Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1997, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997 Spurningin Kanntu aö dansa? Sófus Henryson trésmiður: Auð- vitað kann ég að dansa. Lovísa Vattnes verslunarmaður: Ég er nú hrædd um það. Og dansa frekar vel. Ingólfur Sveinsson, nýkominn til landsins: Ég kann ekki að dansa, það er ekki möguleiki. Ævar Már Finnsson múrari: Já, ég er góður í vangadönsunum. Sigríður Másdóttir húsmóðir: Já, ég kann það. Auður Þórhallsdóttir og Sigrún Stella Þrastardóttir: Já, við kunn- um svona smávegis. Lesendur A5 taka sér vald Gylíi Kristjánsson skrifar: í DV 29. apríl sl. skrifar „Sigurður í Antikbúðinni" á Akureyri greinar- korn vegna Sandkoms í DV 14. apríl sl. sem ég var höfundur að, og kem- ur þar ýmislegt fróðlegt fram. Tilefiii Sandkomsins var að Sigurð- ur tók sér það vald í hendur að loka göngugötunni á Akureyri fyrir bíla- umferð þá skömmu áður þegar hann þurfti að koma vörum að verslun sinni, og olli með því framferði sam- borgunum sinum óþarfa óþægindum. Engu var sinnt um þá sem einhverra hluta vegna hugðust aka um götuna á þeim tíma þegar hann var ásamt bíl- stjóra að bera inn húsgögn í verslun sína. Þeir máttu bara bíða. Sigurður segist hafa tekið tímann sem það tók að bera húsgögnin inn í búðina, „til þess að vita hvort það yrði í lagi í framtíðinni að stöðva umferðina þegar svona lítið magn væri affermt" eins og Sigurður orð- aði það. Þetta er mergurinn málsins. Engu máli skiptir hvort affermingin tók 2 mínútur eða 20 minútur. Sigurður segir að í umrætt skipti hafi hann stöðvað umferðina í 5 mín- útur. Ég ber brigður á þá tímamæl- ingu. Það skiptir heldur ekki máli. Það sem skiptir máli er það að óbreyttur bæjarbúi tók sér það vald sem lögregla hefur; að loka einni af umferðargötum bæjarins upp á eigin spýtur. Af skrifum Sigurðar er ekki annað að skilja en hann hyggist gera það í framtiðinni ef svo ber undir. Sigurður tekur undir, að ein- hveiju leyti a.m.k., þá gagnrýni sem ég hef haft uppi á þá framkvæmd hvernig staðið var að opnun göngu- götunnar fyrir bílaumferð. Hann kýs hins vegar að lýsa óánægju sinni - Opnun hennar hefur sætt gagnrýni. Göngugatan á Akureyri. með hönnun „bílabrautarinnar" á þann veg að þar hafi „einn af fáum sem ekki vildi opna götuna fyrir um- ferð“ hannað götuna, þannig að fleiri bættust í hóp andstæðinga bílaum- ferðar um götuna. Svona málflutningur dæmir auð- vitað fyrst og fremst þann sem þann- ig setur mál sitt fram, og hefur illan málstað að verja. Einnig gefur Sig- urður í skyn aö meirihluti bæjarbúa vilji bílaumferð um göngugötuna. Það fullyrði ég að sé rangt, enda er ekki einu sinni eining um það meðal verslunareigenda við götuna. En þeir knúðu þó fram opnun. Afnám sjómannaafsláttar - nokkur skilyrði Þórbergur Torfason skrifar: Þar sem fram er komið frumvarp á Alþingi um afnám sjómannaafslátt- ar til skatts vil ég leggja eftirfarandi tillögur í þá umræðu. Ég býst við að sjómenn létu til leiðast og létu af hendi afsláttinn, sem er þó hluti af okkar launakjörum, ef eftirfarandi skilyrðum verður fullnægt: 1. Arður af hlutabréfum verði skattlagður eins og aðrar tekjur. Þetta atriði á auðvitaö sérstaklega við um fyrsta flutningsmann frum- varpsins. 2. Fastráðnir kennarar láti af hendi laun sín yfir sumarmánuðina. Það er og hluti af þeirra launakjörum. 3. Bankastarfsmenn afsali sér launum 13. mánuöinn. Það er einnig hluti af þeira launakjörum. 4. Alþingismenn greiði sjálfir fyrir afnot af síma og faxi, kaupi sjálfir sínar tölvur og af þingmönnum verði tekinn dreifbýlisstyrkurinn, svo og allir ferða- og dagpeningar. Það eru jú sjálftekin launakjör. 5. Einungis hið opinbera megi reka fyrirtæki, sama hvers konar starfsemi færi þar fram. Það ætti að minnka líkur á undanskotum frá skatti. Að sjálfsögðu yrðu lagðar nið- ur allar dagpeningagreiðslur sem hafa gert alla venjulega þjóðfélags- þegna gjörsamlega orðlausa. Margt fleira þyrfti að lagfæra í hinu mikla iauna- og starfskjaraóréttlæti hér. Ef byijað væri á þessu værum við sjómenn kannski til viðræðu um aö af okkur yrði hrifsaður hluti af laun- um okkar. Þess má að lokum geta aö ekki myndi skaða ef löggjafinn gengi svo frá málum að við eigum ekki sí- fellt yfir höfði okkar að þurfa sjálfir að kaupa kvótann á skipin svo við getum nú skilað okkar í ríkissjóð. Guðjón sem landsliðsþjálfara Kormákur Sigurðss. skrifar: Gefið okkur eina ástæðu hvers vegna Guðjón Þórðarson