Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1997, Blaðsíða 10
io %enning MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997 Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir Óðmenn Tvö syngjandi skáld, trúbadúrar eöa óðmenn á betri íslensku, fluttu verk sín í Þjóðleikhúskjallaranum á | mánudagskvöldið á vegum Listaklúbbsins. Menn þurfa ef til vill að vera dálítið óðir til að hafa þor til þess að sitja augliti til auglitis við áheyrendur og flytja mjög persónulega texta. Ekki það að allir textar Bubba Morthens og Kristjáns Kristjánssonar séu yfirmáta per- sónulegir, en sumir eru þannig, og ef svo væri ekki trúi | ég að hlustendum fækkaði. Bubbi hóf leikinn með nútímaþulu sem nefnist „Bónd- inn í blokkinni“ og „Við eigum miðin“. Bæði eru með hans betri lögum og með textum sem taka afstöðu til | vissra hluta í samfélaginu. Níu lög enn fylgdu, öll af- bragðsvel flutt, ekki sist „Barnablús“. Við kunnuglegar laglínur koma næmlega gerð örlítil tilbrigði í söng sem dýpka tjáninguna (og stundum þjáninguna). Þessu hafa fjölmargir aðdáendur hans eflaust fallið fyrir, og kannski líka sterkri karlmennskuímyndinni sem jaðrar o við að vera „macho“ (húðflúr á upphandleggjum) en sem hiklaust sýnir svo mikla viökvæmni í textum að þeir rétt sleppa við að fara yfir strikið. Enginn nema Bubbi kæmist upp með að flytja jafn viðkvæmnislega og opin- skáa texta og „Syndir feöranna'* og „Böm guðs“ og ná fram réttu áhrifunum - nema kannski KK. Tónlist Ingvi Þór Kormáksson Textar Kristjáns era yfirleitt styttri (engar þulur þar), undirfurðulegir sumir og óljósir en ágætir á sína vísu. Hann átti betra með að kjafta áheyrendur til og vekja hlátur milli laga en félagi hans. Það örlar alltaf á sviðs- skrekk hjá Bubba þegar hann er ekki að syngja. „Steikt- ur engill" er gott lag hjá KK þótt titillinn virki undarlega á mann, „Brennandi þrá“ á fullan rétt á sér, en hluti þess minnir á eitthvert annað lag eftir sama höfund. Blúsinn um plastpokamanninn og „Ópið" eru líka fín lög. KK fór á kostum í tali og tónum og sýndi ágætan gít- arleik. Eiginlega er það lykilatriöi í tónlist þeirra beggja, Bubba og KK, hversu góðir gítarleikarar þeir era. Ekki væri eins gaman að hlýða á ágæta texta og góöan söng ef undirspilið væri fjarri lagi. Þetta kom vel fram í lok- in þegar þeir tóku nokkur lög saman og drukku kaffi uppi á sviöi eins og þeir væru heima hjá sér. Kjarval „sjamanískur" Fyrir nokkrum árum var send til Bret- lands sýning á íslenskri myndlist sem nefndist „Landscapes from High Latitudes" og gerði lukku þar í landi. Einn af þeim sem skipulögðu sýninguna var Michael Tucker sem nú er lektor í myndlist í Brighton. Tucker tók ástfóstri við íslenska myndlist og hefur lagt sig fram við aö kynna ýmsa þætti hennar í fyrirlestrum og greinum síðan. Nýlega var endurút- gefm merkileg bók eftir Tucker sem heitir Dreaming with Open Eyes og hefur undirtitil- inn „The Shamanic Spi- rit in Twentieth Cent- ury Art and Culture". Hai-per Collins í London gefur út. Þar gefur höf- undur norrænni list, myndlist, tónlist og bók- menntum, meira rúm en tíðkast í bókum af þessu tagi. Meöal ann- ars Qallar hann um myndlist Kjarvals sem jóhannes Kjarval - hann telur sverja sig í sá sýnir. ætt við hina „sjaman- ísku" sýn á veruleik- ann, þar sem draumsýnir leika jafnstórt hlutverk og sjálfur