Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1997, Blaðsíða 14
14 MIÐVTKUDAGUR 7. MAÍ 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. StjórnarformaBur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifmg: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Góð lífeyris-málamiðlun Komin er fram á Alþingi ágæt málamiðlunartillaga, sem eyðir flestum göllum lífeyrisfhimvarps fjármálaráðu- neytisins og tekur tillit til málefnalegra þátta hagsmuna- streitunnar um frumvarpið. Líklegt er, að þessi málamiðl- un í efiiahags- og viðskiptanefnd nái fram að ganga. Eini stóri gaflinn, sem eftir situr, er óviðráðanlegur, af því að hann tengist loforðum stjómvalda við gerð kjarasamninganna í vor. Aðflar vinnumarkaðarins vilja vernda núverandi lífeyrissjóði og einkarétt þeirra á að fara með lífeyri fólks í viðkomandi starfsgreinum. Betra væri að koma á frelsi og samkeppni milli lífeyr- issjóða, svo að fólk geti flutt sig úr lífeyrissjóðum, sem em dýrir í rekstri og standa sig ifla, yfir í lífeyrissjóði, sem em vel reknir og standa sig vel. Slíkt mundi líka leiða tfl, að lakari lífeyrissjóðir rynnu inn í hina betri. Hér er verið að tala um hina hefðbundnu sameignar- sjóði, sem fela í sér ábyrgð á lífeyrisgreiðslum, hvort sem þær standa yfir í skamman eða langan tíma. Þetta hefur verið hlutverk lífeyrissjóða hingað tfl og er raunar einn af mikflvægustu þáttum íslenzka velferðarríkisins. Sameiginlegt hagsmunamál ríkissjóðs og samtaka vinnumarkaðarins er, að þetta kerfi verði áfram notað. Það veitir félagsmálaberserkjum atvinnu við að ráðskast með fé. Og það léttir byrðum af ríkissjóði, sem annars yrði sjálfur að fjármagna aldrað fólk og öryrkja. Ríkissjóður gæti varið sína hasmuni, þótt fólk fengi frelsi tfl að velja milli sameignarsjóða. Slíkt mundi hins vegar rýra tækifæri félagsmálaberserkja til að sitja í stjórnum lífeyrissjóða, af því að sjóðir fjármagnsfyrir- tækjanna mundu sækja inn á markað lífeyrissjóðanna. Með málamiðluninni er samningsbundnum spamaði fólks skipt í tvennt. Annars vegar er hinn hefðbimdni líf- eyrir í sameignarsjóðum, sem hefur forgang, unz náð hefur verið 12.000 króna framlagi á mánuði. Því, sem umfram er, má ráðstafa frjálst í séreignarsjóði. Núverandi lífeyrissjóðir eiga samkvæmt málamiðlun- inni að geta stofnað séreignardeildir. Séreignarsjóðirnir eiga að geta stofnað sameignardefldir. Þannig myndast almenn og víðtæk samkeppni á markaðnum um aflan líf- eyrisspamað umfram 12.000 krónur á mánuði. Talan 12.000 krónur er fundin með því að meta, hvað sameignarsjóðir þurfi mikla peninga tfl að standa undir hóflegum elli- og örorkulífeyri. Slík tala verður afltaf umdeilanleg og þarf raunar að fylgja verðlagi hvers tíma. Þessi tala er sennilega í lægri kanti þess, sem þarf. Með núgildandi 10% reglu næst 12.000 króna mánað- arlegur spamaður af 120.000 króna mánaðarlaunum. Þar sem mikill fjöldi fólks hefur hærri lífeyristengdar tekjur, opnast möguleikar á víötækum spamaði á vegum þeirra séreignarsjóða, sem bezt ávaxta peninga almennings. Eðli málsins samkvæmt ávaxta séreignarsjóðir betur en sameignarsjóðir. Hinir fyrmefndu þurfa ekki að taka tiflit tfl íþyngjandi atriða, sem hinir síðarnefhdu þurfa að gera. Skynsamlegt er, að lífeyrisspamaði í þjóðfélag- inu sé skipt milli þessara tveggja sparnaðartegunda. Gangur þessa máls er gott dæmi um ágæti lýðræðis sem rekstrarforms þjóðfélags. Eðlilegt er, að frumvörp komi gölluð úr ráðuneytum, af því að þar eru menn ekki frekar alvitrir en annars staðar. Málið hefur síðan feng- ið víðtæka kynningu og þrýstihópar hafa tjáð sig. í framhaldi er komin fram í þingnefnd tiflaga tfl mála- miðlunar, sem virðist skynsamleg í stöðunni og virðist geta leitt til mikilvægra umbóta á velferðarkerfinu. Jónas Kristjánsson Leikskólaaldurinn er á vissan hátt viðkvæmasti og dýrmætasti tími ævinnar, þar ætti einungis að vinna afbrags- fólk á afbragðslaunum, segir m.a. í greininni. Leirinn mjúki þátt í aö leggja grunn- inn að lífi þeirra bama sem þeim er treyst fyr- ir, því dýrmætasta sem foreldramir eiga. Pen- ingar, fasteignir og verðbréf eru hjóm í þeim samanburði. Ef ekki er hlúð vel að börnunum á þessum fyrstu árum ævinnar getur verið erfitt að byggja á þeim grunni siðar á skólagöngunni. Lengi býr að fyrstu gerð, eins og sagt er. Leikskólaaldurinn er þannig á vissan hátt viðkvæmasti og dýr- mætasti tími ævinnar og því ætti einungis af- Hoað í afa og ommu og alla sem í náðist og þeir meira og minna skikkaðir til að hlusta á bama- söng. Allir ættingj- ar náttúrlega að rifna af monti yfir