Vísir - 27.09.1977, Blaðsíða 4

Vísir - 27.09.1977, Blaðsíða 4
Þriðjudagur 27. september 1977 VISIR Umsjón: Óli Tynes 1 ER SCHLEYER HALDIÐ í BÁTI í HOLLANDI? — hundruð hollenskro lögreglumonno leita meðfram bótaskurðunum Hundruð hollenskra lögreglumanna leita nú meðfram skipa- skurðum landsins að þremur vestur-þýskum konum og kannski að dr. Hans-Martin Schleyer, sem vestur- þýska lögreglan hefur ákaft leitað siðan honum var rænt, hinn fimmta þessa mánaðar. Hollensk yfirvöld segja að leitin hafi ekkert með Schleyer aö gera. Það sé aðeins verið að leita að þrem konum sem komust undan á flótta þegar vestur-þýski hryðjuverka maðurinn Knut Folkerts var handtekinn eftir skotbardaga, siðastliðinn fimmtudag., Hollenska blaðiö De Telegraf heldur þvi hinsvegar fram að sterkur grunur leiki á að Dr. Schleyer sé fangi fjögurra hryðjuverkamanna úr Baader- Meinhof samtökunum á báti, einhvers staöar i Hollandi. Vestur-þýskur embættis- maður sem var spurður um þetta vildi ekki neita fréttinni, en sagði að hún væri óábyrg og kæmi sér illa fyrir lögregluna. De Telegraf segir að þýska lögreglan hafi komist að þeirri Hryðjuverkamaðurinn Knut að. niðurstööu að Schleyer sé haldið um borð i báti, eftir að hafa hlustað á segulbandsspólu með rödd hans, sem ræningjarnir sendu. Sérfræðingar hjálpuðu til við að „filtra” og einangra allt sem heyrðist i bakgrunninum og álitu aö það væru „bdtshljóð”. Folkert. Vinkvenna leit- Ekki er talið að Knut Folk- erts, sá er fyrr var nefndur, sé neitt viðriðinn ránið d Schleyer. Hinsvegar vill vestur-þýska lögreglan ná i hann vegna morðsins á Siegfried Buback, rikissaksóknara landsins, i april siðastliðnum. ísrael ákveður vopnahlé Meirihluti vill halda í Quebec Svo virðist sem ísraelar hafi einhliða lýst þvi yfir i gær að nú skuli rikja vopna- hlé milli vinstri- sinnaðra Palestinu araba og hægri- sinnaðra kristinna, i Libanon. Hvorugur bardagaaðilanna kannast við að hafa samþykkt vopnahlé. Israel er hinsvegar búið að kalla heim hersveitir sinar frá Libanon og hótar ógurlegum hefndum, hverjum þeim sem rjúfi vopnahléð. I morgun var allt með friði og spekt. Yfirgnæfandi meiri- hluti Kanadamanna vill að Quebec verði áfram hluti af landinu, en hins- vegar vilja þeir ekki færa neinar persónu- legar fórnir til þess að það megi verða. Skoöanakönnun sem náði til landsins alls leiddi iljós að 84 pró- sent i’bdanna eru á móti þvi að Quebec verði skilið frá Kanada. Þetta dtti einnig viö um héraðiö sjálft 71 prósent þeirra sem spurðir voru vildu áfram tilheyra Kanada. Hinsvegar kom i ljós að sjö af hverjum tiu voru lltið hrifnir af þviaðfæra persónulegarfdrnir til að halda I Quebec. Sjötiu prósent vildu ekkert leggja á sig fjár- hagslega, og af þeim sem eftir voru var meöaltalið af þvi sem þeir vildu leggja fram vikulega 2,35 dollarar. Hékk ó kili í 4 daga Breskt herskip bjargaði ungum íra eftir að hann hafði hangið á kili sautján feta gummíbáts síns í fjóra sólarhringa fimmhundruð mílur frá ströndum írlands. Þessi ungi ævintýramaður hafði ætlað sér að sigla yfir Atlantshafið i farkosti sinum, en honum hvolfdi i vondu veðri. t þá fjóra daga sem hann hékk á bátnum öfugum, lifði írinn á vatni og rúsinum sem honum tókst að ná undan bátnum. Hann lagði upp frá Boston i Massachusetts, fyrir tveimur mánuðum og feröin hafði gengið ágætlega þartil óveðrið skall á. á Indira Gandhi. „Engan áhuga að handtaka frú Gandhi'' Formaður Janata flokksins, sem fer með völd á Indlandi, sagði við fréttamenn i gær að þeir létuei IndiruGandhi espa sig til að handtaka hana, 'og halda henni sem póli- tískum fanga. Gandhi gerði harða árás á stjórnina i siðustu viku og sagði að hún hefði ekki hugrekki til að handtaka sig. Chandra Sekhar, formaður Janata flokksins, sagði: ,,Við lát- um ekki slikt örvæntingarvæl hafa áhrif á okkur. Við höfum ekki áhuga á að handtaka nokkra manneskju, að frú Gandhi með- talinni. Ef hún er fundin sek um lögbrot þá verður lögum komið yfir hana, eins og hverja aðra persónu sem gerir sig seka um slikt”. Chandra Sekhar hefur löngum verið harðorður i garð Indiru Gandhi. Hann hefur meðal annars sakað hana um að hafa unnið skemmdarverk á stjórnar- skrá landsins, meðan hún var viö völd. ,,Þetta er ,,súper” Rollsinn sem arabiskur milljónamæringur lét smiða sérstaklega fyrir sig. Billinn kostaði 83.500 sterlingspund og er sá dýrasti i heiminum. Það vantar heldur ekki þægindin: sjónvarp, bar, stereó og þar fram eftir götunum. Nauðgari grýttur Maður sem grunaður var um nauðgun var grýttur i hel I Santo Domingo, höfuðborg Dominikanska lýðveldisins. Þetta gerðist i einu fátækra- hverfi borgarinnar. Mörg- hundruð manns tóku þátt i aðförinni, þar á meðal fjöldi kvenna. Hundruð héldu svo dauða hans hátíðlegan á eftir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.