Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1997, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1997, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997 15 Nýmæli í sumarvinnu unglinga Tvær ákvaröanir voru teknar á fundi borgarráðs 22. apríl sl. sem ástæða er til að vekja sérstaka at- hygli á. Annars vegar var sam- þykkt að veita 4,6 milljónir króna tU jafhingjafræðslu innan Vinnu- skóla Reykjavíkur í sumar og hins vegar að verja 10 milljónum króna til þess að gefa bændum, fyrirtækj- um og félögum möguleika á að ráða reykvískt skólafólk til sumarstarfa. Það er jafnframt ástæða til þess að vekja athygli á þeim breyttu áherslum sem ríkja í starfi Vinnu- skólans og hve mikil rækt er lögð við börn og unglinga. Foreldrar eiga nú að geta treyst því að Vinnuskólinn sé vettvangur þar sem böm og unglingar hafa nóg fyrir stafni, áhersla sé lögð á fræðslu og góð vinnubrögð og að vera þeirra þar sé gott veganesti til framtíðar. Jafningjafræðsla í Vinnu- skólanum Á síðasta ári hóf Vinnuskóli Reykjavikur samstarf við Jafn- ingjafræðsluna og hóf markvisst fræðslustarf með þeim unglingum sem stunda nám og vinnu í Vinnu- skólanum. Gerðar em mun meiri kröfur en áður um hæfni flokks- stjóra og leiðbeinenda i Vinnuskó- lanum þannig að tryggt sé að ungl- ingamir séu undir stjórn kunn- áttufólks. Ætlast er til að leiðbein- endur séu að minnsta kosti 22 ára og hafi menntun á sviði uppeldis og kennslu eða aðra sambærilega menntun eða starfs- reynslu. í sumar verða ráðin sérstaklega 27 ungmenni á aldr- inum 17 til 20 ára f 8 vikur til þess að annast jaftiingja- _____________ fræðslu hjá Vinnu- skólanum. Allir árgangar skólans, þ.e.a.s. þeir unglingar sem em að ljúka 8., 9. og 10. bekk, fá fræðslu og umræður um skaðsemi vímu- efna og þau áhrif sem fikt og neysla getur haft á líf og framtíð þeirra. Jafningjafræðsla Vinnuskólans Sumarstörf borgarbarna í sveit eru mörgum framandi. - Ávinningurinn af slfku samstarfi viö bændur er gagnkvæmur. er samstarfsverkefni milli Vinnu- skóla Reykjavíkur, Jafningja- fræðslunnar og íþrótta- og tóm- stundaráös. Jafningjafræðsla hef- ur sýnt sig að vera aðferð sem skilar árangri. Unglingar vilja læra af jafningjum sínum og það er enginn vafi á þvi að þau áhrif „Jafningjafræðsla Vinnuskólans er samstarfsverkefni milli Vinnu- skóia Reykjavíkur, Jafningja- fræðslunnar og íþrótta- og tóm- stundaráðs sem unglingar verða fyrir frá öðr- um unglingum og frá jafningja- hópi vega hvað þyngst í allri fé- lagsmótun. Skóiafólk í sveitastörf Á síðasta ári var tekin upp sú nýbreytni varðandi sumarvinnu skólafólks að gefa bændum, fyrirtækj- um og félögum, sem uppfylltu ákveðin skilyrði, möguleika á styrk til að ráða skólafólk til sumar- starfa. Reynslan var góð síðasta sumar og því hefur verið ákveðið að halda áfram á þessari braut. Sérstaklega kom fram að bændur kunnu að meta liðs- aukann og hvöttu ýmsir til framhalds þessa. Með þvi að styrkja bændur til þess að ráða skólafólk úr Reykjavík er ekki síður komið til móts við þá unglinga sem gjaman vilja skipta um umhverfi yfir sumarið og kynnast sveitastörfum sem mörgum borgarbömum em fram- andi. Styrkurinn gat í fyrra numið allt að % launakostnaðar en var þó Kjallarinn Kristín A. Árnadóttir aöstoöarkona borgar- stjóra aldrei hærri er Í4 þúsund kr. á viku. Sömu reglur gilda í