Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1997, Blaðsíða 9
MIÐVHCUDAGUR 7. MAÍ 1997 9 ! > I í I i i i i i i i i i i I > > I > I I I I I I Útlönd Cherie á 50 pör af skóm Cherie Blair, for- sætisráðherrafrú Bretlands, veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið eftir yfir- burðasigur eigin- manns hennar í þing- kosningunum í Bret- landi í síðustu viku. í kosningabaráttunni studdi hún mann sinn dyggilega og gætti þess að segja ekkert sem spillt gæti mögulejkum hans á að binda enda á 18 ára setu Verka- mannaflokksins í stjórnarandstöðu. En núna, þegar valdaskiptin hafa farið fram, er Cherie meira í sviðs- ljósinu en nokkru sinni. Bresku síðdegisblöðin birtu í gær myndir af þvi er verið var að bera skósafn Cherie af gamla heimilinu hennar út í flutningabíl. „Hver hefði getið sér til að frú Blair á 50 pör af skóm, þar á meðal hvíta með pinnahælum?" spurði til dæmis blaðið Daily Mail. Cherie, sem vikum saman hefur reynt að forðast að gefa færi á að láta kalla sig Hillary Clinton Bret- lands, komst allt í einu að því að hún var borin saman við Imeldu Marcos. Það var meira að segja gerð athugasemd við fatnaðinn sem hún var 1 við flutningana. Fjölmiðlar voru ekki vænni við Cherie um helgina. Ljósmyndarar höfðu tekið sér stöðu við heimili hennar snemma morguns og smelltu af mynd er hún opnaði dyrnar fyrir blómasendli. Forsætis- ráðherrafrúin var ekki viðbúin at- hygli ijölmiðla. Hún var með úfið hárið og í náttserk sem náði bara niður á mið læri. Þegar Cherie sá sér til skelfingar að verið var að festa hana á filmu var hún ekki lengi að loka dyrunum. Menn geta sér þess til að þetta hljóti að vera óskemmtilegt fyrir konu sem fær tvöfalt hærri laun fyrir lögfræðistörf sín en eiginmað- urinn fær fyrir að gegna embætti forsætisráðherra. Reuter Fyrirsætan Eglantine minnir gesti og gangandi í Cannes á að kvikmyndahá- tiöin þar á bæ byrjar í dag. Simamynd Reuter Frakklandsforseti kominn í kosningaslag: Sakar andstæðinga sína um eyðslusemi Jacques Chirac Frakklandsfor- seti blandaði sér í kosningabarátt- una í morgun með harkalegum árásum á stefnu og tillögur vinstri- flokkanna, sakaði þá m.a. um skatt- píningu og eyðslusemi. Um leið fal- aðist hann eftir trausti og stuðningi kjósenda. Chirac skrifaði grein í fjórtán héraðsfréttablöð í tilefni þess að tvö ár eru liðin frá því hann var kjör- inn forseti. Hann hvatti landsmenn til að snúa ekki baki viö sögunni í kosn- ingunum sem verða 25. maí og 1. júní. „Ég þarf stuðning ykkar til að halda áfram starfinu sem við hófum í sameiningu og sem getur aðeins borið ávexti í fyllingu tímans. Við skulum grípa tækifærið og sækja fram saman,“ sagði forsetinn i greininni. Samkvæmt skoðanakönnunum sem birtar voru í gær eru 65 pró- sent franskra kjósenda óánægð með frammistöðu Chiracs á forsetastóli undanfarin tvö ár. Hvorki meira né minna en 87 prósent töldu að að- gerðir hans gegn atvinnuleysinu hefðu verið neikvæðar. í grein sinni kenndi Chirac hins vegar vinstriflokkunum um allt sem aflaga hefur farið í Frakklandi. Franska stjórnin var sökuð um það i gær að hafa falsað skýrslu um atvinnuleysi í landinu sem kom út í síðustu viku vegna komandi kosn- inga. Að sögn háðblaösins Le Can- ard Enchainé fengu vinnumiðlanir rikisins m.a. fyrirskipun um að letja ungt fólk til að skrá sig. Reuter Gæði á góðu verði ítl KDL5TEF O KDL5TEF • íslenshf fexfavarp • Fullhomin fjafstijfing • 40 sföövfl minni • Sjðlfvirh sföðvflleifun • Svefnrofi 15-120 mín. • Hllðr ððgerðir ð shjð • Scarf-fengi TVC21 | Hr. 37.900 sfpr. Lita sjanvarp • Tslenshf fexfavarp • Fullhomin fjarsfpring • 40 sföðva minni • SjBlfvirh sföðvðleifun • Svefnrofi 15-120 mín. • Hllðf aðgerðir o shjð • Scarf-fengi TVC21S H r. 44.000 stgr. Litc isjanvarp • Blach Line mgndlampi par sem svarf er svarf 09 fivíffertiviff • Nicam Stereo • íslensht textavarp • flllar aðgerdir á shjá • Sjalfvirh sföðvaleifun • 40 stöðva minni • Tenging fqrir auha hátalara • Svefnrofi 15-120 mín. • 2 Scarf-tengi • Fullhomin fjarstgring MKBI.STffR I9KDL5TER TVC283 | Hr. 59.900 stgr. LitaE sjánvarp Sjúnvarpsmiðstöðin Umboðsmenn um landalltVESTURLAND: Hljómsýn.Akranesi. Kauplélag Borglirðinga. Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrimsson. Gnindarfirði.VISIFIRÐIR.Ralbúð Jónasar Þórs, Patreksfiröí. Póllinn. isafirði. NOHÐURLAND: IISteingrímsfjarðar.Hólmavik.KfV-Húnvetninga,Hvammstanga.KfHúnvelninga.Blönduósi.Skaglirðingabúð.Sauöárkróki.KIA Dalvik.Tölvutæki/Bókval.Akureyri.Drvggi.Húsavik.Urö,Raularhöln.AUSTURLAND:KfRéraösbúa.Egilsstöðum. H Verslunin Vík. Neskaupsstað. Kauptón. Vopnafirði. Kf Vopnfirðinga. Vopnalirði. Kf Héraðsbúa. Seyðislirði. Turnbræður, Seyðislirði.Kf fáskrúðsljaiðar. Fáskrúöslirði. KASK. Djópavogi. KASK, Hðln Homalirði. SDDDRLAND: Ralmagnsverkstæði KR. Hvolsvelli. Gilsá, Rellu. Moslell, Hellu. Heimstækni. Sellossi. Kf Árnesinga, Sellossi. Rás. Þorlákshöln. Brimnes. Vestmanoaeyjum. REYKJANES: Rafborg. Grindavík. Raflagnavinnust. Sig. Ingvarssonar, Garði. Bafmætti. Hafnadirðl. Askrifendur fó aukaafslátt af smáauglýsingum DV o'tf miiif him/fc % Smáauglýsingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.