Vísir - 27.09.1977, Blaðsíða 23

Vísir - 27.09.1977, Blaðsíða 23
Ólystugur kaupbœtir Þessa gosflösku keypti einn lesenda Visis á Ólafs- firði á dögunum. Ef myndin prentast vel, má greini- lega sjá álpappirinn, sem er samanhnoðaður i flöskunni. Virðist þetta vera pappir utan af súkku- laðistykki. Verður landið stjórnlaust? KT hringdi: „Mér sýnist á fréttum fjöl- miðlanna að verkfall opinberra starfsmanna sé yfirvofandi. Það er að minu viti mikill ábyrgðarhluti fyrir rikiö að neyða opinbera starfsmenn til slikra hluta. í verkfalli þeirra yrði landið nánast stjórnlaust, þvi aö opinberir starfsmenn vinna á flestum sviðum þjóöfélagsins. Þær upplýsingar, sem birst hafa i fjölmiölum, viröast ein- dregið benda til þess að fjöl- mennir hópar opinberra starfs- manna séu langt á eftir sam- bærilegum hópum annars stað-, ar í launum. Slikt er auðvitað ekkert réttlæti. Þarna ætti rikið að sjá sóma sinn i að koma á jafnræði og koma þannig um leið i veg fyrir, að landið verði stjórnlaust vikum saman. Nóg er nú samt.” pHótel Borgarnes Nýja veitingabúðin er opin frá kl. 8.00—23.30. \ Við minnum ó okkar rúmgóðu og snyrtilegu hótelherbergi. Pantanir teknar i sima 93-7119-7219 (dpfjóUl ($ovgavneð Gott sjónvarp - aldrei þessu vant Ánægður sjónvarps- áhorfandi hringdi: ,,Ég vil lýsa yfir ánægju minni meö sjónvarpsdagskrána um helgina. Aldrei "þessu vant voru svo til allir dagskrárliðið áhugaverðir. Sérstaklega fannst mér skemmtilegt að horfa á kvikmyndina, sem var sýnd á föstudagskvöldiö. Hún var bæði fyndin og spennandi, jafnframt þvl sem hún hefur varla skaðað neina vikvæma sál. Umræðuþátturinn á undan myndinni var óvenjulega léttur og aldrei þessu vant þorðu þátt- takendur að segja sitt álit um- búðalaust. Þótt Ólafur Ragnar Grimsson missti stundum st jórn á umræðunum, kom það engan veginnaðsök. Þaö sýndi aöeins, að hér er um mikið hitamál að ræða og því full ástæða til að taka það fyrir á þessum tima. Gamanþáttur Dave Allen var góður eins og endarnær og mætti sjónvarpið gjarnan sýna fleiri þátta hans. Og loks vil ég geta kvik- myndarinnar á laugardags- kvöldið. Hún var að vísu ekki eins fyndin og ég átti von á fyrirfram, en hún tók á vanda- máli, sem er viða til staöar 1 nútímaþjóðfélagi og sem sllk var hún vel gerö. Vonandi er þessi skemmtilega sjónvarpshelgi ekki aðeins einstætt fyrirbæri, heldur upphaf á betri skilningi forráða- manna Sjónvarpsins á því hvað fólk hefur gaman af að horfa á.” Dyraverðir leysa vandann „Eldri borgari” hafði samband við blaðið og vildi koma eftirfarandi á framfæri: „Mér finnst tilfinnanlega vanta hérá landi íbúöarhús, þar sem ibúunum er veitt nokkur þjdnusta, án þess að um sér- stakt elliheimili sé að ræða. Vfða erlendis eru byggð sér sambulishús þar sem hægt er að hafa dyravörð i fullu starfi, sem sinnir ýmsum þörfum Ibúanna. Þessir dyraverðir sjá um að aöstoða Ibúðana ef vandamál koma upp, t.d. I sambandi viö bilaða ofna, brotna glugga og fleira þess háttar. Þeir geta sinnt smærri viðgerðum, sjá um að vlsa gestum á rétta Ibúö, auk þess sem þeir veita alla þá þjónustu sem hægt er að fá á hótelum. Slilc þjónusta myndi auðvelda mörgum að búa sjálfstætt, þótt þeirséu orðniraldraðir. Ég held að tlmi sé kominn til að bygg- ingameistarar og borgaryfir- völd hyggi að sliku millibili milli elliheimilis og einbýlis.” Ö............. F.l»6nr,. Eigum ávallt fyrirliggjandi fjaðrir í flestar gerðir Volvo og Scania vörubifreiða. v Utvegum fjaðrir i sœnska flutningavagna. Hjalti Stefánsson Sími 84720 Kr. 1200.- MINNISPENINGUR IÐNKYNNINGAR ER UPPSELDUR Tekið á móti pöntunum i sýningardeild okkar i Laugardal og happdrættishúsi Iðnkynningar Lækjargötu Aðeins meðan Iðnkynning stendur yfir Þær útgáfur minnispeninga sem enn eru fáanlegar, eru seldar á sérstöku kynningarverði á sýningunni. Við erum í deild 44

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.