Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1997, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1997, Blaðsíða 34
50 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997 onn Sjálfumglatt land „Lítið land, sem sendir klúran klæðskipting með leiðinlegt lag sem fulltrúa sinn, er ákaflega frumlegt og sjálfumglatt land.“ Sigríöur Halldórsdóttir í fjöl- miðlarýni, I DV. Ekki þungt áfall „Það verða örugglega einhverj- ar leiðir til að hughreysta þjóðina. Fyrir mig yrði það ekki þungt áfall, satt að segja.“ Sigurður Valgeirsson dagskrár- stjóri um ef ísland dytti út úr Eurovision, í Degi-Tímanum. Að ganga illa um auð- lindir þjóðarinnar „Við sjómenn erum skammaðir fyrir að ganga illa um auðlindina en síðan setur sjávarútvegsráðu- neytið reglugerð um síldveiðar, þar sem tekið er fram að við eig- um að ganga illa um auðlindina." Bjarni Bjarnason skipstjóri, i Degi- Tímanum. Ummæli Slappir bæjarfulltrúar „Það er reyndar dapurlegt hvað bæjarfulltrúar okkar eru yfir höf- uð slappir og það hefur nákvæm- lega enga þýðingu þótt þeir reyni að krafsa í bakkann með tali um sameiginlegt framboð." Sverrir Leósson, útgerðarmaður á Akureyri, í DV. Orrustan töpuð „Orrustan er töpuð en ekki stríðið." Karitas Pálsdóttir, verkalýðskona á Vestfjörðum, í Degi-Tímanum. Aö synda yfir Ermarsundiö þykir ein mesta þolraun í sundinu. Synt yfir Ermarsund Fyrstur til að synda yfir Ermar- sund án björgunarvestis var Matt- hew Webb, skipstjóri í breska flot- anum. Hann synti bringusund frá Dover á Englandi til Calais í Frakklandi á 21 klst. og 45 mín. 24.-25. ágúst 1875. Áætlað er að hann hafi synt 61 kílómetra en stysta leið milli staðanna er 33 km. Nokkuð traustar heimildir eru fyrir því að franskur hermaður, að nafni Jean-Marie Saletti, hafi flúið á sundi úr fangelsisskipi, sem lá undan Dover, og synt til Boulogne í júni 1815. . Blessuð veröldin Fyrstur frá Frakklandi Enrico Tiraboschi, ítalskur auð- kýfingur, búsettur í Argentínu, varð fyrstur til að synda frá Frakklandi til Englands. Hann synti á rúmum sextán klukkutím- um 12. ágúst 1923. Fyrst kvenna Gertrude Caroline Ederle frá Bandaríkjunum tókst fyrstri kvenna að synda yfír Ermarsund- ið. Hún synti frá Fakklandi til Englands 6. ágúst 1926 og var tæp- ar fimmtán klukkustundir á leið- inni. Fyrsta konan til að synda frá Englandi til Frakklands var Flor- ence Chadevick, bandarísk stúlka sem synti á rúmum 16 klst. 11. september 1951. É1 við austurströndina Austur við Noreg er hægfara og minnkandi 985 mb lægð, en heldur vaxandi 1012 mb lægð 500 km vestsuðvestur af Reykjanesi hreyfist austsuðaustur. Veðrið í dag í dag verður norðan- og norðau- stangola eða kaldi og él við suður- ströndina og síðar einnig á annesj- um norðanlands, en austangola eða kaldi og rigning um tíma við suð- vesturströndina síðdegis. Hiti ná- lægt frostmarki norðan- og austan- lands en 0 til 6 stig annars staðar. Á höfuðborgarsvæðinu verður austangola og síðar kaldi. Rigning um tíma síðdegis, en norðaustan- kaldi og léttir til í kvöld. Hiti 0 til 6 stig. Sólarlag í Reykjavík: 