Vísir - 27.09.1977, Page 2

Vísir - 27.09.1977, Page 2
Þriðjudagur 27. september 1977 VISIR f í Reykjavík J Hvernig finnst þér iön- sýningin í Austurstræti? Jón Gunnlaugsson, nemi: Ég veit þaö varla, ætli það sé ekki allt I lagi með hana! Helena Þorsteinsdóttir, 9 ára grunnskólanemi: Mér finnst hún skemmtileg. Það er til dæmis skemmtilegt að sjá skip- ið og gosbrunninn. Skúli Gunnarsson, mennta- skólanem i: Mér finnst nú heldur litið til hennar koma, satt að segja. Sólrún Hansdóttir, nemi: Ég veit þaö varla, hún er sjálfsagt ágæt. Pétur Hoffmann Salómonsson: Mér finnst hún alveg dásamleg og ágæt, og hún á vafalaust eftir aö vekja fólk til umhugsunar um islenskan iðnað. Sprengjumiðararnir lágu þarna frammi I glerhúsinu, þegar vélin Heinkel vélin er með merkingar þýska flughersins eins og þær voru var i árásarferðum. ^ i heimstyrjöldinni. (Vfsismyndir: —ÓT) ÞÝSK SPRENGJUFLUG- VÉL YFIR REYKJAVÍK Mörgum Reykvikingum brá i brún á sunnudag- inn þegar þýsk Heinkel 111 sprengjuflugvél, með hakakrossum og öllu tilheyrandi, sveimaði yfir borginni og lenti svo á Reykjavikurflugvelli. Þetta var þó ekki siðbúin árás þriðja rfkisins á tsland, þvi aö flugmennirnir voru breskir. Þessi vél var upphaflega spænsk (Spánverjar smiðuðu þær eftir heimsstyrjöldina) og i þjónustu spænska flughersins þar til fyrir tveimur árum. Þá keypti hana Breti nokkur sem nú hefur selt hana „Flug- her Suðurrikjanna” i '•’exas. í þeim flugher eru gamlir banda- riskir herflugmenn sem eiga mesta safn flugvéla úr siðari heimsstyrjöldinni, sem til er. Allar vélarnar eru i flughæfu ástandi og birtast reglulega á flugsýningum vestra. Meöal foringja i Suðurrikjaflughern- um var sá frægi Jimmy Doolittle sem fór fyrstu árásar- ferðina á Tokyo með flugsveit sina. Það er dálitið kaldhæðnislegt að mótorarnir i þessari Heinkel 111 eru ekki þýskir, heldur af gerðinni Rolls Royce merlin. Slikir mótorar voru einmitt i bresku Spitfire orrustuflugvél- unum, sem grönduðu svo mörg- um Heinkel-vélum i striðinu. — ÓT. Kom með Vísi til áskrifendanna, sem voru Það er ekki á hverj- um degi sem fólk fær dagblöðin borin til sin i tjaldbúðir. Þetta geröist þó þegar um 30 fjölskyldur frá ólafsfirði höföu komið upp tjöldum sinum I Hljdöaklettum eina helgi nú siö- sumars. Meðal tjaldbúa voru margir áskrifendur VIsis og gerði umboðsmaður blaösins á í útilegu Ólafsfiröi Jóhann Helgason, sér litið fyrir og keyrði frá Ólafs- firði til þeirra og afhenti þeim laugardagsblaðið, ásamt Helg- arblaðinu inn um tjaldskörina. Kom þetta fólki skemmtilega á óvart, þótt Jóhann væri áður þekktur af að koma blaðinu fljótt og skilvislega til áskrif- enda .Raunarer Visirfyrir hans tilstilli orðið útbreiddasta dag- blaðið á ólafsfirði. — SJ Hér tekur einn áskrifendanna, Jón Klemensson, viö blaðinu slnu af Jóhanni Helgasyni á tjaidstæðinu við Hljóöakletta. Sigurður örlygsson við nokkrar mynda sinna. Visismynd: JA SKÆRI, LÍM OG LITIR HJÁ SÓLON Sigurður örlygsson opnaði á laugardaginn sýn- ingu á myndum sínum i Galleri Sólon íslandus. Sigurður sagði i samtali við Visi að myndirnar væru unnar með blandaðri tækni og væru þær nokkurs konar framhald af þvi sem hann hefði áður gert. Sigurðursýndi fyrst i Unuhúsi 1971, en siðan hefur hann haldið 5 einkasýningar. Auk þess hefur hann tekið þátt i FIM sýningum sl. 5 ár og einni samsýningu að Kjarvalsstöðum. Sýningin verður opin til 9. október kl. 2-10 daglega. — SJ

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.