnistímabU en hann hefur leíkið með Teka á Spáni undanfarin ár. Duhjsabaev gerði fimm ára samning við þýska liðið og fær fyrir það 100 mUlj- ónir íslenska króna eða 20 miUjónir á ári. Auk þess fær hann tvær lúxusbifreið- ar, Mercedes Benz og BMW, og stóra viUu fyrir fjölskylduna. Nettelstedt ætlar sér stóra hluti á næstu leiktíö. Liðið hafnaði í 6. sæti á ný- liðnu keppnistlmabUi og sigraði í Borgakeppni Evrópu. Á næsta ári hefur stefnan verið tekin á þýska meistaratitUinn og með kaupunum á Dushjabaev ættu líkurn- ar að aukast enda sýndi hann og sannaði á Spánarmótinu að fáir leikmenn í heiminum nú búa yfir eins mikUli snUli og hann. -GH Kyndlahlaupið um landið: Á sjöunda hundrað manns hefur hlaupið Svonefnt kyndlahlaup umhverfis landið stendur nú yfir en þetta hlaup er framlag UMFÍ til Smáþjóðaleikanna. Hlauparar voru á Höfn í Homafirði í gær en haldið verður frá Höfn í dag áleiðis tU Djúpavogs. „Hlauparar fengu vont veður í gær en á slóðum þeirra var verið að vara við umferð. Hlaupið er næstum því á áætlun en þátttakan hefúr verið góð tU þessa. Samkvæmt okkar plöggum hefur á sjöunda hundrað manns tekið þátt. Við eram mjög bartsýn á framhaldið," sagði Brynhildur Barðadóttir, verkefnisstjóri kyndlahlaupsins, í samtali við DV í gær. -JKS Manchester United enskur meistari í knattspyrnu: ■■■ ^ ■ ■■■■■■■ rjoroi titiinnn á fimm árum - Liverpool og Newcastle töpuðu stigum og sátu eftir Manchester United varð i gærkvöld enskur meistari í knattspyrnu í tíunda skipti og í fjórða skipti á síðustu fimm árum. United lék ekki. Ólán Liverpool og Newcastie oUi því hins vegar að tit- iUinn fór endanlega til Old Trafford I gærkvöld. Liverpool lék gegn Wimbledon á útiveUi. Euell og Holdsworth komu Wimbledon í 2-0 en varamaðurinn Owen skoraði mark Liverpool. Newcastle lék á heima- veUi West Ham og lauk leiknum með marka- lausu jafntefli. Árangur Manchester United í ensku knatt- spymunni síðasta hálfa áratuginn er frábær. Fjórir meistaratitiar. Liðið er nú meistari þrátt fyrir að eiga tvo leiki eftir, gegn Newcastle og West Ham. „Ég er auðvitað í sjö- unda himni með þessa niðurstöðu. Þetta er auð- vitað nokkur léttir því kröfúmar era miklar tU liðsins," sagði Alex Ferguson, framkvæmda- stjóri United í gærkvöldi þegar titiUinn var orðinn United. „Þrátt fyrir áfaUið sem við urðum fyrir er við duttum út úr meistara- deild Evrópu hefur liðið náð að halda áfram á réttri braut og halda haus í úrvalsdeildinni," sagði Ferguson enn frem- ur. Toppbaráttunni er sem sagt lokið en æsispenn- andi faUbarátta er fram undan þar sem fjöldi liða getur enn fallið i 1. detid. -SK NBA í nótt: Pippen og Jordan stóðu fyrir sínu - Utah vann Lakers öðru sinni Tveir leikir voru háðir í úrslitakeppni bandaríska körfuboltans í nótt. Utah Jazz og LA Lakers áttu við í öðra leik liðanna og fór svo að Utah vann aftur, 103-101, og er staðan í viðm'eign liðanna því, 2-0, fyrir Utah. Chicago og Atianta mættust í fyrsta leik sínum og sigraði Chicago, 100-97, í jöfnum leik. Chicago-liðiö átti erfitt uppdráttar í leiknum og segja má að liðið hafi leiki langt undir getu og voru það enn eina ferðina sem Michael Jordan og Scottie Pippen sem báru liðið uppu. Vamarleikur Atianta var mjög beittur og gerði það liði Chicago erfitt fyrir í leiknum lengstum. Það var öðru fremur þriðji leikhluti leiksins sem gerði út af við Atlanta en Chicago vann hann með 18 stiga mun, 38-20. Undir lokin hljóp spenna í