Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1997, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 7. MAI 1997 Viðskipti___________________________________x>v Olíuverzlun íslands 70 ára á árinu: Verið ein ævintýrasaga - Óli keypti Olís meöan Skeljungur þráttaði um 15 milljónir „Mér finnst einna merkilegast við sögu þessa fyrirtækis vera það að einn af stofnendum og stjórnandi þess í nokkur ár skyldi vera Héðinn Valdimarsson. Hann er einn um- svifamesti verkalýðsmaður allra tíma og auk þess að vera forstjóri Olís var hann formaður Dagsbrún- ar, stærsta verkalýðsfélags þess tíma,“ segir Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Dagsbrúnar í fjölda ára. Olíuverzlun íslands hf. var stofnuð 3. október 1927. Héðinn Valdimarsson hafði kom- ið sér í viðskiptasamband við BP í London. Hann var einn aðaleigandi félagsins eftir að Landsverslun ís- lands var gerð að einkafyrirtæki. Fyrirtækið var áður í eigu ríkisins og annaðist innflutning á eldsneyti. Héöinn Valdimarsson var aöaleig- andi Olíuverzlunar íslands í byrjun. Dó auðugur Héðinn Valdimarsson þótti stjóma fyrirtækinu mjög vel og þeg- ar hann dó aðeins 56 ára árið 1948 var hann orðinn mjög auðugur mað- ur. Guðrún Pálsdóttir, kona Héðins, tók við fyrirtækinu og réð bróður sinn, Hrein Pálsson, sem forstjóra. Skeljungur hafði staðið að baki Olís en náði að sölsa undir sig stór- an hluta markaðarins þar sem hann hafði peningaöflin í landinu á bak við sig. Fyrirtækin áttu í harðri fflutabréf: Enn mikið selt í SR- ■ •• ■■ mjoli Hlutabréf halda áfram að selj- ast af miklum krafti í sjávarút- vegsfýrirtækjum landsins. Sala hlutabréfa var annars meö líf- legra móti. í heild nam hún rúm- um 950 milljónum. Mest seldist af bréfum í SR- mjöli í síðustu viku, alls fyrir rúmar 119 milljónir króna. Heildarviðskipti með bréf í fyrir- tækinu á árinu nema um 660 milljónum króna. Bréf í Hrað- frystistöð Þórshafnar seldust fyr- ir um 70 milljónir og rúmar 60 milljónir í Loðnuvinnslunni hf. Bréf í Búlandstindi seldust fyrir um 38 milljónir og bréf í Sam- herja hf. fyrir um 13,5 milljónir. Bréf skiptu um hendur í Flug- leiðum fyrir um 54 milljónir, bréf voru seld í Eimskip fyrir um 13 milljónir en lítil sala var í olíufélögunum. Dollar lækkaöi örlítið á milli vikna og sömu sögu má segja um pundið. Mark og jen hækkuöu hins vegar örlítið. Þingvísitala hlutabréfa hækkar enn og hefur nú hækkað um tæp 39% frá ára- mótum. Tonnið af áli fór niður fyrir 1.600 dollara í síðustu viku en byrjunarverð i gær benti til þess að það væri að hækka á ný. -sv samkeppni en Skeljungur náði for- skoti á markaðnum. Þegar Olíufélagið var stofnað, rétt fyrir 1950, varð það stærst á mark- aðnum. Þar skipti kannski aðildin að kaupfélögunum í landinu mestu en það hefur haldið rúmlega 40 pró- senta markaðshlutdeild frá því að það var stofnað. Olíuverzlunin átti nokkuð undir högg að sækja á þess- um árum. Þar skiptu erfiðleikar i rekstri og deilur innan félagsins miklu. Hvítur stormsveipur „Hann trúir því að hægt sé að bjarga Olís og þá styð ég hann í því. Nú höfum við lagt allt undir,“ sagði Gunnþórunn Jónsdóttir, eiginkona Óla í Olís, í samtali við DV 12. febr- úar 1986, stuttu eftir að Óli keypti fyrirtækið beint fyrir framan nefið á Skeljungsmönnum. Olís átti í miklum fjárhagserfiðleikum og til stóð að selja Skeljungi fyrirtækið. „Á meðan Skeljungur þráttaði við Landsbankann um 15 milljónir til eða frá kom Óli eins og hvítur stormsveipur og keypti pakkann. Sagan segir að Óli hafi borgað 15-20 milljónir strax og látið fyrirtækið borga restina sjálft. Ég gæti best trúað því að sagan væri sönn,“ sagði vinur Óla í mörg ár við DV í gær. Óli eignaðist 80% í fyrirtækinu en Jón Ingvarsson og Ingvar Vil- hjálmsson, ísbjarnarfeðgarnir, áttu um 20%. Rosaleg sókn Óla „I DV í apríl 1986 segir frá því að eigið fé Olís sé um 450 milljónir og skuldir um 900 milljónir. „Framtið Olíuverzlunar íslands í höndum Óla Kr. Sigurðssonar mun ráðast mikið af dugnaði hans við innheimtu útistandandi skulda. Þær nema 1.200 milljónum og þar er