Vísir - 27.09.1977, Blaðsíða 12

Vísir - 27.09.1977, Blaðsíða 12
„VONA BARA AÐ ÞEIR LEIKI VARNARLEIK" — segir George Kirby, þjálfari Akranesliðsins í knattspyrnu, sem mœtir norska liðinu Brann i siðari leik liðanna í Evrópukeppninni á Akranesi á morgun ,,Ég verð að segja það að ég er bjartsýnn á að okkur takist að komast áfram I 2. umferð Evrópukeppninn- ar,” sagði George Kirby, þjálfari Akranesliðsins i knattspyrnu, sem á morgun mætir norska liöinu Brann í ,,Við höfuni ávallt getað leitað til fólksins uppi á Akranesi og það ætlum við að gera núna”, sögðu forráöamenn Knattspyrnuliðs Akraness á fundi með blaöamönnum um helgina. ,,Að sjálfsögðu er það stór ákvörðun að fara með leikinn upp á Skaga en við teljum að fólkið þar, sem hefur stutt okkur svo vel eigi það skilið að fá Evrópuleik upp eftir, og þvi ráðumst við i þetta. Þvi er heldur ekki að leyna að bæjar- stjórnin heíur reynst okkur sérstak- lega hjálpleg. Þeir verðlaunuðu lið okkar með 750 þúsund króna peninga- gjöf er við unnum Islandsmótið og þeir hafa ráðist i fjárfrekar framkvæmdir á vellinum til að hann verði löglegur fyrir Evrópukeppni. Gera þurfti ýms- siðari leik liðanna á Akranesi. „Þeir spila góða knattspyrnu, stutt- ar sendingar og oft skemmtilegar fléttur, og við vorum heppnir úti að sleppa með 0:0 eftir fyrstu 10 minúturnar. ar breytingar, s.s. á gönguleið leik- manna og dómara til og frá búnings- klefum að vellinum, girða áhorfendur af og setja upp aðstöðu fyrir blaða- menn. Þetta fáum við allt, varanlegar framkvæmdir, og þvi fögnum við mjög. Þá gr það ekki ónýtt fyrir okkur að finna hvað alíur almenningur styður við bakið á okkur. Ollum verslunum verður lokað kl. 16,30, hálftima fyrir leikinn og við erum bjartsýnir á að við fáum þann áhorfendafjölda á leikinn sem viðþurfum tilað sleppa fjárhags- lega út úr þessari þátttöku. Akraborgin fer sérstaka ferð upp á Akranes kl. 15.45 og til baka að leik loknum, og er ekki að efa að það fara margir upp á Skaga með henni. En við áttum einnig okkar tækifæri i leiknum, og það hefði ekki verið ósanngjarnt að við hefðum náð jafn- tefli. Þess vegna er ég bjartsýnn á að við vinnum þá á Akranesi á morgun með a.m.k. 2:0. Ég vona bara að þeir stilli upp á að spila varnarleik, þvi að satt að segja sýndist mér vörnin hjá þeim ekki það traustvekjandi að það þurfi að hafa miklaráhyggjur.Það ersamtbetra að búa sig undir harða viðureign þvi að þeir gefa örugglega hvergi eftir og ætla sér áfram eins og við. Og eitt hafa þeir óneitanlega fram yfir okkur, en það er það atriði að keppnistimabilið stendur enn yfir hjá þeim og þeir eru því i leikæfingu. Þessu lýkur alltof snemma hjá okkur, Kostar 3 millj. Það er dýrt fyrir islensk knatt- spyrnuliðað taka þátt i Evrópukcppni í knattspyrnu. A blaðamannafundi með forráðamönnum Akranesliðsins upplýsti Gylfi Þórðarson að þátttaka Akraness vegna leikjanna við Brann kosti um 3 milljónir króna. Til þess að endar nái saman og þeir sleppi án fjárhagslegs skaða frá þess- um leikjum verða þeir að fá um 2000 manns á völlinn, að sögn Gylfa. það er allt of langt á milli siðustu leikja i fslandsrhótinu og i Evrópuleik- ina. Þetta er slæmt, en kemur vonandi ekki að sök á morgun, því að við höfum búið okkur vel undir leikinn. Gerðu okkur erfítt fyrir ytra! „Þvi er ekki að leyna að Norðmenn- irnir rey ndu á ýmsan hátt að gera okk- ur erfitt fyrir þegar við lékum við þá i Noregi,” sagði Kristján Sveinsson for- maður Knattspyrnuráðs Akraness, á fundi mcð blaðamönnum um helgina. „Þetta var þó ekki alvariegt, en