Vísir - 27.09.1977, Blaðsíða 1

Vísir - 27.09.1977, Blaðsíða 1
r ,r Vísir kannar afleiðingar hugsanlegs BSRB-verkfalls: NÆR OLL STARFSEMI HINS OPINBERA LAMAST Verða aðeins örfóir lögregluþjónar ó vakt í höfuðborginni? Ef til verkfalls BSRB kemur, koma áhrif þess væntanlega mest fram á Stór-Reykja- vikursvæðinu, en á öllu landinu munu mjög margar stofnanir lok- ast. Samkvæmt lögum um kjara- samninga BSRB er skylt að halda uppi nauðsynlegri öryggis- og heilbrigðisþjónustu. Vinnur kjaradeilunefnd nú að þvi að ákvarða nánar hvaða starfsmenn verða að vinna i verkfalli, svo að þessari þjón- ustu verði haldið uppi. Eftir þvi sem Visir kemst næst er enn ekki ljóst hvort dregið verður úr löggæslu og heilbrigðisþjónustu. Lögreglu- mannafélagið telur að unnt verði að halda uppi nauðsyn- legri þjónustu með fáum mönn- um, en lögreglustjóri telur öll störf lögreglumanna flokkast undir nauðsynlega öryggis- gæslu. Ekki er vist, að fangelsin takiviðnýjum föngum,nema til öryggisgæslu. Hjúkrunar- fræðingar vilja taka þátt i verk- fallinu og minnka þarmeð þjón- ustu á sjúkrahúsum og heilsu- gæslustöðvum, en yfirstjórn spitalanna telur, að þessi þjón- usta sé i lágmarki eins og hún er. Grunnskólar lokast Allir skólar munu lokast i verkfalli BSRB, nema þeir, sem hafa i sinu starfsliði kennara, sem eru i Bandalagi háskóla- manna. Þetta þýðir að nánast allir grunnskólar landsins verða lokaðir. Einnig verða allar sundlaugar lokaðar. Simaþjónusta verður i lág- marki og verður þvi ekki hægt að hringja til útlanda né á þá staði út á landi þar sem ekki er sjálfvirkur simi. Þó verður væntanlega haldið uppi sima- þjónustu hjá þeim stofnunum sem verða að vera opnar, s.s. sjúkrahúsum og lögreglu- stöðvum sem þýðir i raun að siminn verður mikils til virkur. Lamast samgöngur? Samgöngur innan Reykja- vikursvæðisins leggjast niður þvi allir strætisvagnar hætta að ganga. Ekkier enn ljóst hvernig verður með flugsamgöngur, þvi flugmálastjórn telur, að unnt verði að halda þeim gangandi, en þá vaknar spurningin um tollskoðun hjá þeim farþegum, sem til landsins koma. Flestar opinberar stofnanir lokaðar Allar skattstofur á landinu verða lokaðar og innheimta opinberra gjalda fellur niður. Þá verða ráðuneyti og sveitarskrifstofur að mestu lokaðar. Þó eiga forsætisráðu- neyti og utanrikisráðuneyti aö starfa samkvæmt lögum og for- stöðumenn rikisstofnana halda áfram störfum. Flest rikisfyrirtæki, s.s. áfengisverslunin, munu loka. Einnig munu sjónvarpsmenn leggja niður störf og starfsmenn útvarps munu aðeins starfa við nauðsynlega öryggisþjónustu. En þó svo fari að til verkfalls þessa stóra hóps starfsfólks komi þurfum við ekki að hírast i myrkri og kulda, þvi rafmagns- veitum og hitaveitum verður haldið gangandi. —SJ Ársfundur Alþjóðahafrannsóknarróðsins í Reykjavík: Nefndafundir hófust I morgun á þingi AlþjóðahafrannsóknaráOsins i Reykjavik, og var þessi mynd tekin af hluta þingfulltrúa. Meðal annars munu visindamennirnir fjaila um efni S00 visindaritgeröa, sem iagðar hafa verið fram. Visismynd EGE. „Ógjörningur að nefna eitt mól öðrum fremur" segir Jón Jónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar um viðfangsefni þingsins ,,Þetta er vísindaráð- stef na, sem f jallar fyrst og fremst um grundvallar- rannsóknir á hafinu og Iíf- riki þess", sagði Jón Jóns- son forstjóri Hafrann- sóknarstof nunarinnar í morgun, er Vísir innti hann frétta af ársf undi Alþjóða- haf rannsóknarráðsins, sem stendur nú yf ir á Hótel Loftleiðum. A fundinum eru lagðar fram 500 visindaritgerðir og kvað Jón ógerlegt að segja nokkuð um það, hvaða mál bæri hæst, en hvað áhugamál Islendinga varðaði mætti nefna umræðu um ástand fiskstofna, og væru lagðar fram allmargar ritgerðir um það efni. Alþjóðahafrannsóknaráðið er ráðgefandi aðili fyrir Norðaustur Atlantshafsfiskveiðinefndina, „sem siðan er pólitiskur fram- kvæmdaaöili”, eins og Jón orðaöi það. Arsfundurinn stendur út þessa viku, Hann sækja um 300 fiski- fræöingar viðs vegar að úr heim- inum, og starfa þeir i fyrstu i 13 nefndum. —HHH Banaslys á Hellisheiði í morgun Ung kona beið bana er bifreið hennar valt á Hellisheiði laust eftir kiukkan sjö i morgun. Var hún ein i bifreiðinni og er talið að hún hafi látist samstundis. Slysið varð vestarlega á heiö- inni, rétt ofan við Hvcradala- brekkuna. Mikilhálka var á Hellisheiði i morgun, og er taliö að konan hafi ætlað að hægja ferðina er hún kom i brekkuna og varð hálkunnar vör, en þá misst stjórná bifreiðinni meö þessum hörmulegu afleiðingum. Konan ók Land-Rover bifreið úr Arnessýslu, en ekki er unnt að birta nafn hinnar látnu aö svo stöddu. Lögreglan á Selfossi varar ökumenn eindregið við hálku á Hellisheiði, og rétt er að brýna fyrir ökumönnum að á þessum árstima má búast við að hálka veröi þar á hverjum morgni. —AH Fékk vetrar- forða af kjöti „Lukkunnar pamfill” er val- inn daglega á iðnkynningunni f Laugardalshöll. Er það gert þannig aö einhver ákveðinn staður I IiöIIinni er dreginn út, og sá einstaklingur sem þar er staddur þegar dregið er, er val- inn „lukkunnar pamfiU”. Sá heppni er siðan leiddur af fyrirmönnum um allt sýningar- svæöið, og hvarvetna leystur út með veglegum gjöfum. A laugardaginn varð „lukk- unnar pamfill” frú Kristin Björnsdóttir, og fylgdi Sigurjón Pétursson henni um sali Hallar- innar. Stærsta gjöfin sem hún hlaut var hvorki meira né minna en vetrarforði af kjöti fyrir fjögurra manna f jölskyidu frá Sláturfélagi Suðurlands. ____________________________AH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.