ár. Ávinningurinn af þessu samstarfi við bændur er þvi gagn- kvæmur, fjölbreytni starfa eykst og borg og sveit tengjast. Þær 10 milljónir sem ákveðið hefur verið að nýta með þessum hætti duga til þess að greiða allt að 90-100 ungmennum, 17 og 18 ára, laun i 7-8 vikur við fjölbreytt störf við landbúnað, eða hjá fé- lögum og fyrirtækj- __________ um í sumar. Það er Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar sem hefur umsjón með þessum þætti í sumarvinnu skólafólks og þangað ættu þeir sem áhuga hafa að snúa sér eftir frekari upplýsing- um. Kristín A. Ámadóttir Rimaskólamál Að ala upp bam og koma því til vits og þroska er mikið og krefj- andi verkefni margra aðila, for- eldra, kennara, skóla og fleiri. Sennilega er þáttur foreldranna þar stærstur og mikilvægastur um hvernig til tekst. Foreldrarnir standa þó ekki einir heldur njóta hjálpar skólakerfis og annarra við að sinna þessu hlutverki. Augljóst má vera mikilvægi þess að góð eining og traust ríki milli skóla og foreldra og samkomulag sé um markmið og leið- ir. Það er mikil- vægt að foreldr- arnir og aðrir uppeldisaðilar sýni festu og setji bömunum eðlileg takmörk. Þá má ekki gefa eftir þegar bamið er á viðkvæmum aldri bara til að öðlast vinsældir um skamma hríð. Uppeldisstarfið er oftar en ekki vanþakklátt og böm ekki sátt við þau mörk sem þeim eru sett, en það er þeirra eðli. Oft misskilja foreldrar hlutverk kenn- arans og gleyma því að bæði hann og þeir stefna að sama marki. Við erum vonandi öll að reyna að tryggja hamingjusama framtíð bamanna okkar. Það verður ekki gert með hömluleysi. Einelti Allt þetta kom mér í hug þegar ég las í DV 18. apríl sl. um aðfór nokkurra foreldra að skólastjórn- endum Rimaskóla. Að móta skóla í nýju fjölmennu hverfi krefst þess að allir standi þétt saman. Það hafa stjómendur skólans gert. En þeir hafa borið gæfu til að hafa að baki sér góðan og traustan hóp kennara sem hefur náð að byggja upp gott starf. Sem betur fer skilja þetta flestir foreldrar og eru þakk- látir fyrir það góða starf sem unnið er í skólanum. Því miður eru þó til foreldrar sem kunna ekki að meta það sem reynt er að gera fyrir bömin þeirra og reyna að spilla því starfi sem unnið er. Þetta er há- vaðasamur minni- hlutahópur sem sést ekki fyrir og er ekki tilbúinn til sam- starfs. Hann ræðst að þeim aðilum inn- an skólans sem m.a. hafa það hlutverk að reyna að halda þeim nemendum sem erfitt eiga með sig, einhverra orsaka vegna, inn- an marka náms og hegðunar eins og skóla og uppeldiskerfi okkar gerir kröfú til. Mér virðist sem hér sé um einhvern misskilning að ræða þar sem mál eru ekki hugsuð til enda. Sorglegt er að verða vitni að slíkri neikvæðni í samskiptum á sama tíma og stjórnvöld stefna að auknum samskiptum foreldra og skóla. Um svona hegðun er ekki til nema eitt orð, „ein- elti“. Eða umhyggja? Samskipti nemenda og kennara í Rima- skóla eru að engu leyti frábrugðin því sem annars staðar gerist í skólastarfi. Um það getum við kennarar borið sem víðar höfrnn starfað í skólum. Báðir skóla- stjórnendur eiga langan og farsælan feril í uppeldisstarfi. Aðför að þeim er að- för að öllum kennur- um skólans og því góða uppeldisstarfi sem þar er unnið. Það sem Rimaskóli þarf á að halda til að geta gegnt hlut- verki sínu er: Að allir snúi bök- um saman, kennarar, foreldrar og nemendur. „Sameinaðir stönd- um vér“. Látum verkin tala og stöndum fast að baki stjórnend- um skólans með framtíð bam- anna okkar, sem við berum um- hyggju fyrir, að leiðarljósi. Snorri Bjarnason „Því miður eru þó ti! foreldrar sem kunna ekki að meta það sem reynt er að gera fytir börnin þeirra og reyna að spilla því starfi sem unnið er.