Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1997, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1997, Blaðsíða 22
38 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997 Fréttir JOV Stigahæstu knaparnir, frá vinstri. Jóhann Magnússon á Byr, sem varö efst- ^ ur, Jón Kristófer Sigmarsson á Funa, annar, og Christina Schnellmann á Degi. Hún tók aöeins þátt í tveimur mótum - varö sigurvegari á lokamótinu og í öðru sæti á hinu. DV-mynd Magnús Þingeyrar í Húnaþingi: Töltmót í reiðhöllinni DV, Húnaþingi: í vetur hafa húnvetnskir hesta- menn þrisvar sinnum leitt saman hesta sína í töltkeppni í Reiöhöll- inni á Þingeyrum. Um og yfir 20 knapar hafa tekið þátt í mótinu í hvert sinn. Verðlaun voru veitt fyrir hverja keppni en að auki fengu þeir þrír, sem flest stig hlutu samanlagt úr mótunum, verðlaun sem Þingeyra- búð gaf. Það voru útskomar hesta- styttur gerðar af húnvetnska hag- leiksmanninum Helga Björnssyni í Huppahlíð. í Reiðhöllinni á Þingeyrum er mjög góð aðstaða til þess að halda mót og ýmsar aðrar uppákomur reiðmanna. -MÓ Smáauglýsingadeild DV er opin: • virka daga kl. 9-22 • laugardaga kl. 9-14 • sunnudaga kl. 16-22 Tekið er á móti smáauglýsingum til kl. 22 til birtingar nœsta dag Ath. Smáauglýsing í Helgarblað DV þarf þó að berast okkurfyrir kl. 17 á föstudag a\\t mil/í himinx Smáauglýsingar 550 5000 Smáauglýsingadeild verður opin í dag miðvikudag frá kl. 9-22. Lokað verður á morgun, uppstigningardag. Opið verður föstudaginn 9. maí frá kl. 9-22. Ath. Smáauglýsing í Helgarblað verður að berast fyrir kl. 17 á föstudag. DV kemur næst út föstudaginn 9. maí. o\\t mil/i himin. Oo, Smáauglýsingar 550 5000 Hreppar sunnan Hvítár: Kosið um sam- einingu í haust DV, Vesturlandi: Líkur eru á að kosið verði í haust um sameiningu fimm hreppa í Borgarfirði, — Anda- kílsárhrepp, Skorradalshrepp, Lundareykjadalshrepp, Reykholts- dalshrepp og Hálsasveit. Þeir era allir sunnan Hvítár. Svava S. Kristjánsdóttir, for- maður nefndar Andakílsárhrepps, sagði í samtali við DV að hún væri bjartsýn á að það gæti orðið í haust. „Við erum að vinna í málum hreppanna og tökum ekki ákvörð- un um kosningu fyrr en á fundi sem verður í byrjun maí. Ég er bjartsýn á að af þessu geti orðið og kosið verði í haust. í þessum 5 hreppum eru hátt í 800 íbúar. Andakilsárhreppur er fjölmenn- astur með 260 íbúa. Hinir era minni, t.d. eru aðeins 45 íbúar í Skorradalshreppi. Það var kosið í öllum hreppunum 1993 en þá sam- þykktu aðeins tveir hreppar. Nú er viðhorfið breytt og mikið um sameiningu. Það sem hvetur okk- ur tO að fara í viðræður er að hrepparnir vinna svo mikið sam- an. Auk þess verður sterkari stjórn þegar um er að ræða eina hreppsnefnd og sveitarstjóra. Það er ekki mikið eftir þegar við lítum á það sameiginlega hjá hreppun- um. Sameiginlegt skólahverfi, sameiginleg félagsmálanefnd og sameiginleg brunamál. Ég er bjartsýn á að af þessu verði í haust,“ sagði Svava. -DVÓ Frá vel heppnaöri sýningu LS á Pétri Gaut. DV-mynd Örn Sauöárkrókur: Gróska í leiklistinni DV, Fljótum: Á funmta hundrað manns hafa séð uppfærslu Leikfélags Sauðár- króks á Pétri Gaut eftir Henrik Ib- sen. Búið er að sýna leikritið 5 sinn- um í