Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1997, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1997, Blaðsíða 40
MTIW tó.uiip •fc/rir jfd, j u 1 Uarj FRETTASKOTIÐ SÍMIHN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnieyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,6háð dagblað MIÐVIKUDAGUR 7. MAI 1997 Eigendur Bláa lónsins: Samþykktu ítarlegar úrbætur í slysavörnum „Við höfum samþykkt ítarlegar kröfur á forráðamenn Blá lónsins um úrbætur í slysavörnum. Verði þeim framfylgt teljum við ástandið orðið ásættanlegtsagði Magnús Guðjóns- son, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseft- irlits Suðurnesja að loknum fundi með Heilbrigðisnefnd Suðurnesja í gærkvöld. Magnús lýsti því yfir í gær að Blóa lónið væri afar hættulegt svæði og að Heilbrigðiseftirlitið væru búið að fá nóg. Nú yrði ekkert gefið eftir fyrr en ráðið yrði bót á slysavörnum í lóninu. ■ Heilbrigðisnefnd Suðurnesja fúnd- aði um málið í gærkvöld og sam- þykkti þar ítarlegar kröfur um úrbæt- ur. Magnús sagðist þess fullviss að þeim yrði framfylgt. Hann sagðist myndu eiga fund með framkvæmda- stjóra Blóa lónsins í dag og kynna honum kröfumar. Fyrr gæti hann ekki tjáð sig um þær. „Heilbrigðisnefndin hefur öll völd til þess að knýja breytingamar i gegn eða loka lóninu ella, sagði Magnús við DV í gærkvöld. Grímur Sæmundsen, framkvæmda- stjóri Bláa lónsins, vildi ekkert tjá sig um málið viö DV í gær. Hann sagðist myndu ræða við framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlitsins í dag. -sv Eurovision: ísland úr leik „Það bendir allt til þess að við séum úr leik í Eurovisionkeppninni næsta ár. Ég hef þó ekki séð stað- festingu á því að utan en það má fastlega búast við þessu ef reiknað- ur er árangur okkar síðustu fimm árin. Síðan mundum við þá koma aftur inn i keppnina árið 1999 þar sem hver þjóð má aðeins missa úr fceitt ár,“ segir Kristin Pálsdóttir, varadagskrárstjóri Sjónvarpsins. -RR DV kemur næst út fóstudaginn 9. maí. Smáauglýsingadeild DV er opin í kvöld til kl. 22. en lokuð á morgun, uppstigningardag. Opið verður föstudaginn 9. maí frá kl. 9-22. Ath. Smáauglýsing í helgarblað verður að berast fyrir kl. 17. á jostudag. Síminn er 550 5000. ÖMURLEG ÞESSI JÚRÓVISJÓNKEPPNI! (EINN SPÆLDUR) Snertilendingarmaðurinn Örn Johnson vill að flugráð greiði sekt hans: Ég á að hefja varð- hald í fyrramálið - úreltar reglur sem flugmálastjóri hefur margoft brotið sjálfur „Ég er á leiðinni í varðhald vegna flugreglna sem allir flugmenn þver- bijóta enda eru þær úreltar við ís- lenskar aðstæður. Mér er nú gert að mæta örlögum mínum í varöhaldi fyrir brot sem kærandi minn, flug- málastjóri sjálfur, hefur margoft brotið sem svifílugmaður. Hefur hann kært sjálfan sig? Svarið er nei,“ sagöi Öm Johnson flugmaður sem hefur nú verið gert að sæta 7 daga varðhaldi - vararefsingu 25 þúsund króna sektar - vegna brots á flugreglum fyrir að fljúga vél sinni undir 500 fetum í snertilendingu. Öm sagði í samtali við DV í morgun að hann hefði sent flugráði bréf þar sem hann fer fram á að ráð- ið greiði sektina. Að öðrum kosti fari hann í 7 daga varðhald í Hverf- issteini sem á að hefjast klukkan 10 í fyrramálið. Flugráð fúndar í dag um málið þannig að óvíst er með málalok. í júni á síðasta ári var Örn ásamt Magnúsi Víkingi Grímssyni dæmd- ur til sekta. Kæraefni Flugmála- stjómar voru snertilendingar þeirra á vatni við