Vísir - 27.09.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 27.09.1977, Blaðsíða 5
Snauður, snauðari, snauðastur AUÐUGIR AUÐGAST og snauöir veröa snauðari þrátt fyrir mikla viöleitni til að jafna metin. Þetta gildir ekki einasta um iðnriki og þróunarlönd/ heldur einnig um þau meðal þróunarlanda sem betur mega sín og hin sem eru snauðari. Frá þessu er greint i nýlegri skýrslu Alþjóðabankans þar sem drepið er á efnahagsþróun siðustu þriggja ára. Enn er fjarri þvi að tekist hafi að vinna bug á örbirgð. Um þús- und milljónir lifa i sárustu eymd, og ráðendur fátækustu landanna fá enga rönd við reist. Samt er sú breyting orðin að sum þróunarlönd, aðallega óliurikin i Austurlöndum nær, koma betur útúr glimunni við efnahagssveiflurnar en mörg iðnrikin. En sist miðar i fátæk- ustu löndunum i Suður-Asiu, Indlandi, Pakistan og Bangla- desh, þar er hagvöxturinn að- eins hálft prósent á þessu tima- bili. — Þannig er stöðugt meira djúp staðfest á milli rikra og fá- tækra, jafnvel þótt ekki séu tekin með i dæmið þau áföll sem henda vegna styrjalda og óvenjulegra þurrka i Afriku. Hvaöer fátækt? Fátækt er annað að ,,sjá” en lesa um i fréttum um efnahags- mál. Fátæklingur i fátæku landi er allt annað en fátæklingur i riku landi. Allsleysi fer eftir þvi hvað miðað er við. Að svelta heilu hungri dregur að sér meiri athygli innanum feita menn en þar sem enginn hefur nokkru sinni fengið alveg nóg. Fátækt er sneyðileiki um alla hluti i mannlifinu. Menn þykjast góðir ef þeir eiga eina spjör, stað þarsem þeir mega hviíast og þurfa ekki að hrekjast brott vegna atvinnuleysis, og skulda. Eldspýtustokkur, tóm niður- suðudós eða dagblað frá i gær má kallast fjársjóður. Hungursneyð Slikir fátæklingar þurfa ekki endilega að svelta heilu hungri. En þeir dragast kannski upp af hörgulveikindum, þola illa far- aldspestir, ná sjaldan háum aldri og missa börnin sin ung. Stundum kemur hungurs- neyð. Hvað er hungursneyð? Sérstakt fyrirbæri — sem ekki má rugla samanvið fátækt, þvi i hungursneyð verða bæði rikir ogfátækirað bráð þótt fátækum sé miklu hættara. Hungursneyð er fólgin i þvi að matur fyrirfinnist ekki þótt nóg sé af fjármunum að greiða hann. A Ind- landi og þarum slóðir sést hung- ursneyð vanalega með nokk- urra mánaða fyrirvara, og þá hefst almennt tal um „famine” i fréttum um allan heim. Enginn er samt farinn að svelta, en fyr- irsjáanlegt að kornbirgðir end- ist ekki til næstu uppskeru. Þannig er hungursneyð ekki endilega það að hungurvofan sé lögst yfir þjóðina. Fyrrum var þrautalendingin að senda fólk hópum saman til annarra héraða, nú freista menn að færa sveltandi byggð- um mat. En þótt ekki sé hungursneyð má vera að fólk týni lifinu úr ófeiti — afþvi það brestur fé til að kaupa nauðsynjar, sveltur ekki beinlinis til bana heldur deyr úr einhverjum tiltölulega meinlausum sjúkleika sem það skorti þrek til að standast. Þetta gerist ekki einungis á hinu indverska svæði, það ger- ist alstaðar þarsem örbirgð rik- ir, meirasegja i sumum oliurik- um löndum og þarsem ný- dubbaðir foringjar slá um sig hvað mest með prjáli. Hjálpað vestan Fátæk lönd njóta mikillar hjálpar af Vesturlöndum. Tvennt má um hana segja: Hún