Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1997, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997 Fréttir Vestflrskir verkalýðsleiðtogar harðir á kröfum sínum: Stríð um framtíð fiskverkafólks á Vestfjörðum - segir Lilja Rafney Jónsdóttir á Suöureyri DV, ísafirði: „Þetta er einfaldlega stríð um framtíð fiskverkafólks á Vestfjörð- um. Fólki er nóg boöið og því er full alvara,“ segir Lilja Rafney Magnús- dóttir, formaður Verkalýðsfélagsins Súganda á Suðureyri, um yfirstand- andi verkfall. Hún segir vera gífurlega sam- stöðu meðal verkafólks um að ná fram kjarabótum. Fólk sé tilbúið til átaka og nú sé runninn upp tími betri kjara. „Skjaldborg okkar brestur ekki en við vonum auðvitað að atvinnrekend- ur fari að slaka út svo grundvöllur skapist fyrir samningum. Fiskverka- fólk hefur ekki tekið þennan slag í fjölda ára og nú reynir á það hvort Vestfirðir verða verbúð fyrir útlend- inga eða heimamenn geti starfað við þessa grein áfram. Við viljum geta framfleytt okkur hér á svæðinu," seg- ir Lilja Rafney. Eirikur Ragnarsson, formaður verkalýðsfélagsins í Súðavík, tók í sama streng. Hann segir engan vafa leika á því að verkafólk standi þétt saman um kröfur sínar. „Það eina sem okkur hefur verið boðið er Bolungarvíkursamningur- inn og það er ekki inni í myndinni að taka því boði. Fólk stendur full- komlega að baki forystunni f þessu verkfalli,“ segir hann. Allt er fast í deilu atvinnurekenda og verkafólks á Vestfjörðum. Hér má sjá tvo forkólfa verkalýðshreyfingarinnar vestra. DV-mynd Hilmar Þór Krafa er um það hjá hinum vest- firsku félögum að tekin verði upp 100 þúsund króna lágmarkslaun. DV spurði Pétur Sigurðsson hvort sú krafa væri ófrávíkjanleg: „Við ætlum okkur að semja og það þýðir að menn munu mætast einhvers staðar. Vandinn er bara sá að gapið á milli okkar og þeirra er svo gríðarlega stórt. Þeir koma ekk- ert til móts við okkur,“ segir Pétur. -rt Grettir kemur heim Aðalhandrit Grettis sögu, AM 551a 4to, er eitt af handritunum sem komu til íslands í gær eftir langa útivist. Þetta er skinnhandrit frá því um 1500, skrifað í Strandasýslu, og geymir líka Báröar sögu og Víglundar sögu. Danska varðskipið Vædderen kom með þetta handrit og sjö önnur til Reykjavíkur í gærdag, auk fom- bréfa í þrettán kössum. Farmurinn dýrmæti var geymdur bak við inn- siglaðar dyr um borð og hafði skip- stjórinn einn lykil að þeim. Ekki verður sagt að ísland hafi tekið hlý- lega á móti þessum útlögum; norð- anvindurinn næddi um þá fáu sem biðu þeirra á hafnarbakkanum. Þegar sjóliðamir fimmtán höfðu borið bögglana frá borði og raöað sér með þá í fanginu meö fram skipshliðinni, tók Stefán Karlsson, forstöðumaður Stofnunar Áma Magnússonar, formlega við sending- unni af skipherra Vædderen, Kai Rasch Larsen. Þetta er síðasta meg- insending íslenskra handrita milli landanna tveggja, en síðustu tvö handritin verða formlega afhent 19. júní í sumar. Það eru elsta íslenska handritið sem til er, tvö blöð úr predikunum frá 12. öld, og hið glæsilega handrit Stjóm frá 14. öld með textum úr biblíunni. -SA Sjóliðarnir bera handritabögglana f land. DV-myndir BG Fáfnir á Þingeyri: Yfirtakan að byrja Á stjórnarfúndi í Byggðastofnun í gær veitti stjómin forstjóranum, Guðmundi Malmquist, heimild til þess að ganga ásamt Landsbankan- um og Fiskveiðasjóði til samninga við eigendur og kröfúhafa Fáfnis á Þingeyri um að taka yfir húseignir og tæki fiskvinnslunnar Fáfnis. „Þegar og ef þessi heimild nær fram að ganga þá verða þessir þrír aðilar, Byggðastofnun, Landsbank- inn og Fiskveiðasjóður í forsvari fyrir þeim eignum sem