greinilega gert i þeim tilgangi að koma okkur úr jafnvægi. Við vorum t.d. látnirsjá um okkur sjálfir og feng- um ekki mann til að vera með liðinu og þegar við fórum á æfingu voru engir boltar. Ég skora þó á alla sem mæta á leik- inn á Akranesi á morgun að sýna Norðmönnunum kurteisi, og dómaran- um einnig, hvernig sem leikurinn þró- ast. Við erum, eins og öll lið þessa dag- ana, undir smásjánni hvað ólæti varð- ar á Evrópuleikjum, og ef eitthvað ber Ut af á Akranesi, þá getur það komið liðinu okkar mjög illa, jafnvel kostað brottvisun og útilokun frá þátttöku næstu árin. gk—• „Fólkið ó skilið að fá Evrópuleik" — segir forráðamenn ÍA og fara með Evrópuleikinn upp á Skipaskaga mf' *>'■" ■ Jón Gunnlaugsson f skotfæri I leik gegn Fram i dögunum. Vonandi fær hann mörgsvona tækifæri ileiknum gegn Brann á morgun. Leikmenn Brann komutil iandsins I gærkvöldi, og æfa I Reykjavik I dag en halda upp á Akranes á morgun. Ljósm. Einar VISIR VÍSIR Þriðjudagur 27. september 1977 Jón Sigurðsson á æfingu hjá nýja félaginu i gærkvöldi, I góðum félagsskap þeirra Kolbeins Fálssonar, Andrew Piazza og Einars Boliasonar. Þessir fjórir eiga senniiega eftir að gera það gott fyrir KR í vetur. Ljósm. Einar JON SIG. GENGUR í RAÐIR KR-INGA — Ekki sáttur við áhugaleysið i Ármanni, segir þessi frábœri leikmaður sem mun styrkja KR-liðið geysilega Það er óhætt að segja að „stóra bomban” hafi sprungið i körfu- knattleiksheiminum um helgina, en þá hóf Jón Sigurðsson, hinr. frábæri körfuknattleiksmaður úr Armanni að æfa með KR, og með þvi félagi mun hann leika i vetur. Jón tilkynnti félagaskipti á dög- unum til Körfuknattleikssam- bandsins, og i siðustu viku kom staðfesting frá sambandinu. Jón mun þvi leika með KR i fyrsta skipti i siðari hluta Reykjavikur- mótsins. „Ég verð að segja alveg eins og er, að ég var ekki ánægður hjá Ármanni undir lokin. Það virðist vera algjört áhugaleysi hjá félag- inu á að reyna að gera einhverja stóra hluti, og ég bara dreif mig i að skipta um félag. Mér list alveg stórvel á mig hjá minu nýja félagi, og ég er viss um IS fékk NM-titil að ég get hvergi fengið betri þjálfun en hér. Ég hef fylgst með Bandarikjamanninum Andrew Piazza, hvernig hannstjórnar æf- íngum liðsins, og ég er stórhrif- inn. Það verður gaman að þessu!” Jón tjáði okkur að hann hefði ekki getað æft eins og hann hefði óskað tvö siðustu keppnistimabil þvi að hann hefði staðið i ibúðar- kaupum og þvi unnið mikið. „En ég var ákveðinn i að æfa á fullum krafti i vetur og gera eitt- hvað stórt, og þegar ekki virtist vera áhugi i Armanni var bara ekki um annað að ræða fyrir mig en fara. Það þarf varla að fara mörgum orðum um það, hversu mikill styrkur Jón mundi verða KR-ing- um, enda hefur hann verið besti körfuknattleiksmaður okkar i mörg ár og leikmaður sem gæti gengið inn i nær hvaða lið sem væri i Evrópu. Sömuleiðis er þetta nánast sem „rothögg” á Armenninga, sem hafa ekki aðeins misst þennan frábæra leikmann frá siðasta keppnistimabili, heldur einnig bæði þá Simon Ólafsson og Björn Magnússon, báða stóru menn liðsins. Er ekki i fljótu bragði hægt að imynda sér annað en að Ármann verði i fallbaráttunni i vetur, öfugt við það sem verið hefur undanfarin ár. gk—■ Hvað gera Framarar gegn Start í kvöld? — þeir leika siðari leik sinn við Start i UEFA-keppninni á Laugardalsvelli kl. 17 í dag Kvennalið tþróttafélags stúd- enta i körfuknattleik kom heldur betur á óvart i Danmörku úm helgina, en þar fór fram Norður- landamót háskóla i körfuknatt- leik kvenna. Ekki var búist við miklum