leikinn en þá skoraði Pippen þriggja stiga körfu sem innsiglaði sigur Chicago. Michael Jordan skoraði 34 stig, þar af 20 í þriðja leikhluta, og Pippen 29. Mookie Blaylock gerði 31 stig fyrir Atlanta. Antonie Carr skoraði skoraði síðustu tvö stig Utah úr vítaskotum tveimur sekúndum fyrir leikslok. Skömmu áður misnotaði Shaquille O’Neal skot í opnu færi i stöðunni, 101-101. Karl Malone skoraði 31 stig fyrir Utah og Jeff Horncek 21 stig. Shaquille O’Neal gerði 25 stig fyrir Lakers Byron Scott 24 stig, Næstu tveir leikir liðanna verða í Los Angel- es- -JKS Urvalsliö Sigga mætir landsliöinu Úrvalslið Sigurðar Gunnars- sonar, þjálfara Hauka, mætir landsliöinu í handknattleik í íþróttahúsinu Smáranum á laug- ardaginn klukkan 16 og veröur þetta síðasti leikur landsliðsins fyrir HM en liðið heldur utan á mánudaginn og leikur opnunar- leikinn gegn Japönum laugar- daginn 17. maí. Upphaflega átti Alfreð Gísla- son að velja liðið gegn landslið- inu en vegna forfalla hans hljóp Sigurður í skarðiö. Lið Sigurðar er þannig skipað: Bjami Frostason.........Haukum Sigmar Þ. Óskarsson .......ÍBV Páll Þórólfsson ...Aftureldingu Guðmundur Pedersen .........FH Oleg Titov ...............Fram Sigfús Sigurðsson.....Selfossi Aron Kristjánsson.......Haukum Jón Kristjánsson...........Val Gunnar Andréssop ... Aftureldingu Daði Hafþórsson...........Fram Siguröur Sveinsson ... Aftureldingu Gunnar B. Viktorsson.......ÍBV Njörður Ámason ...........Fram Siguröur V. Sveinsson.......HK -GH Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Smáþjóðaleikanna: Undirbúningi fyrir leikana miöar vel - áætlaður kostnaður er í kringum 95 milljónir Um fjórar vikur era þar til Smá- þjóðaleikamir hefjast en þeir verða settir á Laugardalsvellinum 3. júní. Að sögn Stefáns Konráðssonar, framkvæmdastjóra leikanna, miðar undirbúningi vel en auðvitað eru óleyst vandamál eins og venja er en menn era bjartsýnir á að þeim verði öllum ýtt úr vegi þegar stóra súmd- ina rennur upp. „Við erum með allan vara á varð- andi fjárhagsdæmið á leikunum. Við erum mjög passasamir og jarð- bundnir í þeim efnum og við ætium að sjálfsögðu ekki að fara framúr sjálfum okkur i þeim efnum. Það er stefnan að eiga fyrir því sem við eram að gera. Það er lykilatriði í okkar huga,“ sagði Stefán Konráðs- son i samtali við DV. Áætiað er að kostnaður við leikana verði um 90-95 milljónir. Hótel- kostnaður þátttakenda verður um 40-45 milljónir en hann fæst eftir leikana endurgreiddur af þátttak- endum. Mótshaldarar þurfa því að standa að straum af um 50 milljón- um og sagði Stefán ekki alveg búið að stoppa upp í það gat en það geng- ið ágætiega. Þegar hefði fengist um 20 milljóna króna styrkur frá Alþingi. Tíu millj- ónir yrðu greiddar á þessu ári og annað eins á því næsta. Reykjavík- urborg og Kópavogsbær hefðu ákveðið að styrkja leikana en ákveðin upphæð þar að lútandi ligg- ur ekki alveg fyrir. Styrktaraðilar að leikunum væra fjölmargir og tcddist Stefáni til að þær lægi upp- hæð í kringum 12-15 milljónir. Þá kemur einnig styrkur frá alþjóða Ólympíunefndinni. Tíu sérsambönd hafa á síðustu mánuðum unnið hörðum höndum við undirbúning en þau munu sjá< um framkvæmdina hvert í sinni sérgrein á leikunum. „Verkið gengur vel hjá sérsam- böndunum en álagið er mikið. Það er stutt í setninguna en fram- kvæmdin öll er í góðum höndum og allir eru bjartsýnir," sagði Stefán Konráðsson. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.