þeir kunna að yfirtaka og það verður þá þeirra að véla um framhaldið," sagði Egill Jónsson, stjómarformaður Byggða- stofhunar, í samtali við DV í gær aðspurður hvenær vinnsla hæfist á ný í frystihúsinu. -SÁ Dagfari Ósamræmd samræmd próf Samræmdu prófin í stærðfræði nú í vor reyndust of þung. Það segja að minnsta kosti kennaram- ir. Og eflaust krakkamir líka. í það minnsta þeir sem féllu. Enda hefur Dagfari löngum haldið því fram að próf sem nemendurnir standast ekki em of þung. Alveg sama hvað þau eru létt. Það geng- ur aldrei upp að hafa próf svo erf- ið að nemendur ráði ekki við þau. Það var einmitt það sem gerðist nú í vor í stærðfræðinni. Rann- sóknar- og upplýsingadeild menntamálaráðuneytisins samdi próf án þess að tala við kennar- ana, hvað þá nemenduma. Prófsemjendurnir héldu að búið væri að kenna meir og betur en raun bar vitni. Deildin segir að vísu að þetta sé ekki ósvipað próf og var i fyrra og hittiðfyrra og þá hafi enginn kvartað. En það var vegna þess að enginn þorði að kvarta því hvorki kennarar né nemendur vildu viðurkenna að hvorki haföi verið kennt né lært það sem um var spurt í prófunum. Og þeir féllu sem áttu að falla. En núna komst upp um strákinn Tuma og allir sáu að prófin sem lögð vom fyrir í samræmdu próf- unum vom ekki í samræmi við kennsluna og það féllu allof marg- ir til að hægt væri að taka mark á þessu prófi. Og þá kvartar auðvitað fólk ef það fellur. Það kvartar enginn sem nær. Og þess vegna var ekki kvartað í fyrra þótt það sé kvartað í ár. Rannsóknar- og upplýsinga- deild ráðuneytisins verður auðvit- að að gera sér grein fyrir því að það er ekki hægt að leggja sam- ræmd próf fyrir nemendurna á samræmdu prófunum, þegar ekk- ert samræmi hefur verið í kennsl- unni og ekkert samræmi frá ein- um skóla til annars og ekkert sam- ræmi á milli þeirra prófa sem lögð eru fyrir og þeirra prófa sem leggja á fyrir, ef gætt er samræm- is milli skóla og nemenda og milli prófsemjenda og próftaka. Þetta samræmi brást og kennarar hafa mótmælt þessum prófum sem voru í engu samræmi við það sem þeir höfðu verið að kenna og nem- endurnir mótmæltu því ósam- ræmi sem var á milli þess sem átti að kenna og var kennt. Hin slaka útkoma úr stærð- fræðiprófunum í vor var þess vegna ekki vegna þess að nemend- umir stæðu sig ekki. Þeir stóðu sig vel miðað við aðstæður og sumir þeirra meira að segja náðu og stóðust próf í stærðfræði sem þeir höfðu aldrei lesið eða lært. Nei, mistökin liggja ekki hjá nem- endunum þótt þeir hafi langflestir fallið á prófinu. Mistökin liggja í því að það voru vitlaus próf sem voru lögð fyrir. Ráðuneytið fylgist ekki lengur með því hvað er verið að kenna. Og kennaramir fylgjast ekki lengur með því hvað nemend- urnir kunna. Og nemendurnir hafa ekki hugmynd um það hvaða próf era lögð fyrir, nema þegar það er orðið of seint. Hvemig á svo að standast sam- ræmd próf þegar enginn veit neitt? Enda heimta kennaramir að próf- in séu ómark og einkunnimar ekki teknar gildar, því það er slæmt til afspumar fyrir stærð- fræðikennara þegar nemendur þeirra falla unnvörpum á prófum, sem eru lögð fyrir, án þess að spurt sé hvort þeir kunna það sem spurt er um. Niðurstaðan er því ótvírætt sú að það verði að samræma það þekkingarleysi sem kemur fram í samræmdum prófum með því að ógilda prófin og láta þá ná sem era líklegastir til að ná prófúm sem ekki era lögð fyrir. Enda leggja kennaramir það afdráttarlaust til. Svo að einhver nái. Svo ekki þurfi aftur að fara að kenna sömu krökkunum sömu tugguna sem aldrei er svo prófað í. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.