Vísir - 27.09.1977, Blaðsíða 10

Vísir - 27.09.1977, Blaðsíða 10
10 Þriðjudagur 27. september 1977 VISIR VÍSIR Utgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davíö Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. Ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð- mundur G. Pétursson. Umsjón meö Helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaðamenn: Anders Hansen, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrímsson, Jón Óskar Hafsteinsson, Kjartan L. Pálsson, Magnús Olafsson, Óli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Ljósmyndir: Einar Gunnar Einarsson, Jens Alexandersson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson .... Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Askriftargjald kr. 1500 á mánuöi Auglýsingar: Siöumúla 8. Símar 82260, 86611. innanlands. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 sími 86611 Verö í lausasölu kr. 80 eintakið Ritstjórn: Síöumúla 14. Simi 86611 7 linur Prentun: Blaöaprent hf. Stórveldaheimsóknir ón pólitískrar merkingar Rikisstjórnin hefur að undanförnu ástundað eins kon- ar jafnvægispólitík gagnvart stórveldunum. Geir Hall- grímsson forsætisráðherra lýkur í dag viku opinberri heimsókn til Ráðstjórnarríkjanna, og Einar Ágústsson utanríkisráðherra hefur verið í Bandaríkjunum í boði ut- anríkisráðherra þeirra og rætt þar við æðstu valdamenn. Opinber heimsókn forsætisráðherra til Ráðstjórnar- rikjanna er athyglisverð fyrir ýmsar sakir. Þetta er fyrsta opinbera heimsókn íslensks þjóðarleiðtoga til Ráðstjórnarríkjanna. Slík heimsókn hefði verið nær ó- hugsandi fyrir þremur árum meðan varnarmálin voru enn í óvissu. Almenningsálitið hefði tæplega liðið hana á þeim tima. Að þessu leyti hafa aðstæður breyst verulega. Núver- andi ríkisstjórn ákvað þegar i upphafi að halda áfram varnarstamstarfi við Bandaríkin. Á hinn bóginn hefur þrýstingur Ráðstjórnarríkjanna á Norður-Atlantshafinu stöðugt farið vaxandi á síðustu árum. Enginn stjórn- málaleiðtogi hefur bent á þá ógnun jafnákveðið og Geir Hallgrímsson. Að því leyti kemur það mönnum spánskt fyrir sjónir, að formaður Sjálfstæðisf lokksins skuli sem forsætisráð- herra þiggja opinbert heimboð ráðamanna í Kreml. En á það er að lita, að við viljum viðhalda friðsamlegum sam- skiptum við Ráðstjórnarrikin, og sennilega hefði forsæt- isráðherra úr öðrum flokki ekki getað farið þangað án pólitískrar merkingar af okkar hálfu. Að þvi leyti var skynsamlegt að þessi ferð skyldi farin. En kjarni málsins er sá, að viðræður forsætisráðherra og utanríkisráðherra við ráðamenn stórveldanna í síð- ustu viku sýnast hafa verið að mestu án pólitískrar þýð- ingar. Enn sem komið er hefur a.m.k. ekkert komið fram, sem bendirtil, að þær hafi haft pólitískt gildi. Yfirlýsingar Einars Ágústssonar utanríkisráðherra um þau málefni, sem hann fer með i ríkisstjórninni, hafa að öllu jöfnu enga pólitíska merkingu. Hann er í grundvallaratriðum andvígur þeirri utanríkisstefnu, sem ríkisstjórnin fylgir og hann framkvæmir. Samtöl þess konar utanríkisráðherra við bandaríska ráðamenn geta því ekki skipt máli frá pólitísku sjónarmiði. Viðræður Geirs Hallgrímssonar við ráðamenn í Kreml gátu ekki verið annað en yfirborðsspjall. Þó að við vilj- um stunda góða og friðsamlega sambúð við Ráðstjórn- arríkin, er staðfest djúp pólitisks grundvallarágreinings á milli ríkjanna. Kurteisisviðræður í Kreml breyta engu þar um. Forsætisráðherra sagði í Moskvu, að á milli landanna væru engin óleyst deilumál. Þetta