ætti ekki að verða landsliðsþjálfari. Ég get nefnt nokkrar sjálfur. Þær ástæður snúa þó allar að hlutum sem ekki tengjast knattspyrnu á nokkurn hátt. Málið er að Guðjón er sigur- vegari og á að fá tækifæri. Ég kann alls ekki illa við núver- andi landsliðsþjálfara, Loga Ólafs- son. Logi er t.d. mikill húmoristi og er erfitt aö finna jafngóða lýsendur á fótboltaleikjum og Hemma Gunn og Loga, þ.e.a.s. ef menn eru að leita eftir að heyra góða brandara. En núverandi landslið og leikskipulag þess er stærsta aðhlátursefniö. Er þjónusta allan sólarhringinj ða hringid i sima 5000 illi kl. 14 og 16 Guðjón Þórðarson. - Sigurvegari og á aö fá tækifæri ætlast til þess að fólk nenni að leggja leiö sina á leiki landsliðsins þegar liðið spilar svona hundleiðin- lega, og árangurinn enginn? Guðjón hefur sótt ótal þjálfun- amámskeið hjá virtustu klúbbum í Evrópu. Þaö þarf ekki annað en hlusta á knattspymulýsingar hans á Sýn til að verða vitni að því hve ffóður hann er um leikinn. Þar em fimmaurabrandarar sparaðir en í staðinn fær maður að vita hvað lið- in em að gera taktískt, rétt eða rangt. Auk þess talar árangur Guð- jóns sínu máli. Guðjón á sennilega ekki eftir að gera íslendinga aö heimsmeisturum, en hann hlýtur að eiga rétt á því að fá tækifæri. Ég vona að í næsta sinn er ég fer á landsleik á Laugardals- vellinum sé þaö ekki til þess að sjá hvemig nýja stúkan lítur út, heldur til að sjá baráttu og árangur, að hætti Guðjóns Þórðarsonar. Ráðherrum fjötur um fót Runólfur skrifar: Það er áreiðanlega erfitt að vera í forsvari þjóðar þar sem nánast allir þekkjast. Það er þrýst- ingurinn margfiægi, það er skyld- leikinn og það er nábýlið við líf- æðina í öllum greinum fram- kvæmda. Ráðhermnum mesti fjöt- ur um fót, svo dæmi sé tekið úr stjómkerfinu, er seinagangurinn í öllum greinum. Öll mál em dreg- in á langinn sem mest má. Lítum til annarra þjóða, t.d. Bretlands. Allt er drifið af sem hægt er, m.a. skipað í stöður nýrrar ríkisstjóm- ar. Og það sem meira er, allir gamlir embættismenn í helstu stöðum verða að víkja. Rusl og aftur rusl Hlynur Ámason skrifar: Að frátöldum umferðarþungan- um, sem stundum ergir mann, er annað mál sem mér blöskrar og er tilefhi þessara lina. Rusl og aftur msl er það sem blasir við sjónum vegfarenda í hinni „fogru“ og „hreinu“ Reykjavík. Bréfarasl, innkaupapokar og önnur nútíma þægindi liggja eins og hráviði um allt, jafnt á opnum svæðum sem í trjábeðum. Eðlilegt má telja að götur og græn svæði borgarinnar séu eins og raslahaugar eftir lang- an og rysjóttan vetur. En nú er hann liðinn. Hvað em borgaryfir- völd að hugsa? Á að innleiða svip- að ástand hér og tíðkast í fátækra- hverfum stórborganna? Hrós til Hróa hattar Ragnar skrifar: Veitingastaðir í keðju Hróa hattar hafa orðið feiknavinsælir hér á landi. Best þekki ég staðinn við Hringbrautina og þar er ævin- lega góður matur. Ekki bara pits- ur, þótt þær séu líka aíbragðs góð- ar. Þessir staðir em orðnir eins konar „symbol" fyrir góðan mat - jafngóðan mat, alltaf. Góð þjón- usta og verð í lægri kantinum. Það var gott að fá Hróa hött í vest- urbæinn, þar vantaði sannarlega góðan matstað á þeim grunni sem þessi veitingakeðja býður. Söngvakeppnin Eurovision Magnús P. hringdi: Mér finnst alltaf gaman að söngvakeppninni. Mér er nokk sama hver vinnur. Ég veit að Island á engan möguleika, og það er bara vel. Við höfum heldur engan metn- að eða getu til að halda svo viða- mikla keppni hér á landi. Land- kynningin yrði bara sukk og svínarí; myndir af fylliríi og slangrandi fólki i miðbænum. Sig- urvegarinn núna, þessi enska stúlka, var ekki með besta lagið að minu mati. Þetta var dæmigert „Bonny Tyler“-lag og mér fannst Tyler hreinlega syngja í gegnum söngkonuna. Páll Óskar fór og kom til baka fyrir sig einan. Hann hefúr kollinn í lagi, en ekki þeir hjá RÚV. Fjöldalamb árs- hátíðanna Hulda skrifar: Mikið er ég orðin leið á að fara á árshátíðir og þessi sameiginlegu borðhöld þar sem sífellt er boðið upp á það sama á matséðlunum; einhvers konar „ffauð" úr fiski eöa fúglum og svo „fjöldalambiö". Það er ekki einleikið þetta meö lambið. Er það svona miklu ódýr- ara en t.d. nautakjötiö? Ekki sýn- ist mér það í verslununum. Jafii- vel dýrara ef eitthvaö er. Við erum nú alltaf aö boröa lambið ýmist í læram, hryggjum, frampörtum, bógum, í kjötsúpu eða karríréttum. Eitthvað annað á árshátíðum. „Please!"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.