Vísir - 27.09.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 27.09.1977, Blaðsíða 3
3 VISIR Þriðjudagur 27. september 1977 Bilarnir virðast hafa skollið saman á ræsinu. Þrennt slasast í hörðum árekstrí við Stykkishólm Heimsókn Einars Agústssonar til Bandaríkjanna: „Viðrœðurnar vestra efldu frekari samskipti landanna" „Aðalmarkmið heimsóknar Einars Agústssonar, utanrik- isráðherra, til Bandaríkjanna var að kynnast ráðherrum i hinni nýju rikisstjórn, i boði Vance, utanrikisráðherra, sem hann hitti fyrst á NATO- fundinum i London fyrr á þessu ári,” segir I fréttatil- kynningu, sem utanrikisráðu- neyti íslands og Bandarikj- anna hafa sent fjölmiðlum. „Heimsókn utanrikisráð- herra til Bandaríkjanna og viðræður hans við ráðamenn þar efldu frekari samskipti Bandarikjanna og Islands, sem einkennast af náinni sam- vinnu,” segir i fréttinni og ennfremur: „Fundirnir gáfu tækifæri til að ræða vandamál sem snerta bæðilöndiná sviði stjórnmála, öryggismála og efnahags- mála. Báðir aðilar ræddu hin ýmsu svið samvinnunnar eins og hún er nú, og leiðir til að styrkja hana frekar og sam- þykktu að halda viðræðum áfram með milligöngu sendi- ráða sinna.” Alvarlegt umfcrðarslus varð skammt frá Stykkishólmi sið- degis á sunnudaginn. Tveir bil- ar skullu þar saman með þeim afleiðingum að kona og tveir karlmenn slösuðustog voru flutt á sjúkrahús i Reykjavik með sjúkraflugvél. Áreksturinn varð um klukkan 18.15 á sunnudaginn í Stórholt- um ofan við Bakká, en sá staður er uppundir Kerlingarskarði. Jeppabill og fólksbill skullu saman við ræsi á veginum sem er aðeins f jórir metrar á breidd við ræsið,en annars sex metrar. Hjón voru i fólksbilnum og ók karlmaðurinn. Hann slasaðisf alvarlega, tvifótbrotnaði, hand- leggsbrotnaði og rifbrotnaði, kona hans hlaut rifbrot og far- þegi i jeppanum skarst á höfði. ökumaður jeppans var sá eini sem slapp litt eða ekki meiddur. Hjónin erufrá Hólmavík og að sögn lögreglunnar í Stykkis- hólmi voru þau bæði i öryggis- beltum sem mun hafa forðað þeim frá enn frekari meiðslum. Fólksbillinn má heita ónýtur og jeppinn er stórskemmdur. Nokkurn tima tók að ná öku- manni fólksbilsins úr flakinu og þurfti að spenna það upp til að losa hann. Ekki liggur ljóst fyrir hvað olli þessum harða árekstri. LANDSVIRKJUN FER FRAÁH Á 15% HÆKKUN Lands virkjun hefur farið fram á 15% hækkun á gjaldskrá sinni. Að sögn Eiriks Briem, fram- kvæmdastjóra Landsvirkjunar, var farið fram á að hækkunin tæki gildi i. ágúst sl„ en þar sem það hefði ekki fengist, væri ekki hægt að búast við henni fyrr en um 1. nóvember. Eirikur sagði að þessi hækkun kæmi ekki öll fram á verði til neytenda. Til dæmis þyrfti Raf- magnsveita Reykjavikur að hækka raforkuverðið um 6% vegna 15% hækkunar Lands- virkjunar. En eins og Visir skýrði frá fyrir helgina, fer Raf- magnsveitan fram á 15% hækk- un á gjaldskrá sinni, auk 6% hækkunar vegna hækkunar á orkuverði frá Landsvirkjun. — SJ 0 0 ifcl-*:it!aiiL-*:ifc!wiiL'»i3fcl-*iifcl'*:fel*ilifc!^ifclV'it!*k!»:it!*iítl*3t!*3fc!^!*3tl*lit!*i|!rffc!*i3t!3Í • \U erum vió í sviðsljósinu í LAIIGA RDA LSHOLL i og bjóðum sérstakt WXkVXM XO 1 m LHÐ meóan á sýningunni stemtur Geríð ha/fkvœm og gtkf ktrnp r o» /s/jixsh m s(mO(m\la Ltnt zsllwsk z/e/mzlz Þella cr örlílM brol aföttum þeim húsgiiffaum seai viósffnum á //nAlVV/lM XVI í l. it tiAltlt tlSlliií.l. SIÐUMULA 30 • SIMI: 86822

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.