“ Kjallarinn Snorri Bjarnason kennari í Rimaskola Alfroö Gíslason, fyrrum þjátfari KA. Með og á móti Mótiö á Spáni og undirbún- ingur landsliðsins í hand- boita fyrir HM Duranona og Patrekur saman „Þetta er eins og við var að bú- ast. Liðið hefur farið í gegnum erf- iðar æfingar á síðustu vikum en þó varð ég fyrir smávonbrigðum með stórt tap gegn Spánverjum sem eru nú með öflugt lið. Það er nú svo að stundum er ekkert að marka okkar lið á þessum tíma- punkti fyrir HM. Ég er því þannig lagað ekkert stress- aður og treysti þjálfurunum til að laga það sem þarf að laga fyrir HM. Ég sá auð- vitað ekki leikina á Spáni en sá í blöðum að það þyrfti að koma Duranona í gang. Auðveldasta leiðin til þess að minu mati er að láta hann og Patrek spila meira saman. Mér finnst að Patrekur eigi að fá meiri séns á miðjunni með Duranona. Uppstilling með þá gaf mjög góða raun gegn Dönum á þeim kafla sem réð úrslitunum. Mér finnst stundum sem Dura- nona og Dagur nái ekki nógu vel saman. Það er af hinu góða að menn almennt eru ekki að gera sér neinar vonir fyrir HM og þar hefur liðið stundum náð hvað bestum árangri. Þvi minni vænt- ingar þvi betri árangur. Þetta verður náttúrlega mjög erfitt en ég reikna samt með því að þetta komi vel út. Við erum núna með stráka sem búa yfir meiri reynslu en síð- ast og þar á ég við Patrek, Ólaf og Dag. Ég reikna með Rússum, Króötum, Spánverjum og Júgóslövum sem sterkustu þjóðun- um á HM. Mestu vonbrigðin verða Svíar og Frakkar." Æfingaleikir eru of fáir „Ég þeirrar skoðunar að oft sé ágætt að fá skell áður en farið er af stað í svona keppni sem HM er. Það sem ég myndi kannski óttast mest í stöðunni þarna er að æf- ingaleikimir eru of fáir til að fá raunhæfa mynd af leik liðsins. Eins er ég svolítið hræddur við framhaldið ef liðið hefur leik- ið Ola á Spáni. Ég sá ekki leik- ina þar og get því ekki dæmt um það. Úr fjarlægð er erfitt að dæma stöðuna þvl maður var ekki á staðnum. Ég hefði hins vegar viljað sjá mun fleiri æfingaleiki. Það segir sig alveg sjálft að þrír leikir á lokakaflanum með öllum mannskapnum er einfaldlega of lít- ið. Mér líst vel á heimsmeistara- keppnina sem slika því þaö býr heilmikið í þessu landsliði okkar. Staðan er bara einfaldlega sú að þetta snýst allt um leikinn í 16-liða úrslitunum. Fyrirkomulag keppn- innar býður upp á það að hið óvænta getur gerst. Við getum sagt að þetta sé bikarkeppni - sem sagt allt eða ekkert. Það er nánast alveg sama í hvaða sæti lið lendir í riðli. 16-liða úrslitin ráða alltaf ferðinni og þar er vendipunkturinn. Ekki er endilega víst að neitt betra sé að vinna riðil en að hafna í fjórða sæti. Maður veit sjaldnast hver bíður hinum megin. Ef við veltum okkur upp úr því hvaða þjóðir muni berjast um heimsmeistaratit- ilinn þá er min tilfinning sú að það verði Rússar, Króatar, Spánverjar og jafnvel Júgóslavar. Ég hef ekki trú á að Frakkar nái upp stemn- ingu í ár.“ -jks stelnsson, þjátfari ÍBV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.