Kjalarnes árið 1995. Svo fór að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi þá tO sektargreiðslna - ekki fyrir snertOendingar og hættuspO, eins og ákært var fyrir, heldur fyrir að fljúga undir 500 feta hæð, án leyf- is viðkomandi stjórnvalds. Þeir Örn og Magnús, og reyndar fleiri flugmenn, hafa bent á að nán- ast daglega fljúgi menn undir 500 feta hæð - t.a.m. hafi tugir flug- manna verið undir þeirri hæð við Skeiðarársand i nóvember, „sjón- varpsflug", svifflug og fleira. „AOt þetta er látið átölulaust,“ sagði Öm. „Ég tel að málarekstur flugmálayfirvalda á hendur okkur hafi verið þeim tO vansa. Ég bendi á að skattborgarar greiddu t.d. fyrir tvo sérfræöinga frá geimferðastofn- un Bandaríkjanna sem kváðu upp úr með að vatnabrun væri hættu- laust. Löglegt en siðlaust og verður margbrotið af flugmönnum á meðan ég sit i varðhaldinu,“ sagði Örn Johnson. -Ótt Greiöi flugráö ekki dæmda sekt Arnar Johnsons ætlar hann aö hefja afplánun 7 daga varöhalds í Hverfissteini klukkan 10 í fyrramáliö. DV-mynd E.ÓI. Æsuleiðangurinn: Varðskipið komið a vettvang DV, Bíldudal: Varðskipið Óðinn kom á Arnar- fjörð í morgun með bresku kafar- ana. Ætlunin er að staðsetja Óðin í dag yflr flaki Æsu og leita líka mannanna tveggja sem fórust með skipinu þann 25. júlí í fyrra. Auk bresku kafaranna eru um borð tveir fulltrúar Siglingastofnunar, fulltrúi Sjóslysanefndar og Landhelgisgæsl- unnar. Ætlunin er að fulltrúar sýslu- mannsins í Barðastrandarsýslu og eiim fulltrúi ættingja fari um borð í skipið frá BOdudal í dag. Gagnrýnt er að aðeins skuli vera kafað í skipið en því ekki bjargað á þurrt eins og íslenskir kafarar telja mögulegt fyrir svipaða upphæð og stjórnvöld greiða fyrir yfirstand- andi leiðangur. Þá eru sjómenn á Amarfirði ósáttir vegna þess að skipið er tO trafala á þekktri fiski- slóð. Hætta er á veiðarfæratjóni vegna þess og því hefði mikið verið unnið við að fjarlægja það. Hert verkfallsvarsla hjá P&S: Múlinn heitastur í verkfallinu Rafiðnaðarmenn hjá Pósti og síma ætla að herða verulega á verk- fallsvörslunni í dag. Þeir segjast munu freista þess að stöðva öO verk- faUsbrot, eins og hafi átt sér stað í gær með viðgerð á endurvarpsstöð rásar 2 á Vaðlaheiði. Sigurður Hauksson verkfaUsvörður sagði í morgun að verkfallsverðir yrðu mun sýnUegri frá og með degin- um í dag og myndu vakta Landssím- ahúsið á AusturveUi og þá ekki síður símstöðina að Múla við Suðurlands- braut, en þar tengjast aUir símar á landsbyggðinni Reykjavík. BUanir í Múlastöð munu því hafa áhrif á símasamband við aUa aðra landshluta, auk þess munu þær trufla aUar útvarps- og sjónvarpssendingar út á landsbyggðina. -SÁ IVEHtl 1 Upp á morgun Bretarnir fjórir í hópi islensku Everestfaranna eru nú lagðir aí stað í lokaáfangann að toppnum. Þeir lögðu af stað úr grunnbúðum í gær og settu stefhuna á 3. búðir. Sherparnir eru fljótari i förum og ætluðu að leggja í hann úr grunn- búðum í dag. Veður var gott á fjaUinu í gær og haldist það óbreytt gera íslend- ingarnir ráð fyrir að halda upp á morgun. -sv L O K I Veðrið á morgun: Þurrt en allhvasst Á morgun verða norðan- og norðaustanáttir, víðast kaldi og þurrt en allhvasst og él eða slydduél austan tO. Hiti verður á bUinu 0-7 stig, hlýjast sunnan- lands. Veðrið í dag er á bls. 50 5 dyra kr. 1.259.000. Bílheimar ehf. a ra E3 @ Sœvarhöfba 2a Sími:S2S 9000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.