fyrst og fremst við útgerðina að eiga. Eigin- lega stendur Olís mjög vel takist að innheimta þaö sem úti stendur," segir í frétt blaðsins. Samstarfsmaður Óla um skeið er ekki í nokkrum vafa um að Óli náði að rífa fyrirtækið upp. „Peningakerfíð nötraði allt þegar Óli keypti Olís. Við gríðarlega fjár- sterka aðila var að eiga í samkeppni og Óli hóf rosalega sókn. Hann stórjók veltuna og ég er viss um að hann var kominn með tæmar á hæla Skeljungs þegar hann dó. Raunar tel ég að ef hann hefði lifað lengur hefði hann ógnað veldi Esso. Hann hugsaði stórt og var með marga mjög sniðuga hluti á prjón- unum þegar hann lést,“ segir sam- starfsmaðurinn. Miklar skuldir Þrátt fyrir dugnað Óla var gang- an ekki þrautalaus. Landsbanka- menn misstu þolinmæðina gagnvart honum og heimtuðu greiðslur. DV Rekstur Olíuverzlunar Islands hf. viröist í miklum blóma í dag. Myndin var tekin við opnun einnar bensínstöövar fé- lagsins nýlega. greindi frá því á sínum tíma, í febr- úar 1988, að bankinn hefði neitað félginu um bankatryggingar fyrir olíufarmi sem var á leið til landsins nema „gerðar verði ráðstafanir sem treysta fjárhag og stjómun félagsins þannig að staða þess geti orðið við- unandi", eins og það var orðað. Óli Óli keypti fyrirtækiö og hirti þaö af Skeljungsmönnum. var ósáttur við „hagsmunagæslu" hankans. „Það geta ekki verið annað en óeðlilegir hagsmunir. Bankinn hef- ur lokað á ábyrgðir fyrir okkur og hér er um hreina aðfor Landsbank- ans að Olís að ræða. Þetta má kannski sjá í ljósi þess að tveir nýir bankastjórar em í Landsbankanum: Sverrir Hermannsson, fyrrverandi stjórnarformaður Ögurvikur, sem er viðskiptvinur Skeljungs, og Val- ur Arnþórsson, fyrrverandi stjórn- arformaður Esso,“ sagði Óli Kr. við DV í febrúar 1989. Landsbanka- menn töluðu um hugaróra í Óla. Alþýöubankinn bjargar í hönd fór mikið þref um eignir og skuldir, skuldabréf og verðbréf, kyrrsetningarkröfu og ósk Lands- banka um lögbann á eignum Olís. Fógeti úrskurðaði og Hæstiéttur varð að gera það líka. Málin urðu æ flóknari og skuldirnar þóttu of mikl- ar miðað við tekjur. Farið var að tala um gjaldþrotakröfur frá Lands- bankanum. „Ég er nokkuð viss um að ef Al- þýðubankinn hefði ekki hlaupið undir bagga með Óla hefði hann get- að misst fyrirtækið," sagði Guð- mundur J. Guðmundsson við DV í gær en að sögn mun hann hafa ver- ið einn þeirra sem unnu að því að Alþýðubankinn hjálpaði fyrirtæk- inu þegar Landsbankinn neitaði því um bankaábyrgð vegna olíufarms sem var á leið til landsins. Danskur banki gekkst síðar í ábyrgð fyrir tveimur sendingum. Texaco kemur inn Tólfta júlí 1989 eru enn fréttir í DV um úrskurði og kærur á víxl mili Olís og Landsbanka. Tíu dögum síðar er sagt frá því að sættir séu að nást og Olís hafi lagt fram trygging- ar til þess að friða bankann. „Ég get aðeins sagt að ég er hamingjusamur maður,“ sagði Óli Kr. við DV 11. ágúst en þá var búið að ganga frá kaupum Texaco á 28% hlut í Olís. Viku siðar var undirritað samkomu- lag í deilunni við bankann. „Auðvitað er grunnurinn að þessu samkomulagi að nýr rótsterk- ur aðili, Texaco, er genginn til liðs við fyrirtækið," sagði Sverrir Her- mannsson bankastjóri við DV á þeim tíma. Tveir standa upp úr Hlutabréf voru seld í Olís um mitt ár 1990 og er talið að Óli hafi sjálfur hagnast um hundruð milljóna á við- skiptunum. Hlutabréfin runnu út. Tveimur árum síðar lést Óli, langt um aldur fram. Ekkja Óla, Gunnþórunn Jónsdótt- ir, átti fyrirtækið nokkra hríð eftir að Óli dó og réð m.a. núverandi for- stjóra, Einar Benediktsson, til starfa. Eftir að hún seldi Olíufélag- inu sinn hlut var hún talin ein auð- ugasta kona landsins. Olíufélagið keypti þriðjung í Olís í mars fyrir tveimur árum. Texaco á þriðjung og nokkur fyrirtæki sam- eiginlega þriðjapart. Þar mun Sam- herji vera stærstur. „Þetta hefur verið ein ævintýra- saga þar sem tveir menn standa upp úr: Héðinn Valdimarsson og maður- inn sem sagðist ætla að verða eins og hann, Óli Kr. Sigurðsson," sagði viðmælandi DV í gær. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.