sínu bami, klapp, hrós fyrir frábæra frammistöðu og svo allir heim í kakó og kleinur. „Það mæW þannig leiða rök að því að ieikskólakennarar ættu að hafa hærri iaun en háskólakennar■ ar. Þeir fyrrnefndu móta þann mjúka leir sem hinir síðarnefndu slípa aðeins til síöar.u Vorið í allri sinni dýrð, gróður kom- inn af stað, sauð- burður hafinn og dirrindí. Þá kemur fimm ára dóttir mín lallandi með miða í hendi: sýning um helgina á verkum leikskólabarna í Perlunni. Afrakstur sleitu- lausrar vinnu smá- fólksins í marga mánuði undir leið- sögn leikskóla- kennaranna: mynd- ir, styttur, sögur og hvers kyns undra- vemr úr hugar- heimi barnanna. Kjallarinn Friðrik Rafnsson ritstjóri Hvað svo? Svo fór ég að hugsa um verð- mætamat, verðmæti vinnu leik- skólakennara. Leikskólakennarar eru að vinna með ungar, við- kvæmar og ómótaðar sálir. Smá- fólk sem trúir öllu sem því er sagt og treystir fullorðna fólkinu alger- lega. Þetta smáfólk er undir hand- leiðslu leikskólakennaranna heilu og hálfu dagana, frá tveggja ára aldri til sex. Þeir eiga því stóran bragðsfólk að fá að vinna í leik- skólum og á dagheimilum. Þar ætti einungis að vinna aíbragðs- fólk á afbragðslaunum. Með þessu er ég síður en svo að gera lítiö úr þeim sem starfa nú. Þvert á móti veit ég af eigin reynslu að í leik- skólum starfar samviskusamt, bamgott og hugmyndaríkt fólk. Laun þess eru hins vegar alls ekki í samræmi við þau dýrmætu upp- eldisstörf sem það innir af hendi. Þægilequr mælikvarði og traustur Fram til þessa hefur launa- stefna almennt miðast við mennt- un starfsmanna, enda er það þægi- legur mælikvarði og traustur. Því þykir það sjálfsagt að duglegur og sjóðasækinn háskólakennari hafi helmingi eða þrefalt hærri laun en leikskólakennari. Háskólakennar- inn kennir jú á hærra menntunar- stigi, ekki satt, og stundar auk þess akademískar rannsóknir? En má þar á móti ekki segja að ábyrgð háskólakennarans sé að vissu leyti minni en ábyrgð leik- skólakennarans? Nemendur hans eru þroskaðri og sjálfstæðari en leikskólaböm, nánast fullmótaðar manneskjur, auk þess sem há- skólanemar fara í nám af fúsum og frjálsum vilja og geta hætt þeg- ar þeim sýnist, öfugt við leik- skólabörnin? Það mætti þannig leiða rök að því að leikskólakenn- arar ættu að hafa hærri laun en háskólakennarar. Þeir fyrr- nefndu móta þann mjúka leir sem hinir síðamefndu slípa aðeins tii siðar. Auðvitað verður fólk að njóta góðrar menntunar í launum, en væri ekki einnig hægt að reyna að meta vinnu þess út frá við- fangsefninu? Öll kennslu- og upp- fræðslustörf eru gríðarlega mikils virði fyrir siömenntað samfélag. Og í flóknu nútímasamfélagi skipta þau mun meira máli en matadorleikir sægreifa, banka- stjóra og verðbréfasala, manna sem hirða þá ávexti sem kennarar á öllum skólastigum hafa sáð til. - Og dirrindí? Friðrik Rafnsson Skoðanir annarra Atvinnuleysi lífsstíll „Atvinnuleysingi leggur yfirleitt kapp á að finna sér nýja vinnu, ef lítið eða ekkert atvinnuleysi er í kringum hann. En þegar margir aðrir em einnig at- vinnulausir í nánasta umhverfi atvinnuleysingjans, þá getur vinnuviljinn minnkað. Atvinnuleysið getur orðið að lífsstíl. Þetta er segin saga í ýmsum nálæg- um löndum." Þorvaldur Gylfason hagfr. í 17. tbl. Vísbendingar. Áhyggjulaust ævikvöld? „í nýútkomnu heimilisriti sjálfstæðismcuma í Bessastaðahreppi, en það heitir Grásteinn, var birt viðtal við einn af alþingismönnum flokksins um málefni aldraðra. Viðtalið bar fyrirsögnina „Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld" ... Eru aldraðir að biðja um áhyggjulaust ævikvöld? Enginn sem er með fullu viti og meövitund, ungur eða aldinn, get- ur verið áhyggjulaus. Að hafa áhyggjur eru hluti af lífinu. ... Því er slagorð eins og að „búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld" að sínu leyti álíka mark- laust og „heObrigði fyrir alla árið 2000“ og vímulaust land árið „2002“, en þetta hljómar fallega.“ Árni Björnsson læknir í Mbl. 6. maí. Kvalræði í hvalamáli „Vandræðagangurinn í kringum málið er kominn á það stig að ríkisstjómin verður að taka af skarið. Það gengur ekki endalaust að tala um að hvalveiðar séu í þann veginn að hefjast, að kannski ættum við að ganga í hvalveiðiráðið aftur og ekki sé hægt aö skilja hvað hvalveiðisinnar vilji. Em menn að bíða eftir einhverju nýju í málinu á næsta fulla tungli? Jafn rétt og ábending forsætisráðherra var um helg- ina, beinist hún alveg eins að honum: Hvað vill rík- isstjórn Davíðs Oddssonar?" Stefán Jón Hafstein ritstj. í Degi-Tímanum 6. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.