Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1997, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997 Útlönd Stuttar fréttir jov Afríkuleiðtogar ræða friðarhorfur í Sair: Vonast til að Mobutu Saírforseti segi af sér Mobutu Sese Seko, forseti Saírs, flýgur til Gabons í dag þar sem hann ræðir við leiðtoga nágranna- ríkja um hvernig koma megi á friði í Saír. Aðstoðarmenn forsetans ít- rekuðu í gær að hann væri ekki að flýja land, heldur kæmi hann aftur til höfuðborgarinnar Kinshasa. Stjórnarerindrekar hjá Samein- uðu þjóðunum gera sér aftur á móti vonir um að í Gabonferðinni geri Mobutu „það eina rétta“, nefnilega Uppboö Uppboö munu byrja á skrifstofu embættisins aö Skógarhlíð 6, Reykjavík, sem hér seglr á eftir- _________farandi eignum:__________ Álfheimar 26, 3ja herb. íbúð á 3. hæð, þingl. eig. Hjördís G. Óskarsdóttir, gerð- arbeiðandi Búnaðarbanki íslands, mánu- daginn 12. maí 1997, kl. 10.00. Eyjabakki 10,4ra herb. íbúð á 1. hæð t.v., þingl. eig. Guðbjörg Guðbrandsdóttir, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóðurinn Fram- sýn og Sameinaði lífeyrissjóðurinn, mánudaginn 12. maí 1997, kl. 10.00. Hólmgarður 46, 3ja herb. íbúð á efri hæð m.m., ehl. í húsi 58%, þingl. eig. Ása Snæbjömsdóttir, gerðarbeiðandi Búnað- arbanki íslands, Selfossi, mánudaginn 12. maf 1997, kl. 13.30.______________ Hverfisgata 82, hluti 010201 ásamt fylgi- fé, þingl. eig. Sigtún 7 ehf., gerðarbeið- endur Húsfélagið Hverfisgötu 82 og 01- íuverslun íslands hf., mánudaginn 12. maf 1997, kl. 10.00.______________ Hverfisgata 82, hluti 010302 ásamt fylgi- fé, þingl. eig. Sigtún 7 ehf., gerðarbeið- endur Húsfélagið Hverfisgötu 82, Lífeyr- issjóður rafiðnaðarmanna og Olíuverslun íslands hf., mánudaginn 12. maí 1997, kl. 10.00.____________________________ Hverfisgata 82, hluti 010402, 4. hæð, austurendi, þingl. eig. Sigtún 7 ehf., gerð- arbeiðendur Búnaðarbanki íslands, Bún- aðarbanki íslands, Hellu, Húsfélagið Hverfisgötu 82 og Lífeyrissjóður lækna, mánudaginn 12. maí 1997, kl. 10.00. Tungusel 3, 3ja herb íbúð á 1. hæð, merkt 0102, ehl. í húsi 10,40%, þingl. eig. Kristjana Sigurðardóttir, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki íslands, mánudaginn 12. maí 1997, kl, 13.30.______________ Veghús 11, íbúð á 3. hæð t.h. og óinnrétt- að rými í risi og bílskúr nr. 3, þingl. eig. Bogi Magnússon og Sigrún Pétursdóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður starfsm. ríkisins, mánudaginn 12. maí 1997, kl. 13.30.____________________________ Vesturberg 138, 50% ehl. í 3ja herb. íbúð á 3. hæð nr. 4, þingl. eig. Kristín Þóra Kristjánsdóttir, gerðarbeiðandi fslands- banki hf., útibú 526, mánudaginn 12. maí 1997, kl. 13.30. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Uppboö Framhald uppboös á eftirfarandi eignum verður háö á þeim sjálf- um sem hér segir: Bjargarstígur 5, 2ja herb. kjallaraíbúð, ósamþykkt, þingl. eig. Jóhann Byron Guðnason, gerðarbeiðendur Gjaldheimt- an í Reykjavík og Lífeyrissjóður sjó- manna, mánudaginn 12. maí 1997, kl. 14.30. Flugumýri 8, Mosfellsbæ, þingl. eig. Bílastál ehf., gerðarbeiðandi Jón Magn- ússon, mánudaginn 12. maí 1997, kl. 11.30. Hagamelur 45, íbúð á 4. hæð t.h., þingl. eig. Öm Jóhannesson, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður verslunarmanna, mánu- daginn 12. maí 1997, kl. 17.00. Háagerði 11, aðalhæð, þingl. eig. Eyþór Guðleifur Stefánsson, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, mánudaginn 12. maí 1997, kl. 14.00. Hátún 4, íbúð á 3. hæð í n-álmu, merkt 0305, þingl. eig. Fjörður ehf., umboðs- skrifstofa, gerðarbeiðendur Hagskil ehf. og sýslumaðurinn á Seyðisfirði, mánu- daginn 12. maí 1997, kl. 16.30. Hverfisgata 20,1. hæð, nv-hluti, verslun- ar- og þjónusturými, ehl. í húsi 4,77%, þingl. eig. Þóra Bjamadóttir, gerðarbeið- endur Gjaldheimtan í Reykjavík og Reykjavíkurborg, mánudaginn 12. maí 1997, kl. 16.00. Laugarásvegur 62, þingl. eig. Sigurbjörg Þorvaldsdóttir, gerðarbeiðandi íslands- banki hf., höfuðst. 500, mánudaginn 12. maí 1997, kl. 15.00. Stigahlíð 18, íbúð á 3. hæð t.h., merkt 0302, þingl. eig. Sólborg Hulda Þórðar- dóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður starfsm. ríkisins, mánudaginn 12. maí 1997, kl. 15.30. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK aö segja af sér. Þeir vilja að hann af- hendi völdin þingi landsins sem gæti síöan tilnefnt einhvem til að semja við uppreisnarmenn um frið- samleg valdaskipti. í yfirlýsingu stjómvalda sagði að Mobutu, sem hefur stjómað Saír með harðri hendi í meira en þrjátíu ár, mundi ræða við forseta Kamer- úns, Miðafríkulýðveldisins, Tsjads, Kongós, Miðbaugsgíneu og Gabons. Viðræðumar eru framhald friðar- fundar Mobutus, Laurents Kabilas, leiðtoga uppreisnarmanna, og Nel- sons Mandela, forseta Suður-Afríku, um borð í suður-afrísku herskipi undan Afríkuströndum. Enginn ár- angur varð af þeim fundi. Kabila og menn hans, sem gripu til vopna gegn stjóm Saírs í október síðastliðnum, hafa náð miklum hluta landsins á sitt vald. Þeir segj- ast vera að undirbúa lokasóknina gegn höfuðborginni. Bill Richardson, sendimaður Bandaríkjastjómar, flýgur til París- ar í dag til að ráðfæra sig við frönsk stjórnvöld um „endataflið" í Saír. Richardson hefur verið á ferð og flugi að undanfornu til að reyna að koma í veg fyrir blóðsúthellingar þegar uppreisnarmenn taka höfuð- borgina. Reuter ísraelskar lögreglukonur draga burt gyöingakonu frá ólöglegri byggingu í úthverfi byggöar ísraelskra landnema á Vesturbakkanum. Byggingin var jöfnuö viö jöröu. Sfmamynd Reuter Sprengjugabb er Karl prins var í óperunni Sprengjusérfræðingar sprengdu i gær grunsamlegan bíl nálægt tón- leikahöll í Belfast á N-írlandi í gær þar sem Karl Bretaprins var við- staddur hátíðartónleika. Engin sprengja fannst í bílnum, að sögn lögreglu. Talsmaður lögreglunnar sagði að bíllinn hefði verið í eigu blómasölu- fyrirtækis. Honum hefði verið rænt og bílstjóranum skipað aö aka til miðborgarinnar. Þegar lögregla á svæðinu stöðvaði bílinn vegna ör- yggiseftirlits stökk bílstjórinn út og hrópaði aö sprengja væri í bílnum. Lögreglan girti af svæðið nálægt tónleikahöllinni. Lifvörðum Karls prins var gert viðvart en tónleikam- ir, þar sem ópemsöngkonan Kiri Te