er að mestu leyti rétt, þrátt fyrir stjórnmálalegan grundvallarágreining. Á milli Islands og Ráðstjórnarrikjanna hafa ekki risið sér- stakar deilur, er þjóðarleiðtogarnir þurfa að setja niður. Og viðskipti milli landanna er óþarfi að auka. Hafi komið upp mál, sem hugsanlega gætu valdið á- greiningi af okkar hálfu við Ráðstjórnarríkin, hefur þess verið gætt að þagga þau niður. Þannig var t.a.m. farið með Kleifarvatnstækin, sem m.a. voru notuð til að hlera talrásir varnarliðsins við aðalstöðvar Atlantshafsbanda- lagsins. Bæði vinstri stjórnin og núverandi ríkisstjórn á- kváðu að varpa því máli undir huliðshjálm. Þannig má oft komast hjá óþægindum. Þó að viðræður forsætisráðherra og utanríkisráðherra við ráðamenn i Moskvu og Washington i síðustu viku geti ekki talist hafa mikla pólitíska þýðingu, þjóna heim- sóknir þeirra þeim tilgangi að staðfesta áhuga okkar á góðum samskiptum við þessi stórveldi, þó að með ólíkum hætti sé. Að því leyti þjóna þær jákvæðum tilgangi. Frá aðalfundi RKl i ráðstefnusal Hótel Loftleiða. Eitt aðalverkefni fundarins var umræða um félagsmál. Visismynd: EGE. II ii íslendingar eru slysaþjóð — segir nýkjörinn formaður RKÍ, Ólafur Mixa Á aðalfundi Rauðakross íslands, sem haldinn var fyrir stuttu, urðu formannsskipti í félaginu. Björn Tryggvason, sem verið hefur formaður félagsins frá 1971, lét af embætti, en við formennsku tók ólafur Mixa. Af þessu tilefni ræddi Visir stuttlega við Ólaf um hið viða- mikla starf Rauða krossins og framtiðaráætlanir. Hvaða helstu breytingar hafa orðið á starfi Rauða kross Is- lands undanfarin ár? „Fyrst og fremst þær, hvað Rauða krossinum hefur vaxið fiskur um hrygg. Það voru aðallega tveir atburðir sem ollu þvi, Vestmannaeyja- gosið, sem allt i einu beindi starfi Rauða krossins upp i mikið skarð og varð félaginu mikil hvatning. A sama tima komu svo til sögunnar söfnunar- kassarnir frægu, sem hafa reynst mikil tekjulind. Að visu hefur veriðbólgan rýrt mikið verðgildi tikallanna sem eru notaðir i kassana, svo að glorian af rikidæmi Rauða krossins hef- ur dvinað nokkuð. En söfnunar- kassarnir leika enn stórt hlut- verk i fjáröfluninni. Þessir 2 atburðir breyttu svo- litið blænum á Rauða krossin- um. Sumum fannst að starf fé- lagsins frá fyrri tið hefði beinst meira að beinni hjálp við bág- stadda. Þetta viðhorf var ein- mitt rætt á nýafstöðnu þingi.” -Og þá i þá átt að auka þessa beinu hjálp? ,,Já, en sá hluti starfseminnar byggist einmitt mikið á sjálf- boðastarfi. Fé hefur verið meira varið i annars konar fram- kvæmdir. Nú, af öðrum breytingum á siðustu árum ber að nefna starf- rækslu sjúkraheimilisins, sem er geysistórt verkefni. Það er nú þegar gert i Reykjavik og er i undirbúningi á Akureyri. Loks verður að geta þess mikla starfs sem kvennadeildin vinnur. Það er mjög mikið og unnið i sjálf- boðavinnu yfir 200 kvenna. Það var lika rætt um vanda þeirra á þinginu. I ársskýrslu Rauða krossins fyrir 1976 stendur meðal ann- ars: „Stöðugt er unnið að undir- búningi nýrra deilda, haft sam- band við forystufólk á ýmsum stöðum á landinu. Má vænta þess að innan tiðar verði komið net deilda, sem nær til landsins alls. Þá hlýtur að vakna sú spurning, hvað taki þá við, þeg- ar slikt net er orðinn veruleiki. Skipulag Rauða krossins er slikt, að það er byggt upp á deildastarfi, en RKl er nokkurs konar móðurfélag, sem styður við bakið á deildunum. Þær hafa sitt sjálfstæði, sina heimastjórn með eigin verkefnum og vanda- málum, en siðan eru önnur sameiginleg