22.12 Sólarupprás á morgun: 4.36 Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.35, stórstreymi Árdegisflóð á morgun: 7.16 Veðriö kl. 6 í morgun: Akureyri skýjað -2 Akurnes skýjað 1 Bergstaðir alskýjað -3 Bolungarvík alskýjað -1 Egilsstaöir alskýjað -2 Keflavíkurflugv. alskýjaö -1 Kirkjubkl. alskýjað 1 Raufarhöfn alskýjaö -3 Reykjavík alskýjaö -1 Stórhöfói alskýjað 3 Helsinki léttskýjaó 8 Kaupmannah. skýjaó 5 Ósló rigning 5 Stokkhólmur þokumóóa 8 Þórshöfn rigning 4 Amsterdam skúr 6 Barcelona alskýjað 12 Chicago heiöskirt 8 Frankfurt skýjaö 4 Glasgow skýjaö 3 Hamborg léttskýjað 4 London léttskýjað 2 Lúxemborg skýjaö 2 Malaga hálfskýjaö 14 Mallorca alskýjaó 12 Paris skýjaö 3 Róm skýjaö 14 New York skýjaö 10 Orlando heiöskírt 18 Nuuk -2 Vín skýjað 12 Washington léttskýjað 12 Sr. Sigurður Ægisson, prestur og lagasmiður: Næst er það bók um hvali við ísland „Ég hef tekið þátt í dægurlaga- keppninni öll þau þrjú ár sem hún hefur verið haldin, komist inn í úr- slitakeppnina í öll skiptin, lenti í þriðja sæti í fyrra og sigraði nú,“ segir sr. Sigurður Ægisson, prestur á Grenjaðarstað í Aðaldal, en hann bar sigur úr býtum með lagi sínu Þú og ég sem Guðrún Gunnarsdótt- ir og Eyjólfur Kristjánsson sungu. Sigurður segist hafa byrjaði ung- ur að semja lög. Þetta hófst allt þeg- ar yngri bróðir minn, Matthías, kenndi mér á gítar þegar ég var sextán ára. Fór ég fljótt að semja lög eftir það og hef allar götur síð- an fiktað við þetta, þó í meira mæli síðustu árin. Þetta er ákaflega gam- an og mjög hressandi með brauð- starfinu og ég mun örugglega halda Maður dagsins áfram að senda lög í þessa keppni en þetta er eina dægurlagakeppnin sem haldin er árlega hér á landi og eiga þær kvenfélagskonur á Sauð- árkróki hrós skilið fyrir framtakið og hafa þær staðið sig eins og sann- ar hetjur." Um tilurð sigurlagsins segir Sig- urður að það hafi alls ekki verið samið með keppni í huga: „Þetta Sr. Sigurður Ægisson. kom í kollinn á mér nánast full- skapað í fyrra. Ég setti það síðan á band og geymdi það og þegar kom að því að senda lag í keppnina þá hafði ég einhverja tilfinningu fyrir því að það mundi gera góða hluti. Ég var síðan mjög heppinn með út- setjara, Óskar Einarsson, undra- barn frá Akureyri, og svo má ekki gleyma flytjendunum Guðrúnu og Eyjólfi, sem stóðu sig frábærlega eins og þeirra var von og vísa.“ Það er mikil tónlist í ætt Sigurð- ar, bróðir hans er hinn þekkti söngvari og lagahöfundur Gylfi Ægisson, annar bróðir hans, Lýð- ur, hefur einnig fengist við söng og lagasmíðar og systurdóttir bræðranna er söngkonan þekkta Rut Reginalds: „Þetta er eitthvað sem er í blóðinu. Faðir minn snil- aði á harmóniku og Gylfi vill meina að frá honum komi tónlist- in.