Kanawa kom fram, héldu áfram eins og ekkert hefði í skorist. Efnt hefur verið til mótmæla við fyrri ferðir Karls Bretaprins til bæði S- og N-írlands vegna titilsins sem hann ber, ofúrsti í fallhlífarher- deildinni. Fallhlífarhermenn skutu til bana þrettán óvopnaða írska þjóðernissinna í mótmælum kaþ- ólikka í Londonderry 1972. Kaþólski minnihlutinn á N-írlandi vill að rannsókn á drápunum verði tekin upp á ný og fómarlömbin opinber- lega lýst saklaus. Reuter ST0PP ^ t LAGERHREINSUN vegna flutninga ST0PP v t hefst föstudaginn 9. maí kl. 10 að Laugavegi 81 Ótrúlegt verð! VEROIWODA Sex í slaginn Sex menn hafa þegar lýst yflr áhuga á að taka við leiðtogaemb- ætti breska íhaldsflokksins. Þeir eru Kenneth Clarke, Peter Lilley, Michael Howard, John Redwood, Stepehn Dorrell og William Hague. Blair 44 ára í gær Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hélt upp á 44 ára af- mæli sitt í gær. Sama dag hækk- aði stjóm hans vexti og um leið var Englands- banka veitt heim- ild til að ákvarða vexti í framtíð- inni. Mat tíl Noröur-Kóreu Yfirmaður matvælaaðstoðar SÞ hvatti þjóðir heims í gær til að veita Norður-Kóreumönnum mat- vælaaðstoð beint þar sem stofn- unin gæti ekki sinnt öllum neyð- artilvikum. Jafntefli í skák Garrí Kasparov, heimsmeistari í skák, og tölvan Dimmblá gerðu jafntefli í þriðju einvígisskák sinni í gær. Staðan er nú jöfn. Faömið Tyrki Strobe Talbott, aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandarikjanna, hvatti Evrópuþjóðir í gær til að efla tengsl sín og varaði þær við því að útiloka Tyrki úr þeirra hópi. Bætt tengsl Bill Clinton Bandaríkjaforseti og Emesto Zedillo Mexíkóforseti komust að sam- komulagi um það á fundi sínum i gær að herða bar- áttuna gegn eitur- lytjasmygli og vinna saman að því að leysa vand- ann sem skapast af miklum fólks- straumi frá Mexíkó til Bandaríkj- anna. Nauðgari fékk 25 ár Bandaríski liðþjálfinn Delmar Simpson var dæmdur í 25 ára fangelsi í gær fyrir sex nauðganir og aðra kynferðisglæpi. Ekki samkomulag Fulltrúum NATO og Rússlands tókst ekki aö ná samkomulagi um stækkun NATO í austur á fundi sínum í Lúxemborg í gær. Einhver árangur náðist þó á fúndinum. Nasistagull Búist er við að fram komi gagn- rýni í nýrri, bandarískri skýrslu á ríkisstjómir Sviss og Bandaríkj- anna vegna afstöðu þeirra til nas- istagulls í lok seinni heimsstyrj- aldarinnar. Morö á Indlandi Aðskilnaðarsinnar í norðaust- urhluta Indlands skutu til bana 17 liðsmenn vopnaöra sveita og lög- reglumann í morgun. Rætt um Afganistan Forsetar Afganistans og írans heimsækja á fóstudaginn Tadsjikistan til að ræða öryggis- mál og stríðið í Afganistan. Varar við hryöjuverkum George Tenet, sem tilneftidur hefur verið i emb- ætti yfirmanns CLA, varaði í gær við að starfsemi ótilgreindra hryðjuverka- manna færðist í aukana víða um heim. Sagði Tenet að Bandarikj- unum stafaði mikil ógn af starf- semi þeirra. Flugfarþegar rændir Stolið var frá farþegum, sem flugu með South African Airways í fyrra, fyrir um 50 milljónir is- lenskra króna. Tilkynningar um þjófnaö voru 1563. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.