verkefni sem RKÍ hefur yfirstjórn á. Varðandi þetta net, þa hefur Rauði krossinn gert formlegt samkomulag við Almannavarn- ir um aðgerðir ef til náttúru- hamfara eða annarra stórat- burða kemur. Undanfarið hefur verið mikið unnið að þvi að und- irbúa slikt, setja byggðir i við- bragðsstellingar. En Rauði krossinn getur ekki sinnt sliku, á meðan enn eru staðir á land- inu sem ekki hafa Rauða kross deildir. Auk þess er það ákveðið metnaðaratriði aö hafa Rauða kross deildir á hverjum stað.” -Geturðu nefnt einhverja tölu um það, hvernig starfsemi Rauöa krossins skiptist i fyrir- byggjandi aðgerðir eins og fræðslu og svo beina sjúkra- hjálp? „Ég veit ekki^fræðslan er allt- af mikil, en ég held að mjög gróflega áætlað sé hún um 10% af öllu starfi félagsins. Þar er um að ræða námskeið i skyndi- hjálp og fræðslu kennara, sem siðan geta haldið slik námskeið. Rauði krossinn hefur verið að koma sér upp gögnum og náms- efni.til sliks”. -Er þetta rökrétt hlutfall að þinu mati? „Það spunnust einmitt um þetta töluverðar umræður á þinginu, hvort þessar fyrir- byggjandi aðgerðir ættu að vera stærri hluti af starfinu og skoð- anir voru skiptar um það. En um leið og starfsemin verður umfangsmeiri, verður erfiðara að draga mörkin og sjá hvað er fyrirbyggjandi starfsemi. En ég hugsa að þessi tala, 10%, sé að hækka, þvi að félagslegt starf Rauða krossins, sem er i aukn- ingu, fer að einhverju leyti inn á það svið”. — E'r éitthvert sérstakt'mál, sem þú hefur áhuga á að koma i framkvæmd þegar þú tekur við formannsstarfinu? „Já, það er nú eiginlega það sem fjallað var mikið um á þessum aðalfundi, það er þessi félagslega velferð, eins og hún var kölluð þar eða félagsmála- starf Rauða krossins. Ég hef mjög mikinn áhuga á að reyna að koma i gagnið sumum af þessum hugmyndum, sem þar komu fram. Það er aðallega kvennadeild Reykjavikurdeildar RKl, sem hefur unnið mikið starf á þessu sviði. Konurnar hafa stundað svokallað sjúklingavinastarf á sjúkrahúsum, séð um bókaútlán og jafnvel lesið fyrir sjúklinga auk annarra starfa svipaðs eðl- is. Nú er deildin i óða önn að vikka þessa starfsemi með heimsóknum til þeirra sem eiga á einhvern hátt óhægt um vik. Auk þessa er Akureyrardeild að hefja mikið samstarf við félags- máladeild Akureyrar i sama dúr. Ein þeirra hugmynda, sem er til umræðu, er að reyna að senda mat heim til aldraðra”. Hver heldurðu við fyrstu sýn að verði þinn aðalvandi i for- mannsstarfinu? „Einn aðalerfiðleikinn verður i sambandi við Sjúkraheimilið i Reykjavik. Það hefur verið rek- ið með töluverðum halla undan- farið, en nú eru hafnar viðræður við stjórnvöld, eða Trygginga- stofnun um það mál. Rauði krossinn er liklega ekki viljugur að taka að sér rekstur sjúkra- heimilisins með vaxandi halla. Eitt af þvi sem við i stjórninni höfum i veganesi með okkur frá aðalfundinum er að reyna að draga skýrar fram, hvernig þvi fé er varið, sem Rauði krossinn hefur til umráða. Þetta þarf að gera, svo að þeir aðilar sem alla tið hafa stutt RKl, geti fylgst með þvi hvort fénu er vel varið. Annars sé ég enga sérstaka erfiðleika. Ég er með gott fólk með mér, og er bjartsýnn á starfið.” -Eitt að lokum, Eru Islending- ar slysaþjóð? „Já, það held ég. Þetta er að- eins min persónulega skoðun, ég hef engar tölur eða upplýsingar um það við höndina, en það er min tilfinning að Islendingar séu slysaþjóð. Umferðarslys hér eru óeðlilega tið, og ég held að aðgætni sé ekki næg”. — HHH.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.