“ Ekki telur Sigurður að hann og Gylfi semji lög sem séu lík: „Gylfi er á sjónum og hafið og sjómenn- irnir standa honum nær en ég er landkrabbi og sem um ástina, það gerir Gylfi að vísu en á öðrum nót- um. Ég er einnig mun meira fyrir að semja róleg lög á meðan Gylfi er í þeim íjörugu." Sigurður á sér mörg önnur áhugamál fyrir utan tónlistina: „Ég hef ótal áhugamál og þar ber kannski hæst náttúruna. Ég gaf út fuglabók í fyrra, ísfygla, sem fékk góðar viðtökur og í sumar er að koma á markaðinn bók um is- lenska hvali sem Forlagiö gefur út, mun hún koma út á íslensku, þýsku og ensku. Meðhöfundar mínir eru Jón Baldur Hliðberg og Jón Ásgeir Finnsson." -HK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1799: 1 /799 -evþör,—*- 3 Q Wb>& i?oo ■eyþoR,- Köttur á heitu blikkþaki Sýning á leikriti Tennessee Williams, Köttur á heitu blikk- þaki, er á stóra sviði Þjóðleik- hússins i kvöld. Eins og flest önnur leikrit Williams gerist Köttur á heitu blikkþaki í suðurrikjum Bandaríkjanna og er það lýs- ing á ólgandi fjölskylduupp- gjöri í þrúg- andi molluhita Baltasar Kor- meðan viftum- mákur leikur ar snúast leti- eiginmanninn lega í takt við sem man betri tregafullan daga. blús. Sonur plantekrueiganda er á góðri leið með að drekka frá sér hjóna- bandið og fóðurarfinn en eigin- kona hans er reiðubúin að berj- ast fyrir auðnum og ást þeirra með kjafti og klóm. Leikhús Helstu leikarar em Baltasar Kormákur, Margrét Vilhjálms- dóttir, Erlingur Gíslason, Helga Bachmann, Halldóra Bjömsdótt- ir og Valdimar Öm Flygenring. Leiksjóri er Hallmar Sigurðsson. Um tónlistina sér gítarleikarinn Guðmundur Pétursson. Þetta er fjórða verk Tennesse Williams sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu, áður hafa verið sýnd Sumri hall- ar (1953), Sporvagninn Girnd (1975) og Leigukjallarinn (1979). Bridge Hinn heimsþekkti bridgedálka- höfundur Alan Truscott sagði ný- verið frá spili í Herald Tribune sem spilað var af Bandaríkjamanninum David Gurvich. Tmscott telur að Gurvich geti orðið ein af skærari stjörnum Bandaríkjamanna í fram- tíðinni og sýnir hæfni hans í úrspil- inu í spilinu hér að neðan. Sagnir gengu þannig, norður gjafari og n-s á hættu: * ÁG854 4» ÁD * ÁK63 * 92 4 K72 44 G7 ♦ DG1098 4 D83 N V A S * D1093 «4 K83 4 K1054 Norður 1 * 2 ♦ 3 » ♦ 6 44 1096542 ♦ 72 * ÁG76 Austur Suður Vestur pass 1 Grand pass pass 2 44 pass pass 4 44 p/h Útspil vésturs var tíguldrottning og sagnhafi gat hugsanlega spilað upp á að fria fimmta spaðann. En sú spilaleið krefst þess að báðir hálitir liggi vel og hjartakóngur sé á hendi vesturs. Gurvich valdi hins vegar aðra spilaleið. Hann drap á tígul- kóng, tók spaðaásinn, trompaði spaða, spilaði tígli á kóng og tromp- aði aftur spaða. Gurvich spilaði síð- an lágu laufi og vestur tók slaginn á drottninguna. Vestur spilaði hjarta, Gurvich rauk upp með ás, spilaði laufi á ásinn (hann vissi ekkert um legu kóngsins) og trompaði lauf. •Staðan var nú þessi: 4 G8 •4 - •f 63 * - * - 44 G ♦ G109 * - N V A S 4 D «4 K8 ♦ - 4 K Fjárstyrkur Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. 4 - 4» 1096 4 - 4 G Þegar Gurvich spilaði tígli úr blindum var ekki hægt að koma í veg fyrir að hann fengi tvo slagi á tromp. Austur varð að henda, Gur- vich trompaði og spilaði lágu trompi. Vestur átti slaginn á gos- ann, en sagnhafi fékk alltaf einn til viðbótar. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.