veruleikinn. Rúrí í 20 fermetrum Myndlistarkonan Rúrí - sem gerði regn- bogann úti við Flugstöð Leifs Eiríkssonar - var að opna sýningu í sýningarrýminu 20 fermetram í kjallaranum á Vesturgötu 10. Þetta er tuttugasta og fyrsta einkasýning Rúríar en hún hefur tekið þátt í vel á ann- að hundrað samsýn- ingum. Rúrí hefur haldið sýningar í saufján þjóðlöndum og á verk í listasöfnum víða um heim, bæði opinberam söfnum og einkasöfnum. Hún hefur þrí- vegis hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir list sína. Sýning Rúríar stendur til 18. maí og er opin miðvikudaga til sunnudaga kl. 15-18. Dagskrá tileinkuð Knut 0degárd Annað kvöld kl. 20.30 verður í Norræna húsinu dagskrá tileinkuð norska rithöf- undinum og íslandsvininum Knut 0degárd í tilefni af því að úrval ljóða hans er vænt- anlegt í íslenskri þýðingu. Lesið verður upp á islensku og norsku, norskt djasstríó leikur og Hamrahlíðarkórinn syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, eiginkonu Knuts. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyf- ir. Bókmenntir Rúnar Helgi Vignisson Ljómi fiallar um feðgana Halldór og Pétur og segir son- urinn sögima. Halldór, sem er landsþekktur útvarpsmaður, getur son sinn með hinni skjálftavirku Láru í snjóhúsi á tindi Fretlu, nokkuð sem reyn- ir á innlifunarvilja lesandans, að minnsta kosti í þessari út- færslu. Fretla tekur síðan Láru og er hún einungis til staðar sem „Sál“ og „Saga" í lífi drengsins. Halldór hefúr alltaf gegnt sérstöku hlutverki meðal þjóðarinnar, því hann „var fyrsta bam sem heiminn leit eftir stofnun Lýðveldisins". Ekki nýtt trix, Salman Rushdie og fleiri hafi áður notað lýð- veldisböm sem táknmyndir ný- frjálsra þjóða; spennandi að sjá hvað Tunström gerir úr því, hugsaði ég. Göran Tunström - beinir gestsauganu aö íslensku samfélagi. Ekki drífur ýkja margt á • / snjo Aldrei framar óttast þú um að leka inn í senuna á undan áður en hún klárast. Svo föram við á svolít- ið stílfyllirí! Veltum okkur upp úr mörgum stíltegundum og allt yfir í teiknimyndir. Þetta hefur verið svo gaman að maöur kvíðir fyrir að fara að framsýna og hætta að æfa.“ - En ljóðin? Hvaö hafðir þú að leiðar- ljósi við valið á þeim? „Fyrst og fremst að ná flölbreytni. Safna saman Ijóðum úr ólíkum áttum og frá ólíkum tímum, þó nær nútíman- um. Ég reyndi líka aö draga konur fram í sviðsljósið. En þaö sem ég lagði mesta áherslu á voru þýðingar. Mér finnst ljóðaþýðingar vanrækt fyrirbæri í okkar samfélagi því þar er margt úr þýðingu Jóns Þorlákssonar á Para- disarmissi Miltons sem ég hef alltaf haldið mikið upp á. Það er ein dauða- synd að þessi þýðing Jóns skuli ekki hafa verið gefin út í heild sinni í 200 ár. Og glæsilegasta þýðingin er ónefnd enn, Grafljóðið úr Simli konungi eftir Shakespeare í þýðingu Helga Hálfdan- arsonar. Einstaklega falleg þýðing - „Aldrei framar óttast þú / eldraun dags né kalda nótt ..." Það er gaman þegar ljóð sem maður þekkir út og inn á frammálinu kemur til manns á ís- lensku og manni finnst það ekkert síðra. Það gerist ekki oft.“ Ljóð dagsins er flutt kl. 8.45 og 18.45 á virkum dögum. KROP í lok ágúst í sumar, nánar tiltekið 28.8.