af- rekum af hálfu Is-liðsins, en þær komu heldur betur á óvart kon- urnar og sigruðu i mótinu. Keppt var itveimur þriggja liða riölum, ogvann IS alla leiki sina; og siöan úrslitaleikinn einnig. -gk i dag kl. 17 hefst á Laugardals- vellinum siðari leikur Fram og norska liðsins Start í Evrópu- keppni (Uefa-keppninni) i knatt- spyrnu, en sem kunnugt er léku Framarar ytra á dögunum. Sá leikur var ein samfelld sorg- arsaga hjá Fram og svo fór að þeir töpuðu með engu marki gegn 6. Að sögn manna sem þekkja vel til norskrar knattspyrnu, þá er hún i mjög svipuðum gæðaflokki og knattspyrnan hér á landi, þannig aö telja verður þessi úrslit óraunhæf með tilliti til styrkleika liðanna innbyrðis, enda sýna úr- slitin i leik Akraness og Brann það glöggt. En hvað um það, Framarar töpuðu þessum leik 6:0, og eiga þvilitla sem enga möguleika á að komast áfram i keppninni að þessu sinni. Þeir ætla þó ekki að gefast upp, og er við ræddum við Svein Sveinsson, formann Knatt- spyrnudeildar Fram, sagöi hann að þeir Framarar ætluöu sér að vinna i leiknum ikvöld. Þeir væru staðráðnir i þvi að tapa ekki heimaleiknum. Margir hugsa sennilega sem svo.aðþaðþýöiekkert aövera að fara á völlinn i kvöld, Framar- arnir eigi ekki möguleika. En þeim sömu er bent á að það má búast við spennandi og opnum leik ikvöld, sennilega reyna bæði liðin sóknarleik, og spumingin er hvort Fram tekst að hefna ófar- anna ytra á dögunum og sigra. Fram teflir fram öllum sinum sterkustu mönnun i leiknum i kvöld, nema Árna Stefánssyni markverði sem er meiddur á sjdkrahúsi. United fœr að vera með ófram Á fundi sinum i gær breytti Knattspyrnusamband Evrópu þeirri ákvörðun sinni að reka Manchester United úr Evrópu- keppni bikarmeistara vegna óláta stuðningsmanna liðsins i Saint Etienne á dögunum. Evrópusambandið kom saman til fundar i Sviss i gær og tók þá fyrir vörn United i málinu, og að þcim fundi loknuni var ákveðið að breyta fyrri dómnum. United fær áfram að taka þátt i keppninni, en liöiö verður að lcika heimaleik sinn við St. Etienne i að minnsta kosti 200 km fjarlægð frá Manchester. Og aðauki var félgið dæmt til að greiða mjög háar sektir. Frakkarnir óhressir Forráðamenn franska liðsins St. Etienne voru mjög óánægðir með ákvörðum Evrópusam- bandsins, og varaformaður lélagsins, Ilenri Fielloux, sagði aö þetta væri óskiijanleg ákvörðun miðað við livað hefði gerst i fyrri leik Unitcd og St. Etienne. „Mér finnst það vægast sagt einkennileg og umdeild ákvörðun að leyfa United þátttöku áfram. Félaginu er refsaö, en þeim sem áttu sök á þvi sein gerðist er gefið annaö tækifæri til að endurtaka allt saman”. [ Auglýsið í Vísi ) Blakdeild Víkings Æfingatafla 1977—1978 Vörðuskóli þriðjudaga Mf. karla Frúablak Old boys 18.30- 20.10 20.10-21.30 21.30- 22.50 Réttarhoitsskóli miðvikudaga 2. fl. karla mf. kvenna 20.45-22.00 22.00-23.15 Vörðuskóli fimmtudaga 2. fl. karla 1 Frúablak Old boys 18.30- 20.10 20.10-21.30 21.30- 22.50 Réttarholtsskóli föstudaga mf. kvenna mf. karla 20.45-22.00 22.00-23.15 Nýir félagar tilkynni sig í sima 38221. Stjórnin Unglingur óskast til aðstoðar á skrifstofu við vélritun og sendiferðir. Hálfsdagsstarf. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið 22. september 1977. Gjaldkeri Rafveita Hafnarfjarðar óskar að ráða gjaldkera frá og með 1. nóvember n.k. Umsóknum skal skila á á sérstökum um- sóknareyðublöðum fyrir 5. okt. til raf- veitustjóra, sem veitir nánari upplýsingar um starfið. Rafveita Hafnarfjarðar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.