Vísir - 27.09.1977, Blaðsíða 9

Vísir - 27.09.1977, Blaðsíða 9
VISIR Þriðjudagur 27. september 1977 9 UMSVIF HJÁ IÐUNNI í NÝJU HÚSNÆÐI: GEFA ÚT 50 BJEKUR AUK BÓKATÍÐINDA Bókaútgáfan Iðunn hefur nú flutt starfsemi sina að Bræðraborgar- stig 16, þar sem áður var brauðgerðarhús Jóns Simonarsonar, og hafa verið gerðar ýmsar breytingar og endurbætur á húsnæðinu. Um 50 bókatitlar munu koma út hjá Bókaútgáfunni Iðunni á þessu ári, þegar með eru taldar endurút- gáfur fyrri bóka for- lagsins. Er þetta meiri útgáfustarfsemi en nokkru sinni fyrr. Bókaútgáfan Iðunn hefur nú flutt starfsemi sina að Bræðra- borgarstig 16, og er nú i fyrsta sinn rúmt um útgáfuna og starfsaðstaða öll hin besta. Um aldarf jórðungsskeið hefur bækistöð Iðunnar verið að Skeggjagötu 1, en útgáfan hefur búið þar við sivaxandi óhagræði vegna mikilla þrengsla mörg undanfarin ár en siðastliðin tiu ár hefur öll starfsemi forlagsins verið i mjög örum vexti. Iðunn hóf starfsemi sina árið 1945 og hefur þvi starfað óslitið i 32 ár. Á sjöunda áratugnum voru bókaútgáfurnar Hlaðbúð og Skálholt sameinaðar Iðunni. Útgáfubækurnar eru orönar samtals yfir eitt þúsund og margar þeirra hafa verið endurprentaðar, sumar mörg- um sinnum. Fyrir rúmum áratug hófst nýr þáttur I starfsemi forlagsins: útgáfa námsbóka og sérstakar skólaútgáfur islenskra önd- vegisbókmennta fornra og nýrra. Á slðastliðnu ári gaf Iðunn út sina fyrstu hljómplötu þar sem fluttir voru textar úr Visnabók- inni. Nú i haust koma út tvær hljómplötur önnur með nýjum textum úr Visnabókinni og á hinni flytur Megas ný lög og texta með aðstoð Spilverks Þjóðanna. Samtimis flutningi forlagsins koma út Bókatiðindi Iðunnarog er þar m.a. að finna skrá yfir allar bækur útgáfunnar sem fáanlegar eru nú. Er ætlunin að Bókatiðindin komi framvegis út tvisvar á ári og flytji kynningu á nýjum og væntanlegum bókum, greini frá höfundum, flytji bókaskrár o.fl. efni er starfsemi forlagsins varðar. UNGIR SJÁLFSTÆÐISMENN: Vilja breyta kosningareglum í kosningunum á nœsta vori Að kosningareglur tryggi aukið lýðræði, kosninga- réttur borgaranna verði jafnaður og betri trygging verði fyrir nýtingu atkvæðanna er það helsta sem ungir sjálfstæðismenn vilja að haft sé í huga þegar rætter um hugsanlegar breytingar á kjördæmaskipan og kosningalöggjöf. Þetta kemur meðal annars fram i ályktun sem þing Sam- bands ungra sjálfstæðismanna samþykkti i Vestmannaeyjum fyrir skömmu. Þingið lýsti yfir fullum stuðn- ingi við þær meginhugmyndir sem koma fram i sameiginlegri álitsgerð fulltrúa S.U.S., S.U.F. og S.U.J. Þingið taldi að þær hugmynd- ir, sem fram hafa komið um „persónukjör með valkostum”, vel til þess fallnar að mæta framangreindum meginsjónar- miðum. Með þeim sé tryggt per- sónubundið kjör, jafnframt þvi að kostum hlutfallskosninga sé haldið. Þing ungra sjálfstæðismanna kvaðst siðan vænta þess að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi orðið við tilmælum lands- fundar flokksins siðastliðið vor, um að taka kosningareglur til umræðna i kjördæmum sinum. Skoraði þingið á miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og þing- flokk að fylgja málinu, þegar skýrslur þingmanna lægju fyrir, með það markmið fyrir augum að koma á breytingum i tengsl- um við alþingiskosningarnar á vori komanda. — AH Menningarstofnun Bandaríkjanna: Sérstakt kvikmyndaefni valið fyrír hvern mánuð Menningarstofnun Bandarikjanna I Reykjavlk verður með kvik- myndasýningar með sama sniði I vetur og i fyrra. Hver mánuður verður tiieinkaður sérstöku efni. 1 október verða sýndar myndir sem tengdar eru Iþróttum, I nóvember myndir tengdar amerlskum bókmenntum, og i desember kvikmyndir um ferðalög. Myndirnar verða sýndar alla þriðjudaga kl. 17.30 og 20.30. Aðgangur er ókeyp- is. I október eru mjög góðar körfuknattleiksmyndir á dagskrá, t.d. THE CELTS ÁRE BACK, BASKETBALL TODAY, og 1975 MASTERS GOLF TOURNAMENT. Einnig verður sýnd WILD AND WONDERFUL WORLD AF AUTO RACING. í nóvember verða m.a. sýndar SAUL BELLOW-THE WORLD OF THE DANGLING MAN og MY OLD MAN gerð eftir sögu Hemmingways, og margar fleiri afbragðs kvikmyndir. Nánari upplýsingar veittar hjá Menningarstofnun Bandarikj- anna, Neshaga 16, simi 19900. 2 harðir árekstrar Tveir harðir árekstrar urðu á Reykjanesbraut i fyrradag. Bllarnir stórskemmdust en fólk slapp ómeitt. ökumenn kenndu óhemju mikilli rign- ingu um árekstrana. Fyrir ofanNjarðvik>urskullu tveir fólksbilar saman og skemmdust mikið. Á Sandvik- urheiði ók nýlegur Mercedes Benz fólksbill utan i jeppa er þeir mættust og siðan á tjald- vagn sem jeppinn dró. — SG Norrœnn fundur í Vestmannaeyjum Reidar Carlsen frá Noregi var kjörinn for- maður Sambands Nor- rænu félaganna á árs- fundi þeirra í Vest- mannaeyjum fyrir skömmu. Fundinn sótti 50 manns, þar af 40 utan Islands. Sambandið hefur siðan um siðustu áramót rekið sjálf- stæða skrifstofu i Stokkhólmi. Fjalla um flugvélaflök og ýmsa þœtti flugsögu Felagsfundur verður haldinn I Flugsögufélagi íslands i kvöld, þriðjudaginn, 27. september 1977 I Vikingasal Hótel Loft- eliða. Hefst fundurinn kl. 20:30. Gestur fundarins verður Sigurður Jónsson, handhafi loftferðaskirteihis nr. 1. Sýndar verða litskyggnur af leifum Miles Martinet r'lug- vélar Steindórs heitins Hjalta lins, en þær liggja að Leirhöfn a Melrakkasléttu. Rætt verður um hvað við þær skuli gera. Sið- an verður tekin fyrir skipan vinnuhópa þ.e. rithóps, ljós- mynda- og kvikmyndahóps, húsnæðishóps og varðveislu- hóps flugminja. Þá veröur rætt við Sigurð Jónsson. Ef timi vinnst til og áhugi er fyrir hendi verður hægt að sýna fleiri lit- skyggnum frá liðnu sumri. Að lokum má geta þess, að væntanlega verður hægt að sýna á fundinum gangfæran mótor- inn úr Irwing Meteorplane eða Vífilstaðaflugvélinni eins og hún var kölluð. /4lltaf eitth/aö nýtt d prjónunum! /tafoss Hf Gjörið svo vel að heimsækja okkur í bás nr. 52ásýning- unni Iðnkynning í Laugardalshöll 23/9 til 2/10 1977. Við kynnum m.a. nýjar prjónauppskriftir og Álafoss lop- ann, sem verður aðal efnið í vetrarfatnaðinn, bæði á stóra og smáa. Takið einnig eftir Álafossi átískusýning- unum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.