-31.8., verður haldið námskeið fyrir dans- og leikhúslistafólk og ffæðimenn á sviði gender studies, fræðanna um kynin, í Stokkhólmi. Námskeiðið er á vegum Teat- er og dans i Norden og þar verða fyrirlestrar og um- ræður um líkamann - enda heitir námskeiðið „KROP - kvenkyn og karlkyn í sviðslistum". Meðal spennandi fyr- irlestra era Líkaminn - félagsmenningarlegt fyrirbæri, Líkaminn í samtímalistum, Lík- aminn og rýmið, Líkaminn sem tákn og Kvenímyndir á sviðinu, og fyrir- lesarar eru fræðimenn frá Norðurlöndum, Englandi og Bandaríkjunum. Ráðstefnugjaldið er 800 Dkr. Frestur til að skrá sig er til 28. maí, og það er Teater og dans i Norden, Vesterbrogade 26,3, DK- 1620 Kobenhavn V, sem tekur við umsókn- um. Ljómi eftir Göran Tunström vakti eftirvæntingu hjá mér. „íslensk" skáldsaga eftir sænskan höfund; loksins út- lendingur að skrifa skáldskap um íslenskan samtíma, beina gestsauganu glögga á land okk- ar og þjóð. Höfundurinn virtist meira að segja vera svo vel heima i íslenskri menningu að hann gæti nýtt sér „í senn auga gestsins og kunnugleik heima- mannsins", eins og Laxness orðaði það einu sinni. Þessar ákjósanlegu aðstæður hafa þó ekki riðið baggamuninn fyrir Tunström. daga feðganna. Hæst ber þegar franski sendihei’r- ann gerir upptækan bolta sem Pétur sparkar óvart inn á lóð sendiráðsins á tólf ára afmælinu sínu. Reynt er að hefia það atvik upp á táknrænt plan, svo að það megi kristalla mun- inn á þjóðunum tveimur, en ekki verður það sann- færandi. Það sem síðar ger- ist í tengslum við fiöl- skyldu sendiherrans, og ekki skal rakið hér, virkar eins og því sé þröngvað upp á söguna til að full- nægja tvíhyggjunni. Sá ýkju- og furðustíll sem Tunström beitir virð- ist mér tilgerðarlegur, eins og galdurinn vanti. Höf- undur nær ekki að búa til heilsteyptan og sannfær- andi söguheim þrátt fyrir ágætar hugmyndir og skáldlegt stílfæri á köflum. Efnið lifnar hreinlega ekki heldur molnar í andvana mola. Þetta er þeim mun bagalegra sökum þess að sagan gerir kröfur um til- finningalega dýpt, enda faðir sögumannsins nýlát- inn. Reynt er að vega þetta upp með heimspekilegum tilvitnunum, en þær liggja utan á sögunni og ríma illa við persónumar. Ekki verður heldur séð að bjórar séu í tengingunni við lýð- veldisstofnunina og ís- lenska náttúru. Það er því raunalega fátt sem gleður í þessari bók; helst það sé þýðingin. DV-mynd GVA Göran Tunström: Ljómi. Þórarinn Eldjárn þýddi. Mál og menning 1997. Ámi Ibsen stendur í stórræð- um þessa dagana. Hermóður og Háð- vör ætla að fram- sýna nýtt leikrit eftir hann eftir viku og i maímán- uði velur hann ljóð dagsins á rás 1. „Við urðum aö fresta frumsýningu vegna þess að tæknileg útfærsla á þessu leikriti er svo flókin," segir hann til skýringar á síðbúinni fram- sýningu. „Við erum að reyna að ná áhrifum eins og í bíó - verkið er í fiölmörgum ör- stuttum atriðum og klippt á milli þeirra eins og í bíó. Til dæmis byrjar hljóð úr einni senu stund- Árni Ibsen - gefur konum og þýöingum svigrúm. DV-mynd ÞÖK feikilega vel gert. 1. maí var lesin þýðing Sverris Hólmarssonar á Við okur eftir Ezra Pound, einni frægustu kantöt- unni úr stóra bálkinum hans. Og ég enda mán- uðinn á Kvöld- ljóði eftir rúm- enska skáldið Tristan Tzara í frægri þýðingu Jóns Óskars. Ein-r hvers staðar á milli er Beðið eft- ir barbörunum eftir Konstant- ínos Kavafis í þýðingu Þor- steins Þorsteins- sonar. Ég hugsa að þýðingar séu upp undir helm- ingur af ljóðunum sem ég valdi. Ég valdi Blíðu Getinn í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.