virðist koma að litlpm not- um, og varla hefur nokkur ein- asti Vesturlandabúi sparað við sig eina einustu máltið hennar vegna. Hér er talað útfrá mannlegri reynslu en ekki hagfræöilegum útreikningum. Vesturlandabúar reynast blindir á flest meðal fátækra landa. Þeir virðast halda að matur og peningar breyti þess- um fjarlægu þjóðum i fólk sem sé nákvæmlega einsog þeir sjálfir, halda að nóg sé að strá dálitlu af mat og peningum yfir löndin og þá verði allir sælir. En stundum éta kakkalakk- arnir matinn og rikir hirða pen- ingana. Stundum brestur hirðusemi um að koma matvælum alla leið til þeirra sem matarþurfi eru eða umbúnaði er áfátt svo ógrynni fara i súg. Annað gildismat Ýmiskonar spilling þekkist meðal þróunarþjóðanna, og ættu Vesturlandamenn raunar ekki að ganga úr kjálkaliðunum af vandlætinu yfir þvi, sjálfir ekki alhreinar jómfrúr i þeim efnum. Sumt af hjálpinni gleypa hákarlar kerfisins, annað eyðist á þann veg sem gefanda þykir ekki hlýða. Þar kemur til greina ólikt gildismat. t mörgum þróunarlöndum má fátækt skoðast landlæg.barna- dauði mikill og ýmis ógæfa sem stafar af fátækt og fávisi. Ef ekki leggst yfir almennur hor- fellir finnst mörgum rfkisráð- andanum heldur fátt um áhyggjur Vesturlandabúa af velferð fólks, það hljóti að lifa og deyja einsog löngum áður. En honum er viðkvæmt mál að sýnast maður með mönnum i samfélagi þjóðanna og vill hafa um sig mikla hirð og voldugan her með skriðdrekum og til- heyrandi. Af slikum ástæðum hefur Tanzaniu-forseti veitt fé sem honum barst sem hjálp frá Nor- egi i að koma upp al-tansanisku flugfélagi sem fremur mætti kallast stöðutákn en þörf. I öðrum tilfellum er stórum fúlgum varið i krakkalegt prjál. Keisarinn i Mið-Afriku-keisara- dæminu, Jean-Bedel Bokasa, flýgur i einkaþotu, hefur fram- aná sér hvorki meira né minna en tuttugu og átta medaliur, og stúderar nú af kostgæfni hversu að var farið við krýningu Elisa- betar Bretadrottningar fyrir 25 árum þvi þannig vill hann láta krýna sig. Hann hefur hlotið all- mikla hjálp frá Frakklandi sem Giscard d’Estaing forseta finnst ekki nógu skynsamlega notuð. Sigvaldi Hjálmarsson skrífar Hjálptil sjalf shjalpar Um það er rætt að best sé að hjálpa hinum fátæku þjóðum til að bjarga sér sjálfar, kenna ný vinnubrögð og aðferðir til að nýta betur auðlindir lands sins. Ekki verður þvi á móti mælt að vel hefur til tekist um margt i þvi efni, einsog tildæmis dverg- hveiti-ræktin i Punjab og kraftaverka-hrisgrjónin frá Filipseyjum. Hitt má ekki gleymast að ástandið i heild iagast ekki nema á löngum tima. Árangur- inn af þvi besta sem gert er fyrir þróunarlöndin þessi ár kemur ekki til fulls i ljós fyrren að löngum tima liðnum. Hungrað barn i Bangladesh — imynd þeirra hörmunga sem vofa yfir fjórðungi mannkynsins. Hallarmúla 2 sími 83211. Allt til aö auka listina í hinni nýju teiknivörudeild Pennans Hallarmúla 2 höfum við á boðstólum m.a.: olíuliti, acrylliti, vatnsliti, pastelliti, Pappír í flestum geröum, ramma striga, blindramma, pensla allskon- fyrir grafíkmyndir, dúkskuróarsett, ar, olíur, þurrkefni, pallettur og dúk og liti. trönur. Sendum í póstkröfu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.