samkomuhúsinu Bifröst. Sýningin hefur vakið talsverða at- hygli og fengið góða dóma bæði leik- listargagnrýnenda og almennings. Það gefur verkinu óneitanlega sterk- an svip að hinn kunni leikari, Gunn- ar Eyjólfsson, fer með eitt aðalhlut- verkið - hlutverk Péturs Gauts á efri árum. Gunnar er jafnframt leikstjóri verksins ásamt Einari Þorbergssyni, formanni Leikfélags Sauðárkróks. Alls taka 23 leikarar þátt í sýning- um á Pétri Gaut. Flestir era þeir ungir að árum og eru að taka sín fyrstu spor á leiklistarbrautinni. Næsta sýning verður laugardaginn 3. maí nk. og er óvíst um fleiri sýn- ingar vegna anna og fjarveru leik- ara. Leikfélagsfólk lætur ekki þar við sitja. Æfmgar á sæluvikustykkinu í ár, sem er Græna lyftan, hafa staðið yfir að undanfornu. Því leikstýrir Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Leik- arar eru 8. Verkið var frumsýnt í samkomuhúsinu Bifröst í gær, 27. apríl. -ÖÞ Borgarbyggð: Skuldir bæjarsjóðs 96.5% af skatttekjum DV, Borgarnesi: Ársreikningur bæjarsjóðs Borgar- byggðar 1996 var lagður fram í bæj- arstjórn og samþykktur 23. apríl. Að sögn Óla Jóns Gunnarssonar, bæjarstjóra í Borgarbyggð, urðu skatttekjur bæjarsjóðs 257,7 milljón- ir 1996 en samkvæmt áætlun áttu þær að vera 216 milljónir. Skýring- arnar á hækkun frá áætlun eru auknar tekjur með yfirfærslu grunn- skólans. Auk þess hækkuðu útsvars- tekjur um 5% meira heldur en áætl- un gerði ráð fyrir. Skuldir bæjarsjóðs urðu 248 millj- ónir og peningalegar eignir 155 millj- ónir og því er peningaleg staða bæj- arsjóðs neikvæð um 93 milljónir sem eru tæp 45.000 króna á íbúa. „Við getum verið ánægð með þá útkomu því við höfum verið í mikl- um fjárfestingum. Eignfærð fjárfest- ing varð 13 milljónir. Við áætluðum hana 22 milljónir þar sem við gerð- um ráð fyrir því að eyða meira í upp- byggingu íþróttamannvirkja. Það kemur þá í meiri þunga á þessu ári. Gjaldfærð íjárfesting varð 105 millj- ónir en áætlun gerði ráð fyrir 76 milljónum. Skýring á hækkun frá áætlun er sú að ákvörðun var tekin á miðju sumri að gera meira í mal- biksframkvæmdum, gatnagerð og holræsum en áætlað var,“sagði Óli Jón. -DVÓ Einangrun rofin viö Árneshrepp DV, Eskifiröi: Síðustu tvær vikur hefúr verið unnið að snjómokstri í Árnes- hreppi á Ströndum. Kristján Guð- mundsson frá Stakkanesi við Stein- grímsfjörð kom i byrjun april á ýtu sinni yfir Trékyllisheiði og hefur siðan opnað vegi heim að öllum bæjum sem búið er á yfir veturinn. Kristján var 25. apríl að ýta veg- inn yflr Veiðileysuháls og bjóst við að opna veginn inn í Bjarnarfjörð um helgina. Frá miðjum janúar hef- ur einungis veginum frá Gjögri til Norðurfjarðar verið haldið opnum. íslandsflug hf. flýgur tvisvar í viku til Gjögurs og Hríseyjarferjan hefur komið á tveggja vikna fresti til Norðurfjarðar. Vöruflutningar til og frá þessu byggðarlagi hafa einungis farið fram með flugi eða sjóleiðis á þessu ári. Nú sér fyrir endann á þessari miklu einangran þegar vegurinn opnast. Hann er hins vegar ekki mikið til að hrópa húrra fyrir því ekkert byggðarlag á landinu býr við verri veg en Árnes- hreppur, það er frá Bjamarfirði og norður. -Regína

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.